Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 47 Jarðborinn Jötunn að störfum við Laugaland I úngulsstaðahreppi — Nei, það breytir engu, en auðvitað verður það því hag- kvæmara, sem það verður stærra. En jafnvel þótt við fengjum ekki vatn nema eins og til að leysa af hólmi oliukyndinguna í bænum, þannig að rafmagnið sæti eftir með þann kyndingarmarkað, sem það hefir, þá væri það engu síður hagkvæmt fyrirtæki. — Ef þörf verður á enn meira vatns- eða varmamagni, verður þá leitað eftir þvi á þessu sama svæði, eða fer það eftir niður- stöðum tilraunaborananna við Grísárá, hvort reynt verður frek- ar að virkja þar? — Já, það fer nú svolítið eftir því. Það stendur líka til að bora eina holu í viðbót þarna á Lauga- landssvæðinu, en þó telja fræði- menn, að sá staður sé utan þess vatnskerfis, sem nú er borað i. Þessi væntanlega hola verður í landi Klaufar. En það skal tekið fram, að það er ekki löng vega- lengd á milli Grisarár og Lauga- lands, aðeins um 2 km, og þó að Eyjafjarðará renni á milli þessara staða, yrði enginn óyfirstiganleg- ur kostnaður við að leiða vatn frá holu við Grisará og til Lauga- lands. Ef horft er til langs tíma, má svo sem búast við því, að þarna sé ekki nægilegt vatn fyrir þetta þéttbýli hér, en þá hafa mælingar sýnt mjög góðan árangur í grennd við Reyki í Fnjóskadal. Vitanlega yrði nokk- ur dælingarkostnaður samfara varmavirkjun þar, þvi að þá þyrfti að leiða vatnið yfir Vaðla- heiði, en það er tæknilega mögu- legt. En vissulega verður gengið úr skugga um, að ekki sé hag- kvæmt vatn að fá hér í ná- grenninu, áður en farið er þang- að. — Hvernig hafa gengið samn- ingar við eigendur lahds, sem að- veituæðin verður lögð um? — Þeir hfa gangið ágætlega og engin vandkvæði komið upp. Nú, það er rétt að geta þess, að hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps hefir komið þarna inn í dæmið. Það er búið að ganga frá sam- komulagi við hana, þó að ekki liggi fyrir beinn fastur samn- ingur, um það, að Hitaveita Akur- eyrar leggi dreifikerfi um þann hluta hreppsins, sem er þréttbýl- astur, og það verk fái svipaðan framgang og hitaveitan hér í bæn- um, en hreppurinn standi undir kostnaði við það verk. — Hafa einhverjir verkþættir þegar verið boðnir út? — Undirstöður undir aðveitu- pípu hafa verið boðnar út, og þar varð Norðurverk h/f lægstbjóð- andi. Möl og sandur h/f mun gera greinibrunna fyrir innanbæjar- kerfið. Einnig voru boðnir út svo- kallaðir sleðar, sem pípan situr ofan á, og það verk hlaut Vél- smiðjan Oddi. Nú, efnið er búið að bjóða út að langmestu leyti, og nú þessa dagana er t.d. verið að kanna tilboð í álkápuna, sem sett er utan á pipuna, en búið að taka afstöðu til tilboða i einangrunina. — Verður pípan á lofti? — Hún verður á lofti alla leið frá Laugalandi að Skammagili hér sunnarlega i bænum, en eftir það verður hún í einangruðum, steyptum stokk. Fyrsta árið mun- um við nota dælingu frá Lauga- landi án miðlunargeymis, sem verður byggður á næsta ári. Sá miðlunargeymir á að standa skammt frá Elliheimilinu, á gamla golfvellinum, og þar verður lika dælustöð til þess að dæla vatni upp á efra þrýsti- svæðið og upp i efri geyminn, sem verður uppi á Miðhúsaklöppum. — Lengd aðfærsluæðarinnar frá Syðra-Laugalandi að miðlunar- geyminum við Elliheimilið verður nálægt 12,5 km. — Hvaða verkum á að ljúka á þessu ári? — Það eru dælustöð á Lauga- landi, loftskilja á Laugalandi, að- veituæðin til Akureyrar og hluti af dreifikerfinu. Við stefnum að því, að fyrstu húsin verði tengd fyrir áramót. — Hvaða hverfi verða fyrst fyr- ir valinu? — Það er hverfið milli Mýrarvegar og Þórunnarstrætis, en reynt verður að tengja lika hverfið austan Þórunnarstrætis að einhverju leyti, skólana, sund- laugina og sjúkrahúsið, sem eru stærstu byggingarnar á þessu svæði. Okkur er mikill hagur í að ná þessum þurftafreku notendum strax vegna teknanna af þeim, og þar á ég við þau stórhýsi, sem ég nefndi. Hve langt norður eftir efra svæðinu við komumst á árinu og eins hvort við getum tengt ibúðarhúsin í neðra hverfinu fyr- ir áramótin næstu, fer eftir ýms- um atvikum, og það verður reynslan að leiða í ljós. — 1 hvaða röð koma svo önnur hverfi? — Því á ég erfitt með að svara núna, en ætlunin er að fara einnig á þessu ári með stofnæðina norður Þórunnarstræti og ná þar miklum notanda, sem er SÍS- verksmiðjurnar, og síðan eru það stórbyggingarnar við Tryggva- braut og Glerárgötu, sem þyrfti að tengja fljótlega. Við þyrftum að ná sem stærstum markaði fljótt til þess að fá tekjur. Einnig verður lögð áhersla á að komast út i Glerárhverfi og taka nýja íbúðarhverfið