Morgunblaðið - 12.05.1977, Side 20

Morgunblaðið - 12.05.1977, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 Brendan í góðum byr SKINNBÁTURINN Brendan fékk góðan byr í fyrrinótt og í gær voru þeir félagar komnir út á Eldeyjarhrygginn. Varðskip flutti þeim póst í gær og ef byr helzt er ekki langt í það, að Brendan verði köminn út fyrir 100 mílur, en þá er ráðgert að varðskip taki um borð Ijósmynd- ara, sem er rrieð þeim féiögum á Brendan nú. Hnífabardagi LÖGREGLAN var í gærkveldi kvödd um borð í norskt skip, sem liggur i Reykjavkurhöfn. Þar hafði mönnum eitthvað sinnazt og kont til hnifabardaga. Lögreglan flutti mann í síysadeild Borgar- spitalans, en þar gat Morgunblað- ið í gærkveldi ekki fengið upplýs- ingar um áverka mannsins eða liðan. Stapavík seldi í Belgíu STAPAVÍK frá Siglufirði seldi 105 lestir af þorski í Ostende í Belgíu á þriðjudaginn. Fékk skip- ið 8.5 milljónir króna fyrir aflann eða 80 krónur fyrir kg. að meðal- tali. Er þetta þokkalegt verð, sér- staklega þegar haft er i huga að markaðurinn er lélegur um þess- ar mundir vegna hita í Evröpu. * — Aburðar- flutningar Framhald af bls. 2 er óvlst hvort tekst að koma öllum áburðinum á Vestfirði auk þess sem óvíst er hvort tekst að flytja allt það sem fara á til Blönduóss og Sauðárkróks i tæka tíð. — Vegna yfirvinnubannsins hefur myndast hér flöskuháls, þvi að öllu eðlilegu sekkjum við um 400 tonn á dag en nú eru aðeins 160 til 180 tonn sekkjuö á dag, sagði Grétar. Aflleiðingar þessa sagði Grétar að væru einkum þær að ekki væri hægt að koma upp nægilegum birgðum i verk- smiðjunni af sekkjuðum áburði og því hefði orðið að bjóða þeim bændum á Suðurlandi og i nágrenni verksmiðjunnar, sem ættu eftir að fá áburð, að taka hann í lausu í takmörkuðum mæli. Þannig ætti eftir að flytja töluvert magn af áburði í Ölfusið. Sem áður sagði var í gær verið að lesta Tungufoss og eftir helgi á hann að taka áburð á Patreks- fjörð og Hólmavík. Það sem þá verður eftir að flytja á Vestfirði er gert ráð fyrir að flóabáturinn Baldur flytji en i þá flutninga kemst hann ekki fyrr en um 20. þessa mánaðar. Grétar sagði þeir vonuðust til að ekki kæmi til vandræða hjá bændum af þessum sökum en siðasti farmurinn á Vestfirði ætti ef allar áætlanir stæðust að fara þangað í fyrstu vikunni f júní. Erfiðara væri hins vegar að segja um hvenær tækist að flytja áburðinn, sem fara ætti á Blönduós og Sauðárkrók, því það réðist mjög af því hvernig sekkjunin gengi og ekki væri full- ráðið hvaða skip fengist til þeirra flutninga. — Menn eru mjög hræddir við verkföll og ég man ekki eftir því að menn hafi verið jafn hræddir, sagði Grétar að lok- um. — Vor í verum Framhald af bls. 2 ar væru til flutningar æviminn- ingar, að þá hefðu þær að geyma sjónarmið þess, sem þær ritaði, og þegar um væri að ræða menn, sem tekið hefðu þátt í pólitísku starfi hlyti að koma þar fram skoðanir, er leitt gætu til ágreinings. — Þessu verða hlustendur að gera sér grein fyrir og innan út- varpsins gilda þau tvö sjónar- mið að virða tjáningarfrelsið og gefa öllum aðilum kost á að koma skoðunum sínum á fram- færi. Telji einhverjir að með þessari sögu sé á þá hallað, stendur útvarpið þeim opið til að koma á framfæri