Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1977, Blaðsíða 24
24: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1977 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar tiíkynningar Bessastaðahreppur — Lóðahreinsun Heilbrigðisnefnd Bessastaðahrepps minn- ir hreppsbúa á að hreinsa til á lóðum sínum og lendum sbr. 40 gr. gildandi heilbrigðisreglugerðar. Er þess fastlega vænst að þessu verkefni verði lokið fyrir 1. júní n.k. Til þess tíma mun skrifstofa oddvita veita upplýsingar og aðstoð til að auðvelda íbúum hreinsunina. Minnt skal á það sérstaklega að bannað er að kasta á fjörur á Álftanesi hverskonar rusli eða öðru er til fellur við hreinsunina. Heilbrigðisnefnd Bessastaðahrepps. Frá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar Skrifstofa samlagsins er flutt að Strand- götu 33 í hús Samvinnubankans, bakdyr. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar. Réttindi til hópferðaaksturs Þann 1. júní 1 977 falla úr gildi réttindi til hópferðaaksturs útgefin á árinu 1 976. Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir árið 1977 —1978 skulu sendar Umferðar- máladeild pósts og síma, Umferðarmið- stöðinni, Reykjavík fyrir 20. maí n.k. í umsókn skal tilgreina árgerð, tegund og sætafjölda þeirra bifreiða, sem sótt er um hópferðaréttindi fyrir. Reykjavík, 10. maí 1977, Umferðarmáladeild pósts og síma Hestaeigendur athugið Við starfrækjum tamningastöð í sumar i Fossnesi, Gnúpverjahreppi. Byrjað verður um miðjan júní. Upplýsingar í gegnum símstöðina á Ásum. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir apríl- mánuð er 15. maí. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 10. maí 1977. Afmœliskveðja: Guðbjarni Sigmundsson r frá Ivarshúsum áttrœður i. Guðbjarni Sigmundsson verka- maður frá ívarshúsum á Akranesi varð áttræður hinn 2. apríl s.l. Hann er fæddur að Arnþórsholti í Lundarreykjardal 2 apríl 1897. Foreldrar hans voru hjónin Vig- dís Jónsdóttir og Sigmundur Guðbjarnason, en þau hófu búskap á Akranesi árið 1884. Arin 1897—’99 bjuggu þau að Arnþórs- holti í Lundarreykjadal, en vegna veikinda Vigdísar varð Sig- mundur að bregða búi og fluttist aftur á Akranes og þá að Ivars- húsum, þar sem hann bjó upp frá því. Þar var landrými gott til sjávar. Guðbjarni og Óskar heit- inn Halldórsson útgerðarm. voru bræðrasynir. Tvær systur átti Guðbjarni; Sigríði konu Eyleifs ísakssonar skipstjóra á Akranesi, og Jónínu, sem lézt 14 ára gömul. Fóstursystir hans er Jónína Guðvarðardóttir, kona Þórðar Hjálmarssonar framkvæmda- stjóra, Akranesi. Guðbjarni naut venjulegrar barnafræðslu þeirra tíma og var einn vetur i unglingaskóla á Akranesi. Hafði hann af þvi mikil not. Hann fer að róa 15 ára gamall og þar með er lífsbraut hans mörkuð. Næstu árin er hann á bátum frá Akranesi eða Sand- gerði á vertíðinni, en við heyskap i sveit á sumrin. Hann var síldar- matsmaður á Siglufirði í 12 sumur og oft á vorin við verkun grálúðu á Ólafsfirði og Dalvík. Þá starfaði hann i mörg ár hjá S.F.A. á Akranesi og síðustu 16 árin eða til síðustu áramóta, vann Guðbjarni hjá Sementsverk- smiðju ríkisins. Hann var hjá mörgum þekktum og aflasælum formönnum á Akranesi og eftir- sóttur sjómaður. II. Guðbjarni kvæntist þann 24. júní 1922 Guðnýju Magnúsdóttur bónda á Iðunnarstöðum í Lundar- reykjardal Gunnlaugssonar, mikilli dugnaðarog myndar konu. Voru þær 7 systurnar frá Iðunn- arstöóum um tima búsettar á Akranesi og einn bróðir. Var þetta sérlega mannvænlegur syst- kinahópur, sem nú er farið að skarða í. Þau hjón eignuðust 11 börn. Dóu 2 í bernsku en 9 eru á lífi og hafa öll stofnað heimili. Þau eru þessi talin í aldursröð: Sveinn vkm á Akranesi, kvæntur Gyðu Pálsdóttur frá Siglufirði, Fjóla húsmóðir á Akranesi, gift Jóhannesi Guðjónssyni skip- stjóra, Vigdís húsmóðir á Akranesi gift Jóhanni Bogasyni rafvirkjameistara, Lilja húsmóðir í RéýJóí*yíkvgi/t Jhni HaUgrims-. syni verkstjóra, Erna húsmóðir