Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 16

Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 Eitt af verkum Maríu sem var á sýningunni í Galleri Soer. • ÍSLENZK listakona sem er bú- sett í Danmörku, Marfa Ólafsdótt- ir, hélt fyrir nokkru sýningu á verkum sínum í Galleri Soer. Morgunblaðiðnu hafa borizt úr- klippur um sýninguna og er þar farið lofsamlegum orðum um listakonuna og verk hennar. Í gagnrýni um sýninguna segir meðal annars að þó ekki væri nema fyrir verkið „Þórhildur lægir öldurnar" myndi það duga til að taka af öll tvímæli um hina ágætu hæfileika Marfu. Þar sé um að ræða endursköpun á fornri fs- fenzkri sögn um konu sem hafði yfirnáttúrulega hæfileika og beitti þeim óveðursdag einn til að lægja öldurnar svo að bátar kæm- ust heilir f höfn. 1 viðtafi við Maríu f tilefni sýn- ingarinnar i öðru dönsku blaði segir hún aðspurð að sérstæð nátt- úra tsfands ráði þvf að jörð, vatn, eldur og loft séu mjög ráðandi f myndum hennar. Hún segir einn- ig að á Islandi sé enn þjóðtrú við lýði enda þótt hún hafi breytzt frá þvf sem áður var. Hún hafi í myndum sfnum orðið fyrir mikl- um áhrifum af gömlum fslenzk- um ævintýrasögnum. álfasögum og í þessu liggi ef til vill að nokkru skýringin á því að hún máli ekki danskt landslag. Hún hafi að vfsu gert það, en danskt landslag leysi ekki úr læðingi krafta hennar til slfks eins og fslenzk náttúra geri. María Ólafsdóttir nam við Handfða- og myndiistaskólann f Reykjavfk árin 1941—43. Hún var í Listaakademfunni f Kaup- mannahöfn árin 1946—52 og fór í námsferðir til Hollans og Frakk- lands. Hún hefur fengið ýmsar viðurkenningar f Danmörku fyrir listsköpun sfna og meðal annars fengið styrk úr Ackers- berg—Thorvafdsensjóðnum, Anne E. Munchssjóðnum o. fl. Hún hefur tekið þátt f fjölmörg- um einka- og samsýningum og hefur f 26 ár verið félagi í dönsku listamannasamtökunum Se. Bandaríkin: Staða konunnar hefur gerbreytzt á 17 árum 0 Æ fleiri Bandaríkjamenn stofna til óvigðrar sambúðar og æ fleiri hjónabönd enda með skiln- aði og fimmta árið í röð voru Bandaríkjamenn með fæstar banrsfæðingar. Þetta kemur fram i árlegri könnun bandarísku töl- fræðistofnunarinnar. Enabúa að vísu aðeins 1,3 miljón Bandaríkja- manna í óvigðri sambúð en, talan hefur tvöfaldast síðustu sjö árin og öll sólarmerki benda tii að sú þróun haldi áfram. Á árum áður bjuggu bandarisk ungmenni heima hjá foreldrum sinum unz þau gengu í heilagt hjönaband, en nú færist það í vöxt að ungmennin vilji búa út af fyrir sig áður en til hugsanlegs hjónabands kæmi. „Fátækt fólk” YFIRLÝSING Ein myndanna á sýningunni — Teikning eftir Kerry Kennedy Kjarvalsstaðir: „12 brezkir listmálarar,, í bókinni „Fátækt fólk lýsir hr Tryggvi Emilsson heimilinu á Drafla- stöðum í Sölvadal á mjög óhugnan- legan hátt. Við undirrituð, sem þekktum vel þetta heimili á þeim árum sem Tryggvi var þar, furðum okkur á þessari frásögn hans og getum ekki trúað henni Lýsum við hér með yfir andstyggð okkar á þeim þætti bókarinnar sem fjallar um heimilislífið á fyrrnefndum bæ Ketill S. Guðjónsson Þorvaldur Guðjónsson Hjalti Guðmundsson Kristín Sigurðardóttir Stefán Benjamínsson Jóhann Sigurðsson Greinagerð Laust fyrir slðustu jól kom út bókin ..Fátækt fólk" eftir Tryggva Emilsson Fáar bækur munu hafa vakið meira umtal víða um land en þessi bók Þó mun það umtal hafa orðið einna mest hér I eyfirskum sveitum sem eðlilegt má telja þar sem þessar frásagnir Tryggva eru mestar úr Eyjafirði og af Akureyri Nokkrar umsagnir um bókina hafa birst I blöðum og er henni þar yfirleitt hælt, einkum fyrir ágæta frá- sagnarhæfileika höfundar og góðan stil Má það til sanns vegar færa Allmargir munu þó vera ofan moldar sem muna þá tima er þessar æviminn- ingar Tryggva spanna yfir og áttu heima i fjölda ára i næsta nágrenni við Itá staðí sem bókin getur um og mesta ithy ili hafa vakið I frásögninni Við, sem vorum í 15 til 20 ár á næstu bæjum við Draflastaði i Sölvadal og áiturn þess kost að koma þar við og við og hafa ýmis konar samskipti við heimilisfólkið á bænum eins og gerist á nágrannabæjum í sveit, viljum lýsa megnri andúð okkar á þeim ógnvekj- andi frásögnum Tryggva af fólkinu þar og framkomu þess við hann og full- yrðum að þetta á sér engan stað Hjónaleysunum á Draflastöðum. Sig- fúsi og Guðrúnu, er lýst sem full- komnum óþokkum og er þá ekki of sterkt til orða tekið Sannleikurinn