Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAl 1977 13 LANDSFUNDI Sjálfstæðisflokksins lauk sem kunnugt er sl. mánudag, en hann var haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík. Á lokadegi fundarins lögðu Morgunblaðsmenn leið sína í Súlnasal Hótel Sögu og tóku tali nokkra fulltrúa utan af landi. Voru þeir inntir frótta úr byggðarlagi sínu og spurðir um hvaða mála- flokkar Landsfundarins væru þeim eftirminnilegastir. í flestum tilvikum voru fulltrúarnir gagnrýnir á ríkisrekstur, og töldu m.a. aukningu hans undanfarin ár hafa verið sveitarfélögunum í óhag. Einnig voru þeir gagnrýnir á þá opinberu umræðu sem verið hefur um byggðamál, og töldu m.a. eflingu dreifbýlis ekki vera á móti hagsmunum þéttbýlisins. Fara svör fulltrúanna hér á eftir. Sigrún Sigfúsdóttir, form. Sjálfstæðisfélagsins Ingóifs, Hveragerði: “Ég er mjög ánægð með Landsfundinn að þessu sinni. Það er mjög til bóta að fólk hittist svona, og málin hafa verið rædd hér af hreinskilni. Þá finnst mér nefndarstörfin hafa verið sérstaklega ánægju- leg og fróðleg, en versta var að geta ekki starfað i fleiri nefnd- um en raun varð á. Ég starfaði mest í nefnd um æskulýðsmál. Þar var helzt rætt um fíkniefni og áfengismál. Æskulýðsmálin voru þó rædd á breiðum grund- velli og vandamálin tengd þeim. Ur Hveragerði er það helzt að frétta að mál málanna þar er fyrirhuguð malbikun mikils hluta gatnakerfisins nú þegar í sumar. Hafa margar götur verið undirbúnar fyrir lagningu varanlegs slitlags, og loforð er fyrir fjárveitingu, þannig að verkið hefst að líkum í sumar. Þetta er og hefur verið Hver- gerðingum mikið hagsmuna- mál. Um 90% ferðamanna sem til landsins koma staldra við í Hveragerði og því er mikilvægt að geta tekið sómasamlega á móti þeim. Varðandi æskulýðsmál Hvergerðinga, þá vantar mjög á Malbikun gatna í Hvera- gerði að skilyrði fyrir virkri starf- semi séu fyrir hendi, og hefur þessum málaflokki verið lítið sinnt. íþróttahús er að vísu ný- komið, en fjölbreytni vantar þó i allt starfið og koma verður til móts við þá sem ekki endilega hafa áhuga á fþróttum. Okkur vantar meiri og fjöl- breyttari iðnað, léttan iðnað, og fyrirtæki í bæinn. Fólk hefur þurft að sækja atvinnu í önnur byggðarlög, og er það ekki við- unandi þegar næg orka og mannafli eru hér til staðar. í Hveragerði eru mjög miklir möguleikar á atvinnuuppbygg- ingu með notkun ylsins sem þar er og kemur ómældur úr jörðu. Þá eru miklir möguleikar á sviði heilsuræktar og elliheim- ila, og alltaf verið að auka þá starfsemi sem . þar er fyrir hendi á þessu sviði. Það sem Hvergerðinga vantar helzt um þessar mundir er að fá sérstaka lögreglu. Hingað til hefur okkur verið sinnt af lög- reglu Árnessýslu, en okkur finnst við þurfa sérstaka Iög- gæzlu hér á staðnum. Höfum við komið upp húsnæði fyrir lögreglu í Hveragerði, en um- leitan okkar hingað til hefur ekki borið árangur, þótt undir- tektir hafi gjarnan verið góðar.“ Byggðajafn- vægi spor í rétta átt fundi að fylgjast með umræðum um atvinnumál og byggðajafnvægi, sem skiptir okkur úti á landsbyggðinni að sjálfsögðu miklu máli og finnst mér það spor í rétta átt. Vona ég að hin svokallaða byggðastefna haldi áfram velli, svo að dreifbýlið verði i sem nánustu jafnvægi við þéttbýlið, bæði atvinnulega, samgöngulega og menningarlega." Páll Pétursson, Egilsstöðum ,,Það er sitthvað á döfinni i sambandi við framkvæmdir á Egilsstöðum núna. Við erum að byggja menntaskóla og von- umst til að fyrsta áfanga verði lokið 1979. Þá eru að hefjast framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúss og verið er að byggja við Valaskjálf, sem gengur heldur erfiðlegar, þar sem enginn vill leggja fé í þær framkvæmdir. Ákveðið hefur verið að leggja þrjátiu milljónir í gatnagerð og eiga þær framkvæmdir að hefjast i sumar. Nýr apótekari er að flytjast á staðinn, en hingað til hefur lyfjaafgreiðsla verið í höndum lækna. Kaupfélagið er að byggja nýja mjólkurmiðstöð, en þá kemur til rafmagnsskortur. Við erum iðulega í hönk með rafmagn á veturna. Sennilega kemst þessi mjólkurmiðstöð ekki í gagnið fyrr en gengið verður frá byggðaiínunni frá Kröflu. En á hana hefur einmitt verið lögð áherzla á hér á fundinum. Á þessum landsfundi hefur verið ríkjandi mikill samhugur manna á meðal, um að minnka 30 milljón- ir króna í gatnagerð rfkisafskipti og efla í stað þess sveitarfélög og einstaklings- framtakið. Ég er bjartsýnn á að okkur sjálfstæðismönnum á Austur- landi muni eflast fylgi eftir þennan fund.