athuga- semdum, sagði Þórarinn. Friðrik Sophusson sagði í samtali við blaðið að í við- ræðum sínum og Ólafs við Baldur hefði Baldur lagt fram bréf, sem í voru hugmyndir um dagskráratriði í tilefni afmælis ASÍ. Þar hefði verið að finna óskir um að þingi ASÍ yrði gerð góð skil, kvölddagskrá yrði helguð ASÍ eitt kvöld og hefði hvort tveggja verið samþykkt. Einnig var borin fram ósk um hádegiserindi á sunnudögum og var óskað eftir tillögum ASl um menn til að flytja þau. Þá var þess óskað að sagan „Vor i verum“ yrði lesin og var á fundi Útvarpsráðs 26. október samþykkt að vísa þeirri beiðni um að sagan yrði lesin sem framhaldssaga í vetur til Hjartar Pálssonar dagskrár- stjóra. Hjörtur hefði síðar á fundi Útvarpsráðs lagt til að sagan „Vor í verum“ yrði tekin til lesturs sem kvöldsaga og mælti hann með henni enda ASÍ sérstaklega óskað eftir því að þessi saga yrði lesin í tilefni afmælis þess. 1 leiðara sínum segir segir Benedikt Gröndal að Jón Rafns- son hafi „á sínum tíma verið einn mesti baráttumaður is- lenskra kommúnista". Og Benedikt segir síðar: „Minn- ingabók hans er opinská og hann segir hiklaust skoðanir sínar á flokknum og mönnum og sparar ekki orðbragð frekar en gert var í hita baráttunnar. Bók hans er því fjarri því að vera hlutlaus, heldur hlutdræg frásögn af flokkum, félögum og einstökum mönnum." Vitnar Benedikt þessu næst til laga- ákvæðis, sem segir að Ríkisút- varpið skuli gæta fyllstu óhlut- drægni gagnvart öllum flokk- um og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum. Spyr hann hvort forráðamenn Útvarps- ráðs hafi gert sér grein fyrir innihaldi bókar Jóns. Þar sé m.a. ráðist að Stefáni Jóhanni Stefánssynr, fyrrum forsætis- ráðherra og formanni Alþýðu- flokksins og Alþýðusambands íslands. Lesnar séu yfir þjóð- inni árásir úr bók Jóns Rafns- sonar, þar sem hann dregur upp mynd af Stefání sem svik- ara viö flokk sinn og málstað. Segir Benedikt að með öllu sé óviðunandi að slíkt skuli flutt í útvarpi með samþykkt útvarps- ráðs. Björn Jónsson, forseti ASÍ, var í gær spurður, hvort það hefðí verið tillaga stjórnar ASÍ að sagan „Vor í verum“ yrði lesin í útvarpinu í tilefni af- mælis ASÍ. Sagði Björn að mið- stjórn ASÍ hefði tilnefnt Baldur Óskarsson til viðræðna við Útvarpsráð og hann vildi ekkert fullyrða um það, hvort stjórn ASÍ hefði fengið vitn- eskju um að Baldur hefði lagt fram tillögu um lestur sögu Jóns. Til að ganga úr skugga um það þyrfti hann að kanna bréf og fundargerðabækur. Um það hvort hann væri sammála Benedikt Gröndal formanni AI- þýðuflokksins, að hér væri um að ræða brot á hlutleysi út- varpsins sagði Björn að 10 til 15 ár væri frá því að hann hefði lesið söguna og hann hefði ekki heldur hlýtt á lestur hennar nú. Hann þyrfti því að fá aðstöðu til að kynna sér efni bókarinnar áður en hann segði til um hvort hlutleysisreglur útvarpsins væru brotnar með lestri hennar. — Stefna að sömu skiptum Framhald af bls. 32 mætið 6.317 krónur. Til þess að hlutfallsleg hækkun sé hjá báðum aðilum, þarf skiptaprósentan að vera 31% eins og 1970. Yrði þá hlutfallið 34,7% hækkun á hlut- fall ársins 1970 hjá báðum aðil- um. Þá reikna fulltrúar sjómanna út hásetahlut á meðalloðnubát, 200 til 300 tonn að stærð miðað við