Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 8
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977
— Hvert er viðhorf þitt til
yfirstandandi kjarasamninga?
fækka sjómönnum, fækka í
áhöfninni.
Er nú svo komið að vand-
ræðaástand ríkir ef fækkar í
áhöfn eftir að ferð er hafin t.d.
vegna veikinda eða annars þ.h.
Hér er um mjög óeðlilega
þróun að ræða þegar horft er á
að í landi er annað hvort aukin
vélvæðíng eða fjölgun starfs-
fólks til að minnka álag á hinn
vinnandi mann. Sjómanna-
samtökin i landinu hljóta að
svara þessari árás með einurð
og samstöðu.
Sjómenn minnumst þess, að
fyrirrennarar sjómannastéttar-
innar voru upphafsmenn að isl.
verkalýðsbaráttu.
Til hamingju með daginn.
Kjartan
Guðjónsson
form. Verka-
mannafélagsins
Bárunnar,
Eyrarbakka
— Mitt viðhorf til yfirstand-
andi kjarasamninga er það, að
þeir verði að standa við sam-
þykkt ASÍ-þingsins um að ná
upp kjörum láglaunafóksins,
sagði Kjartan Guðjónson, for-
maður Verkamannafélagsins
Bárunnar á Eyrarbakka. Þetta
er nauðsynin, sem brennur á
okkur núna.
Ég get ekki orða bundizt og
hlýt að lýsa furðu minni á þeim
fregnum, sem berast af þeim
sérkröfum háiaunahópanna,
sem ganga þvert á lágiauna-
stefnuna. Það setur að manni
ótta um að enn einu sinni eigi
að svíkja láglaunafólkið til að
þeir, sem meira bera úr býtum,
nái að skara eld að sinni köku.
Ég vil að þessir samningar
náí upp kjörum láglaunafólks-
ins og að kaupmáttur þeirra
verði tryggður. Þeir, sem búa
við betri kjör, verða nú að bíða
og ég tel það hreint fráleitt, ef
þannig á að standa að málum,
að við, sem lágu launin höfum,
verðum neydd út í verkfallsað-
gerðir til að ná fram enn aukn-
um launum handa þeim, sem
meira fá. Þeir verða að bíða að
þessu sinni, en hagsmunir lág-
launafólksins að vera á odd-
inum.
Á þessu liggur, ef árangurs á
að vænta af þeirri samnings-
gerð, sem nú stendur yfir og
vonandi tekst að ljúka án þess
að til vandræða dragi.
Björn
Þórhallsson,
formaður
Landssambands
r
Islenzkra
verzlunarmanna
1. maí er hátíðis- og baráttu-
dagur., verkalýðsfns. En hverju
á að berjast fyrir og hverju á að
fagna?
Baráttumál íslenzkra
launþega, en óþarft er að rekja
þau hér, voru ákveðin á síðasta
þingi ASÍ og þar var um þau
alger samstaða.
Þessi samstaða hefur haldizt
órofin allt til þessa, og nú á
þeirri stundu er kjara-
samningar nær allra launþega
renna út og samningaviðræður
eru í miðju kafi, hefði það verið
mest fagnaðarefni, ef verka-
iýður landsins hefði getað
sameinazt um að gera 1. maí að
baráttudegi fyrir kjörum
sinum, og að lögð hefðu verið
til hliðar flokkspólitísk
ágreiningsmál.
Það er því harmsefni að enn
einu sinni skuli þeim öflum,
sem líta á verkalýðshreyf-
inguna sem nytsamt tæki til
framdráttar ákveðnum stjórn-
málaflokkum, hafa tekizt að
koma fram klofningsáformum
sínum.
Ég hygg raunar að samstaða
hefði náðst, hefðu þeir einir um
fjallað, sem verkalýðshreyf-
ingin sjálf hefður valið sér til
forustu. Og vonandi kemur að
því að islenzk verkalýðshreyf-
ing brýtur alveg af sér þá
flokkspólitísku hlekki, sem
alltof oft heyrist glamra í.
Þó að svona hafi til tekist er
ekkert gagn unnið með því að
hefja nú upp deilur og ásakanir
þar um. Það yrði aðeins vatn á
myilu óheillafuglanna. Því
vona ég að sem flestir reyni að
leiða hjá sér þessi vandræði, en
horfi heldur til þeirrar baráttu
sem framundan er.
Til þessa heiti ég á alla þá
launþega, sem ofar vilja setja
sameiginlega hagsmunabaráttu
en sérdrægni og stóryrt stjórn-
málaglamur.
