Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
5
Andlitsmynd af póstmanninum Roulin, sem Vincent van Gogh málaði
í Arles.
Kammerhljómsveit
Stuttgartborgar
KAMMERHLJÓMSVEIT Stuttgart- hjómleikasölum um allan heim og
borgar undir stjórn stofnanda síns,
Karls Múnchinger, kemur til Reykja-
víkur á næstunni á vegum Tónlistar-
félagsins. Sveitin var stofnuS 18.
september 1945, þegar mikill áhugi
hafSi vaknaS i borgum Þýzkalands
aS blása nýju lifi i hiS rótgróna tón-
listarlif, sem blómgazt hafSi og dafn-
aS í þessu landi meistaranna.
Frá stofnun sveitarinnar hefur hún
leikiS verk Hándels, Vivaldis, Johans
Hermanns Schein og fleiri öndvegis-
verk. og stefnt aS þvi aS flytja jafnan
Barokk-tónlist meS visindalegri ná-
kvæmni og „ rytmiskri" spennu, fag-
urri laglinu og geislandi túlkun, eins
og hún áratugum saman hafSi veriS
leikin, i áhrifamiklum hefSbúndnum
stil.
Karl Munchinger og kammersveit
hans hafa leikið verk Bachs gg Moz-
arts jöfnum höndum með undraverð-
um glæsibrag, sem hefur skapað
þeim heimsfræð. Og þá ekki siður
fyrir flutning á Bachsvitunum,
Brandenborgarkonsertunum, Kunst
der Fuge, TónaflóSinu, cembal-
konsertunum, óratórium og kantöt-
um ásamt einleikskonsertum Moz-
arts og sinfónium. Öll þessi verk og
mörg fleiri hafa veriS óskaefni á
hljómsveitaskrá sveitarinnar.
Frá fyrstu för sveitarinnar til Sviss
1948 hefur hún verið tíður gestur i
verður nú ífyrsta sinn á Íslandi.
Þá hefur sveitin tekið þátt i flest-
um stærstu listahátiSum heims,
Salzburg, Edinburgh, Baalbeck,
Strassburg og Nizza. Sveitin hefur
leikið inná fjölda platna og margar
þeirra, hafa hlotiS viðurkenningu og
verSlaun. Ótaldir eru hljómleikar
hennar, sem útvarpað hefur verið og
sjónvarpað um viSa veröld
Það ver því mikiS gleðiefni fyrir
íslenzka tónlistarunnendur að fá i
heimsókn svo frábæra listamenn og
vil ég nota tækifæriS að vekja at-
hygli þeirra á komu Kammersveitar
Stuttgartborgar til íslands.
Páll Pampichler Pálsson.
Karl Munchinger
föðurhúsanna, þar sem hann gat
málað úti í sjálfri náttúrunni.
Hann vann mikið, en brátt kom
að því að honum fannst hann
þurfa leiðsagnar sér reyndari
manna. Árið 1882 settist hann að í
Haag og vann með málaranum
Anton Mauve, sótti listasöfn og
leitaði félagsskapar annarra list-
málara.
Vincent var einrænn að eðlis-
fari og þráin eftir náttúrunni
gerði brátt vart við sig aftur, svo
og löngunin eftir einfaldleika
sveitarinnar. Haustið 1883 hélt
hann til afskekkts héraðs í
norðurhluta Hollands, en þangað
sóttu margir mikilsmetnir málar-
ar efni i myndir sínar. Þar dvald-
ist hann í þrjá mánuði og hélt þá
enn einu sinni heim til föðurhúsa,
þar sem hann dvaldist næstu þrjú
árin. Á þeim árum öðlaðist list
hans naktari og öruggari blæ.
Hann málaði kyrralifsmyndir,
landslag og fólk, og út úr verkum
hans skein hið fábrotna lif bónd-
ans i sveitinni, mannraunir og
þrautir hversdagsleikans og jörð-
in, sem bóndinn ræktar. Hann var
um þessar mundir einnig undir
áhrifum af ritum Emil Zola, en
þjóðfélagsádeila Zola á sér sam-
nefnara i verkum van Goghs á
þessum árum. Hann hafði einnig
fundið eins og Delacroix að oliu-
litirnir út af fyrir sig túlka sitt og
eins og Rubens að túlkun svip-
brigða er samsetning lita. Hann
hafði mikið dálæti á japönskum
teikningum og hóf notkun
hreinna lita. í listsköpun sinni
vildi van Gogh ráða ferðinni sjálf-
ur og þoldi illa þær formúlur, sem
listaakademíur settu mönnum.
