Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 12.05.1977, Qupperneq 25
-MOftgPNBLAPIP; FimrrUDAGUK irMAÍ 1977- tmi Um s;i au^AuuTMMia-aiaA-iakiuaauM unnar er menning- unni það sem arður Vagn Holmboe: bðndans er moldinni HÉR BIRTIST síðari hluti þýðingar Helgu Jóhanns- dóttur og Jóns Samsonar- sonar á kafla úr bók Vagn Holboe: Mellemspil. Tre musikalske aspekter. Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Bókar- kafli þessi er saminn laust eftir 1960. Hér skal þó ekki rætt um nú- tímatónlist í heild, því að óvíst er, hvert mat framtfðarinnar verður, og hún ein getur skorið úr því, hvað í raun réttri er framlag nú- tímans. Hér skal einungis fjallað um tvær öfgastefnur, aðferð fyrirframákvörðunar og aðferð tilviljunarinnar, og er sagt um báðar að þær leysi vandann nú og um ókomin ár. Stærðfræði eða teningakast Mönnum fannst eftir heims- styrjöldina fyrri að staðan í tón- listinni einkenndist af róttækum úrslitabreytingum, en nú — fjór- um áratugum síðar — greinum við lögmálsbundna þróun og merkingu i margvíslegri viðleitni til að koma reglu á óreiðuna. Af mörgum og misgóðum tilraunum til að ná fram nýju jafnvægi skal hér aðeins rædd sú afdrifarik- asta: tólftóna röðunartækni (dodekafon serialisme). Eftir langvarandi upplausnar- ástand var dúr og moll veldið hrunið, og með því féllu hin ríkj- andi grunnhljóma-forhljóma sam- bönd. Þess I stað hrifsaði sérhver hinna tólf tóna krómatíska tón- stigans til sin sjálfstætt vald. Glundroði blasti við, en jafnframt ný skipan. Meðal björgunarmanna var Arnold Schönberg, sem endur- hæfði uppreisnarmennina tólf, gerði þá að friðsömum borgurum i samfélagi jafnrétthárra einstak- dinga og afmarkaði valdsvið þeirra vandlega. Þetta nýja sam- félag varð tólftónatónlistin, kerfi sem síðan nær mikilli fullkomnun og hnitmiðun og verður, þegar lengst er gengið, að algjörri röð- unartækni, þar sem alls ekkert ræðst af hendingu. Tónskáldið, sem fylgir þessari tónlistarstefnu, verður áður en hann tekur til að semja að ákvarða t.d. tólf mismunandi tón- hæðir, tólf tónlengdir, styrkleika og blæbrigði, þannig að hver ein- stakur tónn hafi aldrei sömu lengd, styrkleika og hljöðfærablæ né lendi á sama takthluta í ein- stökum hlutum eða þáttum verks- ins. Ákvarðanir lúta lögum stærð- fræðinnar, og þar sem stærð- fræðilegir möguleikar á fjöl- breytni eru mjög miklir, er ger- legt og óhjákvæmilegt að forðast endurtekningu. Svo dæmi sé tek- ið má tónninn A (tónhæð) sem heilnóta (tónlengd) leikinn forte (tónstyrkur) á víbrafón (hljóm- blær) ekki koma fyrir aftur í sama kafla eða þætti. Með tólf tónlengdum og mismunandi takt- hlutum nær tónskáldið fram breytileika í timalengdinni, sem byggður er á stærðfræði, og skipti hann auk þess hverjum kafla í t.a.m. tólf einingar með tólf mis- munandi hraðatáknum (tempo) verður varla lengra komist f fyrir- framákvörðun. Nokkru siðar komu fram öfgar á hinn bóginn, tónsmíðar þar sem hending ein var látin ráða. Þær fengu nokkurn hljómgrunn, þar sem þær voru kærkomið og öflugt viðbragð gegn hinni algjöru fyrir- framákvörðun. Um 1960 beita framúrstefnumenn báðum þess- um aðferðum, og það er ekki jafn undarlegt og virst gæti við fyrstu sýn. Ekki þarf að búast við sér- stöku kerfi í tónlist, sem ræðst af