Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977
DYNAMO FEKK
BORUSSIA
ÞAÐ kemur í hlut Broussia
Mönchengladbach að hefna
harma Vestur-Þjóðverja fyrir tap
það er uppáhaldslið þeirra,
Bayern Munchen, varð fyrir i
Daninn Simonsen 1 Boroussialið-
inu. Hann og félagar hans eiga
erfitt verkefni framundan.
Evrópubikarkeppni meistaraliða
á dögunum, en sem kunnugt er
var það slegið út af sovézka
meistaraliðinu Dynamo Kiev.
Þegar dregið var um það hvaða lið
lékju saman í undanúrslitunum
drógust Dynamo og Borussia
saman, en ensku meistararnir,
Liverpool, fá hins vegar sviss-
nesku meistarana Ziirich sem
mótherja. Fyrri leikurinn á að
fara fram í Sviss.
í Evrópubikarkeppni bikarhafa
leika saman Atletico Madrid frá
Spáni og Hamburger SV- frá Vest-
ur-Þýzkalandi, en eins og margir
eflaust muna var Hamburger
mótherji Keflvíkinga í fyrstu um-
ferð keppninnar. Vann Hamburg-
er 3—0 i Hamborg, en jafntefli,
1—1, varð á Laugardalsvellinum.
1 hinum undanúrslitaleiknum
mætist Napoli frá italíu og
Anderlecht frá Belgíu.
i UEFA-bikarkeppninni leika
svo saman í undanúrslitunum
Atletico Bilbao frá Spáni og RWD
Molenbeek frá Belgiu og
Juventus frá ítalíu og AEK frá
Grikklandi.
Fyrri leikirnir i undanúrslitun-
um eiga að fara fram 6. apríl og
seinni leikirnir20. apríl.
Keppni í opnum flokkum
júdómótsins um helgina
ÞRIÐJI hluti Íslandsmeistara
mótsins í júdó fer fram n.k. sunnu-
dag, 20. marz, og verður þá keppt
í opnum flokkum bæði karla og
kvenna, þ e. flokkum án þyngdar
takmarkana.
Á íslandsmótinu i fyrra sigraði
Gísli Þorsteinsson i opnum flokki
karla og háði hann úrslitaviðureign-
ina við Viðar Guðjohnsen í þessum
flokki er keppt um DATSUN-
bikarinn og verður nú keppt um
hann í fimmta sinn Sigurður Kr
Jóhannsson hefur unnið hann tvisv-
ar, Svavar Carlsen einu sinni og
Gísli Þorsteinsson einu sinni Ekki er
vitað um forföll beztu júdómann-
anna að þessu sinni, og má því
búast við harðari keppni en nokkru
sinni áður
í fyrra sigraði Þóra Þórisdóttir í
kvennaflokki. en Sigurveig Péturs-
dóttir hafði áður sigrað i opnum
flokki kvenna þrjú ár í röð
Um aðra helgi verður svo Norður-
landameistaramótið í júdó háð í Nor-
egi Gert er ráð fyrir að sjö islenzkir
júdómenn taki þátt í mótinu að
þessu sinni
Beztu göngumennirnir
keppa í Bláfjöllum
Á MORGUN, laugardaginn 19.
marz, fer fram f Bláfjöllum
punktamót 1 göngu og verður
þar keppt 1 13 km göngu 20 ára
og eldri og 10 km göngu 17—19
ára. Verða flestir beztu göngu-
menn landsins meðal
keppenda, og er búizt við mjög
harðri keppni, ekki sfzt milli
þeirra Halldórs Matthfassonar
og Magnúsar Eirfkssonar, en
sem kunnugt er sigraði Italldór
sfðast þegar þeir mættust, f
punktamótinu f Siglufirði.
Keppnin á laugardag hefst
kl. 14.00 við Borgarskálann f
Bláfjöllum, og verður gengið
þar um svæðið. Áformað er
einnig að keppa í boðgöngu á
sunnudaginn.
TVEIR LEIKIR11. DEILDINNI
UM ÞESSA helgi verða leiknir
2 leikir í 1. deild karla. I dag
leika í Njarðvík heimamenn og
Valur og hefst sá leikur klukk-
an 14.
Njarðvíkingar hljóta að telj-
ast mun sigurstranglegri í þess-
um leik og sennilega verða
Valsmenn þeim ekki erfiður
ljár í þúfu. Á morgun klukkan
13.30 verður í íþróttahúsi Haga-
skóians leikur Fram og Ár-
manns og þar ættu Ármenning-
ar að geta unnið nokkuð örugg-
an sigur, en þess ber þó að gæta
að Framarar eru í stöðugri
framför og gætu þeir orðið Ár-
menningunum skeinuhættir.
í 2. deild leika meðal annars
Þór og Haukar 2 leiki á Akur-
eyri og eru allar lfkur á því að
Þórsarar vinnj þá báða og
endurheimti þar með sæti sitt í
1. deildinni.
Þá leika einnig á Akureyri
kvennaflokkar Þórs og Fram og
hefjast leikirnir klukkan 15.30
með karla-leiknum.
Einnig ieika í kvennaflokki
Framhald á bls 22.
RAFHAHLAUP
í DAG fer fram i Hafnarfirði
svokaliað Rafhahiaup, en þar
er um að ræða víðavangshlaup,
sem börn og unglingar í skólum
Hafnarfjarðar keppa í. Hefst
hiaupið við Víðistaðaskóla kl.
13.00. Allir þátttakendur í
hlaupinu verða heiðraðir með
verðlaunaskjali að þessu sinni.
