Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 12.05.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 19 Strassborg 11. maí — Reuter. EFNAHAGSBANDALAG Evrópu hefur farið þess á leit við Evrðpu- dómstólinn, sem fjallar um ágreining EBE-ríkjanna, að felld- ur verði úr gildi I þrjár vikur reglur um fiskveiðitakmarkanir, sem Irar hafa sett á miðum sínum, að sögn talsmanns EBE I dag. Ákvörðun um þetta var tekin af framkvæmdanefnd bandalags- ins eftir að trar neituðu að af- nema fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags takmarkanir, sem gera ekki öllum EBE-rlkjum jafn hátt undir höfði að áliti nefndar- innar. írar settu einhliða bann við veiðum skipa sem eru stærri en 33 metrar á svæði sem nær um 50 til 100 mílur frá landi, eftir að tilraunir til að ná samkomulagi innan EBE um fiskvernd fóru út um þúfur. Framkvæmdanefndin sagði, að með þessu væri EBE- ríkjunum mismunað og skipaði hún trum að fella reglur sínar úr gildi. Svo til öll írsk fiskiskip eru minni en 33 metrar gagnstætt því sem er um skip annarra EBE- þjóða, sem venjulega veiða við Írland. Margir hollenzkir togarar hafa verið teknir og færðir til hafnar á írlandi en dómstóll hefur vísað máli þeirra til Evrópudómstólsins og sagt að hann verði að skera úr um hvort veiðitakmarkanirnar eigi sér stoð í lögum. Fréttamenn benda á, að fram- kvæmdanefndin fer ekki fram á það við Evrópudómstólinn að hann lýsi aðgerðir Ira lögleysu heldur aðeins að takmarkanir þeirra verði tímabundið felldar úr gildi þannig að ráðrúm gefist til að leysa málið með samn- ingum. EBE leitar til Evrópu- dómstólsins Concorde á Kennedy New York 11. mai — NTB. Bandarískur héraðsdómari gaf I dag grænt Ijós fyrir lendingar brezk-frönsku hljóðfráu farþega- þotunnar Concorde á Kennedy- flugvelli við New York. Stjórn flugvallarins hafði áður bannað lendingar flugvélarinnar þar. Úrskurður héraðsdómarans er í samræmi við fyrri ákvörðun William Coleman, samgöngumála- ráðherra Bandarikjanna i forseta- tið Geralðs Fords. Veitti hann á sínum tíma lendingarleyfi fyrir Concorde í 16 mánaða reynslu- tíma. Samkvæmt úrskurði dómsins getur flug með Concorde til Kénnedy hafizt þegar í stað. Tals- menn British Airways og Air France segja að það muni þó taka að minnsta kosti eina viku áður en undirbúningi að áætlunarflugi vélarinnar er lokið. Yfirmenn beggja flugfélaga hafa lýst ánægju sinni með úrskurðinn, en þau hafa lengi barizt fyrir því að fá að lenda Coneorde í New York. Nú er hins vegar búizt við and- stöðu ibúa Queens, þar sem flug- völlurinn er, og Hugh Careys, fylkisstjóra, sem lengi hefur bar- izt gegn lendingum Concorde í New York. Pólland: Aukið verksvið mann- réttindanefndarinnar Varsjá, 11. mai. Reuter. NEFND sú, sem pólskir .verkamenn stofnuðu til varnar þeim, sem urðu fyr- ir barðinu á yfirvöldum í landinu eftir uppþot vegna verðhækkunarstefnu stjórnarinnar í sumar sem leið, skýrði frá því í dag, að starfssvið hennar hefði verið aukið, og mundi nefndin framvegis berjast gegn hvers konar mann- réttindabrotum í Póllandi. Hingað til hefur starf- semi nefndarinnar ein- skorðazt við að aðstoða verkamenn, sem handtekn- ir voru í kjölfar uppþot- anna eða reknir úr starfi, og fjölskyldur þeirra. Þá hefur nefndin annazt upp- lýsingamiðlun þar að lút- andi. Frá slökkvistarfinu (Amsterdam. Brunin í Amsterdam: 13 lík fundin - 20 enn saknað Amsterdam — 11. maí — AP EFTIR þvl sem næst veróur komizt eru enn allt að 20 Ifk grafin í brunarústum Polen- gistihússins í Amsterdam. Að minnsta kosti 13 Hk hafa fund- izt sfðan slökkvistarfinu lauk, en um 100 manns voru í fasta svefni f gistihúsinu þegar eld- urinn kom upp árla á mánu- dagsmorgun. 