Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAl 1977 5 Atriði frá skemmtuninni f Háskðlabfói sfðastliðið ár. Listahátíð í léttum dúr og góðum tilgangi „LISTAHÁTÍÐ í léttum dúr‘‘ heitir skemmtun, sem fer fram í Háskólabíói föstudagskvöid 13. maf kl. 23.30. Það eru Sin- fóníuhijómsveit íslands og Fél- ag íslenzkra leikara, sem gang- ast fyrir fjölbreyttri skemmtun til styrktar slysasjóði, en sá sjóður er í vörzlu Slysavarna- félags Islands, og aflar hann tekna með þessari árlegu skemmtun, en auk þess hafa sjóðnum borizt áheit og gjafir. Á skemmtuninni annaðkvöld, sem er hin fimmta sinnar teg- undar, koma fram margir leik- arar, söngvarar, Sinfóníuhljóm- sveitin, Karlakór Reykjavíkur og íslenzki dansflokkurinn. Hér hafa því margir lagt hönd á plóginn til styrktar góðu mál- efni. Allir listamennirnir og að- standendur skemmtunarinnar láta vinnu sína í té endurgjalds- laust og rennur allur ágóði í slysasjóð, en hann var stofnað- ur árið 1973 og hefur það mark- mið að rétta hjálparhönd því fólki, sem orðið hefur fyrir slysi eða á í erfiðleikum vegna slysa, sem aðstandendur þeirra eða fyrirvinna hefur lent í. Einkum eru hafðir í huga þeir, sem einhverra hluta vegna njóta ekki trygginga hjá tryggingastofnunum. Að því er skemmtinefnd skip- uð fulltrúum Félags íslenzkra leikara, Sinfóniuhljómsveitar- innar og Slysavarnafélagsins segir, hafa skemmtanir undan- farinna ára tekizt mjög vel og aflað sjóðnum þó nokkurs fjár en þegar hefur verið veitt úr honum nokkrum sinnum. Tilurð sjóðs þessa var sú, að á liðnum vetri 1973, eftir sjóslys, skipskaða, eldgos og slysfarir á íslandi, mæltu fimm leikarar sér mót ásamt fimm hljóðfæra- leikurum frá Sinfóníunni og stofnuðu Slysasjóð FÍL og Starfsmannafélags Sinfóniu- hljómsveitarinnar og var stofn- sjóðnum, að upphæð rúmlega tvö hundruð þúsund krónum, komið í vörzlu Slysavarnafélags íslands. Skemmtinefnd skipa Herdis Þorvaldsdóttir, Randver Þor- láksson, Jón Hjartarson, Ing- unn Jendóttir, Jóhanna Norð- fjörð, Hannes Hafstein, Haf- steinn Guðmundsson, Katrin Árnadóttir, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir og Lárus Sveinsson. i dag munu nokkrir þessara selja aðgöngumiða að skemmt- uninni annað kvöld, og verða þau klædd í grimubúningum á Bernhöftstorfunni. Aðgöngu- miðar verða einnig til sölu í Bókabúð Lárusar Blöndals og hjá Sigfúsi Eymundssyni, en verðið er eitt þúsund krónur. Meðal atriða á skemmtuninni annað kvöld má nefna, að flutt verða atriði og söngvar úr Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, Sigurður Björns- son og kona hans, Sieglinde Kahman, munu syngja. Árni Tryggvason og Jón Sigur- björnsson verða með forvitni- legt efni, Karlakór Reykjavíkur mun syngja, Ómar Ragnarsson mun skemmta og margt fleira. Sigalda: Verkfall Málmiðnadarmanna myndi tefja gangsetningu á annarri vélasamstæðu „EF AF verkfallinu verður, þá mun það auðvitað verða til tafar, en sem stendur erum við ekki þannig staddir að verkfali ylli neyðarástandi," sagði Egill Skúli Ingibertsson, verkfræðingur Landsvirkjunar við Sigöldu, er Mbl. ræddi við hann í gær, en sveinafélag málmiðnaðarmanna f Rangárvallasýslu hefur boðað verkfall á Sigöldusvæðinu frá og með næsta mánudegi. Skem m darvargurinn fylgjandi nýrri viðreisnarstjórn Á MÁNUDAGINN voru unnin skemmdarverk á bláum Volvobfl, árgerð 1976, þar sem hann stóð annaðhvort við grunn nýja Seðla- Nú vinna um 30 málmiðnað- armenn við Sigöldu við vélar tvö og þrjú, en verkfall getur engin áhrif haft á vél eitt, sem komin er í rekstur. Sagði Egill, að reiknað hefði verið með, að með fullri vinnu yrði vél tvö tilbúin til próf- ana i október og til framleiðslu 1. desember, og myndu tafir vegna verkfalla seinka þessu, sem þeim næmi. bankahússins eða við Hótel Sögu. Skemmdarvargurinn virðist vera stuðningsmaður nýrrar við- reisnarstjórnar, þvf hann risti á farangurslok bifreiðarinnar X-A og X-D. Eru það tilmæli rann- sóknarlögreglunnar, að þeir, sem upplýsingar geta gefið um atburð þennan, hafi strax samband við lögregluna. ALLTAF eykst úrvalið af nýjum sumarvörum Takið eftir: Kúreka- stígvélin kosta hjá okkur aöeins kr. Athugið: OPIÐ TIL KL. 6 Á MORGUN, LOKAÐ LAUGARDAG. TlZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborói 281S5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.