Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 Prestskosningar fara fram í tveimur sðknum i Hafnarfiröi á morgun: HafnarfjarAarsðkn og Viðistaðasókn. Tveir sækja um þá fyrrnefndu, þau sr. Auður Eir Vilhjáimsdðttir og sr. Gunnþór Ingason. Um Viðistaðasókn sækir sr. Sigurður H. Guðmundsson. Blaðið bað umsækjendur að svara þeirri spurningu í örstuttu máli, sem varpað er fram í fyrirsögn — nefnilega: Hvert erbrýnasta viðfangs- efni kirkjunnar í dag ? BRÝNASTA verkefni kirkj- unnar er að taka þátt í lífi og starfi okkar allra. Ná til ungra og aldinna, sjúkra, einmana og önnum kafinna. Við höfum ein- hvern veginn gleymt því, að kirkjan er félag. Kirkjan er lif- andi félag manna og kvenna, unglinga og barna, sem hafa skírst, fermst og sumir gifst í þessum söfnuði, — ekki bara áf venju heldur til að helga Guði æsku sina, heimili sitt, fjöl- skyldu sína, líf sitt allt. Þess vegna þurfum við að hittast, allir sem vilja, og ráða ráðum okkar. Ég veit það af samtölum mínum við ýmsa Hafnfírðinga, að það eru marg- ir, sem hefðu áhuga á þvi að ræða málin, leggja fram tillög- ur, hlusta á aðra, velja úr hug- myndum — og vinna að þeim. Hvaða tillögur hefði ég fram að færa í slíku rabbi? Vitanlega tillögu um líflegan og skemmti- legan sunnudagaskóla, sem jafnframt yrði góður undirbún- ingur undir ferminguna. Aðra tillögu um æskulýðsfélag, sem tæki við eftir fermingu og allt upp að tvitugu. Æskulýðsfélag, þar sem þeir elstu stjórnuðu sjálfir með prestinn og fleiri fullorðna sem öruggan bakhjall og ráðgjafa. Starfið á nótum æskunnar á að vera bæði ferskt og iifandi. Það á að vera sam- hliða íþróttastarfinu, skáta- starfinu og öðrum skyldum þáttum í lífi bæjarins — þátt- um, sem eru okkur öllum nauð- syn hver á sinn hátt. Ég mæli með bibliulestrum fyrir fullorðna, af þvi sjálf hef ég fengið að taka þátt í mörgum hópum, þar sem fólk hittist í góðu næði til að kynnast Biblí- Auður Eir Vilhjálmsdóttir unni saman, tala um efnið og fá sér kaffisopa. Það eru góðar stundir, sem gefa mikið vegar- nesti. Á vegum kirkjunnar eiga að vera samtalsfundir um margvísleg efni, fræðsla fyrir unga foreldra, auk nauðsyn- legra heimsókna til aldinna, einmana og veikra. í slíku rabbi mætti þátt- takendur gjarnan ræða um heppileg messuform samhliða því messuformi, sem nú tíðkast. Messuform mega vera fleiri. Stundum getur guðþjónustan verið með meiri tónlist, lífleg- um söngvum og sálmum, með upplestri eða stuttum ræðum safnaðarfólksins, — eða þá með hátíðlegri tónlist og upplestri úr Ritningunni. Það er ekki síð- ur brýnt að ræða möguleika á kirkjustundum á öðrum tíma en tíðkast, — hafa kvöldmess- ur, síðdegismessur, jafnvel mið- næturmessur — allt eftir því sem við sjálf viljum og teljum heppilegt. Eitt af verkefnum kirkj- unnar er að stuðla að því að fjölskyldan í heild geti notið samstarfs og samveru um orð Guðs. Við gætum til dæmis átt ómetanlega fjölskyldustundir í sumarbúðum, líkt og i Kaldár- seli, og notið þess að koma saman ótrufluð af streitu at- vinnu og heimilisstarfa. Um leið og byrjað er að ræða verkefni kirkjunnar og erindi hennar til okkar, og hlutverk hennar í bæjarfélaginu, vaknar áhuginn. Við sjáum að kirkjan er gömul og traust, en um leið sí-ung í eldlegum áhuga. Hún er athvarf okkar og hvatning — hún er félag okkar og Drottins okkar Jesú Krists. Ég held að brýnasta verk- efnið sé að hittast og ræða málið — finna nýjar leiðir til að boða fagnaðarerindið. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. ÞAÐ MÁ hverjum manni ljóst vera, að erfitt er að svara spurningu Morgunblaðsins hér að ofan í skjótri svipan eða með fáum orðum. Eigi að síður skal nokkurra ráða við leitað, innan þeirra þröngu takmarka, sem hér eru sett. Mikilvægasta hlutverk kirkj- unnar er að sjálfsögðu hið sama nú og í árdaga kristni. Kirkjan er til þess kölluð og send í heiminn að boða trú á þann guð, sem birtist mönnunum í Jesú Kristi til þess að frelsa þá til síns lífs og ríkis. Þessi grundvallarþáttur er óhaggað- ur öld af öld. Öðru máli gegnir um hitt, hversu haga skuli boðuninni á hverjum tíma. Þar koma til álita síbreytilegar kringumstæður, er ákvarðast af stað og stundu. Jesús Kristur er kærleikur- inn holdi klæddur. Þar sem unnið er í hans nafni, situr miskunnsemin í fyrirrúmi. Orð Guðs í Jesú Kristi er frelsandi orð frá synd og dauða, mannúð í verki, likn í nauðum, efling