Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 6
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 Guðmundur H. Garðarsson formaður Verslunarfélags Reykjavíkur Þessa dagana hugsa allir góðir Islendingar um það, hvernig þeim samningavið- ræðum, sem nú standa yfir um kröfur verkalýðshreyfingar- innar um bætt kjör og hærra kaup, muni reiða af. Engum fær dulist, að sú verðbólgu- þróun, sem ríkt hefur á íslandi frá 1973 og enn hefur ekki tek- ist að ráða við, hefur leikið hinn almenna launamann grátt. Því er nú svo komið, að brýnt er að tryggja afkomu og bæta lífs- kjör láglauna- og millitekju- fólks. Því gera flestir, sem af ábyrgð og heiðarleik fjalla um þessi mál, sér grein fyrir því, að aðalatriðið fyrir hinn almenna launamann er, að samningar takist um stórlega bætt kjör láglaunafólks, ellilífeyrisþega og öryrkja. í sem fæstum orðum sagt er það hin faglega barátta verkalýðshreyfingar- innar, launa- og kjarabaráttan, sem skiptir höfuðmáli, en ekki hin pólitiska. Fólkið í verkalýðshreyfing- unni leggur áherzlu á eftir- farandi kjaraatrið: 1. Láglaunahækkanir. 2. Kaupmáttaraukningu. 3. Tryggingu kaupmáttar 4. Tekjuskattsfrelsi lág- og millitekjufólks 5. Hækkun tryggingabóta 6. Verðtryggingu elli- og örorkulífeyris y 7. Fulla atvinnu. Veigamikið er að forustu- og trúnaðarmenn verkalýðshreyf- ingarinnar, sem halda á kjör- eggi fólksins í dag — samninga- viðræðunum — gæti þess vel að vinna af festu og einurð að framgangi framangreindra atriða. Þeim ber skylda til og fólkið i hreyfingunni gerir kröfur til þess, að þeir láti ekki neikvæð áhrif og annarlegan tilgang pólitiskra afla hafa ahrif á sig. Hinn almenni félagi í verka- lýðshreyfingunni vill ekki póli- tísk verkföll, en er hins vegar reiðubúinn til átaka um hinar faglegu kröfur, ef viðunandi samningar takast ekki með öðrum hætti. Bresti skilning innan verkalýðshreyfingar- innar á grundvelli faglegrar samstöðu, eða takist pólitískum (ifgamönnum að rjúfa ein- .iguna í kjarabaráttu fóksins í dag, bera þeir menn þunga ábyrgð, sem þannig vinna. Það að ætla sér að hagnýta erfiða stöðu láglaunafólks í flokks- pólitiskum tilgangi og tengja kjarabaráttuna óskyldum málum, er tilræði við hagsmuni þess og þjóðarinnar. Fagleg samstaða verkalýðs- hreyfingarinnar og sann- gjarnar kröfur um kjarabætur láglaunfólki til handa, nýtur samúðar þjóðarinnar. Þessa stöðu ber að hagnýta á heiðar- legan hátt. Tryggja verður hinum verst settu betri lifskjör, án þess að þeir, sem betur eru settir, krefjist sambærilegra hækkana. Kristján Ottóson for- maður Félags blikksmiða íslands sem hann sýndi með langstærstu kröfusúluna. Hvaða forsenda var gefin á þessu línu (súlu) riti Davíðs Scheving Thorsteinssonar? Engin. Voru þeir félagar Davíð og Kristján að leysa vandamálið? Eða voru þeir að blása það út? Voru þeir kannski að leika frambjóðendafund fyrir kosn- ingar, eins og Kristján Ragnars- son komst að orði í fyrrnefnd- um sjónvarpsþætti? Félag blikksmiða er aðildar- félag að Málm- og skipasmiða- sambandi islands. Sérkröfur Félags blikksmiða eru þessar, 40 stunda vinnuvika eins og lögin segja fyrir um, samin af háttvirtu Alþingi. Eftirvinna falli burt í einu lagi eða i áföngum (eftirvinna er ekki til á föstudögum hjá blikksmiðum samningsbund- ið). í stað dagvinnu-, eftir- vinnu- og næturvinnutaxta komi, dagvinnu- og nætur- vinnutaxtar, sem sagt aðeins 2 taxtar, eins og felst i áður- nefndum lögum. Fleiri sérkröfur eru ekki hjá Helgi Steinar Karlsson form. Múrarafélags Reykjavíkur hamfarir. Þess vegna verður að gera allt sem hugsast getur, ekki aðeins milli launþega og atvinnurekenda, heldur verður rikisvaldið sjálft með öllum tækjum hagfræðinnar að koma til hjálpar þar sem þörfin er mest, t.d. með tekjutilflutningi til þeirra sem starfa mest að verðmætasköpun þjóðarinnar, hinna lægst launuðu sem vinna úr góðu hráefni dýrmæta út- flutningsvöru. Ég óska öllum launþegum tii hamingju með daginn Bjarni Jakobsson, formaður Iðju í dag 1. mai, á þessum hátiðis- og baráttudegi launþega, blasir það við, að enn einu sinni stendur islensk verkalýðshreyf- ing frammi fyrir þvi að þurfa að heyja harða baráttu fyrir mannsæmandi lifskjörum. Það sorglegasta við þetta allt er að sama staðan kemur upp aftur og aftur, ár eftir ár, þrátt fyrir mjög hóflegar kaupkröfur sem miðast við að fólk hafi rétt aðeins til hnífs og skeiðar. er viðhorf þitt Viðhorf mitt til yfirstandandi kjarasamninga er gott. Verka- lýðshreyfingin stendur nú sem MEGINSTEFNA í kjaramálum var mörkuð í kjaramálaályktun síðasta Alþýðusambandsþings, þar sem áhersla var lögð á laun- jöfnun og veruiegar kjarabæt- ur til hinna lægst launuðu. Svo og, að kauphækkun og verðbæt- ur verði í fastri krónutölu. Á kjaramálaráðstefnu A.S.