Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.1977, Blaðsíða 25
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1977 57 fm: jjfflt,:, ...Wt; ÍJff fjmé áili í W m Sslil + Þegar Cirkus Schumann hélt sfna sfðustu sýningu fyrir sjö árum, benti allt til þess, að þessi elsti cirkus í Evrópu væri þar með úr sögunni. Ættarhöfð- inginn Max Schumann, sem nú er 60 ára, og kona hans Vivi, 51 árs, drógu sig í hlé til að njóta Iffsins og hvfla sig á cirkus- amstrinu. Max hefur alltaf haft mikinn áhuga á seglbátum og nú gafst tfmi til að sinna þvf áhugamáli. Dóttirin Katja hef- ur unnið f cirkusum bæði f Frakklandi og Bretlandi en hún er fræg fyrir hestasýning- ar sfnar og hefur unnið mörg verðlaun á þvf sviði. Sonurinn Philip Oscar hélt einnig áfram f cirkuslffinu og hefur m.a. unnið hjá cirkus Benneweis í Kaupmannahöfn sem margir tslendingar sem heimsótt hafa Kaupmannahöfn á síðari árum kannast við. Fyrir tveim árum gerðist hann flugþjónn hjá SAS og hefur ferðast um heim- inn þveran og endilangan. En allan þennan tfma hefur Max dreymt um að endurvekja cirk- us Schumann. Og nú hefur f jöl- skyldan komið sér saman um að byrja aftur eftir sjö ára hlé. Aðaluppistaðan verða loftfim- leikar, hestar og trúðar. En fallegir hestar hafa alltaf verið stolt Schumann-fjölskyldunnar og Katja og Philip fóru á hest- bak áður en þau gátu gengið. Það er mikil vinna sem liggur í þvf að endurvekja svo viðamik- ið fyrirtæki sem cirkus. Og f jöl- skyldan hefur unnið frá morgni til kvölds sfðustu mán- uði við undirbúning þess. Það þarf að ráða starfsfólk, æfa atr- iðin, útvega búninga og ýmis tæki og skipuleggja sýningar- ferðir um Danmörku. Það er Max sjálfur sem tekur allar endanlegar ákvarðanir en frú Vivi er gjaldkerinn. Og áður en langt lfður leggur Schumann- fjölskyldan land undir fót með nýtfsku cirkustjald og allt sem þvf tilheyrir. Sýningaratriðin verða 18. Á myndinni er Schu- mannfjölskyldan tilbúin til að leggja af stað. Þau eru talið frá vinstri: Susanna, kona Philips Schumann, með dóttur þeirra, Theresu Max Schumann, dóttir- in Katja, frú Vivi Schuman og sonurinn Philip. + „Sfðustu ár hafa verið erfið, en nú finnst mér að ég geti byrjað aftur af fullum krafti.“ Það er danska leikkonan vinsæla Bodil Steen sem tekur svo til orða. Það var sumarið 1973 sem Bodil Steen stóð sfð- ast á senunni, en hún hefur verið öryrki sfðastliðin 5 ár vegna geðkvilla. Hún hefur nú fengið meðul sem hjálpa henni og það eru liðin tvö ár sfðan hún var sfðast lögð á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. „Ég veit f dag hvað ég á að gera til að halda sjúkdómnum f skefjum. Eg tek þrjár litlar pillur á hverju kvöldi og það má ekki gleymast, ég hef slæma reynslu af því,“ segir Bodil Steen. „Ég er að búa mig undir að byrja að leika aftur, maður lifir ekki neinu lúksuslffi af örorkubót- um. Eg vona bara að það finnist einhvers staðar smá hlutverk handa mér, ég hef starfað við leikhúsið allt mitt lff og kann ekkert annað. Einu sinni var mín heitasta ósk að verða lög- fræðingur, en nú er það of seint, en Iffið er ekki búið þótt maður sé orðinn 54 ára.“ Stóra myndin er af Bodil Steen eins og hún Iftur út f dag en sú minni er tekin á leiksviði þegar hún var upp á sitt besta. Höfum kaupendur að Bröyt X2 gröfum Vagnhöfða 3, Reykjavík. sími 85265 Vörubifreiða- og vinnuvélasala Dumovital Trefjaefni úr jurtaríkinu Dumovital töflur fást í apótekum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.