Morgunblaðið - 01.05.1977, Page 29

Morgunblaðið - 01.05.1977, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 61 u /-s 3T VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI um, er nú væru uppi með þjóð- inni: „Betra er að vera klaka klár, og krafsa gadd til heiða. En lifa mýldur öll sfn ár undir hnakk og reyða.“ Þriðji maður á mælendaskrá var Guðmundur H. Garðarsson og talaði fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Mun þessi ræða G.H.G. ein hin skeleggasta og rökfast- asta, er heyrzt hefur lengi i Alþingissölum, þegar rædd eru varnarmál. Talaði G.H.G. tæpitungulaust til Alþýðubanda- lagsmanna eða kommúnista, sem raunverulega er þeirra rétta heiti, hvaða nöfnum, sem þeir kjósa að kasta á sig i skreytinga- skyni. Auðsýnt var að Alþýðu- bandalagsmönnum leið illa undir ræðu G.H.G. og þeir virtust þjást af mikilli óværu. Upphrópunum og framiköllum linnti lítt og virt- ust þeir vera I algjöru uppnámi. En Guðmundur H. Garðarsson Iét slikt ekki á si fá En Guðmundur H. Garðarsson lét slíkt ekki á sig fá og sagði, að jafngott væri að i eitt skipti fengju þeir að heyra sannleikann ómengaðan um sig sagðan úr ræðustól sameinaðs Alþingi. Ber Guðmundi H. Garðarssyni miklar þakkir fyrir þessa ágætu ræðu, sem í alla staði var prúð- mannlega flutt, með skýrum rök- um og sterkum, er kommar hrein- legu glúpnuðu fyrir og urðu öld- ingis að gjalti. Fer svo jafnan þegar sannleikur með skýrum rökum mætir lygaáróðri kommún- ista um varnarmál tslendinga. Tómas skáld Guðmundsson hef- ur þetta að segja: „En þeim var eðlisbundin sú blóðsins hneigð, er bregst gegn ofrfki og nauðung án hiks og kvfða, og þvf verður aldrei til samnings við ðréttinn sveigð, að samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða.“ T.G. Reykjavík 29.4. Þorkell Hjaltason." Þessir hringdu . . . % Enn um opinbera þjónustu G.E.: — Það er að mörgu leyti merki- leg lífsreynsla að koma inn á eina stofnun hér í Reykjavík, skrifstof- ur borgarfógetaembættisins. Þangað kemur fjöldi manna á hverjum degi til að leita eftir veðbókarvottorðum, fá þinglýst piöggum og ýmsu fleiru. Þetta er í sjálfu sér ekkert merkilegt, en það er sá mikli seinagangur, sem þarna er oft, sem ég vil gera að umtalsefni. Ég tek fram, að það er alls ekki verið að sakast neitt við starfsfólkið um þennan hægagang heldur þá, sem ráða þessari stofn- un, og þá spurningu vil ég bera fram, hvort það væri ekki nokkur leið að fá viðbótarstarfskraft að þessari stofnun, til að létta á, ef vera mætti að það yrði til þess að flýta fyrir. Þeir, sem þurfa til dæmis að fá veðbókarvottorð fyr- ir bíla, geta þurft að bíða eftir afgreiðslu i 10-15-30-45 mínútur SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A Evrópumeistaramótinu i Moskvu voru tefldar margar frábærlega skemmtilegar og spennandi skákir, eins og sæmir jafnsterkum skákmönnum og þar voru saman komnir. Skák þeirra 'eikfléttusnillinganna Tals (Sovétríkjunum) og Velimirovic (Júgóslaviu) sló þó öll met og fara lok hennar hér á eftir. Það er Tal, sem hefur hvítt og á leik — afgreiðslu, sem tekur ekki nema eina mínútu að framkvæma I flestum tilvikum. Þegar menn hafa beðið dágóða stund taka þeir oft að ókyrrast og er furðulegt hve starfsfólkið heldur hinni „stóísku" ró sinni — kannski of mikilli stundum. En ef t.d. ein manneskja væri ráðin til að af- greiða öll veðbókarvottorð fyrir bíla, held ég að afgreiðslan myndi ganga miklu hraðar fyrir sig, og annað starfsfólk gæti einbeitt sér að verkefnum og afgreiðslu, sem að öllu jöfnu tekur lengri tima.