meðalúthald, sem er 69 dagar. Þeir fá út mánaðarlaun sem eru 392.491 króna, sem gerir með or- lofi 425.186 krónur. Ef þetta dæmi er síðan sett upp miðað við tímabilið 1.1 til 15.5., sem er tryggingartimabilið, er útkoman sú að með orlofi eru mánaðar- launin 220.151 króna. Þá setja þeir einnig upp dæmið þegar tek- ið er tillit til fyrri áfangahækkun- ar í kröfum sjómanna og er skiptaprósentan þá 32,6% í stað 29,1 % þá verða mánaðarlaun með orlofi 247.805 krónur miðað við tryggingartímabilið, en í síðari áfanga, sem er 36% skiptapró- senta eru mánaðarlaunin orðin 273.332 krónur. Hækkun miðað við fyrsta áfanga og vetrarvertíð er þvi 12,56%, en fyrsta og annars áfanga 24,16%. Þá birtu sjómennirnir árslaun sjómanna á minni skuttogurun- um, en þar er meðalhlutur undir- manns 2.632.476 krónur. Frá þessu segja þeir að draga megi frá 86,37 frídaga frá dögum ársins og er hlutfall þeirra 23,65%. Meðal- úthaldsdagar eru 327 og því eru fridagar af þeim 77,34. Ef laun þessara daga eru dregin frá eru árslaun sjómannsins rétt liðlega 2 tnilljónir króna. Þessu til saman- burðar reikna sjómennirnir með aðstoð kjararannsóknanefndar eða upplýsiiigum þaðan um með- alkaup verkamanna i Reykjavík 1976. Kemur þar fram að miðað við 12 tima vinnu í sólarhring hefur verkamaðurinn 1.803.227 krónur á ári, miðað við 14 tíma i sólarhring hefur hann 2.559.366 krónur, sem er rétt tæplega það, sem sjómaðurinn hefur áður en fridagar hafa verið dregnir frá, en sé gert ráð fyrir 16 stunda vinnu verkamanns í sólarhring eru tekjur hans 3.314.289 krónur á ári. I sambandi við þessa út- reikninga á tekjum háseta á minni skuttogurunum, sem sam- tals eru 41 má geta þess að laun skipstjóra eru tvöföld laun há- seta. Sams konar útreikningar eu gerðir á launum sjómanna á stærri skuttogurum. Þar eru sam- kvæmt útreikningum sjómanna meðalárslaun undirmanna, fasta- kaup 792.000 krónur að viðbætt- um aflaverðlaunum, 1.871.922 krónur. Meðalvinnustundafjöldi er 3.762 og er því meðaltímakaup undirmanna samkvæmt þvi 497 krónur. Á stóru togurunum, sem eru 16 talsins, er hækkun sam- kvæmt fyrsta áfanga 11.4% sam- kvæmt kröfunum, en samkvæmt fyrsta og öðrum áfanga er hún 16.2%. Fastalaun skipstjóra eru nokkuð lægri en háseta, en afla- verðlaun hans hins vegar mun hærri. Mikil gagnrýni kom fram á blaðamannafundinum á þær upp- lýsingar sem útvegsmenn gáfu á blaðamannafundi deginum áður. Sjómennirnir segja að útvegs- mennirnir hafi reiknað út frá einni ákveðinni vertíð, þ.e. þeirri sem nýliðin er. Hún hafi um allt verjð óyeojuleg, fiskverð haft yer- ið hátt, afli mikill og tíð svo góð að elztu menn muni ekki annað eins. Sem dæmi var nefnt að loðnuverð sé nú 6.52 krónur en 1976 hafi það verið rúmar 3 krónur. Um Stofnfjársjóð, sem sjómenn gera kröfur um að lagður verði niður, sögðu þeir að ljöst væri að mikill og góður hagur rikti nú í sjávarútvegi íslendinga. Það sýndi sig á því að margir sæktust nú eftir fiskiskipum til kaups, og fá væru til sölu. Ljóst væri að aðeins 2/3 hlutar af framlögum í Stofnfjársjóð fiskiskipa færi til þess að greiða afborganir og vexti af skipunum. Við sjóðabreyting- una hefði hlutfallið, sem rynni í sjóðinn verið lækkað úr 15 í 10%, en þeir sögðu að vegna