Dagmar Karls-
dóttir, gjaldkeri
Starfsstúlkna-
félagsins
Sóknar
— Mitt svar gæti verið stutt
og laggott, sagði Dagmar Karls-
dóttir, gjaldkeri Starfsstúlkna-
félagsins Sóknar. — Ég vil fá
mínar 100 þúsund krónur á
mánuði og þær verðtryggðar.
Það er fyrir neðan allar
hellur, að við skulum ár eftir ár
vera látnar þræia fyrir lágum
launum meðan verkalýðsfor-
ystan virðist fyrst og fremst
hugsa um þá, sem meira bera
úr býtum en við. Þessi
samningamál virðast vera eilíf
togstreita og það virðist vera
orðið náttúrulögmál í höndum
verkalýðsforystunnar að hlutur
okkar láglaunafóiksins sé
borinn fyrir borð til að rýma
fyrir hagsmunum þeirra sem
meira mega sín.
Ösk mín varðandi yfirstand-
andi kjarasamninga er að
verkalýðsforystan beri gæfu ‘>l
að losa sig undan þessu nátt-
úrulögmáli og komi nú út með
þá samninga, sem alltaf hefur
verið talað um, en aldrei samið
um til þessa.
Annars finnst mér sjálfsagt
að Ííta til rikisstjórnarinnar
lika í þessum málum. Það eru
til fleiri kjarabætur en bara
hækkun f prósentum eða
krónutölum. Ég nefni sem
dæmi skattalækkun, sem ef til
vill myndi reynast okkur lág-
launafólkinu haldbetri kjara-
bót, en einhver umfram kaup-
hækkun, sem brenndyði af okk-
ur um leið og blekið á samn-
ingapappírunum er þornað.
Þórhallur
Halldórsson,
formaður
Starfsmanna-
félags Reykja-
víkurborgar
Yfirstandandi kjarasamning-
ar opinberra starfsmanna eru
hinir fyrstu samkvæmt nýjum
samningsréttariögum, en með
þeim er starfsmönnum rikis og
sveitarfélaga veittur takmark-
aður verkfallsréttur. Samning-
ar þessir verða þvi nokkur próf-
steinn á þetta nýja fyrirkomu-
lag og er ekki síður þýðingar-
mikið fyrir stjórnvöld en starfs-
menn, hvernig til tekst. Stjórn-
völd verða að gerða sér grein
fyrir þvi, að það timabil er liðið,
er okkur voru skömmtuð laun
af gerðadómum, meira og
minna fjarstýrðum af ríkisvald-
inu. Þau verða einnig að gera
sér ljóst, að sá tími kemur ekki
aftur, að opinberir starfsmenn
þurfi að sætta sig við þá tegund
samningsgerðar, er kjara-
ákvarðanir voru iðulega teknar
einhliða fyrirfram af hinum
samningsaðilanum, og samn-
ingafundirnir sjálfir oft nánast
tii málamynda.
Einhver kann nú að spyrja:
Þýðir þetta að opinberir starfs-
menn stefni að verkfalli? Síður
en svo. Ég leyfi mér að fullyrða
að innan St. Rv. sé sú skoðun
yfirgnæfandi, að verkfall sé
neyðarúrræði og að hin ný-
fengnu réttindi séu vissuiega
vandmeðfarin.
En hitt er lika jafnvist, að ef
stjórnvöld og samningsgerðar-
menn þeirra hafa engu gleymt
og ekkert lært, þá má brýna svo
deigt járn að biti um siðir.
I yfirstandandi kjarasamn-
ingum leggja opinberir starfs-
menn höfuðáherzlu á eftirfar-
andi kjaraatriði:
Að laun í lægstu launaflokk-
um hins opinbera kerfis, þar
sem um helmingur félags-
manna St. Rv. eru flokkaðir,
verði hækkuð til að tryggja
þeim lífvænleg laun, miðað við
dagvinnu.
Að tryggð verði full vísitala á
öll laun. Rétt er að vekja
athygli á þvi að í dag eru hæstu
laun opinberra starfsmanna 2.7
sinnum hærri en lægstu laun
þeirra, en samkvæn}t kröfugerð
B.S.R.B. nú myndi launamis-
munur þessi minnka niður i
2.15 sinnum. Þar með hefur
verið stigið stærra skref tii
launajöfnunar af hálfu
B.S.R.B. en nokkru sinni áður.
Að heimiluð verði uppsögn
væntanlegs samnings, ef veru-
leg röskun verður á kjara-
grundvellinum á samnings-
timabilinu, s.s. vísitala afnumin
eða mikil gengisfelling.
Að framkvæmd verði stefnu-
breyting i skattamálum, sem í
reynd skipti nauðsynlegum út-
gjöldum þjóðfélagsins hlut-
fallslega rétt á gjaldendur.