“ Fimmta flóttamanna- platan frá Alþjóða flóttamannastofnuninm Þau hafa unnið að undirbúningi dreifingar Golden Soul plötunn- ar hérlendis. Frá vinstri eru: Björn Tryggvason, Mikael Fransson, Auður Einarsdóttir og Ólafur Haraldsson (Ljóssm. Mbl. Ól.K.M.) Flóttamannahjálp Sameinuðu Þjóðanna hefur ný- verið sent frá sér 5. svonefnda flóttamannaplötu sfna, en sem kunnugt er rennur andvirði sölu þessara platna til hjálpar flóttamönnum l heiminum, sem aldrei hafa verið fleiri en einmitt um þessar mundir. Þessi plata heitir GOLDEN SOUL, en áður hefur stofnunin sent frá sér plöturnar All Star Festival, International Piano Festival, World Star Festival og Top Star Festival, en sú siðastnefnda seldist I flestum eintökum eða 3975 alls. Á plötunni Golden Soul hafa ýmsir fremstu listamenn „soul- hljómlistarinnar" gefið krafta sína. Eru þeir íslendingum að góðu kunnir og mörg laganna á plötunni hafa náð vinsældum hérlendis og erlendis. Á blm.fundi með „Golden Soul“ nefnd Rauða kross íslands, sem er umboðsaðili Alþjóða Flótta- mannastofnunarinnar hér á landi, en nefndina skipa þeir Björn Tryggvason formaður RKÍ, Mikael Fransson og Ólafur Haraldsson, lét nefndin í ljós að hún treysti á lands- menn að bregðast vel við og leggja flóttamannastarfinu lið með því að kaupa piötuna, því platan væri frábær og ekki síðri en fyrri plötur í þessum flokki. Verður platan til sölu frá og með mánudeginum 9. maí, en sem kunnugt er er Alþjóða- dagur Rauða krossins daginn áður, þ.e. sunndaginn 8. maí. Þann dag fæddist stofnandi Rauða krossins, Henri Dunant, fyrir 149 árum. Platan kostar krónur 2600, en um dreifingu hérlendis sér Fálkinn hf„ en að sögn forráðamanna Fálkans verður plötunni dreift i allar hljómplötuverzlanir. Á blm.fundinum kom fram að sala einnar plötu veitir flóttamanni í Thailandi einnar viku matarskammt, og sala á sjötiu plötum greiðir eitt tonn af sementi til byggingar húsa, skóla og sjúkrahúsa fyrir flótta- menn frá Indókína. Rækjuleitín ber ekki nógugóðan árangur RÆKJULEIT rannsóknarskips- ins Árna Friðrikssonar úti fyrir Norður- og Austurlandi hefur ekki gengið eins vel og menn áttu von á I upphafi, að þvf er Ingvar Hallgrfmsson fiskifræðingur tjáði Morgunblaðinu Þegar Morgunblaðið ræddi við Ingvar var Árni Friðrikdsson á Sporðagrunni og höfðu leið- angursmenn litið orðið varir við rækju þar. Skipið var þá búið að fylgja djúpkantinum undan Norðurlandi frá öxarfirði, og hvergi hafði fundist mikil rækja. Sagði Ingvar að þeir hefðu einnig athugað rækjumióin við Grimsey en þar hefði verið litið að finna, og rækjan minni en áður. Arnar- borg frá Ðalvik er nú að rækju- veiðum á Kolbeinseyjarsvæðinu og að þvi er Ingvar sagði, þá er rækjan sem báturinn fær mun smærri en verið hefur 'siðustu ár hvernig sem á því stendur, og sömu sögu væri að segja af öðrum miðum undan Norðurlandi, dýrin væru smærri en síðustu ár. I upphafi rannsóknarleið- angursins leitaði Árni Friðriks- son rækju undan Austfjörðum, án þess að verulegur árangur yrði. Það var helzt vart við rækju i Berufjarðarál og Seyðisfjarðar- dýpi, en magnið á þessum slóðum var það litið að vart er talið borga sig að stunda veiðar á þessum slóðum. Þá sagði Ingvar að þeir hefðu leitað rækju á Gletting.a- nesflaki, en þar telja togaraskip- stjórar sig oft hafa fundið mikið af rækju. Þarna fékk Árni Friðriksson 60—70 kíló á klst, sem er mjög svipaó og fékkst í Seyðisfjarðardýpi og Berufjarðar- ál. 4229 atvinnu- leysisdagar í apríl sl. ATVINNULEYSISDAGAR í apríl urðu 4229 en voru 7395 i sama mánuði i fyrra. Langflestir atvinnuleysisdagar voru skráðir i Reykjavik 1186, og næstflestir á Akureyri, 332. Engir atvinnuleysisdagar voru skráðir á Bolungarvík, Isafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Grindavik og Garðakaupstað. Af kauptúnum meó 1000 ibúa og fleiri eru skráðir 216 atvinnuleys- isdagar á Selfossi, 12 i Hveragerði og 7 i Þorlákshöfn. Af minni stöðum eru flestir atvinnuleysisdagar skráðir á Blönduósi 194, á Bakkagerði 173 og fjórum stöðum öðrum eru skráðir fleiri en 100 atvinnuleys- isdagar í mánuðinum. Atvinnulausir á skrá í mánaðar- lok voru 260 á móti 351 i apríllok i fyrra. ... ...... ' I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.