hækkaðs fiskverðs væri unnt að lækka þetta enn meir. Krefjast þeir þess að framlagið sé lækkað í áföng- um, fyrst í 7%. Sá hluti, sem ekki rennur til afborgana og vaxta, er látinn renna aftur til útgerðarinn- ar, sem þeir töldu óeðlilegt. Þar við bættist að sum skipin væru þegar afskrifuð að fullu' og öll stofnlán af þeim greidd. Þá sögðu þeir að útvegsmenn hefðu og til þess að komast fram hjá reglun- um, margir hverjir stundað það, að selja sjálfum sér skipin með því að stofna nýtt hlutafélag til þess að geta efnt til afskrifta að nýju. Þeir gagnrýndu þá tölu, sem Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, hafði gefið upp um upphæð, er rynni í stofnfjársjóð og sögðu hana talsvert hærri en 3.2 mill- jarða. Nær lagi væri að hún væri um 4 milljarðar króna. Þá kom fram að sjómenn krefj- ast þess að það tap, sem varð vegna hækkunar framfærsluvísi- tölu milli þess er sáttasemjari úr- skurðaði tryggingaupphæð dánar- bóta og þar til hún var lögfest á Alþingi með verðlagsbótum, verði leiðrétt. Þá krefjast þeir einnig að sjúkrasjóðir greiði bætur í lengri tíma, en nú er aðeins greitt í 30 daga, en þá tekur tryggingafélag viðkomandi við. Að lokum voru fulltrúar sjó- manna spurðir um það, sem Kristján Ragnarsson hafi sagt á blaðamannafundi LfÚ, þar sem hann kvað samstarf fulltrúa sjó- manna og útvegsmanna ávallt hafa verið með eindæmum gott í Verðlagsráði sjávarútvegsins. Óskar Vigfússon svaraði þvi til að það hefði verið svo langt sem það næði, en til þess að það yrði full- komið yrði að hreinsa æði mikið til innan LÍÚ, því að í mörgum tilfellum væri útgerð og fisk- vinnsla svo samtvinnuð að á stundum væri óvíst hvorum meg- in við borðið fulltrúi LÍÚ ætti að vera. Jónas Þorsteinsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands sagði að þær upp- lýsingar, sem fram hefðu komið á fundinum og þá einkanlega olíu- dæmið sýndi það, að ef ið sama borð og þeir gerðu fyrir 1970, er olíusjóðurinn kom i gagnið, nú eftir sjóðabreytinguna með niður- fellingu oliusjóðsins yrði skipta- prósentan eins og áður sagði að vera 31 % og kæmi þá út hlutfalls- lega sama hækkunin miðað við fiskverð hjá báðum aðilum, út- vegsmönnum og sjómönnum. — Sigurður Framhald af bls. 32 kolmunna. Sjávarútvegsráðu- neytið fékk leyfi hjá fær- eyskum yfirvöldum til þess að íslenzku kolmunnaskipin mættu landa í Norglobal innan færeyskrar fiskveiðilögsögu. Að sögn Haralds komst Sig- urður frá Fuglafirði á þriðju- daginn, en þar þurfti að gera við kolmunnatrollið þvl það hafði rifnað mikið. Fékk skipið fljótlega 100 tonn af kolmunna og var aflanum landað í Norglobal sem fyrr segir. Fljótlega gekk að landa nýrri aflanum en mjög seinlega gekk að landa 50 tonnum af kolmunna, sem skipið hafði fengið um helgina og tók alls 8 tíma að landa aflanum i Norglobal. Sagði Haraldur að það væri allt annað líf að landa beint í Norglobal, það gengi svo miklu betur að landa kol- munnanum ný.vejddum. Hann sagði að mikið væri af kolmunna á miðunum þó að hann væri nokkuð dreifður. Börkur NK hafði fengið 350 tonn og farið með þau til Nes- kaupstaðar, en Guðmundur RE hafði engan afla fengið vegna bilunar á höfuðlínumæli, og varð hann af þeim sökum að leita inn til Þórshafnar til