Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. MARZ 1977 Heimilin ráð- stafa um 55 milljörðum króna árlega Neytendasamtökin hafa nú starfað í 24 ár og eru meðlimir þeirra um 3.700, þar af um 2000 í Reykjavík. Núverandi formaður Neytendasam- takanna er Reynir Ármannsson og sagði hann í viðtali við Mbl. að takmarkið væri að fjölga meðlimum upp i 10 þúsund. Þegar þeirri tölu væri náð mætti búast við að hægt væri að hafa áhrif á efnahagsráðstafanir stjórnvalda. Forgöngu að stofnun Neytendasamtakanna höfðu Jónína Guðmundsdóttir, Jóhann Sæmundsson prófessor og Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur Sveinn var kosinn fyrsti formaður félagsins og strax á fyrsta starfsári var samþykkt og komið á framfæri við yfirvöld ósk um pökkun á brauðum og öðrum matvörum og verð- merkingar verzlunarvara. Kvörtunarþjónustan stærsta verkefnið Reynir Ármannsson sagði að kvörtunarþjónusta sam- takanna hefði ætíð verið langstærsta viðfangsefnið og hefði svo verið allt frá stofn- un þeirra Hann var nánar inntur eftir hvernig hún færi fram — Það er yfirleitt þannig að fólk hringir og ber fram kvörtun vegna einhverrar vöru eða þjónustu sem það hefur keypt og telur að ekki sé allt með felldu varðandi það Við bendum viðkom- andi á að hafa samband við söluaðila og kvarta við hann og beri það ekki árangur þá skerumst við í leikinn Á síð- asta ári kom til okkar 341 kvörtun og leystist um helm- ingur þeirra með sátt og sam- lyndi í mjög fáum tilvikum höfum við þurft að leita eftir lögfræðilegri þjónustu Flest- ar voru kvartanirnar í sam- bandi við fatnað, eða 66, 38 vegna heimilistækja, 25 vegna fata og efnahreins- unar, aðrar kvartanir voru færri, t d vegna viðgerða á bifreiðum, útvörpum og úrum, kvartað var yfir mat- vælum og ýmsu öðru sem ekki er hægt aðflokka niður — Þessa kvörtunarþjón- ustu þarf að stórauka, en auk kvartana berast okkur árlega mörg hundruð fyrirspurnir. Það þarf að koma upp kvört- unarmiðstöð í samráði við viðskiptaráðuneytið þar sem náin samvinna Neytenda- samtakanna, framleiðenda og seljenda ætti sér stað og ætti sú miðstöð að eiga þess kost að kalla til sín sérfræð- inga sem oddamenn Þessi þjónusta þyrfti að vera ókeypis fyrir neytendur. Viljum enga styrjöld —- Annars vil ég ekki að það sé litið á Neytendasam- tökin sem einhverja grýlu gagnvart seljendum, við vilj- um alls enga styrjöld, heldur aðeins að réttlæti riki og sé grundvallarhugsun bæði selj- enda og neytenda Hver eru helztu framtiðar- verkefni samtakanna? — Við viljum reyna eins og hægt er að auka félaga- fjölda i samtökunum, en við teljum að ef við náum um 10 þúsund meðlimum, þá verði farið að líta á samtökin sem áhrifamátt í ráðstöfunum stjórnvalda Víða erlendis t d í Bandarikjunum og Vestur- Þýzkalandi. eru neytenda- samtök mun sterkari en hér og okkur vantar þessa sam- stöðu almennings sem er mun meiri erlendis en hér hjá okkur Erlendis er aldrei gengið framhjá sam- Reynir Ármannsson formaBur Neytendasamtakanna. tökunum, ekki aðeins neyt- endur, heldur og framleið- endur leita til þeirra — Þá teljum við það hlut- verk Neytendasamtakanna að stórauka upplýsingaþjón- ustu fyrir