Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAI 1977 39 Allir veróa aö leggjast á eitt við að leysa vandann, varðandi kjaramálin, svo að ekki þurfi að koma til yfirvofandi vinnu- stöðvunar. Það get ég sagt með vissu, að verkfallsvopninu verð- ur ekki beitt nema í ýtrustu neyð. Við vonum öll, að til þess þurfi ekki að koma. Guðmundur Hallvarðsson, stjórnarmaður í Sjómannasam- bandi íslands Kjarasamningar háseta og starfsmanna í vél á farskipum Hafrannsóknaskipum og Sand- dæluskipum renna út 1. maí eins og hjá öllu landverkafólki, hjá bátasjómönnum 15. maí n.k., þ.e.a.s. þegar bráðabirgða- lögin margumræddu falla úr gildi. Á hinum stærri skut- togurum hafa samningarnir verið lausir um nokkurn tíma. Ekki er nokkur vafi á þvi að sjómannastéttin í heild stendur höllum fæti gagnvart þeirri þróun launamála sem átt hefur sér stað undanfarin ár hjá hinum almenna launþega hér á landi, einkum þó þegar litið er á vinnustundafjölda þann sem liggur að baki tekna sjó- mannsins. í gerð farmannasamninga hefur einatt verið stuðst við laun hafnarverkamanna hér á Reykjavíkursvæðinu þar til nú nokkur undanfarin ár hafa út- gerðarmenn afneitað þessum samanburði af miklum þunga. Hafnarverkamenn fengu þá nokkra hækkun laun sinna vegna aukins vinnuhraða o.fl. atriða sem ekki máttu sjá dags- ins ljós við gerð framanna- samninga enda þótt viðveru- timi farmannsins hér heima hafi styst að sama skapi og þeir fyrrnefndu juku vinnuhraða sinn. Það er ljóst að gerð komandi farmannasamninga verður þung í vöfum þvi sótt verður fram með leiðréttingar sem hinn almenni launamaður hefur framyfir farmenn. Má þar m.a. nefna: yfirvinna er nú greidd á tvennan hátt þ.e. með samsvarandi dagvinnukaupi og með 60% álagi, ekki er greitt vaktaálag og engin greiðsla er vegna fjarveru, svo eitthvað sé nefnt. Hvað ríkisvaldinu viðkemur hefur gjaldeyrir til farmanna verið stórlega skertur eða um 29% sem ráðstafað var til far- manna fyrir allmörgum árum til lausnar kjaradeilu sem þá stóð yfir. Hefur þessi aðför komið sér mjög illa fyrir alla farmenn og þó einkum þá sem hafa verið á ísl. kaupskipum er sigla eingöngu hafna á milli er- lendis. Sjómannsamband íslands, Farmanna- og fiskimannasam- band íslands munu mæta út- gerðamönnum bátaflotans i einni samninganefnd, það er orðin staðreynd. Vafalaust munu allir sjómenn og umbjóð- endur þeirra fylgjast mjög náið með framvindu mála hjá þess- ari samninganefnd, svo ekki sé meira sagt. Mjög hafa fjölmiðlar hampað háum tekjum loðnuveiðisjó- manna og villt mörgum land- manninum sýn. Þótt það sé rétt að nokkur hópur Loðnu- sjómanna hafi haft dágóðar tekjur er það staðreynd að stærri hópurinn hafði lítið ann- að en kauptryggingu út úr síð- ustu loðnuvertið. Þá er sama uppi á teningnum þegar horft er til sjómanna á minni skut- togurunum. Á þeim aflaskipum er hvað mest hafa verið i sviðs- ljósi blaðfétta er það staðreynd að gegndarlausar vökur og vinna hafa fært mönnum þær tekjur að lifvænlegar geta talist. í viðtölum við menn á þess- um skipum hefur það komið í ljós að allt að 3 sólarhringatörn hefur verið staðin svo hægt hafi verið að koma aflanum undan. Einatt er það svo að þegar tekjur fiskimannsins eru skoðaðar vill það gleymast að margfaldur og í sumum til- fellum óeðlilega langur vinnu- timi liggur