Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 12
0 „Stærsta verkefnið er skipu- lagning framtiðarsvæðis fyrir hestamenn á Akureyri," sagði Arni. „Við erum að láta skipu- leggja nýtt svæði fyrir okkur í landi Lögmannshlíðar en þar er reiknað með að allir hestaeig- endur á Akureyri geti fengið aðstöðu. Þarna á að reisa hest- hús, væntanlega einhvers kon- ar félagsheimili og 800 metra hlaupabraut. Er brýn þörf á því að fá hlaupabraut, þvi núver- andi braut á Eyjafjarðarbökk- um er háð rennsli Eyjafjarðar- ár og fer stundum undir vatn. Einnig verður það vissulega mikill áfangi fyrir hestamenn hér í bænum að fá samastað á einum stað þvi núna eru hest- húsin á þremur aðskildum stöð- um. Hestamannafélagið Léttir hefur ásamt öðrum hesta- mannafélögum I nágrenni Akureyrar útbúið mjög glæsi- legt mótssvæði á Melgerðismel- um inni í Eyjafirði. Það var vigt með fjórðungsroóti í fyrra, sem heppnaðist ákaflega vel. Þarna er hægt að halda hestamót af öllum stærðum. Þetta hafa ver- ið mjög dýrar framkvæmdir og allir okkar peningar hafa farið f aðstöðuna á Melgerðismelum. Nú er framkvæmdum lokið þar, svo að við getum látið pening- ana okkar í nýja hverfið í Lög- mannshlíðarlandi, en það mun vitaskuld kosta margar milljón- ir að koma þar upp fyrsta flokks aðstöðu. Jafnhliða framkvæmdunum þar verðum við að huga að gerð reiðvega. Ágætir reiðvegir liggja suður úr bænum. Hesta- mannafélagið á jörð, sem heitir Kaupangsbakki, þar sem eru 80 dagsláttur lands. Þangað eru prýðilegir reiðvegir. Hins vegar eru ómögulegar leiðir norður úr bænum og höfum við hug á því að semja við Vegagerðina um að leggja góða reiðvegi sam- hliða þvi, sem unnið verður að hraðbrautarframkvæmdum norðan við bæinn. Akureyring- ar láta ekki hesta sína standa i húsum. Þeir ríða mikið út og nota hesta sina vel og nauðsyn- legt er því að hafa góða reiðvegi út úr bænum og þörfin verður brýnni eftir þvi sem hesta- mönnunum fjölgar hér um slóð- ir. Ekki fær hestamannafélagið mikla styrki frá bænum, hálfa milljón króna, sem mun vera með þvi minnsta, sem varið er til félagsstarfsemi hér i bæn- um. Aftur á móti hefur bærinn farið inn á anzi varhugaverða braut með því að krefjast þess, að menn þurfi að fá leyti til þess að eiga hesta og þeim beri að greiða sérstakt leyfisgjald til bæjarins. Þetta teljum við fáheyrt athæfi, sem sé á móti landslögum og höfum við alveg hunzað þessar nýju reglur. Við ætlum að berjast til sigurs í þessu máli.“ Árni Magnússon „Hestaeigendum hefur fjölgað geysilega hér á Akureyri á undanförnum árum,“ sagði Árni Magnússon, formaður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, f samtali við blaðamann Mbl. „Fyrir fimm árum voru 100 manns í hestamannafélaginu en núna eru á þriðja hundrað manns f félaginu og hestaeign Akureyringa er á fimmta hundrað hestar.“ HESTAMÖNNUM FJÖLGAR SÍFELLT Á AKUREYRI: „Nœsta verkefni aö skipu- leggjaframtíöarsvœöi ílandiLögmannshlFöar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.