neytendur um vörugæði og vörusvik Ég minntist áður á samstarf við framleiðendur og seljendur og ýmis vandamál geta t.d komið upp varðandi sam- skipti neytenda og vátrygg- ingafélaga. Hugsanlegt væri að samtök neytenda og vátryggingarfélaga hæfu samstarf um þessi mál, slíkt samstarf yrði einkum fólgið í fræðslu og leiðbeiningarstarf- semi, eðli vátrygginga í þjóð- félaginu, lagareglur og fleira, og koma mætti upp upplýs- ingaskrifstofu þar sem neyt- endur gætu borið fram fyrir- spurnir og kvartanir og feng- ið leiðréttingar um mál er varða vátryggingar Einnig kemur til greina að setja á laggirnar áfrýjunarnefnd sem hefði það hlutverk að af- greiða mál, sem ekki tækist að sætta fyrir tilstilli upplýs- ingaskrifstofunnar. Betri tengsl við landsbyggðina — Taka þarf upp nánari tengsl við neytendur úti á landsbyggðinni Neytenda- samtökin gerðu fyrir nokkr- um árum tilraun . með neytendafulltrúa á Selfossi og í Keflavík sem tóku að sér umboðsstarf samtakanna Gafst það mjög vel og gátu fulltrúarnir í flestum tilvikum stuðlað að viðunandi leiðrétt- ingu kvörtunarmála. — Þá er heildarendur- skoðun kaupalaganna frá 1922 mikilvægt framtíðar- verkefni, en vart fer það á milli mála að íslenzk stjórn- völd þurfa innan skamms að taka afstöðu til þess hvort rétt sé eða tímabært að lög- leiða sérákvæði um neytendakaup hérlendis. Að sjálfsögðu ræður pólitísk af- staða valdhafa á hverjum tíma því hvort eða í hve rík- um mæli æskilegt er talið að löggjafinn láti neytendamál- efni og neytendavernd til sín taka En þess háttar laga- setning myndi einnig vera ódýrt og einfalt úrræði varð- andi neytendavernd. Hvernig er fjárhagur sam- takanna? Fjárhagurinn er ekki nógu traustur og hann þurfum við að efla m.a. með fjölgun félaganna, en um 80% af tekjunum eru félagsgjöld, 20% koma frá ríki og borg Á Norðurlöndunum er tekju- skiptingin öfug, 80% eru frá ríki og sveitarfélögum, en 20% koma frá félagsmönn- um í sambandi við útgáfu blaðs má nefna að við megum ekki selja auglýsing- ar í blað samtakanna, því við erum meðlimir f alþjóðasam- bandi neytendasamtaka, International Organization of Consumers Union, I.O.C.U., og i lögum þeirra er tekið fram að meðlimir séu bundn- ir því að veita ekki auglýsing- um viðtöku i ritum sínum og hafa ekki afskipti af mál- efnum verzlunarfyrírtækja eða stjórnmálaflokka. Þetta gerir okkur erfitt fyrir um alla útgáfu- og upplýsingastarf- semi, en við ætlum samt að reyna að gefa út 3 blöð í ár, Um daglega starfsemi samtakanna sagði Reynir, að nú hefðu þau einn starfs- mann, sem ynni 3/4 hluta úr starfi og er skrifstofan opin frá kl 15—18 og á föstu- dögum kl. 17 — 1 9 er lög- fræðingur til viðtals á skrif- stofunni, sem er á Baldurs- götu 1 2 Þá var rætt um svonefnt neysluskyn: Lög um neytendavernd ná of skammt — Það er þörf stóraukinn- ar fræðslu fyrir afgreiðslu- fólk, sagði Reynir, en það ræður mjög miklu um vöru- val almennings. Þau eru óteljandi námskeiðin sem haldin hafa verið fyrir sölu- menn, en það er engu minni þörf á fræðslu fyrir neyt- Rætt við Reyni Ármannsson formann Neytendasamtakanna endur og reyndar, er það svo að kaupendanámskeið eru haldin í