Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 51 — Hitaveita Akureyrar Framhald af bls.47 skyndilega, og þá viljum viö helst vera búnir að leggja heimtaugar að öllum húsum og tengja þau að einhverju leyti, t.d. leggja í þau heitt neysluvatn. En hvort eig- endur þeirra verða krafðir um fullt heimtaugargjald, það er mál, sem við eigum eftir að skoða, og ég reikna ekki með því, að það verði gert. — Eru menn ekki skyldugir til að taka a.m.k. neysluvatn í hús sín? — Jú, ef það er lagt í viðkom- andi götur á annað borð, þá er hægt að skylda menn til þess. Þó hefir komið til tals að hafa lægra heimtaugargjald fyrir hús, sem eru hituð t.d. með þilofnum, vegna þess að húseigandinn þarf i þeim tilvikum að leggja í mikinn kostnað við að breyta hitunar- kerfi sínu, og þá gæti Hitaveitan verið hvetjandi til þess að hann gerði það með þvi að innheimta ekki fullt heimtaugargjald hjá honum. Þetta eru hugmyndir, sem hafa verið ræddar í hitaveitu- nefnd og taka þarf afstöðu til, áður en gjaldskrá Hitaveitunnar verður endanlega samin. — Það verður þó ekki um neina samkeppni að ræða við rafmagns- hitun? — Nei, alls ekki. Ég held, að rafmagn geti ekki keppt við heitt vatn, sem fæst þetta nærri bænum. — Hefir nokkuð verið slegið á það, hvað Hitaveitan muni spara bænum miklar fjárhæðir í heild árlega, þegar hún verður fullgerð, miðað við þá olíu og aðra aflgjafa, sem hún Ieysir af hólmi? — Miðað við olíunotkun í bæn- uma á fyrri hluta ársins 1976 og olíuverð þá, kostaði hún um 300 milljónir króna á ári I erlendum gjaldeyri. Hitaveitan sparar nátt- úrulega miklu hærri fjárhæð miðað við útsöluveró gasolíu til húsahitunar, og svo skulum við muna, að ekki hefir það verð lækkað síðan fyrir ári. Við skulum líka muna, að mjög stór hluti húsa í bænum er hitaður upp með rafmagni, ég held ég megi segja þriðjungur allra íbúð- arhúsa í bænum, og 60% allrar orkusölu Rafveitu Akureyrar fer til hitunar. — En þegar þið áætlið varma- þörfina, er þá gert ráð fyrir að leggja hitaveitu í öll hús i bænum eða er gert ráð fyrir.að þessi raf- magnsnotkun haldist áfram? — Nei, það er gert ráð fyrir, að öll hús verði hituð með jarðvatni. Ef menn kjósa að halda rafmagns- hituninni, þurfum við minni jarð- varma að sama skapi. En við teljum, að hægt sé að nota raf- magnið til verðmeiri og arðbærari þátta en að hita upp hús, fyrst vatn fæst. Það er því að okkar dómi þjóðhagslega rétt að nýta vatnið til húsahitunar, en raf- magnið til annarra þátta atvinnu- lífsins. Vatn verður heldur ekki notað betur til annars en að hita upp vistarverur okkar. — Er ekki ánægjulegt að fást við þetta stóra verkefni og mikla hagsmunamál bæjarins? — Jú, vissulega. Þetta er stærsta verkefnið, sem bæjar- félagið hefir nokkru sinni ráðist i, og mesta fjárhagslega átakið, sem það hefir nokkru sinni gert. Ég held, að þetta sé framtíðarmál. Hérna í kringum okkur eru flestir þéttbýlisstaðir komnir með hita- veitur, Húsavík, Dalvík, Hrísey, Ólafsfjörður, Siglufjörður og Sauðárkrókur, þannig að ég held, að Hitaveitan muni áreiðanlega, þegar árin líða, verða einn af þeim þáttum, sem draga fólk hingað til bæjarins. Bærinn hefir upp á svo margt gott að bjóða, ekki síst ef þessi hlunnindi bæt- ast svo við. Sv. P. Beomaster 1900, er nýr, frábær magnari frá Bang & Olufsen. Framleiðendur Hi Fi-tækja eiga eftir að naga sig í handabökin yfir þvf, að það voru Bang & Olufsen frá Danmörku en ekki þeir sjálfir, sem framleiddu þennan magnara. Allar stillingar electroniskar og þa/ af leiðandi óslít- andi. Beosystem 1900: 292.090 kr. (magnari, spilari og 2 hátalarar). Beomaster 1900: 132.860 kr. 26 ár f fararbroddi Skipholti 19 vi8 Nóatún, sími 23800 Klapparstfg 26, sfmi 19800. Pöntunarsfmi 23500 Umboðsmenn um allt land. Söluumboð — Akureyri I J Slmi (96) 23626 \_yGleiAigotu 32 Akureyn Höfuðrofi Hátiðnistillir Jafn- Minni vægis- fyrir Loud Sjálf- FM stillir styrkstilli ness leitari stereorofi Bylgjustillir / Ljósmælir fyrir styrkstilli Ljós Ljós fyrir fyrir hátiðnitóna jafnvægisstilli Programm-val Plötuspilari Segulband (FM 1 — 5) Aðalrofi i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.