Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 ________ Á sagan að endurtaka sig? í orði kveðnu eru allir sammála um að tak- markað svigrúm til kjara breytinga í landinu beri að nýta til hagsbóta þeim lægst launuðu og lífeyris- þegum, sem sitja að þröngum kosti. Hvert mannsbarn sér í hendi sér þá margreyndu þróun, sem endurtekið hefur sig æ ofan í æ, að umsamdar kjarabætur til hinna lægst launuðu sigli með hlut- fallshækkunum upp alla launastiga og beint út í verðlag vöru og þjónustu; þann veg. að kjarabæt- urnar hafa gufað upp, orðið að engu. Fæstir vilja að sú saga endurtaki sig. Fleiri krónur en smærri bæta engra hag. Þvert á móti gæti nýtt verðbólgu- skrið rýrt enn hlut hinna lægst launuðu, ef að lik um lætur og stuðzt er við reynslu fyrri tima. Dagblaðið Visir segir i frétt i gær, að 8% grunn- kaupshækkun, sem þýða myndi með visitölubótum um 13.6% launahækkun, þýddi svipaðan eða aðeins minni verðbólguvöxt og var á sl. ári, eða um 27% á ársgrundvelli. 4% grunnkaupshækkun, með visitölubótum um 9.5% hækkun á árinu, þýddi verðbólguvöxt um 25.8%. Ef hinsvegar yrði samið um 35% kauphækkun i júni—júli á þessu ári og gert ráð fyrir að vísitölu bætur kæmu einu sinni á árinu, myndi meðalverð- bólga á árinu verða 42% og 53% i árslok — og er þá reiknað með 25% gengissigi, m.a. vegna kauphækkana. Þá er komið í það verðbólgu- skrið, sem var á árinu 1974, i endaðan feril vinstri stjórnarinnar. Og Vinnuveitendasamband íslands hefur komizt að þeirri niðurstöðu að ef gengið yrði að öllum kröf- um ASÍ gæti verðbólgan komizt upp i 73% iárslok! Slik þróun myndi ef að likum lætur þjóna betur hagsmunum svokallaðra „ verðbólgubraskara" en verkafólks i landinu. Verðbólgan og sparifjármynd- un í landinu Verðbólgan hefur leikið þá verst sem sizt skyldi. Hún hefur gjöreytt sparifé hinna eldri, sem lagt var fyrir á langri ævi til efri ára, gjört það verðlaust. Hún hefur og sizt af öllu hvatt til sparif jármynd- unar i landinu, en eðlileg sparifjármyndun er ein traustasta stoð heilbrigðs efnahagslifs og nauðsyn- legrar lánsfjáröf lunar til atvinnuvega og fram- kvæmda í landinu. Á tiu ára tímabili, 1961—1971, vóru spari- innlán um það bil 29% af verðmæti þjóðarfram- leiðslu. Þetta hlutfall var komið niður i 18% á árinu 1975. Þannig hefur lána- kerfið verulega minna fjármagn til ráðstöfunar en ella. Seðlabankastjóri telur, að bankarnir hefðu nú 40.000 milljónum króna meira fé til útlána, ef hlutfall sparifjár af þjóðarf ramleiðslu hefði haldizt óbreytt. Það eru eigendur spari- fjár sem leggja grundvöll að lánastarf semi i landinu, sem siðan er for- senda eðlilegrar atvinnu- starfsemi. Hins vegar brennur þetta sparifé á báli verðbólgunnar þann veg, að flestir keppast við að koma fjármunum sin- um í önnur verðmæti, hverra verðgildi verðbólg- an eykur eða einfaldlega sóa því á undan verðbólg- unni. Þannig er vegið að eðlilegri sparifjármyndun, jafnframt þvi sem þjóðar- eyðslan er aukin, langt umfram það sem eðlilegt verður að telja. Það er kominn timi til að huga að þessari hlið á verðbólgu- vandanum. „Meðan Róma- borg brann, lék Neró á sítar og söng” „Meðan Rómaborg brann lék Neró á sitar og söng." Það eru dökk ský fram- undan á efnahagshimni þjóðarinnar, ný kollsteypa i vændum, ef samræmt átak þjóðfélagsstétta kemur ekki i veg fyrir slíka ógn. Það er gott út af fyrir sig að Alþingi fjalli um prestkosningar, Z- una, stóran staf og litinn, jafnvel nýtt þinghús, en sá grunur læðist þó að almenningi, að verðbólgu- vandinn sé ekki siður verðugt viðfangsefni. Það er máske mannlegt að stjórnmálamenn á vinstri væng dundi við hugleið- ingar um, hvern veg megi nýta komandi kjaradeilur til að torvelda viðfangs- efni rikisstjórnarinnar, jafnvel koma henni frá, en stórmannlegra væri að þeir sinntu marktækum ábendingum um hjöðnum verðbólgu, minni skatt- heimtu, tryggingu at- vinnuöryggis og raunhæf ar kjarabætur, sem yrðu annað og meira en sprek á verðbólgubálið. Það er naumast viðeigandi, né líklegt til giftu, að leika hefðbundið áróðurslag á sitar samtimans eða syngja gamalkunnan sundrungarsöng, meðan logar verðbólgunnar læsa sig um alla þjóðfélags- byggingu Og enn siður að stuðla að oliudreifingu á það bál. En það er þó a.m.k. komið fram frum- varp á Alþingi íslendinga um að bæta konum i hin almennu slökkvilið, svo sjálfsagt sem það mál er annars út af fyrir sig. Merkjasöludagur Styrktarfélags vangefinna verður á morgun sunnudaginn 20. marz. Merk- in verða afhent í barnaskólunum frá kl. 10 f.h. Foreldrar styðjið gott málefni og hvetjið börn ykkar til að selja merkin. Hárgreiðslustofa Efnalaug Til leigu er, mjög gott húsnæði fyrir ofan- greinda starfsemi í stórri verslunarmiðstöð. Upplýsingar í síma 1 7888. Aðalfundur Samvinnubanka fslands h.f., verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, i dag, laugardaginn 19. marz 1977 og hefst kl. 14:00. Dagskrá skv. 18. gr. samþykktar fyrir bankann. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. GUÐSPJALL DAGSINS: J6h: 6,1. — 15.: Jesús mettar 5 þúsundir manna. LITUR DAGSINS: Fjólublár. Er litur iðrunar og yfirbóta. DÓMKIRKJAN Nýir messu- staðir vegna viðgerðar á kirkj- unni: Klukkan 11 árd. messa i Kapellu háskólans, gengið inn um aðaldyr. Séra Hjalti Guð- mundsson. Klukkan 5 siðd. föstumessa i Fríkirkjunni, Séra Þórir Stephensen Kl. 10.30 árd. barnasamkoma í Vesturbæjar- skólanum við Öldugötu NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta með altarisgögnu kl. 2 síðd. Eftir messu býður Kvenfélagið eldra safnaðarfólki til kaffidrykkju i safnaðarheimili kirkjunnar. Séra Guðmundur Óskar Ólafs- son. FlLADELFÍUKIRKJAN Safn- aðarsamkoma kl. 2 síðd. Al- menn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar J. Gíslason. FRÍKIRKJAN Reykjavík Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Organisti Sigurður ísólfs- son. Séra Þorsteinn Björnsson. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs, Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. og hámessa kl. 10.30 ád. Lágmessa kl. 2 siðd. HALLGRlMSKIRKJA Messa k. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Séra Karl Sigurbjörns- son. LANDSPlTALINN Messa kl. 10.30 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. LAUGARNESKIRKJA Barna- guðsþjónusta kl. 11 árd. Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. Altaris- ganga. Þetta er dagur aldraðra i sókninni og stendur Kvenfélag Laugarneskirkju fyrir kaffi og skemmtun fyrir aldraða í Laugarnesskólanum kl. 3 siðd. Guðsþjónusta kl. 4 síðd. að Hátúni 10 b. (Landspitala- deildin). Sóknarprestur. HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árd. Séra Tómas Sveinsson. Messa kl. 2 síðd. Félagar úr Gideonfélaginu kynna starf félagsins i mess- unni. Séra Arngrimur Jónsson. Helgistund kl. 5 síðd. Séra Tómas Sveinsson. Biblíules- hringurinn starfar á mánudags- kvöldum kl. 8.30 og er öllum opinn. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Sunnudagsskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. BtJSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Guðsþjónusa kl. 2 síðd. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Barnagæzla Séra Ólafur Skúlason. GRENSASKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 og messa kl 2 siðd. Organisti Jón G. Þórarins- son. Séra Halldór S. Gröndal. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma í Fellaskóla kl. 11 árd. Séra Hreinn Hjartarson. AÐVENTKIRKJAN Reykjavík Samkoma kl. 5 siðd. Guðmund- ur Ólafsson prédikar. Arbæjarprestakall Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Æskulýsð- félagsfundur á sama stað kl. 8 síðd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. ELLI- og hjúkrunarheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Séra Óskar J. Þorláksson, fyrr- um dómprófastur, prédikar. Félag fyrrv. sóknarpresta. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10 árd. IJtvarpsguðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Árelius Nielsson. ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grimur Grímsson. iijAlpræðisherinn Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóii kl. 2 síðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Lautinant Óskar Óskars- son frá ísafirði talar. FÆREYSKA Sjómanna- heimilið. Samkoma kl. 5 siðd. Jóhann Olsen. karsnesprestakall Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11 árd. Messa i Kópavogs- kirkju kl. 2 siðd. Háskólakórinn undir stjórn Rutar Magnússon annars sálmasönginn við mess- una. Organisti Guðmundur Gíslason Séra Árni Pálsson. KAPELLA St. Jósepssystra í Garðabæ Hámessa kl. 2 síðd. GARÐAKIRKJA Barnasam- koma i skólasalnum kl. 11 árd. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Aðal- safnaðarfundur verður að messu lokinni. Séra Bragi Friðriksson. BESSASTAÐAKIRKJA Ég flyt kveðjumessu mina sem sóknar- prestur í Bessastaðasókn klukk- an 2 síðdegis. Séra Garðar Þorsteinsson. NJARÐVlKURPRESTAKALL Guðsþjónusta i Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. og Guðsþjónusta i Stapa kl. 2 siðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVIKURKIRKJA Guðs- þjónusta kl. 2 síðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. Framhald á bls. 26 Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.