að fá gert við bilunina. — Sambandið mun ekki Framhald af bls. 2 í þá átt sem kjaramálaályktun þeirra stefndi. Áhrif þessarar við- leitni kváðu þeir mundu aðallega koma fram í afstöðu Vinnumála- sambandsins. I fréttatilkynningu SÍS segir einnig m.a.: Á fundinum skiptust aðilar á skoðunum um kjaramálin og skýrðu sjónarmið sin ýtarlega. Af hálfu Sambandsins var sérstak- lega lögð áherzla á það aðalatriði stefnuyfirlýsingar þess frá 4. mai, að nota bæri það svigrúm, sem fyrir hendi er í þjóðfélaginu til kauphækkana án verðbólgu- áhrifa, til þess að bæta kjör hinna lægst launuðu. Hins vegar væri það Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna, sem færi með samningamálin fyrir samvinnu- hreyfinguna. Af hálfu fulltrúa Sambandsins var því lýst yfir, að Sambands- stjórn muni beita áhrifum sínum, þar sem þvi verður við komið, til þess að greiða fyrir nýjum samn- ingum í samræmi við þá stefnu, sem mótuð er í ofangreindri ályktun. Enn fremur var lögð áherzla á þá skoðun, að kjaradeil- an sé ekki leysanleg, nema rikis- valdið komi til varðandi ýmis mjög mikilvæg atriði, sem að því snúa í kjaramálunum. — Hvetja Sovét Framhald af bls. 1. Mannréttindamál og framhalds- fundur öryggisráðstefnu Evrópu í Belgrad í sumar var eitt að mikil- vægari málum leiðtogafundarins og varð einnig aðalatriði utanrík- isráðherrafundarins á miðviku- dag. í yfirlýsingunni segir að þó að mikill árangur hafi náðst þá sé enn langt í land með að Helsing- forsyfirlýsingunni sé framfylgt. Knut Frydenlund, utanríkisráð- herra Noregs, sagði á blaða- mannafundi eftir fundinn á mið- vikudag að Atlantshafsbandalags- þjóðirnar hefðu orðið sammála um að fjalla um Helsingforsyfir- lýsinguna í heild á Belgradfund- inum. Sagði hann að það væri mikilvægt að ekki yrði lögð of rík áherzla á mannréttindamálin ein, þar sem það gæti stefnt sambúð- inni við Austur-Evrópu í voða. Einar Agústsson Framhald af bls. 1. þrettándi NATO-fundur, sem ég sit, og ég man til dæmis ekki til þess að áður hafi gengið jafn greiðlega að ganga frá lokayfir- lýsingu, sem jafnan er birt að loknum slikum fundi. Mikið var rætt um fyrirhugaða Belgrad- ráðstefnu um efndir á Helsinki- sáttmálanum. Það ríkti algjör eining um að þetta eigi ekki að verða neinn dómsdagur, heldur áfangi á leiðinni til meiri mann- réttinda og aukins ferðafrelsis. Enn hefur engu verið slegið föstu um skipulag fundarins, en útlit er fyrir, að í fyrstu taki sendiherrar sáttmálaríkjanna þátt í honum, en siðar aðstoðar- ráðherrar. Hvað okkur viðkem- ur þá yrði þar um aó ræða Hen- rik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóra“, sagði Einar Ágústsson. Utanríkisráðherra sagði, að ekki hefði verið minnzt á hugs- anlega aðild Spánar að Atlants- hafsbandalaginu á fundinum. Þá gat hann þess að lokum, að Grikkir og Tyrkir hefðu verið prúðir á fundinum. Þeir hefðu rætt ágreiningsefni sín bak við tjöldin, og hefðu fulltrúar beggja látið i ljós vonir urn að þau mætti leysa við samninga- borðið. + Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGURLAUG GUÐMUNDSOÓTTIR Vorsabæ 7, andaðístað morgni 10 mal I Grensásdeíld Borgarspltalans Stefán Aðalbjörnsson Hetga Einarsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.