Í., sem haldin var hinn 24. febrúar sl„ var samþykkt að þesar kröfur hefðu algeran forgang. Hefur því í kröfugerð verkalýsðfélag- anna verið lagður meginþung- inn á hækkun lágmarkslauna, og að fullar verðbætur komi á þau laun. til yfirstand- andi kjara- samninga? oft áður frammi fyrir því vandamáli að ná góðum kjara- samningum við atvinnurekend- ur. Það skulum við hafa ávallt hugfast að vandamálin eru til að leysa þau en ekki að flýja, eða gera þau stærri en þau eru. Flest okkar hafa heyrt talað um láglaunastefnuna en fæst okkar virðast eða vilja vita hvað það hugtak þýðir (minn- umst samþykktar síðasta Al- þýðusambandsþings). Það sýna okkur sérkröfurnar sem lagður hafa verið fram í þessum samningum í nafni ým- issa sérsambanda eða félaga. Hvað skeður? Atvinnurek- endur með Kristján Ragnars- son og Davíð Scheving Thor- steinsson í broddi fylkingar (tóku að sér í sjónvarpsþætti að leysa vandamálið í kyrrþay). Þar sýndi Davíð Sc. Thor- steinson línu (súlu) rit af kröf- um sambanda, þar á meðal Málm- og skipasmíðasambands F'élagi blikksmiða í þessum samningum. Gefum okkur forsendu fyrir línu (súlu) riti. Nú er föst næturvinna ekki unnin á föstu- dögum. Segjum að við semjum upp á niðurfellingu eftirvinnu á fimmtudögum og vinnutími verði sá sami og hann er á föstudögum, en unnir 2 tímar í eftirvinnu á mánud. þriðjud. og miðvikud. eins og nú er gert. Hæsta vikukaup í blikksmíði, grunnkaup með vísitölu + 10% þungaálag er kr. 15.796.00. Við þetta bætist láglaunahækkun i krónutölu kr. 5.079.00 samtali hæsta útborgað vikukaup ' blikksmíði miðað við 40 stunda vinnuviku er kr. 20.875.00. Reikni nú hver sem vill og að sannleikanum vill komast. Með þeirri ósk, að allir leggist á eitt um að náist raunhæfar kjara- bætur á næstu vikum til handa láglaunafólki, flyt ég íslenskum launþegum hamingjuóskir meó þennan hátíðisdag okkar. Morgunblaðið lagði spurn- inguna fyrir nokkra for- ystumenn laun- þegastéttana. Hár eru svörin: Eftir hverja nýja kjarasamn- inga gerir verðbólgan svo til samstundis að engu umsamdar kauphækkanir, og að samnings- tíma loknum er kaupmáttur kominn langt niður fyrir það sem var, þegar skrifað var und- ir samninga. Það þarf enginn að vera hissa á því að verkalýsðhreyfingin snúist hart til varnar á tímum sem þessum og er það i sjálfu sér furðulegt hve langlundar- geð launþega er mikið, þar sem þeir eru sem hverjir aðrir áhorfendur og geta ekki haft áhrif á gang þessa leiks. Um stjórnvölinn halda efnahags- málasérfræðingarnir og þetta er útkoman. Þrátt fyrir þetta verðum við að vonast til þess að yfirstand- andi kjaradeila leiði ekki til verkfalla sem geta orðið þjóð- inni dýrari en nokkrar náttúru- Ég ber þá von, að verkalýðs- hreyfingunni og hlutaðeiga.,c aðilum auðnist að leysa yfir- standandi kjáradeilu á farsæl- an veg, sem leitt geti til velfarn- aðar allrar þjóðarinnar. Ég hef ekki trú á að nýir kjarasamningar verði gerðir á næstunni, nema veruleg af- skipti ríkisvaldsins komi til. Við verðum — hvort sem okkur likar betur eða verr — að gera okkur grein fyrir, að í okkar margþætta þjóðfélagi verður vart komist hjá því að híð opin- bera, komi að meira eða minna leyti inní myndina. Umsvif hins opinbera hafa orðið allmikil á undanförnum árum, þar af leið- ir að vaxandi hluta þjóðartekna hefur verið ráðstafað til rikís- framkvæmda, sem þýðir að minna kemur í Hiut hvers þjóð- félagsþegns. Það er þvi eðlilegt að sú krafa sé gerð til ríkis- valdsins nú, að dregið verði úr opinberum umsvifum. Vaxta- og skattamál munu óefað vega þungt, er til endan- legrar lausnar kemur. Það er þvi brýnt, að endanleg afstaða til þeirra mála verði tekin hið fyrsta. Ég hef enga trú á að atvinnu- vegirnir geti ekki borið hærri laun, svo sem reynt hefur verið að telja alþjóð trú um. Það kann þó að vera um einstaka undantekningu að ræða. Er þá að mínu mati forsenda fyrir rekstri þeirra fyrirtækja brost- in.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.