ýmsum löndum. Að sjálfsögðu er hér ekki um stranga skóla að ræða heldur auðskiljanlega fræðslu og leiðbeiningar sem geta kom- ið sér vel á ísi hinna daglegu vörukaupa, en á honum eru margar vakir. — Neytandinn getur leit- að til dómstóla ef hann telur sig órétti beittan, en sú leið er svo seinfarin, dýr og áhættusöm að hún veitir neytendum mjög takmark- aða vernd í hinum daglegu viðskiptum hans. Það hallar alltaf á neytandann Samtök hans eru ekki nægilega sterk og lög um neytendavernd ná alltof skammt. Spyrja má hvar stæðu verkamenn án samtaka og hvar stæðu bændur án samtaka? Og mér finnst launþegasamtök og félög launþega of lítið hugsa um málefni neytenda. Húsmæður innkaupastjórar — Segja má að húsmæð- ur séu ' innkaupastjórar stærsta fyrirtækis landsins, en það eru heimilin. Ekki er fjarri lagi að áætla að þær ráðstafi um 55 milljörðum króna árlega tíl ýmissa hluta varðandi heimilin, en 1. des. sl. voru 19989 heimiti í Reykjavík Það veltur því á miklu að þær geri sér sem gleggsta grein fyrir mikilvægi hvers útgjaldaliðs fyrir vöru- verði og vörugæðum. Það er ekki nóg að vera allur af vilja gerður til að spara i þeirri merkingu að kaupa sem minnst, heldur að fá sem mest fyrir peningana og kaupa inn af hyggindum. í því sambandi nefndi Reynir nokkur heilræði til handa neytendum svo sem að fresta kaupum sé um vafaatriði að ræða, athuga hvað segi um fyrirvara, séu vörur keyptar með ábyrgð, fylgjast með verðlagi og hreyfingum þess og einnig nefndi hann að fljótfærni væri algengasta orsök mis- taka í verzlun. Þá nefndi hann að fyrir um 2 árum hefðu verið fastir neytendaþættir í útvarpi og þar hefðu verið veittar alls kyns leiðbeiningar og um- ræður farið fram um málefni neytenda. Undanfarið hefur nefnd embættismanna unnið að drögum að frumvarpi um verðlag, samkeppnishömlur og órettmæta viðskíptahætti Stjórn Neytendasamtakanna fékk drögin til umsagnar og hafa sent viðskiptaráðherra svar sitt Stjórnin telur heppi- legast að þau ákvæði lag- anna sem fjalla sérstaklega um vernd neytenda verði í sérstakri löggjöf sagði Reynir, og jafnfram verði hraðað endurskoðun laga er snerta hag neytenda. — Þótt þessi lög nái skammt til hagsmuna fyrir neytendur ber að þakka við- skiptaráðherra fyrir viðleitni hans til að bæta stöðu neyt- enda og það er von mín að þetta verði upphaf að meiri skilningi ríkisvaldsins á mál- efnum neytenda. — Eg er bjartsýnn á að Neytendasamtökin muni á komandi árum eflast og máttug samtök verði borin uppi af þeim sem verst eru leiknir af ríkjandi viðskipta- háttum og sem fytgja kröfum sínum um gagnkvæmt tillit Framhald á bls. 26 Z-an á Alþingi: Verður sett loggjof um íslenzka stafeetningu? Deilt um stafsetn- ingarreglur í fyrirspurnatíma Niðurlæging — fálm- kenndar tilraunir Halldór Blondal (S) spurði mennta- málaráðherra í sameinuðu þingi í fyrra- dag, hvað liði samningu frumvarps að •öggjöf um íslenzka stafsetningu Þingmaðurinn sagði móðurmáls- kennslu i gagnfræðaskólum i niður- lægingu; þar bæri mjög á fálmkennd- um tilraunum stjórnvalda í fræðslumál- um. sem spillt hefðu eðlilegum ár- angri Um þverbak hafi keyrt þegar tvö ár í röð var breytt islenzkri