Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 3

Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 3 Erfiðleikar vió löndun kolmunna á Neskaupstað „Líst vel á kolmunnaveiðamar í fram- tíðinni” segir skipstjórinn á Víkingi AK Neskaupstað ll.maí. Frá Þórleifi ólafssyni blm. Morgunblaðsins: MJÖG hægt hefur gengið að landa kolmunnanum úr Vfkingi AK hér á Neskaupstað, en skipið kom hingað f gær með 450 lestir af kolmunna. Bæði er, að verksmiðjan var ekki fvllilega tilbúin að taka á mðti kolmunnanum vegna yfirvinnubannsins og svo bætist við að alla tfð hefur verið ákaflega erfitt að landa þessum fiski og eiga aðrar þjððir við sömu erfiðleika að etja. Astæðurnar eru þær að fiskurinn er svo magur, að hann rennur ekki til f lestunum og einnig pressast hann svo mikið saman f lestunum að hann verður eins og heystabbi. Reiknað var með að Vfkingur kæmist út f dag, en klukkan 17, þegar vfirvinnubann- ið skall á, voru nokkrar lestir eftir f skipinu og kemst það þvf ekki af stað á Færeyjamið fyrr en á morgun. Hefur löndunin þá tekið rúma tvo daga. Unnið er að þvf að hæta löndunarbúnaðinn en f nðtt er Börkur NK væntanlegur hingað með 350 lestir af kolmunna. Skelfiskflokkunar- vél í ísfirzkan bát Kristinn Sigurðsson verk- smiðjustjóri hjá Sfldarvinnslunni hf. í Neskaupstað sagði f samtali við Morgunblaðið í dag, að enn hefði engin sérstök lausn fundist við löndun á kolmunna. Hins veg- ar gætu þeir aukið löndunarhrað- ann. I fyrsta lagi væri vinnudag- urinn núna svo stuttur af kunn- um ástæðum að ef eitthvað bæri útaf, eins og komið hefði fyrir í gær, væri dagurinn búinn. Krist- inn sagði að þeir ættu von á stærri og öflugri löndunarkrabba en þeim sem nú er notaður við lönd- unina og þá hefðu þeir möguleika á því að setja upp löndunarkrana, sem jafnvel yrði hægt að nota með góðum árangri við löndun á þessum fiski. Að sögn Kristins eru nú koranar nýjar fiskdælur á markaðinn, svo- nefndar þurrdælur, sem eru framleiddar af Myren- fyrirtækinu i Noregi. Margt benti til þess að sögn Kristins, að þessar dælur yrðu framtíðar- löndunartæki á kolmunna og einnig á loðnu. Færeyingar hefðu Vinnutími í Vinnuskóla Reykjavíkur lengdur ÁKVEÐIÐ hefur verið að vinnu- timi í Vinnuskóla Reykjavíkur verði lengdur nokkuð, eða úr 4 tímum á dag í 6 tíma, þegar hægt verður að koma því við og verk- efni eru fyrir hendi. Ákvörðun þessi var tekin á fundi borgarráðs f fyrradag og er hér um að ræða yngri aldursflokk nemenda, þ.e. þá, sem voru í 7. bekk s.l. vetur, og er þetta gert samkvæmt bókun stjórnar Vinnuskólans. Þá hefur verið ákveðið að laun fyrir 14 ára nemendur verði kr. 180.- á klst. og 200.- kr. fyrir 15 ára nemend- ur. Að sögn Erlings Tómassonar skólastjóra, sem nú hefur verið endurráðinn skólastjóri Vinnu- skólans, lýkur innritun í skólann hinn 20. maí n.k. og er gert ráð fyrir að um 1100—1200 nemend- ur komist að í sumar, en það er svipað og verið hefur. 17. júní nefnd skipuð Á FUNDI sínum hinn 10. þ.m. samþykkti borgarráð að tilnefna eftirtalda í 17. júni nefnd: Mar- gréti Einarsdóttur, formann, Öm- ar Einarsson, Hilmar Svavarsson og Böðvar Pétursson. Einnig var samþykkt að Skátasamband Reykjavikur og íþróttabandalag Reykjavíkur tilnefndi einn full- trúa hvort í nefndina. þegar tekið þær í notkun og slfkar dælur hefðu verið pantaðar til tslands fyrir sumarloðnuver- tíðina. Að lokum sagði Kristinn að hann gerði ráð fyrir, að kol- munnabræðsla hæfist í Neskaup- stað á morgun eða föstudag. Viðar Karlsson, skipstjóri á Víkingi, sagði þegar blaðamaður Mbl. ræddi við hann að sér litist mjög vel á kolmunnaveiðarnar í framtíðinni. Sá væri þó galli á gjöf Njarðar, að kolmunnavörp- urnar, sem nú væru notaðar, hefðu ekki reynzt nærri nógu sterkar. Þá væru íslenzku skipin aðeins með eina vörpu um borð en þyrftu að hafa 2—3 eins og þau færeysku. Einnig þyrftu vörpurn- ar að vera af mismunandi gerðum til að hægt væri að sjá hvaða varpa hentaði bezt til veiðanna. Sagði Viðar að Færeyingar, Norð- menn og Danir legðu gífurlega áherzlu á þessar veiðar og hefðu undanfarin ár styrkt