í Reykjavík, gift Magnúsi Ölafssyni bifreiðastjóra, dr. Sigmundur prófessor, kvæntur Margréti Þor- valdsdóttur frá Akranesi, Svein- björn bankamaður í Reykjavík, kvæntur Sigriði Magnúsdóttur frá Hafnarfirði, Sturla bóndi í Fossatúni i Borgarfirði, kvæntur Sjöfn Pálsdóttur af Snæfellsnesi og Hannesína húsmóðir í Reykja- vik, gift Steinþóri Viggóssyni trésmiðameistara. Auk 9 barna, eiga þau hjónin á lífi 25 barnabörn og 11 barna- barnabörn eða alls 45 af- komendur. III Guðbjarni í Ivarshúsum var einn af fyrstu mönnum, sem ég kynntist á Akranesi sumarið 1954, utan þeirra, sem þá voru I farar- broddi í bæjarmálunum. Ástæðan fyrir því var sú, að bæjarstjórnin hafði 5 árum áður boðið ríkinu ókeypis land undir sementsverk- smiðju, yrði hún staðsett á Akra- nesi. Guðbjarni átti verulegan hluta þessa lands, en hvorki var búið að greiða honum landið né komast að niðurstöðu um verð á því, enda þótt bygging verk- smiðjunnar væri þá að hef jast. Guðbjarni vakti strax athygli mína, sem stálgreindur og harðsnúinn málafylgjumaður, sem hélt fast og einarðlega á málstaó sínum. Áítum við marga samningafundi um land það, sem óskað var eftir að hann léti bænum í té vegna verksmiðjunn- ar. Ég reyndi eftir beztu getu að halda á málstað bæjarins, en þar var ekki við neitt lamb að leika. Ég sagði þá oft við Guðbjarna — bæði í gamni og alvöru — að hann hefði átt að verða lögfræðingur, því mér fannst rökfimi hans og málafylgja öll minna á þraut- reyndan og harðsnúinn mála- færslumann. Eftir nokkra mánaða samningsþóf var gengið frá verði og greiðsluskilmálum á umræddu landi undir sements- verksmiðjuna. Lauk því öllu með eðlilegum hætti og sennilega báðir óánægðir. En frá þessum fyrstu samskipt- um okkar verður mér það lengst minnisstæðast, aó hann lét mig persónulega á engan hátt gjalda þess, þótt ég reyndi af fremsta megni að gæta hagsmuna bæjar- ins gegn honum. Þetta þótti mér bera vott um viðsýni hans og drengskap, sem of sjaldgæft er í slikum tilvikum. Upp frá þessu efaðist ég aldrei um andlegan efnivið Guðbjarna í ívarshúsum. Líkamlegur dugnaður. hans og at» orka var hins vegar flestum aug- ljós. IV. Guðbjarni Sigmundsson lítur nú af 80 ára sjónarhól og hefur margs að minnast. Engir hafa lif- að slíka breytingatíma, sem hann og jafnaldrar hans. Hann man þá tíð, þegar flestir bjuggu I torf- bæjum. Þá var fátæktin og alls- leysið fyrir hvers manns dyrum og atvinnuleysið árvíst. Sjórinn var sóttur á opnum árabátum og farþegaskip tæpast til. Lífið var þrældómur og basl. Og eftir að framfarasókn þjóðarinnar var hafin, kom kreppan mikla eftir 1930 og setti strik í reikninginn. Það var þvi mikið afrek á slíkum tímum að koma 9 börnum vel til manns — sem hvert um sig skipar með sóma stöðu sína í hinum fjölbreyttustu störfum þjóð- félagsins. Eftir stranga vinnu í 65 ár er Guðbjarni enn beinn í baki, léttur í hreyfingum, glaður i lund og gamansamur. Og þótt Guðbjarni hafi ekki alltaf setið á friðarstóli, andar frá honum áttræðum góð- vild og þakklæti til samferða- mannanna. Hann sér lífið I hinni fegurstu mynd frá skyni aftan- roðans, sem bregður hugljúfum ævintýrablæ á langa og viðburða- ríka ævi. Þannig fer þeim, sem afrekar miklu dagsverki, þarf að takast á við mörg vandamál og á mörgum sigrum að fagna. I þvi er hin mikla iifshamingja fólgin. Viðhorf hans birtast m.a. í þessari vísu sem hann kastaði fram nokkru fyrir afmæli sitt, en Guðbjarni er ágætur hagyrðingur þótt hann fliki því lítt: „Sé ég enn að sólin skín, á sjó og upp til hlíða, áttatíu árin mín, eru senn að líða.