Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAl 1977 49 a landsins er ð Akureyri og við hana starfa fimm brœður: SKÚLI við vélina sína. Hún er frönsk, heitir Rallie og er með fullkomnasta útbúnað sem nokkur íslenzk smáflug- vél hefur. Margir kannast eflaust við Skúla af knatt- spyrnuvellinum, því áður fyrr lék hann með ÍBA og landsliðinu. allir höfðu bræðurnir þetta sem aukastarf. Starfsemin jókst hröðum skrefum og árið 1974 var svo komið, að ekki var hægt að sinna þessu sem aukastarfi. Skúli sagði upp störfum hjá Landsbank- anum 1. marz þetta ár, þar sem hann hafði unnið sem gjaldkeri og helgaði sig bílaleigunni óskipt- ur og sumarið 1975 hætti Vilhelm hjá KEA og bilaleigureksturinn varð hans aðalstarf. Birgir hefur einnig unnið við bílaleiguna sam- hliða verkfræðistörfum og kennslu við MA. Árið 1974 var Bilaleiga Akureyrar formlega stofnuð og það ár hafði hún í útleigu 38 bíla. í dag hefur hún á boðstólum 90 bila og í sumar þegar mest er að gera ráðgera þeir bræður að hafa í leigu yfir 100 bíla af 11 gerðum, þar af eru fjórar gerðir af jeppum. Er þetta eina bílaleiga landsins, sem hefur svo margar gerðir jeppa á boð- stólum. Árið 1974, sama ár og bílaleigan var formlega stofnuð, keyptu þeir bræður húsnæði fyrir starf- semina á Tryggvabraut 14. Á jarð- hæð hússins reka þeir einnig bila- sportvörubúð og eitt þriggja Esso- •Nesta, sem þeir hafa rekið á Akureyri frá árinu 1974. 1 sama húsnæði reka þeir einnig fyrir- tækið Bílaþjónustuna, hjólbarða- verkstæði, sem opið er alla daga og öll kvöld til hagræðis fyrir ferðamenn. Og í fyrra hófu þeir bræður byggingu 450 fermetra verkstæðishúss við Fjölnisgötu, en þeir segja að góð viðgerðarað- aðstaða sé undirstaða undir rekstur bilaleigu vegna þess mikla viðhalds á bifreiðum, sem slíkur rekstur krefst. Síðasta stórvirkið hjá þeim bræðrum var opnun útibúsins i Reykjavik í marz s.l., en það er til húsa að Síðumúla 33 eins og áður er getið. Skúli, Vilhelm og Birgir tjáðu blm. Mbl. að tilgangurinn með opnun útibúsins væri tví- þættur, i fyrsta lagi að fá betri nýtingu á bílakosti fyrirtækisins, sérstklega á veturna þegar færð hamlar akstri norðanlands og i öðru lagi að gefa mönnum kost á eyri eða öfugt. Sögðu þeir að þvi að taka bíl á leigu t.d. i Reykjavik og skila honum á Akur- ýmsir hefðu notfært sér þessa þjónustu, t.d. sölumenn. En hver er galdurinn bak vió uppbyggingu fyrirtækis eins og Bilaleigu Akureyrar? „Galdurinn er sá að vera vakinn og sofinn í þessu, veita viðskiptavininum bezta, hugsanlega þjónustu og vera óragur að fjárfesta þegar heppilegast er talið,“ sögðu bræðurnir Birgir, Skúli og Vil- helm í spjallinu við Mbl. „Þetta er ákaflega krefjandi starf,“ bættu þeir bræður við, „við erum bundnir yfir þessu frá morgni til kvölds. Við endumst kannski í þessu í tíu ár til viðbótar en ekki lengur. Þá verðum við að fá okkur eitthvað rólegra að gera.“ Þessu til staðfestingar bentu þeir á, að Skúli sæi einn um skrifstofuhald fyrir öll fyrirtækin, bilaleiguna, bílaþjónustuna, verzlunina og Esso-Nestin þrjú, en hjá þessum fyrirtækjum starfa 70 manns i sumar. Bræðurnir sögðu að lokum, að þeir byggjust við áframhaldandi aukningu eftirspurnar eftir bíla- leigubilum, þróunin virtist a.m.k. sú nyrðra. Þeir sögðust hafa eign- azt marga fasta viðskiptavini i gegnum árin og væri ástæðan fyrst og fremst sú, að þeir hefðu kappkostað að veita lipra þjón- ustu. Hafa þeir í því sambandi verið óragir við að nota flugvél Skúla til ýmiss konar ferða til þjónustu fyrir viðskiptavinina, og meira að segja einn viðgerðar- manna bilalegunnar hefur flug- próf. I fyrra gerðist það til dæmis, að bifreið fjögurra enskra pró- fessora bilaði i Mývatnssveit. Þetta var á laugardagskvöldi og góð ráð dýr. Hringdu þeir i öngum sínum i bílaleiguna. og vildi þá svo til, að þeir Skúli og Vilhelm ætluðu í stutta flugferð á vél Skúla. Sögðu þeir prófess- ornum að þeir skyldu gera það sem þeir gætu, tóku til varahluti og flugu af stað til Mývatns- sveitar. Voru þeir komnir innan klukkutíma og urðu prófess- orarnir heldur hissa þegar þeir birtust. Billinn var komin í lag innan skamrns, prófessorarnir héldu áfram ferð sinni glaðir og ánægðir og sögðu að svona þjón- ustu hefðu þeir aldrei kynnzt áður. —SS. ðu meö iíla eiga rhundrað Reykjavik en, sá yngsti, Eyjólfur, starfar að hluta fyrir fyrirtækið á Akureyri. Nyrðra eru þeir bræður í daglegu tali kallaðir Kennedybræður, líklega eftir samnefndum bræðrum í Amerfku, sem þekktir voru fyrir dugnað og ákveðni. Akureyringar tala stundum í gamni um K-in þrjú, KEA, Kennedybræður og tízkukónginn Kóka, öðru nafni Herbert Ólason kaupmann i Cesar. KEA er auðvitað lang- stærst, en fyrirtæki bræðranna og Ilerberts hafa verið í örum vexti og þvf hafa menn fundið upp á þessu nyrðra. Bílaleigan byrjaði sem auka- starf hjá þeim bræðrum. Skúli reið á vaðið árið 1967 þegar hann keypti þrjá notaða bílaleigubila frá Reykjavík og byrjaði að leigja þá út. Næsta ár byrjuðu Vilhelm og Birgir einnig i smáum stíl, en ætiii feiðast ;il söluskrifstofa okkar, umboösmanna eöa La, og fáið nánari upplýsingar, um ^jöldin” áöur en þiö skipuleggið fríiö, og >t aö raun um aö þau eru FARGJÖLD SEM L AÐ. ;iald kr: argj. kr: irmr kr: Kaupmannahöfn 80.960 53.740 27.220 33,62% London 71.820 45.840 25.980 36,16% Barcelona 110.760 65.860 44.900 40,54% íjald kr: tur.. Kaupmannahöfn 242.880 161.220 81.660 London 215.460 137.520 77.940 36,16% Barcelona 335.280 197.580 137.700 40,54% flvcfelag LOFTLEIDIR ISLAXDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.