Bikarmeistarar KR f karlaflokki ásamt Sveini Jónssyni, formanni KR, Einari Sæmundssen, fyrrverandi
formanni KR og Jóni Otta Jónssyni, þjálfara liðsins.
Bikarmeistarar KR f kvennaflokki ásamt þjálfara sfnum, Einari Bollasyni og Sveini Jónssyni formanni
KR.
KR vann tvöfaldan bikarsigur
KR-ingar gerðu sór lítið fyrir á
fimmtudagskvöldið og unnu tvöfald-
an bikarsigur, f kvennaflokki sigruðu
KR stúlkurnar ÍR með 66 stigum
gegn 50 og f meistaraflokki karla
unnu KR-ingar Njarðvfkinga með 61
stigi gegn 59 í æsispennandi bar-
áttuleik eftir að staðan í leikhléi
hafði verið 35—26 KR í vil.
KR-ingar byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og komust þeir strax í
5—0, á 4. mfnútu var staðan orðin
13—4 og á 8. mínútu 20—12 KR í
vil. Njarðvfkingar sóttu sig svo tals-
vert um miðjan hálfleikinn og náðu
þeir að minnka muninn niður í
23—20 á 14. mínútu, en KR-ingar
gáfu ekkert eftir og höfðu yfir
35—26 f leikhléi
Snemma í seinni hálfleik fékk
Einar Bollason, bezti maður KR-inga,
4 villur og fór því útaf og við það
riðlaðist leikur liðsins nokkuð og
Njarðvíkingar náðu að minnka mun-
inn niður í 3 stig, 43—40, um miðj-
an hálfleikinn, en þá kom Einar inn á
aftur og tóku KR-ingar þá mikinn
kipp og skoruðu 10 stig í röð án þess
að Njarðvikingum tækist að svara
fyrir sig. Skömmu síðar varð Einar
svo að yfirgefa leikvöllinn vegna
meiðsla og á meðan gert var að
sárum hans tókst Njarðvíkingum enn
að minnka muninn niður f 4 stig,
61 — 57, á 18. mínútu en það dugði
ekki til, Einar kom enn inná og leiddi
lið sitt til sigurs og urðu lokatölur
61 — 59.
Leikur þessi var eins og áður sagði
ákaflega spennandi, en ekki að sama
skapi vel leikinn og var greinilegt að
illa gekk að venjast körfunum, sem
eru heldur verri en f hinum
húsunum. Einnig setti taugaóstyrkur
leikmanna talsvert mark á leikinn.
KR-ingar léku í þetta sinn bezta
varnarleik, sem liðið hefur náð að
sýna, og var það fyrst og fremst
hann ásamt gífurlegri baráttu sem
skóp sigur þeirra. Beztu menn liðsins
voru Einar Bollason, Kristinn
Stefánsson og bakverðirnir, Árni
Guðmundsson, Kolbeinn Pálsson og
Gunnar Ingimundarson, en stigin
skoruðu: Einar Bollason 17, Bjarni
Jóhannsson 13, Kristinn Stefánsson
10, Árni Guðmundsson 9, Kolbeinn
Pálsson og Gunnar Ingimundarson 6
hvor og Eiríkur Jóhannsson 2 stig.
Beztu menn Njarðvíkinga í þessum
leik voru þeir Geir Þorsteinsson og
Gunnar Þorvarðarson.
Stigin fyrir Njarðvík skoruðu:
Gunnar Þorvarðarson 13, Kári
Marfsson 11, Geir Þorsteinsson 10,
Jónas Jóhannesson og Brynjar Sig
mundsson 8 hvor, Stefán Bjarkason
3, Guðsteinn Ingimarsson 4, Þor-
steinn Bjarnason 2.
í sambandi við leik þennan er rétt
Framhald á bls 22.
Punktamót í Bláfjöllum
NÚ um helgina fer fram í Bláfjöllum
helzta sklðamót vetrarins á Reykja-
víkur'svæSinu. Er þar um að ræSa
punktamót fullorSinna I Alpagrein-
um, og mun flest bezta sklSafólk
landsins vera skráS til þátttöku.
VerSa alls 45 keppendur I karlaflokki
og 1 7 I kvennaflokki.
Keppnin hefst meS stórsvigi á
laugardag kl. 14.00, og svigkeppnin
hefst slSan kl. 13.00 á sunnudag.
VerSlaunaafhending verSur strax aS
lokinni keppni, og hefur sktSadeild
Armanns, sem er umsjónaraSili
mótsins. útvegaS fagra verSlauna
gripi til keppninnar.
Sæmilegur snjór er nú 1 Bláfjöll-
um, en brugSiS getur til beggja vona.
— ViS erum hálfhræddir, sagSi Sig-
urSur Haukur, einn af forsvarsmönn-
um sklSadeildar Ármanns I gær. —
þaS eru svo mikil hlýindi þama upp
frá aS snjórinn er fljótur aS minnka.
Ég geri mér þó vonir um aS aSstaSa
til mótshalds geti veriS allgóS.
Iþróttakennarar
íþróttasambandinu berast fyrirspurnir víðs vegar að af
landinu um möguleika á að fá iþróttakennara til starfa
yfir sumarmánuðina.
Einkum er um að ræða tilsögn i frjálsum iþróttum og
knattleikjum.
Þeir iþróttakennarar, sem kynnu að hafa hug á að
taka að sér slik störf i skemmri eða lengri tima, eru
góðfúslega beðnir að setja sig i samband við skrifstofu
Í.S.Í. sími 83377. íþróttasamband íslands