Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 55 ur tímakaupsins hækkaói þvi frá upphafi áratugarins og náði hann hámarki sínu 1933. Þaö þarf þó ekki að vera vísbending um það að lífskjör hafi almennt batnað, þvi samfara kaup- máttaraukningunni var aukið atvinnuleysi og félagslegt öryggisleysi. Samdráttur I þjóðartekjum bendir þó til þess að tilflutningur hafi orðið á fjármagni til launafólks. En hvaða breytingar hafa þá orðið á kjörum verkafólks og tekjuskiptingu á milli stétta? Þessum atriðum er í fljótu bragði erfitt að gera full skil vegna erfiðleika við öflun upp- lýsinga, en ýmislegt liggur þó á lausu, sem gefur góða vísbend- ingu um hver þróunin hefur verió. Samkvæmt tölum frá skipu- lagsnefnd atvinnumála frá 1934 voru meðaltekjur nokkurra at- vinnustétta samkvæmt skatta- framtölum þessar: Stétt Meðal- Hærri tekjur kr. Lögfræðingar, en verka- menn læknar o.fl. Yfirmenn 7.951 222% á skipum 6.864 178% Bændur 4.161 68% Iðnaðarmenn 3.833 55% Bílstjórar Sjómenn 3.360 30% (óbreyttir) 3.064 24% Verkamenn 2.468 Tekjumunur hefur því verið verulegur árið 1934 samkvæmt þessum tölum. Að gera hárrétt- an samanburð á þessum tölum og tölum frá 1974 er ekki hægt þar sem atvinnuskipting Hag-- stofunnar er nákvæmari og nokkur önnur. Hins vegar má gera allgóðan samanburgð með tölum Hagstofunnar frá 1974: Stétt Meðal- Hærri brúttó- en verka- Læknar og tekjur menn%. þús.kr. tannlæknar Yfirmenn 2.759 114% á fiskiskipum 1.711 33% Bændur Faglærðir við byggingastörf og verklegar 969 - 25% framkvæmdir 1.394 8% Bilstjórar (allir) 1.286 Aðrir af áhöfn 0% fiskiskipa Ófaglærðir við flutningastörf þ.a.m. hafnar- 1.370 6% verkamenn 1.286 Þessar tölur úr skattframtöl- um íslendinga sýna að veruleg tekjujöfnun hefur átt sér stað á milli þessara starfsstétta á 40 ára tímabilinu frá 1934 til 1974. Hér er um heildartekjur að ræða og ekki tekið tillit til vinnutimalengdar. Annað merki um kjarabætur verkamanna eru hækkanir á visitölu, vöru og þjónustu og kaupi. Frá þvi 1930 hefur vísi- tala vöru og þjónustu hækkað um 16.153% en almennt verka- mannakaup um 36.503%, eða meir en tvöfalt. Þess ber þó að gæta að vafasamt er að gera samanburð á visitölu vöru og þjónustu svo langt aftur í timann og eru óefað margar skekkjur í slíkum samanburði, bæði vegna þess að miklar breytingar hafa orðið á vöru- tegundum, vörugæðum og þjón- ustu, sem notaðar eru i kostn- aöarútreikninginn, auk þess sem eldri vísitölur eru á marg- an hátt vafasamar. En engu að síður fæst hér vísbending, þó ekki sé hárnákvæm, um að kaupmáttur verkamannakaups hafi vaxið verulega. Enn meiri hafa þó kjarabæt- ur verkakvenna verið á þessu tímabili. Á fjórða áratugnum var mikill munur á launum karla og kvenna á islandi og hélzt munurinn reyndar mikill allar götur fram til siðustu ára. Árið 1934 reyndust meðallaun karla í Reykjavík vera 3602 krónur en kvenna 1369 krónur, eða næstum þrefalt lægri. Hins vegar var munurinn á launum verkamanna og verkakvenna minni. 1937 voru timalaun Dagsbrúnarverkamanna 1,45 krónur, en verkakvenna 0.90 krónur, eða um 61% munur. i dag er munurinn á dagvinnu- kaupi verkamanna og verka- kvenna 18,5% Það er því ljóst að á um- ræddu timabili hefur kaup- máttur launa verkamanna og verkakvenna vaxið verulega, ekki sízt í hlutfalli við aðrar stéttir. Hér er aðeins drepið á launaþátt kjarabótanna, en ótaldir aðrir en í engu minna mikilvægir þættir, eins og bætt húsnæði, aukin félagsleg þjón- usta, félagsleg réttindi ekki sízt öruggara atvinnuástand. i og verkamanna 08% síðan árið 1934 sima númer 29200 S. Amason & Co. GunnarGuðjónsson s.f., skipamiðlarar í Kerlingarfjöllum - sólskinsparadís - ekki alltaf, en lygilega oft. Og ekki skaðar fjallaloftið Skellið ykkur i Kerlingarfjöll í sumar Skíðakennsla, gönguferðir, náttúrufegurð, luxus matur, fjörugar kvöldvökur, heit böð og skálalíf ( einu orði sagt: ÆVINTÝRI námskeiöín í sumar: Nr. Frá Reykjavik 1. 21.júnl 2. 26. júni 3. 1. júli 4. 6. júli 5. ll.júH 6. 17.júir 7. 23. júlt 8. 29. júU 9. 2. ágúst 10. 7. ágúst 11. 12. ágúst 12. 17. ágúst 13. 22. ágúst Lengd Tegund námskeiðs 6 d Unglinganámskeið (Yngri en 16 ára) 6 d Unglinganámskeið (Yngri en 1 6 ára) 6 d Fjölskyldunámskeið Uppselt 6 d FjölskyldunámskeiS Uppselt 7 d BlandaS námskeiS 7 d Almennt námskeiS 7 d Almennt námskeiS 5 d Almennt námskeiS 6 d FjölskyldunámskeiS 6 d FjölskyldunámskeiS 6 d UnglinganámskeiS (14—18ára) 6 d UngtinganámskeiS (14—18ára) 7 d KeppendanámskeiS. SklSamót Bókanirog miðasala: FERÐASKR/FSTOFAN ’—g-f EESL URVAL%T Eimskipafélagshusinu simi 26900 Ath.biðjið uin upplýsingabækling. Skíðaskólicn í Kerlingarfjöllum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.