hendingu; en vissulega er eins konar kenning þar að baki eða öllu heldur tilraunastarfsemi, auk þess sem ljós eru tengslin við skyldar hugmyndir í öðrum list- greinum og heimspeki. Hún er i góðu samræmi við hugmyndir zen-buddhismans að hlutir komi af sjálfu sér, og stundum er gripið til hinnar kínversku bókar breyt- inganna „í Ging“, og með tilvilj- ana og líkindaaðferðum velur tón- skáldið tóna og annað í verki sínu. Jafnframt getur tónskáldið látið flytjendum eftir að gera eins og þeim dettur í hug á hinn margvís- legasta hátt, samkvæmt tónsmíð sem einna helst minnir á leiðbein- ingar til leikstjóra. Þá kemur fyr- ir að þessi aðferð að láta allt koma af sjálfu sér víkur fyrir hófsamari aðferðum, t.d. þegar tónlist er skrifuð á laus nótnablöð. Innihald blaðanna getur verið tilviljun háð, og röð þeirra getur ráðist af hlutkesti eða verið að vild flytjenda og stjórnanda, sem gert er ráð fyrir að velji það sem fyrst kemur i hug. Auðvelt er að sjá muninn á að- ferðum þeirra sem reikna fyrir- fram út sem allra flesta mögu- leika, og hinna sem vilja losa tón- listina undan öllum útreikning- um. Samt sem áður kemur sama afstaðan furðulega skýrt fram í báðum þessum öfgum. í tólftóna röðunartækni — einkum þegar hún er fyllilega sjálfri sér samkvæm — ræðst tón- listin af talnaútreikningum, þeg- ar aðferðin hefur verið ákveðin og tölurnar settar á mismunandi gildi tónsins. Með slikum vinnu- brögðum næst fram stærðfræði- Vagn Holmboe leg rökvísi og ganga má að hverju atriði visu í tónsmíðinni, en um leið er samhengi og rökvísi sem reist er átónlistinni sjálfri útilok- að, því að í reynd er ógerlegt að sjá fyrir tónasambönd, sem eru ákveðin af talnasamböndum, og þeim verður heldur ekki breytt síðar. Tónskáldið ræður þvi ekki, hvernig tónarnir hljóma saman i framvindu verksins, hann hefur selt listrænan frumburðarrétt sinn og verður óvirkur áhorfandi; þvi að hann á þess ekki lengur kost að vinna úr efniviðnum, get- ur ekki lengur valið og hafnað, ekki notað hugdettur án þess að raska stærðfræðilegri skipan kerfisins. Tónskáldið hefur rekið mann- inn á dyr, hefur varpað frá sér möguleikanum á að meta og móta og getur ekki komið i veg fyrir að verk hans — séð frá sjónarhorni tónlistarinnar — verði röð af til- viljunarkenndum tónum, hljóm- um og hrynjandi. í stað þess að draga tölur af tónum hefur tón- skáldið gefið tónana tölum á vald og gert með því skuggann að hús- bónda. Hjólið hefur snúist heilan hring og öfgarnar mætast. Frá músí- kölsku sjónarmiði verður niður- staðan sú sama, hvort sem tón- skáldið velur stærðfræði eða ten- ingskast, hvort sem hann setur traust sitt á það, að tölurnar og sambönd þeirra búi yfir æðri rök- vísi en maðurinn í ófullkomleika sínum, eða hann hefur varðveitt trúna á það, að blind hendingin sé glöggskyggnust. Báðar leggja þessar öfgastefnur rækt við hið tilviljunarkennda, enda þótt það sé á gagnstæðum forsendum, þar sem önnur keppir að kerfisbund- inní tilviljun, hin beitir tilviljun- arkenndri kerfisskipan. Einu má gilda hvora öfgastefnuna tón- skáldið aðhyllist, hann skorast undan listrænni ábyrgð með því að varpa henni annað hvort á töl- una eða teninginn. Hann sviftir sjálfan sig forræði sem maður og listamaður, og verk hans verður aldrei heild, endurspeglar