þar, þannig að menn þurfi ekki að leggja i þann aukakostnað að vera að hugsa um olíukyndingu, kannski til eins árs. — Hvernær er áætlað að fram- kvæmdum ljúki? — Þetta er eiginlega fjögurra ára áætlun, en þó verður lang- mest gert á árinu 1978. Segja má að eftir áætlun okkar verði búið að tengja meginhluta bæjarins á þremur árum. Hver er áætláður kostnaður við verkið í heild? — Segja má, að miðað við verð- lag á þessu ári, 1977, þá séu það rétt um 4 milljarðar kröna. Ef við sundurliðum áætlaðan kostnað miðað við verðlag í ágústmánuði 1976, yrði hann i stórum dráttum þannig, að kostnaður við vatnsöfl- un, sem er óvissasti hluti áætlunarinnar, væri 830 millj. kr., dælustöðvar og geyma 269 millj. kr., aðveituæð 614 millj. kr. og dreifikerfi 1698 millj. kr., eða alls 3411 millj. kr. — Hvað má búast við að heim- taugargjaldið verði hátt, t.d. miðað við meðal-einbýlishú? — Eftir mínum útreikningi yrði það svona um 200 þúsund krónur á um 500 rúmmetra íbúðarhús, en það mun vera nálægt meðalstærð nýrra einbýlishúsa. Miðað við aór- ar íbúðastærðir breyttist heim- taugargjaldið hlutfallslega. Ætlunin er að gefa mönnum kost á að borga það í þrennu lagi, þannig að það dreifist á þrjú ár. — Verður nokkur fyrirgreiðsla um lánsútveganir handa húseig- endum af bæjarins hálfu? — Aðeins á þennan hátt, að bærinn mun taka við víxlum eða skuldarviðurkenningu frá húseig- endum, en bærinn hefir fengið vilyrði fyrir því að geta síðan selt þá víxla í banka. Það er eiginlega krafa þeirra, sem ætla að lána fé til Hitaveitunnar að við fjármögn- um hana að 1/5 hluta, og það verður að gera með heimtaugar- gjöldum. — Verður lánsfé innlent eða erlent? — Það verður erlent, ég geri ráð fyrir að það verði fengið hjá bandarískum banka. Fulltrúar hans hafa komið hingað og kynnt sér aðstæður og áætanir, og þeir hafa tvívegis átt viðræður við fulltrúa frá Akureyrarbæ og virðast vera áhugasamir og vel- viljaðir. — Það eru því engin likindi til, að verkið strandi á fjárskorti? — Það væri þá það eina, að lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar gerir ekki ráð fyrir því, að á þessu ári komi i hlut Hitaveitu Akureyr- ar nema 650 millj. kr., en þó er þar sá varnagli, að sýni það sig, að framkvæmdin gangi það vel, að þar þurfi á meiri peningum að halda, þá verði möguleikar á þvi kannaðir. — Er nokkuð séð enn, hvað lítrinn af heita vatninu muni kosta, kominn inn fyrir húsvegg? — Ónei, en hins vegar eru áætlanir við það miðaðar, að verðið sé fyrstú árin 60% af olíu- verði, það er svipað eða ívið lægrá verð en núverandi rafmagnsverð til upphitunar. Miðað er við að greiða allan framkvæmdakostnað niður á 25 árum. Þá gætu afnota- gjöld lækkað verulega, og meira að segja er gert ráð fyrir því, að þau lækki fyrr. — Eins og þú sagðir áðan, er nú búið að ráða mann i stöðu hita- veitustjóra, og það léttir náttúru- lega erfiðinu af herðum ykkar sem hafið staðið í fremstu víglínu við að koma öllu þessu í kring. Verður ekki ráðið í fleiri störf á vegum Hitaveitunnar? — Jú, ég held, að það sé orðið aðkallandi að ráða fleiri menn. Við þurfum að fara að taka á móti ýmsu efni, sem kemur, og eins þurfa starfsmenn að kynna sér framkvæmdir annars staðar, þar sem verið er að vinna að hitaveit- um, svo sem á Suðurnesjum, í Hafnarfirði og hjá Hitaveitu Reykjavikur. Það þarf að skóla upp eftirlitsmenn með verk- tökum, svo að ég held, að það sé alveg óumflýjanlegt að ráða nokkra menn sem allra fyrst. Ég geri ráð fyrir, að hitaveitustjóri geti hafið störf i næsta mánuði. — Fyrir nokkru samþykkti bæjarstjórn reglugerð fyrir Hita- veitu Akureyrar, og þar með telst fyritækið stofnað. Eruð þið nefndarmenn ekki ánægðir með þá reglugerð? — Ójú, sei, sei, enda sömdum við hana að mestu leyti sjálfir. Nú, í henni er, eins og í flestum reglugerðum um hitaveitur, ákvæði um það, að skylt sé að taka heimtaug. Þetta er kannski við- kvæmara mál hér á Akureyri en víða annars staðar, vegna þess að margir eru með upphitun með rafmagni, sem selt er á sam- keppnisfæru verði. Það er þó alls ekki ætlun okkar, eða að minnsta kosti er það ekki hugmynd mín, að beita þessu ákvæði af neinni hörku. Það er fyrst og fremst sett inn til þess að allar nýbyggingar verði tengdar og við getum lagt heimtaug að húsum. Nú vitum við það, að sá tími getur komiö, að eigendur húsa, sem nú eru hituð upp með rafmagni, óski eftir hita- veitu og það jafnvel nokkuð Framhald á bls. 51 Uppdrátturinn sýnir væntaniega legu aðveituæðarinnar frá Syðra-Laugalandi til Akureyrar i i; • ’ u/. r )i l.lou Oj i • ) J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.