Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 Ráðstafanir Heilbrigðiseftirlits ríkisins: Fær til landsins sérfræðing í mengunarvömum 1 álverum HEILBRIGÐISEFTIRLIT ríkisins hefur sent Morg- unblaðinu greinargerð, sem er svar við greinar- gerð fslenzka álfélagsins hf. en hún birtist fyrir skömmu hér í blaðinu. Þar kemur m.a. fram, að Heil- brigðiseftirlitið hefur að undanförnu unnið að fjór- um málum, sem stuðla eiga að mengunarvörnum í álverinu og víðar. Má þar nefna, að fenginn hefur verið hingað til lands norskur sérfræðingur í mengunarvörnum í álver- um og Heyrnardeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur verður falið að framkvæma heyrnar- mælingar á öllum starfs- mönnum ísals hf og hafa reglulegt eftirlit með heyrn starfsmanna. Um þessi fjögur mál segir eftir- farandi í greinargerðinni: 1. Heyrnardeild Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur verður falið i samráði við fyrrnefnda aðila að framkvæma á næstunni heyrnar- mælingar á öllum starfsmönnum fyrirtækisins svo og síðara reglu- legt eftirlit með heyrn starfs- manna. 2. Fenginn hefur verið sérfróð- ur ráðgjafi frá Atvinnuheil- brigðismálastofnuninni i Oslo, sem hefur margra ára reynslu af málum er varða mengun vinnu- staða og sérstaklega i álverum og er hann þekktur á alþjóðavett- vangi í þessum málum. Mun hann koma hingað til lands 12. apríl næstkomandi og vera til aðstoðar Tíminn 60 ára í FYRRADAG voru 60 ár liðin frá því að Tíminn kom í fyrsta sinn út. Timinn var I upphafi vikublað en var sfðar gerður að dagblaði. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tfmans, fjallaði f forystugrein í fyrradag um upphaf Tímans og þá menn, sem stóðu að blaðinu f byrjun og segir þar m.a.: „I dag eru liðin 60 ár sfðan Tfminn hóf göngu sfna. I tilefni af þvf er eðlilegt að horft sé til baka og minnzt sérstaklega þeirra manna sem höfðu forystu um útgáfu Tfmans og mörkuðu stefnu hans. Hér var um hóp manna að ræða, sem voru vaxnir upp í ungmenna- P félögunum, kaupfélögunum og búnaðarsamtökunum. Gamla flokkakerfið, sem markaðist af pólitfsku sjálfstæðisbaráttunni við Dani, var að leysast upp og þörfin orðin brýn fyrir nýja flokkaskiptingu. Það var sjónar- mið þessa áhugamannaliðs, sem stóð að stofnun Tfmans, að hér þyrfti að rfsa upp þjóðlegur um- bótaflokkur er byggði stefnu sína á hugsjónum samvinnu og ein- staklingsfrelsi. Tfminn var stofn- aður til að vera málgagn slfks flokks." Síðar f þessari sömu forystu- grein segir Þórarinn Þórarinsson: „lslenzkt þjóðfélag er stórum betra þjóðfélag en það var fyrir 60 árum, stéttamunur minni, jöfnuður meiri og samvinna hef- ur þróazt á mörgum sviðum. En þrátt fyrir þetta er þó margt óunnið til að gera landið og þjóð- félagið betra. Og má lfka segja, að einstök framför kalli á margar aðrar. Því hefur framsóknarstefn- an alltaf mikið verk að vinna. Þvf bfða Tímans enn mikil verkefni f þágu lands og þjóðar.“ Morgunblaðið sendir Tímanum og starfsliði hans beztu heillaósk- ir á þessum tfmamótum f sögu hlaðsins. við skipulag mengunarvarna, eftirliti með mengun vinnustaða, rannsóknum á mengunarvöldum svo og vissum heilbrigðis- rannsóknum en hann hefur ný- verið unnið að slíku skipulagi fyrir áliðnaðinn í Noregi ásamt fulltrúum launþega og atvinnu- rekenda. 3. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur með fjárhagsaðstoð Heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins keypt nauðsynleg ryk- mælingatæki sem notuð verða til rykmælinga (og flúormælinga í ryki) í verksmiðjum landsins. 4. Heilbrigðiseftirlit ríkisins mun á næstunni auglýsa stöðu heilbrigðisráðunauts og verður hún ætluð tæknifræðingi og mun þá bætast aðstaða stofnunarinnar Framhald á bls. 26 79 skjáJftar vidKröflu SAMKVÆMT upplýsingum skjálftavaktarinnar í Mývatns- sveit höfðu kl. 3 í gær mælzt 79 skjálftar frá þvf kl. 3 á fimmtu- dag. Hafði þeim fjölgað Iftillega að nýju, þar sem þeir voru 66 og 70 talsins tvo sólarhringana þar á undan en þá fækkaði þeim úr rúmlega 100, þannig að skjálfta- tfðnin er nokkuð misjöfn frá degi til dags. Landris heldur hins veg- ar áfram með sama hætti og verið hefur og er halli stöðvarhússins nú orðinn um 8.7 mm. Hefur hann aldrei verið meiri frá því eftir gosið sjálft f Leirhnúki. o INNLENT Sólrisuhátíd á ísafirði SÓLRISUHÁTÍÐ hefst á ísa- firði sunnudaginn 20. marz og mun standa í eina viku. Þessi hátíð hefur verið haldin á hverjum vetri um nokkurra ára skeið og eru það nemendur við Menntaskólann á ísafirði, sem standa að henni. Á hverju kvöldi verður eitthvað um að vera og er reynt að hafa hátið- ina sem fjölbreytilegasta. Með- al þess efnis, sem flutt verður, er Skjaldavaka, þar sem Birgir Svan Simonarson les upp úr eigin verkum og meðlimir i Rauðsokkahreyfingunni kynna verk Ástu Sigurðardóttur. Selma Guðmundsdóttir, píanó- leikari, sem er ísfirðingur að ætt og uppruna mun halda tón- leika og nemendur úr Mennta- skólanum á Akureyri munu sýna söngleikinn „Ó, þetta er indælt strið". Hátiðinni lýkur sunnudagskvöld 27. marz með því að gamlir snillingar úr tón- listarlífi Vestfjarða halda „jammsession". Auk alls þessa veróa sýndar nokkrar úrvals- kvikmyndir og einnig fer fram íþróttakeppni milli Mennta- skólans á ísafirði og Mennta- skólans á Akureyri. I tengslum við hátiðina verð- ur opnuð n.k. sunnudag sýning á verkum Gunnars Guðjónsson- ar listmálara úr Reykjavik. í hinum glæsilega mötuneytissal ■Menntaskólans. Sólrisuhátíðir eru orðnar fastur þáttur í bæjarlífinu og er þess að vænta, að ísfirðingar bregði sér í betri fötin og njóti þess, sem á boðstólum er. Ríkissjóður millj. kr. DR. JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri undirrit- aði í gær í umboði Matt- hfasar Á. Mathiesen, fjár- málaráðherra f.h. ríkis- sjóðs fslands samning um opinbertlánsútboð í Þýzka- landi að fjárhæð 50 mill- tekur 4000 í Þýzkalandi Ráðstefna Sjálfstæðisflokks í dag: Sjálfsforræði sveitarfélaga RÁÐSTEFNA Sjálfstæðisflokks- ins um sjálfsforræði sveitar- félaga hefst f Valhöll, Bolholti 7, kl. 9.30 árdegis f dag og lýkur ráðstefnunni seinni hluta dags á morgun. Fyrir hádegi f dag verður rætt um verka- og tekju- skiptingu rfkis og sveitarfélaga og um svæðaskiptingu og sam- starf sveitarfélaga. Framsögu- menn verða Arni Grétar Finns- son, Páll Lfndal og Sigurgeir Sig- urðsson. Eftir hádegi f dag verða pallborðsumræður og hefjast þær kl. 13.30. Fyrir svörum sitja: Birgir tsl. Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen, Kristinn G. Jóhanns- son, Matthfas Bjarnason, Matthfas Á Mathiesen, Ólafur B. Thors og Steinþór Gestsson. Umræðuhópar starfa milli 16.15 og 18.30. Umræðustjórar verða: Ilalldór Þ. Jónsson, Markús Örn Antonsson og Ólafur G. Einars- son. Ráðstefnunni verður fram haldið eftir hádegi á morgun kl. 13.30 og verða þá tekin fyrir álit umræðuhópa o.fl. Að loknum al- mennum umræðum mun Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, slíta ráðstefn- unni. Við upphaf ráðstefnunnar i dag mun Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins. flytja ávarp. jónir þýzkra marka, sem samsvarar um 4000 mill- jónum íslenzkra króna á núgildandi gengi. Lán þetta er tekið af ríkissjóði skv. heimild í lögum nr. 116/1976 um heimild til erlendrar lántöku vegna framkvæmdaáætlunar 1977. Verður andvirði lánsins annars vegar varið til opinberra framkvæmda í samræmi við fjár- lög ársins 1977, en hins vegar til útlána Framkvæmdasjóðs til at- vinnuvegasjóða. Lánið var boðið út á alþjóða- markaði með 8% ársvöxtum en vegna hagstæóra markaðsskilyrða tókst að fá vextina lækkaða i 734. Skuldabréfin eru seld á (100%) nafnverði og er lánið afborgunar- laust fyrstu tvö árin en heildar- lánstiminn er 10 ár. Ákveðið var að flýta lántöku þessari nokkuð, umfram það, sem áður var áætlað, vegna þess að markaðsaðstæður eru um þetta leyti hagstæðar. Seðlabanki Islands annaðist Flóamarkadur hjá Karlakórskonum KVENFÉLAG Karlakórs Reykja- víkur efnir til flóamarkaðar i fé- lagsheimili kórsins að Freyjugötu 14 í dag og opnar hann kl. 2. Þar verður margt muna á boðstólum, mikið af fatnaði og selst ódýrt. Þetta er fjórða árið sem kvenfé- lagið efnir til flóamarkaðar af þessu tagi en ágóðinn rennur til styrktar starfsemi kórsins. fyrir undirbúning lántökunnar hönd ríkissjóðs. Undirskrift lánssamningsins fór fram i Díisseldorf í aðalstöðv- um Westdeutsche Landesbank Girozentrale, sem hafði forustu um lánsútboðið ásamt eftirtöldum bönkum: Banque Briissel Lambert S.A., Credit Commercial de France, Credit Suisse White Weld Limited, First Boston (Europe) Limited, Kredietbank S.A. Luxembourgeoise, Den norske Creditbank og Skandina- viska Enskilda Banken. Klakkur bil- adi á heimleid HINN nýji skuttogari Vest- mannaeyja, Klakkur, bilaði skammt undan Bergen í Noregi, er skipið var á heimleið fyrir nokkrum dögum. Klakkur átti að koma við I Molde og taka þar fiskikassa og var á leið þangað, er bilunin varð. Olfudæla við aðalvél skipsins mun hafa eyðilagzt og er ekki vitað hvort búið er að skipta um dælu. Klakkur er smiðaður í Póllandi og er sams konar skip og Ólafur Jónsson og Bjarni Herjólfsson. Bjarni Herjólfsson kom til lands- ins fyrir einni og hálfri viku og er nú i fyrstu veiðiferð sinni og er ekki vitað annað en allt hefi geng- ið vel. Ólafur Jónsson kom hins vegar til landsins skömmu eftir áramót og hefur þegar farið nokkrar veiðiferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.