25 manns eru enn i sjúkra- húsi og segir lögreglan að þar af sé líðan þriggja mjög slæm. Yfirvöld hafa enn ekki skýrt frá þjóðerni þeirra, sem fórust í eldsvoðanum, en talið er að þar á meðal séu að minnsta kosti þrir Svíar. Flest líkanna, sem fundizt hafa, eru mjög illa far- in, og telur lögreglan að tekið geti marga daga að bera kennsl á þau. Þá er talið að nokkrir þeirra, sem tókst að forða sér út úr húsinu áður en það varð alelda, hafi haldið heim á leið án þess að gefa sig fram við yfirvöld. Er nú unnið að rann- sókn þess þáttar málsins, þann- ig að mögulegt sé að slá föstu hve margir hafi farizt. Gesta- bækur gistihússins urðu allar eldinum að bráð. Paisley ásakar CIA og bellibragðadeild Israelsk herþyrla ferst með 54 menn Tel Aviv — 11. mai — NTB. 54 menn fórust þegar ísraelsk herþyrla hrapaði i námunda við Jeriko á vesturbakka árinnar Jórdan á þriðjudagskvöld. Þyrlan tók þátt í her- æfingum og var ekki til- kynnt um slysið fyrr en um hádegisbilið á miðvikudag. Þetta er alvarlegasta flugslys ísraelska hersins á friðartímum. Óvíst er um orsakir slyssins, en Gur hershöfðingi útilokaói þann möguleika á fundi með fréttamönnum, að um skemmdarverk væri að ræða. Sagan af Litla og Stóra Belfast 11. maí — Reuter. IIINN herskái leiðtogi mótmæl- enda, Ian Paisley, ásakaði í dag bandarlska leyniþjónustumenn og það sem hann kallar „belli- bragðadeild", Bretlands, um að hafa eyðilagt allsherjarverkfall- ið. Paisley hélt því fram að emb- ættismenn CIA hefðu fallist á að brjóta niður verkfallið í samtiil- um við lögreglustjóra Norður Ir- lands, Ken Newman. Brezkir embættismenn lýstu fullyrðingum Paisleys sem „móð- ursýki" og talsmaður lögreglunn- ar sagði að_ það væri fáránlegt að ætla að lögreglan á Norður ír- landi hefði átt viðræður við CIA. Hinn eldhuga mótmælenda- klerkur hvatti til allsherjarverk- falls 3. maí til stuðnings kröfum um að brezki herinn beiti sér meira að þvi að brjóta irska lýð- veldisherinn á bak aftur, en hvatningum hans var lítið sinnt af verkamönnum Ulster. 1 yfirlýsingu sinni í dag sagði Paisley að Bretar hefðu notað „bellibragðadeild" sina til að myrða strætisvagnabílstjóra, sem neitaði að taka þátt i verkfallinu. Morðið varð til þess að lama al- menningssamgöngur i Belfast, þar sem strætisvagnabilstjórar hafa neitað að vinna þar til félagi þeirra hefur verið grafinn á föstu- dag. Þúsundir manna vöknuðu þvi snemma í Belfast í morgun og gengu til vinnu i trássi við hvatn- ingar öfgasinnaðra mótmælenda um að halda sig frá störfum. Lög- reglan i Belfast se'gir að þrir hafi týnt lífi siðan verkfallinu var lýst yfir og að 38 lögreglumenn og 48 borgarar hafi særst. A hverjum degi hafa lögreglunni borist um 200 kærur vegna mótmælenda, sem hafa reynt að kúga fólk til að leggja niður vinnu. Á NÆSTUNNI kemur út í Bretlandi bók um utan- ríkisþjónustu Breta eftir Geoffrey Moorhouse, og birtist nýlega í Observer úrdráttur úr henni. Þar segir meðal annars frá af- rekum Sir Donalds Mait- lands, sem var sendiherra lands sins hjá Sameinuðu þjóðunum um þær mundir sem íslendingar og Bretar áttu í erjum út af þorski öðru sinni. Fékk Sir Don- ald eitt sinn það verkefni að koma áríðandi skilaboð- um á framfæri við hinn íslenzka starfsbróður sinn. „Sir Donald er afar lágvax- inn maður, en íslenzki sendiherrann var á hinn bóginn risi, um tveir metr- ar á hæð. Maitland storm- aði inn á skrifstofu hans í New York veifandi skeyt- inu frá Lundúnum. ,,Fg hefi fengið þau fyrirmæli,“ tilkynnti hann íslendingn- um, „að gefa til kynna á æðstu stöðum.. .“ um leið og hann tók undir sig stökk og lenti á miðju skrifborði hins felmtri slegna manns. Þetta varð til þess að ylja nokkuð andrúmsloftið", segir í bókarkaflanum. íslenzki sendiherrann, sem á að hafa fengið þessa sérkennilegu heimsókn í aðalstöævum Sameinuðu þjóðanna í New York. er Ingvi S. Ingvarsson. Hann kannast vió að hafa átt samskipti við Sir Donald Maitland á því tímabili sem hér um ræðir, en segir, að sagan sú arna sé að öðru leyti uppspuni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.