Morgunblaðið - 12.05.1977, Side 15
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAl 1977
15
Systir María
Albína nírœð
tæki. Þegar verið er að meta arð-
semi fyrirtækis eins og járn-
blendiverksmiðjunnar, þá verða
menn að meta horfur, bæði styðj-
ast við reynslu fyrir allmörg ár og
við álit hinna kunnugustu og sér-
fróðustu manna í þessari grein.
Það þýðir ekki að taka verðið á
kisiljárni eins og það mun hafa
verið í mestu lægð i einhverjum
tilteknum mánuði á árinu 1976 og
segja út frá því, að hér hljóti að
vera um stórfelldan hallarekstur
að ræða. Það vili þannig til, að
ýmsir sérfróðir aðilar hafa fjallað
um þetta mál.
ÁLIT NORRÆNA
FJÁRFESTINGARBANKANS
Á AFKOMU
VERKSMIÐJUNNAR
Kannski er rétt að vitna fyrst í
hinn Norræna fjárfestingar-
banka. Norræni fjárfestingar-
bankinn hefur veitt lán um 200
millj. n.kr. til járnblendiverk-
smiðjunnar án ábyrgðar íslenska
ríkisins og án ábyrgðar hins aðil-
ans, Elkem-Spigerverket. Bank-
inn lánar fyrirtækinu þetta með
veði í eignum þess. Fjárfestingar-
bankinn þarf að afla sér fjár á
alþjóðlegum markaði, hann þarf
að tryggja sig, tryggja að staðið
verði í skilum um vexti og afborg-
anir. Þegar haft er i huga, að
þetta er fyrsta meiri háttar lánið,
sem þessi banki lánar út og hann
vandar þvi alveg sérstaklega allan
undirbúning að þvi láni, hvaða
manni dettur það i hug i alvöru,
að þessi nýi banki hefði farið að
lána i fyrirsjáanlegt fjárglæfra-
fyrirtæki, sem óhugsandi væri að
gæti borið sig á næstu árum?
Fjárfestingarbankinn leitaði auð-
vitað upplýsinga hjá hinum fær-
ustu sérfræðingum og mat hans
var það, eftir að hafa kynnt sér
þau álit, að hér væri um álitlegt
fyrirtæki að ræða.
Þjóðhagsstofnun hefur einnig
komist að þeirri niðurstöðu. Hér
var að vísu gert ráð fyrir nokkuð
lægri arðsemi heldur en fyrir
tveimur árum, en það muni stafa
af því að kostnaðar- og reksturs-
áætlanir séu vandaðri og varlegri
en áður. Þjóðhagsstofnun metur
það, hverjar séu liklegustu for-
sendur og kemst að þeirri niður-
stöðu, að arðgjöf fyrirtækisins sér
varlega áætluð 9.8%. Það er tæp-
ast heiðarlegur málflutningur að
vera hvað eftir annað að nefna
Þjóðhagsstofnun i þessu sam-
bandi á þann veg, að kenna við
hana útreikninga, sem starfs-
menn Þjóðhagsstofnunar gera
eftir beiðni Alþýðubandalagsins á
forsendum, sem það gefur upp.
Það er vitað, að hér er um
áhættusamt fyrirtæki að ræða
eins og flest það, sem við íslend-
ingar ráðumst í til sjós og lands.
Þetta er allt saman meira og
minna áhættusamt. Við verðum
að meta áhættuna, við verðurn að
meta horfurnar. Eftir að hafa
kannað það að bestu manna yfir-
sýn og reyndustu manna i þessum
efnum, þá er það mat okkar, að
likur séu til þess að þetta verði
.arðvænlegt 'fyrirtæki. Áður en
viðræður hófust i aprilmánuði í
fyrra við Elkem-Spigerverket, gaf
norska rikisstjórnin þessu fyrir-
tæki meðmæli sem eitt af best
reknu fyrirtækjum í Noregi, fjár-
hagslega traust og með mikla
reynslu á þessu sviði. Það er
vissulega vísbending um að þetta
sé sæmilega álitlegur atvinnu-
rekstur, að svo traust fyrirtæki
með slíka reynslu vill i þetta ráð-
ast.
Vitanlega er það ljóst, að ekkert
er hægt að fullyrða um afkomu
þessa fyrirtækis. En eftir að hafa
kynnt sér álit hinna fróðustu
aðila og ég nefni þar sérstakiega
það álit, sem fjárfestingarbank-
inn norræni hefur á þessu máli,
þá teljum við að likur séu til þess
að þetta verði arðsamt fyrirtæki.
