Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAI 1977 35 ÖNN Morgunblaðsmenn fóru á nokkra vinnu- staði að heyra tóninn í fólki þar sem það var að skila af sér dagsverkinu maí á óneitanlega að vera þessi baráttudagur og hann er nauðsyn- legur sem slíkur. Hvernig er vinnutíminn hjá þér? — Hann er nokkuð breytilegur, við vinnum oftast til kl. 7 á kvöld- in og stundum til 10 eða 11 en stundum ekki nema til klukkan 5. Að undanförnu hefur verið mjög mikil vinna, við unnum t.d. aila páskana, nema föstudaginn langa og á páskadag, en þá má ekki vinna. Það kemúr stundum fyrir að unnið er á laugardögum en aldrei á sunnudögum. Þetta er auðvitað alltof langur vinnudagur og menri eru orðnir þreyttir hér eftir svo langa vinnu, en Eim- skipafélagið þarf að fá samþykki Dagsbrúnar ef vinna skal standa lengur en til kl. 8 á kvöldin, félagið á þannig að gæta okkar hagsmuna. Samt finnst mér að félagið sé ekki nógu vakandi fyrir okkar hagsmunum og sumum finnst lítið gert ef þarf að kvarta þangað yfir einhverju. — Ég býst við að það sé vegna verkfallanna væntanlegu, sem svo mikið er um að vera núna, það er verið að flýta ferðum skipanna og allir vilja fá sínar vörur sem fyrst. Það er helzt í einhverjum slíkum tilvikum, sem við erum beðnir um að vinna frameftir. Verður verkfall? — Það tel ég alveg víst og ég býst við að við fáum einhverja hækkun í krónutölu, en hún verður sjálfsagt étin upp eftir hálfan mánuð — þessar kaup- hækkanir hafa yfirleitt horfið jafnóðum. Að lokum var Jón spurður nánar um vinnuna sjálfa: — Hún er ágæt, þó má segja að hún sé leiðinleg til lengdar, en þetta er ekki mjög erfið vinna, ekki það sem ég geri, en það er oft meira puð niðri í lestnum, t.d. við að setja lausavöru á brettin, sem síðan eru hifð upp. Ég er búinn að vera í 6 ár hér við höfnina og kann ekkert illa við mig. Um kaupið er það að segja að fyrir dagvinnu fáum viö milli 80 og 90 þusund krónur á mánuði, en að undanförnu t.d. þegar unnið hefur verið mikið förum við vel yfir 100 þúsund krónur og sumar vikurnar erum við með um 50 þúsund krónur, en þá höfum við líka unnið mjög mikið. Kaup- hækkanir hverfa strax í verð- hækkanir 0 Hjá Prjónastofunni Iðunni á Seltjarnarnesi var mikið um að vera er Morgunblaðsmenn bar að, unnið af kappi við að ganga frá peysum eftir að þær höfðu verið saumaðar saman og þar fram eftir götunum. Ef til vill var það þess vegna að þær konurnar gáfu sér ekki mikinn tíma til að ræða við komumenn, en við fatapressu hittum við þó eina, Guðrúnu að nafni: — Ég geri nú ráð fyrir því að 1. mai sé talinn baráttudagur verka- lýðsins og kröfudagur, en ég er nú ekki viss um að þær kröfur, sem þá eru settar fram, naí nógu mikið fram að ganga. Hvernig má helzt bæta kjörin? Magnús Guðbrandsson. „Eru ekki allir illa staddir?” 0 Bárður Þorsteinsson, sem var að vinna við járnavinnu í sömu byggingu og Gunnar Jóns- son trésmiður sagði: „Eru ekki allir illa staddir? Hvað sjálfan mig snertir finn ég ekki svo mjög fyrir því, vegna þess að ég vinn i uppmælingu og hef góðar tekjur. Einnig er það að við hjónin erum barnlaus og konan vinnur einnig úti og hefur þokkaleg laun. Lík- lega gengi mér þó frekar illa að kljúfa þetta ef ég ætti einn að sjá fyrir heimilinu. Það verður að gera eitthvað nýtt í þessum kjara- samningum, það þýðir ekki að láta fólk endalaust hafa fleiri krónur, sem brenna upp í verð- bólgunni nokkrum dögum síðar. 1. maí er ágætur sem slíkur, en ég læt aðra um að fara í kröfugöng- urnar.“ Ragnhildur Nordgulen uninni. Áttu von á að það verði verk- föll? — Það er ómögulegt að segja um það, en ég vona að það komi nú ekki til þess þvi að það er náttúrlega það sem enginn í raun og veru vill. Á efri hæð hússins voru fleiri við vinnu sina og við náðum tali af einni starfsstúlknanna, Ellen, og hvort sem það var af feimni eða einhverju öðru þá fékkst ekki föðurnafnið upp úr henni fremur en Guðrúnu á fyrstu hæðinni. — Auðvitað er hann baráttu- dagur fyrir verkalýðinn, sagði Ellen um 1. mai, baráttudagur fyrir hina vinnandi stétt, en hann hefur nú oft gengið fremur illa og mér finnst að verkalýðurinn standi fremur illa saman og ég held að verkalýðsforystan þurfi að vera betur vakandi. — ÉG er dálitið hrædd um að kauphækkanir, ef einhverjar verða í þessum samningum, verði gleyptar strax i verðhækkunum, en þessar verðhækkanir koma jafnvel oft til áður en kauphækk- unin kemur. e.t.v. lækka skattana eða önnur gjöld. Verða verkföll? — Það veit ég ekki, ég vona það bara að það verði ekki — við höfum ekkert að gera með verk- föll — það græðir enginn á þeim og við fáum það litlar kjarabætur að við erum marga mánuði að vinna upp vinnutap, sem stafar af verkföllum, og ég held að þetta vopn, verkfallsrétturinn, þurfi að nota betur. — Yfirleitt gengur það fremur illa að lifa af kaupinu, þ.e. hjá því fólki, sem hefur fyrir stórum fjöl- skyldum að sjá, en við erum allvel settar hér á þessum vinnustað, hér eru góðir húsbændur og hér er gott að vinna. Það tóku fleiri undir það. Ein kvennanna nefndi dæmi um að fyrir fimm árum hefðu laun hennar, sem þá voru 18.000,- krónur á mánuði, nýtzt mun betur en nú, þá hefði hún keypt sér eldavél og samt átt afgang eftir, og skömmu seinna sjálfvirka þvottavél, en nú þyrfti hún að vinna í tvo mánuði fyrir sams konar tækjum. Guðrún hjá fatapressunni. Gestur Guðjónsson Bárður Þorsteinsson Jón Ragnars — Það má gera á marga vegu held ég, t.d. lækka skattana eða eitthvað þess háttar, þvi beinar kauphækkanir eru alltaf teknar til baka i verðhækkunum og þessar verðhækkanir koma stund- um jafnvel á undan kauphækk- — Það er þetta atriði, sem benda þarf rækilega á, þvi að þetta gerist eftir hverja samninga og þess vegna haf a þessar kaup- hækkanir mjög takmarkað gagn. Ég veit ekki hvernig hægt er að bæta þetta á annan hátt, það má

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.