er ,ins vegar sá. að þetta fólk fékk al- menningsorð fyrir að vera sómafólk, glaðlynt í viðræðum og á engan hátt til baka haldið né hafa tilburði til að einangra sig Eitt af því sem vekur okkur einna mestrar andstyggðar i sambandi við frásögn Tryggva af Draflastaðaheimil- inu er það tillitsleysi sem fram kemur gagnvart afkomendum þessa fólks sem enn er á besta aldri Til glöggvunar á þessu skal fram tekið að þau Sigfús og Guðrún giftust nokkru eftir að Tryggvi fer alfarinn frá Draflastöðum Áttu þau eina dóttur barna Þekkti hún föður jinn ekki neitt þvi hún er aðeins 4 ára þegar hann deyr Nú er hún liusfreyja á ágætu heimili hér i firðinum og á uppkomin börn Þess er vert að geta að hún er rómuð fyrir góðvild og myndar- skap Menn geta giskað á hvert áfall það hefur verið fyrir þessa konu að fá allt i einu þessa viðbjóðslegu lýsingu af for- eldrum sínum i bók sem seld er um allt land Manni býður í grun að þarna sé verið að reyna að kitla eyru lesenda bókarinnar með skáldlegum tilþrifum og æsandi sögum Eitt er enn sem vekur athygli í sam- bandi við vist Tryggva að Draflastöðum og það er að Emil, faðir hans, hikar ekki við að láta son sinn vera 3 sumur og einn vetur i þessum kvalastað Hann sýnist ekki hafa neina tilburði til að taka drenginn þaðan fyrr en seint og siðar og koma honum i aðra vast Þó hefði hann eflaust átt að vita, eftir sögusögn Tryggva, hvernig að honum var búið á þessu heimili Sögusviðið í Öxnadal er okkur óvið- komandi en við höfum þó góðar heim- ildir fyrir því, að þar sé faríð rangt með ýmis atriði og vekur það grun um óvandaða heimildaöflun eða oftrú höf- undarins á eigið minni Tryggvi segir að Draflastaðir séu nú í eyði en ekki er þetta rétt hjá honum Jörðin er byggð og hefði hann því getað sparað sér vangaveltur um það atraði á bls 110 Fleiri villur mætti nefna en þær skipta litlu máli Okkur er það vel Ijóst að þó við sendum þessar athugasemdir við skrif Tryggva um vist hans á Draflastöðum I fjöllesnustu blöð landsins I dag þá mun fljótt fyrnast yfir þær og fólk gleyma þvi að þær hafi nokkurn tima birst Hinsvegar mun bókin „Fátækt fólk" áfram vera til og verða lesin i framtiðinni sem einhver sannfræði- legasta lýsing þeirra sagna á þeim tima sem hún fjallar um SÝNING á verkum listamanna frá Bretlandi fer fram f vestursai Kjarvalsstaða dagana 14. maf til 5. júní. Sýningin nefnist „12 brezkir listmálarar". Fyrir sýningunni standa Listráð á Kjar- valsstiiðum og Arts Counsil í Bretlandi og er þetta stærsta sýning á brezkri nútímalist sem haldin hefur verið hér á landi og raunar fyrstu meiriháttar menningarsamskipti íslands og Bretlands eftir þorskastrfð, segir í fréttatilkynningu Listráðsins. Sýningin verður opnuð n.k. laugardag kl. 16 af Kenneth East, sendiherra Bretlands hér á iandi. Listamennina tólf valdi fram- kvæmdastjóri Listráðs, Aðal- steinn Ingólfsson, í samráði við breskan sérfræðing, Sue Grayson frá Serpentine Gallery í London, en sú stofnun er rekin af breska listaráðuneytinu. Mun Sue Grayson aðstoða við uppsetningu sýningarinnar. Verkin eru 100 talsins, allt frá frummyndum gerðum með blýanti, vatnslitum eða krít og upp í 3 x 4 metra málverk. Listamennirnir eru allir ungir að árum, frá 30—37 ára og tiltölu- lega nýlega farnir að láta bera á sér með sýningum og annarri starfsemi, en allir kenna þeir við listaskóla í Bretlandi. Þeir voru ekki valdir með það fyrir augum að gefa vítt yfirlit yfir breska myndlist, heldur þann hluta hennar sem enn grundvallast á notkun málningar og byggir bæði á amerískri arfleifð og enskri náttúrutúlkun, með snert af geómetríu. Listamennirnir eru: Colin Cina, Julian Cooper, Mike Crowther, Jennifer Durrant, Paul Hempton, Knighton Hosking, Kerry Kennedy, Barry Martin, Alan Miller, Alex Thomson, David Whitaker og Tony Wilson, — en í hópnum eru Englending- ar, Skotar, íri og einn Ástralíu- maður. í sambandi við sýninguna mun Listráð gefa út vandaða sýningar- skrá, þar sem einn listmálaranna, Barry Martin, gerir grein fyrir viðhorfum sínum og félaga sinna, en annar listamaður, Colin Cina, mun flytja fyrirlestur sunnu- daginn 15. maí um breska málara- list. Síðar í mánuðinum mun Aðalsteinn Ingólfsson kynna breska málra og höggmyndalist eftirstríðsáranna og Rut Magnús- son, Jónas Ingimundarson og blásaratríó flytja breskatónlist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.