Leyfi ég mér að minna á
fundarsamþykkt aðalfundar St.
Rv. frá i marz 1975, en þar segir
m.a.: „Fundurinn leyfir sér að
halda því fram, að á meðan
opinberir starfsmenn greiða
skilvislegá skatta af öllum sín-
um launum, sé það látið við-
gangast, að fjölmennar stéttir
og ýmsir hagsmunahópar í
þjóðfélaginu hafi að verulegu
leyti möguleika til þess að
skammta sjálfum sér tekjur, og
auk þess komast upp með að
greiða ekki skatta og skyldur
hlutfallslega á boð við opinbera
starfsmenn og ýmsa aðra laun-
þegahópa."
Loks að opinberum starfs-
mönnum verði tryggðar svip-
aðar rauntekjur og starfsmönn-
um, er vinna sambærileg störf á
hinum frjálsa vinnumarkaði,
eða í ríkisreknum fyrirtækjum.
Það er skoðun mín, að erfitt
muni reynast að stimpla ofan-
greindar kröfur sem ósann-
gjarnar eða óábyrgar, og leyfi
ég mér i því sambandi m.a. að
vitna til skrifa í leiðurum
Morgunblaðsins um kjaramál
opinberra starfsmanna vetur-
inn 1973 — 1974. Þá birtist í
blaðinu hver leiðarinn öðrum
skeleggari til stuðnings málstað
þessara starfsmanna, og átti
blaðið vart nógu sterk orð til að
lýsa hneykslan sinni áþví, að
B.S.R.B. skyldi hafa skrifað
undir samning (í des. 1973),
sem þá voru gjarnan í
háðungarskyni nefndir olíu-
samningar af hálfu blaðsins.
Hvað myndu sambærilegir
samningar kallaðir í dag?
Sennilega bæði raunhæfir og
ábyrgir!! /
Með tilliti til þess að senn
dregur til úrslita i yfirstand-
andi samningum, tel ég við
hæfi að gera eftirfarandi fróma
ósk að minni, en hún er tekin
orðrétt úr ritstjórnargrein
Morgunblaðsins 10. janúr 1974:
„En vonandi er þó að ríkis-
stjórnin geri sér að lokum grein
fyrir þeirri skyldu, sem á henni
hvílir, og komi til móts við
samningaaðila, þannig að þeir
geti náð endum saman".
Hinrik
Konráðsson,
form. Verka-
lýðsfélagsins
Jökuls,
Ólafsvík
„Kjaramálaályktun sii, sem
33- þing A.S.Í. samþykkti sam-
hljóða og einnig kjaramálaráð-
stefna A.S.Í. í febrúar s.l., þ.e.
hæstu kjarabætur til hinna
lægst launuðustu og síðan sömu
krónutölu á öll laun — hin títt-
nefnda launajöfnunarstefna —
verður að hafa allan forgang í
núverandi samningagerð og
hvergi verði hvikað frá henni.
Þá komi visitölubætur í sömu
krónutölu áöll laun.
Kjör elli- og örorkulífeyris-
þega sem ekki hafa úr öðru að
spila en tekjutryggingu
almannatrygginga verði stór-
bætt. Allar sérkröfur einstakra
landssambanda og einstakra
félaga sem fram kynnu að
verða lagðar og sem sýndu að
hafa myndu i för með sér stór-
breikkað launabil á milli
þeirra, sem lægst eru launaðir
og hinna, sem hærri hafa laun-
in og ganga myndu þvert á
kjaramálaályktun 33. þings
A.S.Í. verður að draga til baka
af viðkomandi aðilum.
Gagnkröfum atvinnurek-
enda, sem þeir settu fram i upp-
hafi samningagerðar, verði
algjörlega hafnað. Þær eru ekki
til annars en að tefja alla samn-
ingagerð og lýsa algjöru
ábyrgðarleysi þeirra á að leysa
samningana á friðsamlegan
hátt, ef haldið verður fast við
þær.
Þá skora ég á núverandi
rikisstjórn að taka til skjótra
ákvarðana þær tillögur, sem
launþegasamtökin hafa beint
til hennar, um lausn kjara-
samninganna og þar sem hún
gæti komið inn i þá með stjórn-
valdaaðgerðum. í framhaldi af
þeim aðgerðum verður að gera
kröfur til stjórnvalda, að þær
kjarabætur, sem nást kynnu,
verði raunhæfar, en ekki velt
út í verðlagið áður en blekið
þornar við undirskrift samn-
inga.
Að lokum sendi ég öllu verka-
fólki til lands og sjávar baráttu-
kveðjur á hátiðisdegi verka-
lýðsins, 1. mai, og vona að við
stöndum saman í komandi átök-
um um kjör okkar og laun.