alls hins bezta, sem einkennt fær samfélag mennskra manna um alla heimskringluna. í smækkaðri mynd birtist þetta orð í farsælu starfi sérhvers kristins safnaðar i sveit og við sjó. Tæpast mun réttu máli hallað til muna, þótt sagt sé, að efling safnaðarstarfs sé því það verk- efni kirkjunnar, sem ævinlega hlýtur að teljast öðrum við- fangsefnum brýnna. Þegar þessu hlutverki lýstur niður í samféJag í örum vexti, þétt- býliskjarna, sem í sifellu á við nýjum félagslegum vandamál- um að sjá, verður köllun kirkj- unnar einsærri en nokkru sinni endranær: Hún fær þvi betur boðað orð Guðs sem hún i rikara mæli megnar að sameina öll þau öfl, er vinna vilja að jákvæðri þróun þeirra mála, sem varða heill einstaklings og bæjar- eða sveitarfélags. Þetta markmið skal áréttað með því að benda á þá staðreynd, að „kirkjan" er ekki séreign fárra embættismanna, er gegna til- teknu hlutverki í þágu almenn- GunnþórIngason ings. Kirkjan er söfnuður allra þeirra, sem höndlast hafa af Jesú Kristi. Þeir þurfa sam- einaðir að standa. Þannig geta þeir mótað gildismat samfélags- ins. Öll þau málefni þess, sem standast gildismat trúarinnar, eru sjálfkrafa nauðsynjamál kirkjunnar. Sú hefur lengi verið skoðun mín, að hér á landi sé mikið starf óunnið, er að því miði að virkja hin sundurleitustu félagasamtök og áhugamanna- hópa í sameiginlegri þjónustu við ofangreint markmið. Verk- efnin eru mörg. Vandkvæði unglinga eru ofarlega á baugi. Víða er skarð fyrir skildi á vett- vangi líknarmála ýmiss konar. Hagsmunir aldraðra eru nær- tækt viðfangsefni. Síðast en ekki sízt ber að nefna nauðsyn þess að efla mannbætandi sam- skipti fólks í blóma aldurs. Öld- in einkennist um margt af upp- lausn og einsemd, kulda og til- litsleysi. Úr slfku verður vart betur bætt en með litríku félagslífi á grunni trúar, er hef- ur að leiðarljósi hið forn- kveðna, að „huggun er manni mönnum að“. Hér verður ekki höfðað til einstakra félagasamtaka öðrum fremur. Mörgu hafa góðir menn þegar fengið áorkað í hinu unga íslenzka borgarsamfélagi. En víða liggja þræðir á dreif. Stórir hópar og smáir bíða frumkvæðis þeirra, er kirkj- unni þjóna. Æskilegt væri að fela slíkum hópum sérstök verkefni á vegum safnaðarins, af þvi tagi, er að ofan greinir, eða öðru áþekku. Ekki verður ~við þetta mál skilizt án þess að getið sé sál- gæzlu þeirrar, er kirkjan um aldir annaðist og enn fer með eftir föngum. Fjölskyldan er kjarni hvers samfélags. Söfnuði kristinna manna ber að ganga svo frá hnútum, að staðinn sé vörður um allar þær fjölskyld- ur, er flokkinn fylla. „Fagnið með fagnendum og grátið með grátendum." Enginn skyldi þurfa að lenda á berangri sakir skeytingarieysis eða vanhirðu meðbræðra sinna. Áföll einstaklinga eða fjölskyldna skal söfnúðurinn allur bera, að svo miklu leyti sem unnt er. Mér verður í þessu tilliti sér- lega hugsað til syrgjenda, er í senn þarfnast mannlegrar hlýju, trúarlegrar uppbygging- ar og oft og einatt áþreifanlegr- ar aðstoðar i tímabundnum kröggum. Með þessum hætti virðist mér kirkjan markvisast rækja það hlutverk sitt að boða orð Guðs í Jesú Kristi, — Það orð, sem frelsar fyrir mátt bænar og trúar, — frelsar úr nauðum þessa heims, — frelsar óg til eilifs lifs sérhvert það barn, sem borið er i þann hinn sama heim. — Gunnþór Ingason. BRÝNASTA viðfangsefni kirkjunnar í dag, er að minu viti það sama og það hefur alltaf verið, vitnisburður um upprisinn Krist, sem frelsara og Drottin. Þessi vitnisburður er að sjálfsögðu ekki aðeins talað orð, hann er ekki síður samfélagsleg ábyrgð og starf. Við skulum líka muna að presturinn er ekki kirkjan, kirkjan er söfnuðurinn, kirkjan er fólkið, er söfnuðurinn mynd- ar. Starf prestsins er annars vegar þjónustustörf, sem hann er menntaður og vígður til, innan kirkjuhússins og utan, hins vegar þátttaka f lifi safnaðarins og verkefni, sem þannig koma til.Mér hefur alltaf fundizt að þau verkefni væru brýnust, sem leysa þarf, hvort sem það er barna og ungl- ingastarf, erfiðleikar aldraðs fólks eða vandamál miðaldra fólks. Hitt er svo annað mál, að þessi verkefni kunna að vera mismunandi skemmtileg. Málstaður kristninnar á vissulega erfitt uppdráttar i dag, en Kristur er ekki siður nálægur nú og á þeim tímum, sem velgengisár hafa verið kölluð í sögu kristninnar. Sigurður II. Guðmundsson. Sigurður H. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.