Morgunblaðið - 12.05.1977, Side 17

Morgunblaðið - 12.05.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 17 Stalín vildi atlögu í vesturátt 1951 Prósentutala yfir hjónaskilnaði hefur tvöfaldast síðan árið 1960. Ef heldur áfram sem horfir má ætla að fyrsta hjónaband hjá þriðja hverjum Bandaríkjamanni endi með skilnaði. íbúafjöldi í Bandaríkjunum er nú um 216 milljónir, en fjölgar hægar nú en fyrir nokkrum árum. Konur eignast nú að meðaltali 1,76 börn en talan árið 1970 var 2,4 börn á hverja konu. Það ræður mestu um fjölgun manna i Banda- ríkjunum um 0.8 prósent í fyrra að um 130 þúsund víetnamskir flóttamennkomu til Bandarfkj- anna. Orsökin fyrir því að konur eign- ast færri börn en áður er sú hin sama og annars staðar, meðal ann- ars viða í Vestur-Evrópu. Konur gifta sig síðar en áður og velja stundum starf sitt umfram barn- eignir ef þarf að velja þarna á milli. Árið 1960 voru 28 prósent bandarískra kvenna ógiftar rúm- lega tvítugar, en á árinu 1976 voru 43 prósent kvenna á þessum aldri ógiftar. Og einnig hefur tala kvenna sem vinna utan heimilis hækkað gifurlega og nú starfa um 47,3 prósent kvenna sem eru 16 ára og eldri utan heimilis. 0 JOSEF Stalfn hafði á prjón- unum atlögu gegn vesturlöndum árið 1951, að því er kemur fram í skjölum sem tékkneskur útflytj- andi Karel Kaptan hefur birt út- drátt úr í ítalska vikuritinu Pano- rama. Kaplan fékk að flytja bú- ferlum frá Tékkóslóvakíu í fyrra og er búsettur í Miinchen. Hann staðhæfir að honum hafi tekizt að taka með sér fjórtán þúsund blað- siður af skölum og séu þar á með- al fjölmörg leynileg skjöl. Þar á meðal er skýrsla um austur- evrópskan toppfund í Kréml árið 1951, þar sem Stalín lýsti þvi yfir að nauðsynlegt væri að hrekja Bandarikjamenn af meginlandi Evrópu áður en þeir yrðu of fastir í sessi. Allir leiðtogar Austur— Evrópu voru á fundinum ásamt með varnamálaráðherrum sfnum og allir skrifuðu undir sameigin- lega yfirlýsingu um að herafli lands þeirra myndi settur undir sovézka stjórn ef ófriður brytist út. (Þetta var fjórum árum áður en Varsjárbandalagið var form- Iega stofnað). Samkvæmt skjölum Kaplans taldi Stalín ástæðu til að hann væri f varnarstöðu gagnvart Vest- urveldunum á árum kalda stríðs- ins. Meðan Kóreustyrjöldin stóð taldi hann sig sjá veikleikamerki Vesturlanda betur áður. Og á fundinum I Kreml 1951 taldi Stal- In nauðsynlegt að ráðast til atlögu gegn Bandaríkjunum ámeðan þau væri ekki sterkari. Kaplan, sem er fimmtugur að aldri, starfaði I tékknesku leyni- lögreglunni um þetta Icvti. Árið 1968 fylgdi hann Alexander Dubcek að málum og hann var í nefnd sem rannsakaði pólitísk réttarhöld í Tékkóslðvakíu árin 1948—1954. Þekktást mála var Slanskymálið sem sagt hefur ver- ið frá og rif jað var ftarlega upp í Mbl. fyrir fáeinum árum. Kaplan segist hafa komizt yfir skjöl sem sanni að Stalín hafi persónulega gefið skipun um þessi málaferli. Kaplan hefur verið í tíðum yfir- heyrslum síðan hann kom til Vestur-Þýzkalands og að sögn Time bendir flest til þess að hann hafi haft aðgang að mjög merkum leyniskjölum. Mun hann meðal annars hafa komizt yfir ýmsar upplýsingar þegar hann stjórnaði hinni svokölluðu Pillarnefnd árið 1968. Skýrsla Pillarnefndarinnar um pólitfsk réttarhöld var að verða tilbúin þegar innrásin var gerð í ágúst 1968 og var skýrslan þvf aldrei birt f Tékkóslóvakíu. Aftur á móti var eintaki af skýrsl- unni smyglað úr landi og birt í Vestur-Þýzkalandi. Eftir innrásina átti Kaplan mjög f vök að verjast. Hann mun hafa beitt fyrir sig áhrifamiklum vini sfnum til að hann fengi að flytjast úr landi og hefur ekki verið gefið upp hver sá var. Raska spærlings- veiðar uppeldis- stöðvum humars? SKIPTAR skoðanir eru meðal sjómanna f Vestmannaeyjum á því hvort eðlilegt sé að leyfa spærlingsveiðar á veiðisvæðum þar sem uppeldisstöðvar eru fyrir humar. Mjög náið er fylgzt mcð því hvort humar og sfld veiðist í