að baki aflahýrunni. Viðhorfin til kjaramála báta- sjómanna hljóta að mótast af meðaltekjum þeirra og þeim ómælda vinnustundafjölda sem liggur að baki öflun teknanna. Ekki hafa enn verið mótaðar kröfur í samningum togara- manna „(á stærri skut- togurum)" en sá hópur sjó- manna hefur ekki haft sig i frammi þótt þar sé fylgst með framvindu kjaramála sem annars staðar, og augljóst að þeir ágætu kjarasamningar sem gerðir voru 1973 með viðbót 1975 standast nú ekki tímans tönn. Eins og mönnum er kunn- ugt skila hásetar á þessum skipum 12 klst . vinnudegi alla þá dag á meðan verið er á sjó og að lokinni veiðiferð er 30 klst. viðdvöl í höfn. Enn ber þarna að sama brunni. Þegar litið er á heildarlaun má segja að þau séu þokkaleg. Sé hinsvegar vinnustundafjöldinn veginn og metinn kemur hið gagnstæða i ljós. ' Á árinu 1975 höfst undir- búningsvinna að frumathugun á heilsufari togarasjómanna. Hugmyndina að þessum málum og leiðandi siðan er Tómas Helgason prófessor með marga mæta visindamenn sér við hlið. Ekki liggja enn fyrir niður- stöður þessara rannsókna, en i stuttu yfirliti um þessi mál sem Tómas flutti á siðasta Sjómannasambandsþingi s.l. haust benti hann m.a. á að sjó- menn eyddu 30% meiri orku við vinnu sína en landmenn bara við það eitt að standa um borð í skipi sinu. Þar kom það líka fram að fjarveran frá heimilinu hefði ymisleg áhrif til hins verra á fjölskyldulífið, svo einhverjir þættir séu nefndir. Sjómenn og umbjóð- endur þeirra munu fylgjast af áhuga með niðurstöðum þess- arar rannsóknar. Virkjanir inni á hálendinu og laun starfsmanna þar hafa mjög verið til umtals meðal sjö- manna og umbjóðenda þeirra sem annarra. I viðræðum við útgerðarmenn og fulltrúa þeirra hafa umbjóðendur sjó- manna oft bent á greiðslur í formi staðaruppbótar til handa virkjunarmönnum ásamt öörurn hlunnindum fyrir að sofa á vinnustað. Ávallt er kröfu um slikar greiðslur til handa sjómönnum vísað frá og talað um að virkjunarmenn séu fjarri öllum lifsins þægindum og eigi því einir skilið slíkar greiðsiur. Sífellt hækkar barlómur þeirra er gera út hverskonar skip og sagt að viðgerðar- og viðhaldskostnaður hækki, hafnargjöld hækki o.s.frv., o.s.frv. Eina meðalið hjá þess- um herrum virðist vera að Sjá ncestu | síðu /A hjólbardar Eigum á lager allar stærðir jeppa- og fólksbifreiðahjólbarða. Sendum um land allt. Opiðfrá8—19, laugardagaö—16 Hjólbarðasólun Hafnarfjarðar h.f. Trönuhrauni2, sími52222. ervaíin í dag, en þær áttu ekki kost á öðru Helztu kostir Philco þvottavéla: # Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. # 3 mismunandi hraðar i þvotti og tveir i vindu — tryggir rétta meðferð alls þvottar. # Stór hurð — auðveldar hleðslu. # Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. # 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öllum þvotti. # 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður. # Viðurkennt ullarkerfi. # Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. # 3 nólf fyrir sápu og mýkingarefni. # Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. # Nýtt stjórnborð skýrir með tákn- um hvert þvottakerfi. # Þvottakerfum hægt að flýta og breyta á auðveldan hátt. # Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 IMVNOAMÓT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.