“ V. Guðbjarni er greindur vel og stálminnugur. Hann hefði getað numiö hvaða fræði, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann bjó yfir fjölbreyttum hæfileikum, sem auðvelt hefði verið að þroska og mennta til margbreytilegra starfa. Það var ekki gert. Hann ólst upp á þeim tima, þegar menntunin var sérréttindi þeirra efnuðu. Því var hlutskipti hans að vera verkamaður að lífsstarfi. Einnig þar er hægt að lifa hamingjusömu lífi og láta margt gott af störfum sínum leiða. Hann var stofnandi Verkalýðsfélags Akraness í okt. 1924 og átti sæti í stjórn félagsins og oft i samninganefndum. Þá átti hann um tíma sæti í stjórn Kaupfélags Suður-Borgfirðinga. Ágætur bókamaður er Guðbjarni og fylgist vel með mönnum og málefnum. Hann kann góð skil á fornum atvinnu- háttum og samtimasögu sinni. Sumarið 1967 —nokkru eftir að hann varð 70 ára — fór hann mikla ferð til Detroit i Banda- ríkjunum og þaðan á heims- sýninguna í Montreal í Kanada. Ferð þessi varð Guðbjarna til mikillar ánægju. Dr. Sigmundur — sonur hans — var þá prófessor við háskóla í Detroit og réði það að sjálfsögðu mestu um ferð hans. Börn og tengdabörn Guðbjarna afhentu honum farseðilinn i af- mælisgjöf, þegar hann varð sjötugur. í blaðinu Magna á Akra- nesi í desember 1967 birtist viðtal við hann um ferð þessa, sem heit- ir: Frá ívarshúsum til Montreal. Það lýsir vel ágætum frásagnar- hæfileikum og glöggri eftirtekt. VI Tveir eru þeir atburðir frá æskuárunum, sem standa Guðbjarna ljóslifandi fyrir hugar- sjójium. Annar er vigður þjónustunni við hið gróandi líf, hinn er í ætt við eyðingaröflin og Fyrir fáum vikum var haldin náttúruverndarsýning á vegum Sambands íslenskra náttúru- verndarfélaga (SÍN) I Norræna húsinu. Sýningin vakti óskipta at- hygli fjölmargra á brýnum verk- efnum. Sjö aðilar áttu aðild að þessari sýningu þeirra á meðal Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands (NVSV). Starfuemi þess hefir ekki farið hátt frá þvi það var stofnað árið 1971, þó að það hafi unnið að ýmsum málum. í ráði er að blása verulegu lífi í félagið enda hefur það veiga- miklu hlutverki að gegna. Hvar- vetna blasa við óþrjótandi verk- efni á sviði náttúruverndarmála, ekki síst þar sem er ör uppbygg- ing og oft er ráðist í.framkvæmdir ber einkenni hinnar skammsýnu rányrkju. Hann er 13 ára við messu á Hvanneyri sumarið 1910. Eftir messu sýndi Halldór skóla- stjóri kirkjugestum slátt með vél sem hestar gengu fyrir og sló á við 10 menn. Guðbjarna þótti glæsilegt að sjá vélina fletta grasinu af sléttu túninu á Hvanneyri. Þetta var mikill vor- boði í þjóðfélaginu. Gallinn var bara sá, að slett tún voru þá tæpast til. Það átti eftir að breyt- ast. Andstaðan við þetta var rán- yrkja breskra togara um svipað leyti hér úti í flóanum, með formenn af Akranesi um borð, sem leiðbeindu þeim bresku um beztu fiskimiðin, gegn því að bátar héðan mættu fara út að togurunum og hirða hjá þeim allan smáfiskinn — ruslið — sem þeir ensku kærðu sig ekki um. Þetta fannst Guðbjarna ömur- legur undirlægjuháttur. VII Á 80 ára afmælinu gerðu börn Guðbjarna og tengdabörn góðan fagnað í Oddfellowhúsinu á Akra- nesi. Þar komu flestir af- komendur hans og margir vinir og samferðamenn. Hann var hinn glaði ljúflingur, sem örðugt var að trúa að ætti 80 ár að baki. Svo mörg einkenni æskunnar ber hann enn. Hann hefur notið hinnar góðu handleiðslu guðanna og á því vonandi bjart og fagurt ævikvöld framundan. Að lokum þakka ég Guðbjarna ágæt kynni og drengileg sam- skipti í nær aldarfjórðung. Ég árna honum allra heilla á merkum timamótum ævinnar. Undir þetta veit ég að margir samferðarmenn hans taka. Dan. Ágústínusson án þess að huga að náttúru- spjöllum og röskun lífríkis, sem fylgja í kjölfarið. Fólk gerir sér nú miklu betri grein fyrir gildi náttúruverndar en áður og ekki er vanþörf á sterku og fjölmennu félagi til þess að benda á það sem miður fer og standa vörð um hreint loft, hreint vatn og heilbrigt umhverfi. Á liðinni náttúruverndar- sýningu kom áhugi fólks mjög vel í ljós. Framhaldsaðalfundur Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 12. maí kl. 20.30. öllum áhugamönnum er boðið á fundinn og að gerast félagar. (Fcéltatilkynning) Náttúruverndarfélag Suðurlands: Aðalfundur í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.