— Þessari spurningu er hér með komið á framfæri, og það er ekki svo galið að bæta við eins og ein- um starfskrafti og skipuleggja enn meira afgreiðsluna á þann hátt. En hér kemur án efa margt til og það er oft auðveldara um að segja en í að komast. % Um þrifnað hunda Kona 1 Garðabæ. — Eg get ekki orða bundizt yfir smáatviki, sem ég varð vitni að nýlega þegar hundaeigandi fór í göngutúr með hund sinn. Eins og allir vita þurfa hundaeigendur að fara út með hunda sína til að leyfa þeim að gera þarfir sínar og þeim (hundaeigendunum) virðist vera alveg sama um hvar þetta er gert, eða svo sýndist mér þegar ég sá hundaeiganda á kvöldgöngu með hund sinn hér í hverfinu. Það hlýtur að teljast frekar óhreinlegt, svo ekki sé meira sagt. að hægt skuli að leyfa hundunum að gera þarfir sinar hvar sem er, þar sem fólk fer um og börn eru að leik. Hvað finnst lesendum um það? 0 Athugasemd 1 Velvakanda í fyrradag var nafnlausl bréf, sem fjallaði um sjónvarpsviðtal, og hefur Vel- vakanda verið bent á að þar hafi verið komizt mjög ósmekklega að orði, svo ekki sé meira sagt. Og þar sem hér er um nafnlaust bréf að ræða, vill Velvakandi við nan- ari athugun eindregið taka undir þá skoðun, án þess að ástæða sé til að fjölyrða um þá hugsun, sem flögraði að bréfritara, eins og hann kemst að orði. Morgunblaðið biður viðkomandi aðila afsökunar og harmar slík bréfaskipti á ábyrgð ritstjóra þess. En hér er vonandi um að ræða ósmekkvísi hins nafnlausa bréfritara og ann- að ekki, enda getur öllum orðið á að misrita hugsanir sínar, ekki síður en mismæla sig í orði. Þess skal að lokum getið, að viðkomandi aðili hefur ekki óskað eftir leiðréttingu eða afsökun, en hún er þó fram borin hér með. HOGNIHREKK VÍSI Nei, Högni minn! Skelltu þér á hana! S3? SlGGA V/GGA S ‘f/LVE&AU a\\a- Benidorm - kvöld Skiphóli sunnudag kl. 19.00. Grísaveizla. Stortunon Vinning»r 3 utanlandsfcrAir. I :* ° . Sæmi og Didda — rokka SKemmtiatriOI Baldur Brjánsson — töfra- madur Júlfus Brj&nsson — kynnir Tfzkusýning — Modelsamtökin Feróakynning Sýndar verta myndir frí Benidorm og fertirnar I sumar kynntar. A eftlr leikur hljömsveitin DOMINO fyrir dansi. Matarverð kr. 1*50. Bortapantanir I sfma 52502. Feróamióstöóin hf. Aöalstræti 9 Revkjavik simi 11255 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU /rl AUGLÝSINGA- SÍMINN ER: 22480 40. hxg6! IIgl+ 41. Kxgl al=D+ 42. Kg2 Hér hugsaði Velimirovic sig um í 52 mínútur fyrir biðleik sinn, en fann enga vörn. 42. . .. Bg7 gengur t.d. ekki vegna 43. Df5 Db7 44. Bh5; Biðleikurinn reyndist vera 42. ... Bf6, en svartur gafst upp án frekari tafl- mennsku, því að eftir 43. gxf7+ Kxf7 (43. . . . Kf8 44. Dh7 43. . . . Kg7 44. Hg4+) 44. Bh5+ verður hann mát.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.