MENGUNARVARNIR
FRÁ UPPHAFI
Að lokum víl ég nefna mengun-
armálin. Það er ekkert auðveld-
ara heldur en æsa fólk upp út af
mengunarhættu og skapa ógn og
skelfingu út af því, að hér sé verið
að stofna til verksmíðju, sem
muni spúa eitri yfir mannfólkið,
eyðileggja allt líf í Hvalfirði og
beggja vegna Ilvalfjarðar. Þegar
hv. þm. sem þahnig íála ræðá'
jöfnum höndum um mengun frá
álverinu i Straumsvík og gefa í
skyn, að viðbúið sé að það sama
muni gerast með Grundartanga-
verksmiðjuna, þá vita þessir hv.
þm. betur. Þeir vita það ósköp vel,
að þegar álverið var byggt, þá var
ekki komið upp mengunarvörn-
um eða hreinsitækjum i þeirri
verksmiðju. Þeir vita það vel, að
það hefur verið lögð á það mikil
áhersla nú hin siðustu ár að fá
sett þar upp hreinsitæki og nú er
ákveðið að þau verði sett upp, þau
fullkomnustu sem völ er á. Það
tekur tíma. En sem sagt, þegar
verksmiðjan var byggð, voru eng-
in hreinsitæki. Verksmiðjan á
Grundartanga verður hins vegar
frá upphafi búin þeim fullkomn-
ustu hreinsitækjum, sem völ er á í
þessum iðnaði. Það er vitað, að
Elkem Spigerverket, sem verður
með okkur í byggingu þessarar
verksmiðju, hefur lagt i það geysi-
lega vinnu, tækni og fjármagn á
siðustu árum að finna upp og
framleiða í slikum verksmiðjum
með góðum árangri. Það er vitað
Iika, að með starfsleyfinu til verk-
smiðjunnar eru settar jafnstrang-
ar eða strangari reglur heldur en
þekkjast i okkar nágrannalönd-
um. Á sama tíma leyfa þessir
hæstvirtu þingmenn sér að
blekkja landslýðinn, safna undir-
skriftum og kalla fram samþykkt-
ir á þeim röngu forsendum, að
hér sé i rauninni verið að fara af
stað á sama hátt eins og með ál-
verið i Straumsvik, þar sem engin
hreinsitæki voru, í stað þess að
hér verða frá upphafi sett full-
komnustu hreinsitæki. Þetta er
ekki sæmilegur, ekki frambæri-
legur málflutningur.
Til þess að sem best væri hægt
með þessu að fylgjast, þá var sett
inn ákvæði um það i lögin um
byggingu járnblendiverksmiðj-
unnar fyrir tveimur árum, að líf-
fræðistofnun háskólans og
Náttúruverndarráð skyldu hafa
með höndum rannsóknir á lifríki
Hvalfjarðar til þess fyrst og
fremst að fá grundvöll fyrir því
að fylgjast nákvæmlega með því,
ef einhverjar skaðlegar breyting-
ar kynnu að verða þar af völdum
verksmiðjunnar. Að þessu hefur
verið unnið eins og ég hef skýrt
hér frá áður
EKKI ORÐ UM AÐ
DRAGA ÚR MENGUN FRÁ
OKKAR EIGIN
VERKSMIÐJUM.
Það er létt verk og löðurmann-
legt að æsa fólk upp með blekk-
ingum um heilsuspjöll og eitur,
sem eigi að fara að spúa yfir það.
Ef menn reyna að líta á þessi mál
með rósemi og skynsemi, þá ætt-
um við að vera sammála um það,
að allir íslendingar hafa áhuga á
því að auka mengunarvarnir og
holiustuhætti í hvers konar at-
vinnurekstri hér á landi. Hér er
ákaflega mikið ógert hjá okkur
íslendingum í okkar eigin iðnaði,
hvort sem það er á sviði landbún-
aðar, sjávarútvegs eða almenns
iðnaðar. Það er talið, að ef þær
reglur, sem nú eru settar í starfs-
leyfi járnblendiverksmiðjunnar,
ættu að gilda um allar verksmiðj-
ur á íslandi, þá yrði þegar I stað
að loka sementsverksmiðjunni,
áburðarverksmiðjunni og fjölda
verksmiðja i eigu tslendinga. Við
verðurn auðvitað að vinna að því
að koma á fullkomnum rneng-
unarvörnum og hollustuháttum í
okkar verksmiðjum. En það sýnir
yfirdrepsskap og hræsni þessara
manna, sem mest fjasa hér með
fölskum upplýsingum um meng-
unarhættu af Grundartangaverk--
smiðjunni, að aldrei heyrist orð
frá þeim um það að neitt þurfi í
því að &era að draga úr mengun
frá verksmiðjum okkar Islend-
inga.