spærlingstroll, en eins og fram kemur hér á eftir f viðtali við skipstjóra úr Eyjum þá er hætta á sliku á ákveðnum veiðisvæðum. „Spærlingsveiðarnar eru leyfðar inn að 40 föðmunum fyrir austan Eyjar og inn að þremur mílunum fyrir vestan. Svo fremi að spærlingurinn sé á þessu svæði tel ég eðlilegt að þessar veiðar séu leyfðar," sagði Willum Andersen, skipstjóri á Öðlingi, i samtali við Mbl., „en ef mikil brögð eru að því að aðrar tegundir veiðist í veiðarfærið þá tel ég þær óeðli- legar. Að undanförnu hefur spær- lingurinn farið minnkandi og á ákveðnum veiðisvæóum er hætta á að spærlingstrollið pilli upp humarinn. Ég tel þetta sérstak- lega athugunarvert í Háfadýpinu við Surtsey og í Breiðamerkur- dýpi þar sem eru mikil uppeldis- svæði humars. Það á að leyfa spærlingsveiðar meðan spærlingurinn er, en ef lýsa, smáýsa og jafnvel humar fara að veiðast í spærlingstrollið i ein- hverjum mæli, þá á að stöðva veiðarnar.“ „Við vorum að landa 52 tonnum úr sfðasta túr“, sagði Snorri Ólafs- son, skipstjóri á Óla Vestmann VE, í spjalli við Mbl., „og þar af voru 10—15 tonn lýsa og tæp 3 tonn bolfiskur. Við fórum á spærlingsveiðar til þess að tengja saman veiðitimabil og förum á humartroll innan skamms, en varðandi það hvort spærlings- veiðarnar séu eðlilegar þá tel ég að þær eyðileggi ekki fyrir okkur humarmiðin. Við fáum hverfandi lítið af humri i spærlingstrollið, rétt ofan á brauð hjá okkur um borð. Það er kostur að mjög náið er fylgzt með þessu, en upp á síðkastið höfum við fengið lýsu í vaxandi mæli en hverfandi lítið af smáýsu. Hins vegar forðast maður eins og heitan eldinn að kasta spærlingstrollinu um þessar mundir við Surtsey, þvi þar er allt vaðandi í síld núna. Þannig getur komið upp staða á veiði- svæðunum þar sem sjómenn verða sjálfir að taka af skarið. Það er mikið af síld fyrir vestan Eyjar nú, mikið æti og hreyfing, en lítið fiskirí. Ef ég teldi spærlingsveiðarnar hættulegar fyrir humarsvæðin þá myndi ég alls ekki stunda þær veiðar, heldur berjast fyrir veiði- banni á þeim svæðum, því það væri það eina sem væri skynsam- legt bæri vegna veiðisvæðanna og tekjumöguieika. Humar og síld eru banntegundirnar i spærlings- trollið og það er mjög vel fýdgzt með því. Þáð hafa komið upp tímabil sem þetta er vandi. Til dæmis fór að veiðast mikið af stórri rækju og humri í spærlings- tróllið á Breiðamerkurdýpinu s.l. haust, en þegar slíkt hefur komið upp hafa veiðar á ákveðnum svæðum verið stöðvaðar. Þannig var það t.d. á humartrollinu á Breiðamerkurdýpinu s.I. sumar að þegar smái humarinn fór að veiðast var veiðisvæðinu lokað. Þó þarf að gæta að þessu frá öllum sjónarhornum og t.d. í Háfadýpinu er smæsti humarinn úti á mestu dýpi, en stóri humarinn er alveg uppi í Urðunum viö Heimaey á grynnra vatni.“ -------------- Ný hljómplata HLJÓMPLÖTUUTGÁFAN Geim- steinn h/f hefur sent frá sér nýja hljómplötu. Platan heitir Viðar Jónsson og inniheldur 12 sönglög, samin og sungin af Viðari Jóns- syni. Viðar Jónsson er Kópavogs-- búi, sem um árabil hefur fengist við dægurlagatónlist og ekki fyrir alllöngu varð eitt laga hans, „Sjóarinn sikáti“ allvinsælt. Viðari til aðstoðar eru ýmsir kunnir menn m.a. Rúnar Júlíus- son, Karl Sighvatsson, Jakob Magnússon, Grettir Björnsson og Gunnar Ormslev ásamt flpir,u,m. oeomaster isuu, er nyr, trabær magnan frá Bang & Olufsen. Framleiðendur Hi Fi-tækja eiga eftir að naga sig I handabökin yfir þvi, að það voru Bang & Olufsen frá Danmorku en ekki þeir sjálfir, sem framleiddu þennan magnara. Allar stillingar electroniskar og þar af leiðandi óslít- andi. Beosystem 1900: 292.090 kr. (magnari, spilari og 2 hátalarar). Beomaster 1900: 1 32.860 kr. tordtc, l BUÐIRNAR 26 ár (fararbroddi Skipholti 19 vi8 Nóatún. simi 23800 Klapparstfg 26, simi 19800 Pöntunarsími 23500 Umboðsmenn um allt land. Soluumboð— Akureyri |mu^mivbr! ga .....

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.