sín skip til þeirra. Hæsti færeyski báturinn hefði fengið 5800 lestir á skömm- um tíma í fyrra. Kolmunninn er mjög magur um þessar mundir og við fitumæling- ar hjá útibúi Rannsóknarstofnun- ar fiskiðnaðarins á Neskaupstað reyndist búkfitan vera 1,4% en fiskurinn fitnar eftir því sem líð- ur á sumarið. Þórhallur Jónasson efnaverkfræðingur og forstöðu- maður útibúsins sagði að hins vegar væri þurrefnisinnihald kol- munnans mikið, líklega 18—20%. Helleskov farið frá Siglufirði Siglufiröi, 11. mai. DANSKA skipið Maria Helleskov fór frá Siglufirði í morgun full- lestað loðnumjöli. Skipstjórinn hafði frestað brottför í tvo sólar- hringa, þar sem hann gerði kröf- ur á hendur kaupendum mjölsins um bætur vegna tafa, sem skipið varð fyrir í Siglufirði vegna yfir- vinnubannsins. Fréttaritari Áríðandi að vitni gefi sig fram LAUGARDAGINN 30. april s.l. varð árekstur tveggja fólksbif- reiða klukkan 11.30 á gatnamót- um Lönguhliðar og Miklubrautar. Ók önnur bifreiðin austur Miklu- braut og beygði norður Lönguhlið en hin bifreiðin ók vestur Miklu- braul. Ágreiningur er um stöðu umferðarljósanna þegar atburð- urinn gerðist. Eru það tilmæli slysarannsóknadeildar lögregl- unnar að vitni gefi sig fram, en vitað er um sendibilstjóra, sem var í bil sínum á Lönguhlíð norð- an Miklubrautar og leigubíl- stjóra, sem var einnig á Löngu- hlið, sunnan Miklubrautar. KRISTINN Haraldsson á Isafirði hefur hannað skelfiskflokkunar- vél, sem um helgina verður sett um borð í bátinn Bryndísi frá Isafirði, að sögn Vestfirzka frétta- blaðsins. Kristinn hefur áður búið til rækjuflokkunarvél, sem víða er notuð, en pantanir á skelfiskvél- um hafa komið frá stöðum við Húnaflóa og Breiðafjörð og er það vélsmiðjan Þór á ísafirði, sem mun annast framleiðsluna. Skelfiskflokkunarvélin vinnur eins og sigti og heldur eftir hörpudiski, sem er 7 sm. og stærri og ætti hún að spara mörg hand- tökin, sem nú fara í handflokkun á aflanum. Maður miss- ir tvo fingur VINNUSLYS varð í Ofnasmiðj- unni við Flatahraun i Hafnarfirði á þriðjudaginn. Maður lenti með vinstri höndina í klippu og tók af baugfingur og löngutöng. Mann- inum liður vel eftir atvikum. Fiskverkun- araðstaða bætt 1 Bakkafirði Á VEGUM Framkvæmda- stofnunar rfkisins hefur verið gerð þróunaráætlun fyrir Bakka- fjörð eða Skeggjastaðahrepp. Er þetta liður I áætlunargerð sem fram fer innan stofnunarinnar fyrir svonefndar jaðarbyggðir, svo sem Inn-djúp, Norður- Strandir, Hólsfjall og Efrafjall. Að sögn Tómasar Arnasonar, forstjóra Framkvæmdastofnunar- innar, er þarna um litið og fá- mennt byggðarlag að ræða og kvað hann áætlunargerðina smáa i sniðum, en hún beindist fyrst og fremst að þvi að koma þarna upp verkunaraðstöðu fyrir hrognkelsi og fisk. Væri það ekki viðamikið fyrirtæki en nauðsynlegt. Tómas sagði að auk þess væri til svoköll- uð Skeggjastaðahreppsáætlun, sem ætlunin væri að taka mið af á löngum tíma en markmið hennar væri að koma í veg fyrir eyðingu byggðar þarna á ströndinni. Svona „DERBY“ frystikistur, 5 stærðir, 2 verðflokkar, frystiskápar, 2 stærðir, „DERBY“ frystitækin hafa vandað yfirbragð, með haganlega lausn á hverju smáatriði eins og: * „Hermetisk" frystiþjappa sem tryggir hámarks frystiafköst. * Ytrabyrði úr stáli, rafzinkhúðuð til ryðvarnar, búið hitarörum gegn daggarmyndun. * Innrabyrði úr hömruðu áli, en kostir þess eru ótvíræðir, ál er mjög góður varmaleiðari með afar lágan eðlisvarma, þetta flýtir djúpfrystingunni. Jafnframt er ál framúrskarandi auðþrifið. * Lokið lokast óaðfinnanlega þétt, búið jafnvægisgormum sem létta það við opnun, læsingu og ljósi. Ennfremur er yfirborð þess klætt plasthúð til prýðis og til varnar gegn rispum. * Sérstakt djúpfrystihólf er í „DERBY", þannig má djúpfrysta ný matvæli án þess að kosta til frekari kælingu á matvælum sem þegar liggja frosin fyrir í kistunni. Petta hraðar djúpfrystingunni og sparar rafmagn. * Einangrunin er hið viðurkerinda „Pelyuretan" frauðplast. * í „DERBY" frystikistum er botninn auðvitað frystiflötur líka. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.