Aldrei hef ég heyrt orð frá þess-
um mönnum, sem mest hafa tekið
upp í sig hér, um að það þurfi t.d.
að draga úr þeirri mengun, sem
kannske er nú mest hér, en það er
frá bifreiðunum. Vitanlega eigum
við að kosta kapps um það að
reyna aö draga úr mengun á öll-
um sviðum og við undirbúning
járnblendiverksmiðjunnar hefur
verið lögð á það sérstök áhersla að
ganga þannig frá málum, að þar
yrðu hinar fullkomnustu meng-
unarvarnir og hreinsunartæki,
sem n'ú éi1 völ á.
Allir Hafnfirðingar og þótt
viðar væri leitað kannast við nafn
systur Albínu, svo nátengt er það
hinu fórnfúsa starfi, sem St.
Jósefssystur hafa unnið við St.
Jósefsspítalann í Hafnarfirði frá
því að hann tók til starfa árið
1926.
Systir Albína er fædd í Vestur-
Þýzkalandi 12/5 1887. Gengur
hún ung i reglu St. Jósefssystra
og flyzt til Danmerkur, þar sem
hún er búin undir lifsstarf sitt, að
líkna og hjálpa þeim, sem sjúkir
eru. Árið 1914 kemur hún svo til
íslands og tekur til starfa á
Landakotsspítala í Reykjavík.
Þegar spítalinn okkar hér í
Hafnarfirði hefur starfað í
nokkra mánuði, nánar tiltekið
haustið 1926, að systir Alvína er
lánuð hingað í 8 daga, m.a. til að
koma reglu á og hjálpa til við að
koma á fót skurðstofu sjúkrahúss-
ins. Þessir 8 dagar urðu lengri en
til var ætlast, því að þeir standa
enn. Hér hefur hún því dvalið
stanzlaust í rúma hálfa öld. Hér
hefur langur starfsdagur verið
unnin af sérstakri trúmennsku og
kostgæfni frá upphafi. Strax í
upphafi tók systir Albína að sér
störf og umsjón með skurðstofu
sjúkrahússins. Sá hún um allan
undirbúning aðgerða, alla sótt-
hreinsun, auk þess sem hún sá um
að svæfa alla sjúklinga, sem að-
gerðir fóru fram á, allt til ársins
1954. Var sérstaklega tiltekið af
læknum sjúkrahússins, hve frá-
bær hún var i starfi í sambandi
við svæfingar. Tæknin við svæf-
ingar var þá öðru visi en nú er, og
var þá fyrst og fremst undir ár-
vekni svæfingarmannsins komið,
hvernig svæfing tókst til og þar
með aðgerðin, em framkvæmd
var. Árvökul augu systur Albínu
vöktu yfir sjúklingunum i þessu
starfi og kom aldrei óhapp fyrir í
sambandi við svæfingar hjá henni
öll þau ár, sem hún vann við þær.
Auk alls þessa, sem að framan
getur, sá systir Albina fyrstu árin,
sem hún starfaði hér á sjúkrahús-
inu, um hjúkrun á 2 stofum í
sjúkrahúsinu. Faðir minn og
systir Aibina voru nánir sam-
starfsmenn hér á sjúkrahúsinu í
áratugi. Mat hann það samstarf
mikils, enda féll þar aldrei skuggi
á allan tímann, sem það stóð.
Oft var vinnudagur systur
Albínu langur, en aldrei var
kvartað, alltaf tilbúin, hvort sem
var á nóttu eða degi, þegar hjálp
hennar þurfti við. Öll þjóðin
stendur í mikilli þakkarskuld við
hið fórnfúsa og mikla starf, sem
St. Jósefssystur hafa unnið hér á
landi í sambandi við liknarstörf. í
dag þökkum við sérstaklega
systur Albínu þann mikla skerf,
sem hún hefur lagt af mörkum í
starfi þessu. Við, allt starfsfólk
spítalans, sendum henni okkar
beztu árnaðaróskir og vonum, að
við fáum að njóta nærveru
hennar um ókomin ár.
Jónas Bjarnason.