stafsetningu með grunnhyggnislegum hætti; í hið fyrra skiptið með þvi að leggja niður z-una og hið siðara skiptið með því að breyta ýmsum reglum islenzkrar staf- setningar og greinarmerkjaskipunar Menn hafa að vísu skiptar skoðanir um z-una, sagði þingmaðurinn, en um hitt held ég að menn séu sammála, að þær reglur sem settar voru um lítinn staf og stóran, eru fyrir neðan allar hellur Nefndi hann sem dæmi að rita bæri Sturlungar með stórum staf en oddverjar með litlum. Vék hann siðan að bréfi, sem islenzkukennarar, sem halda vildu í núverandi reglur, hefðu sent Alþingi Hann sagði að í þessu bréfi væru áberandi stafsetningarvillur, þar væri farið rangt með reglur um lítinn staf og stóran, kommuvillur all- margar. ýmist of eða van. og punktur þar sem komma ætti að vera Þetta sýndi að jafnvel þeir kennarar, sem mæltu með hinum nýju reglum, kynnu ekki sjálfir með að fara Siðan vék þingmaðurinn nánar að móðurmálskennslu, einkum'T grunn- skólum, kennslu í stuðlasetningu og bragarháttum, sem sinna mætti meir og betur í því efni benti hann og á stafsetnmgarkennslu Tími væri til komin aðfylgja eftir þingsályktun, sem Alþingi hefðu samþykkt 16 maí 1975 Meðferð stafsetningarmála Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, sagðist stefna að því að leggja fyrir Alþingi frumvarp að lögum, þó ekki um ritreglur, heldur meðferð stafsetningarmála Minnti hann á frum- varpsflutning sinn um sama efni á sl vetri Ráðherrann sagði móður- málskennslu felast í fleiru en kennslu í stafsetningu. Hann benti og á að engin tímaákvörðun hefði falizt í tilvitnaðri þingsályktun. Móttökur frumvarpsins á Alþingi Sverrir Hermannsson (S) minnti menntamálaráðherra á, að frumvarp það, sem hann flutti á sl þingi, hefði ekki átt stuðningi að mæta í þinginu Atkvæðagreiðsla um það í neðri deild hefði fallið 14:25 Enginn gæti aðvísu bannað ráðherra að flytja slikt frum- varp á ný. Nær væri þó að flytja frumvarp í samræmi við það, sem Alþingi hefði falið honum að gera með þingsályktun frá 16 maí 1975 Að þessari samþykkt hefði ráðherra enn ekki farið Hann hunzaði fyrirmæli Al- þingis Rikisstjórnin sem heild þyrfti að svara fyrir, hvers vegna ekki væri farið að vilja þingsins í þessu efni. Sverrir minnti á frumvarp að full- kominni löggjöf um islenzka stafsetn- ingu, sem einstakir þingmenn hefðu flutt á sínum tíma, og verið hefðu í samræmi við fyrrnefnda viljayfirlýs- ingu Alþingis. Þá minnti Sverrir á sam- þykkt Alþingis frá þv? i ápríl 1974, sem falið hefði í sér fyrirmæli um að hrinda ákvörðun um niðurfellingu z úr íslenzku máli Alþingi getur ekki látið framkvæmdavaldið misbjóða virðingu sinni með þessum hætti. að hunza emdregnar viljayfirlýsingar þess. Svar mennta- málaráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson, mennta- málaráðherra, vitnaði til texta þings- ályktunar, þar sem ríkisstjórninni væri „falið að undirbúa löggjöf um íslenzka stafsetningu' Hann sagði þá ályktun ekki fela í sér hvert form slikar löggjaf- ar skyldi vera Hún væri ennfremur ekki timaákvarðandi. þann veg, að skila þyrfti frumvarpi fyrir tilskilinn tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.