Árið 1886 settist hann að hjá
Theo bróður sínum í París. f
París komst hann í kynni við full-
trúa nýrrar stefnu í franskri
myndlist eins og Toulouse-
Lautrec og Emile Bernard, sem
komu honum i kynni við Paul
Gaugin, á sama tíma og Theo
kynnti hann fyrir ýmsum
„impressjónistum". Þótt ferill
Vincent van Gogh væri stuttur
eins og fyrr er getið, var hann
jafnan mjög viðburðarríkur.
Þreyttur á háværu borgarlifi
Parisar hélt hann veturinn 1888
til þorpsins Arles í suður Frakk-
landi. Næsta árið náði hann há-
marki i iistsköpun sinni undir
opnum sólrikum himni Suður-
Frakklands. Hann málaði þegar
andinn kom yfir hann, vann af
hraða og nákvæmni, ákveðinn i
því að ná áhrifum hugblæsins um
leið og hann gagntók hann. Þarna
málaði hann ávaxtatrén I blóma,
útsýnið yfir þorpið, og nágrenni,
sjálfsmyndir og myndir af öðrum,
t.d. póstmanninum Roulin og f jöl-
skyldu hans, húsið sitt og svefn-
herbergi, sólblómin og ef til vill
eina af sinum þekktari myndum,
sem nú hangir í „Modern Art“
listasafninu í New York, „The
Starry Night“ eða Stjörnubjarta
nóttin.
Van Gogh vissi að list hans var
byltingakennd og einstaklings-
bundin, en hann vissi einnig að
við mótun nýrrar stefnu í mynd-
list er þörf hóps listamanna og
slikan hóp hafði hann vonazt til
að mynda ásamt Toulouse-
Lautrec, Gaugin og öðrum
impressjónistum i París. Gaugin
kom til Suður-Frakklands og
vann með van Gough i tvo mán-
uði, en þótt hugmyndir þeirra
færu saman í ýmsu, deildu þeir
um stóra hluti, sem gerði það að
verkum að engin „impressjónista-
klika" var stofnuð. Vincent og
Gaugin lenti m.a.s. svo illa saman,
að á aðfangadagskvöld 1888 fékk
Vincent taugaáfall og skar hluta
af vinstra eyranu á sér af. Hann lá
í tvær vikur á spítala og næsta
árið fékk hann hvert taugaáfallið
á fætur öðru. Það leiddi til þess að
hann lét loka sig I ár inni á geð-
veikrahæli í Provence-héraði
sjálfviljugur. Haldinn heimþrá og
meira einmana en nokkru sinni
fyrr málaði hann myndir af hol-
ienzku landslagi. örvænting hans
um að yfirvinna aldrei einmana-
kenndina né fá lækningu á sál-
rænum fiækjum sínum leiddu
hann að lokum til sjálfsmorðs í
júlí 1890.
Hann lét lifið litt þekktur.
Nokkur verka hans höfðu verið
sýnd i „Salon des Indépendants" i
Paris, aðeins eitt verka sinna
hafði hann selt á meðan hann lifði
og aðeins ein grein í dagblaði
hafði verið skrifuð um hann. Það
var fyrir tilverknað ýmissa mál-
ara, sem mundu hann og dáðu, að
heimurinn gleymdi ekki Vincent
van Gogh, og á fyrstu árum 20.
aldarinnar fóru verk hans að
hljóta verulega viðurkenningu,
sem hefur aukizt samfara frægð
hans ári fra ári síðan og áhrifa
hans gætir mjög í nútíma mynd-
list (Matisse, Derain, Picasso) og
þá sérstaklega í sambandi við
notkun og meðferð olíulita.
HÞ.
NORÐLENDINGAR