ekki þá heimsmynd tónlistarinnar, sem ævinlega felst í hinu sanna tón- verki. Tilviljun + tilviljun gefur enga merkingu Það er kunnara en frá þurfi að segja, að ungu tónskáldi er mikill vandi á höndum á tímum hrað- fara framúrstefnu. Ef hann fylgir ekki framúrstefnunni, verður hann utangátta, sem er í reynd- inni það sama og að vera i and- stöðu, og til þess hafa einungis mikil tónskáld dug, hin lélegu að- eins löngun. Fylgi hann stefnunni og finni hann í henni hljómgrunn ómót- aðra hugmynda sinna, er aðstaða hans erfið engu að síður. Þvi sé hann í raun og veru tónskáld, lendir hann í linnulausri baráttu fyrir sjálfstæði sínu og sjálfsvirð- ingu, til að komast hjá þeirri sam- ræmingu sem verður skaðleg þeg- ar til lengdar lætur. Honum mun, að minnsta kosti um tíma, reynast nærri ógerlegt að hafa heildarsýn yfir tónlistina. Hann sér alla efnisþætti hennar metna að nýju, og það sem meira er, hann notar sjálfur nýjar og óreyndar aóferð- ir, sem verða að standast rann- sókn og gagnrýni, áður en þeim verði beitt listrænt. Að öllum jafnaði á hann ekki annars úr- kosta en að nota þá aðferð, sem honum er kunn úr skólalærdómi: að einangra einstök atriði, vinna úr þeim og tengja þau síðan sam- an í litlar viðráðanlegar heildir. Tónlistarheimur hans verður því einstök atriði á við og dreif án innra samhengis; því að heildin, sem ætti að gæða atriðin merk- ingu, er ekki til. Hin listræna niðurstaða, tónverkið sjálft, hefur á þessu stigi minna gildi en tón- sköpunin. Aðferðin sem valin var er í brennidepli og verður tak- mark i sjálfri sér. Jafnframt þessu missa orð eins og listaverk, listgæði, samhengi eða heild merkingu sina, af þvi að þessi hugtök skirskota til listar, sem ekki er lengur knýjandi viðfangs- efni tónskáldsins. Það er ekki nema gott um það að segja, að menn þjálfi sig í meðferð ein- stakra efnisþátta, hversu tilbúnar og þurrar, tilviljunarkenndar og fráleitar sem æfingarnar kunna að virðast. Tónskáldinu finnst allt tal um fáránleika eða ofskipulag vera alhæfing, sem hann hvorki viðurkennir né skilur, á meðan hann sér ekki tónlist sína í heild- arsamhengi. Það getur hann ekki, þvi að vilji hann vera framúr- stefnumaður áfram neyðist hann til að hringsóla um einstök atriði og önnur ekki. En hvað sem um það má segja — og um það er margt sagt — er naumast nokkur vafi á þvi, aó þessar athuganir og tilraunir eru listinni til gagns, bæði eru þær nauðsynlegar til að átta sig á nýjum efniviði og síðar, er menn hafa metið nýjungarnar og valið þær nothæfu úr, geta þær aukið skilning og þar með heild- arsýn á tónlistinni. Ekki má búast við að áheyrend- ur hafi mikinn áhuga á slíkum æfingum. Þeir koma til að kynn- ast nútimatónlist, en vilja jafn- framt öðlast listræna reynslu. í báðum tilvikum verða þeir fyrir vonbrigðum. Þótt tónskáldið hafi áheyrendur í huga, þótt það vilji stugga við þeim, koma þeim úr jafnvægi, hneyksla eða sýna feg- urðina í óþekktum tónmynstrum, mun fæstum verða ljós merking þess sem þeir heyra, því að merk- ingin felst i aðferðinni, og aðferð- in er óinnvígðum lokaður heimur. Tónskáldið sem lætur hendingu ráða sleppur betur úr vandanum, þar sem aðferð þess er blátt áfram úrvinnsla hugmynda á hverjum stað og stund. Hins veg- ar finnst tónskáldinu sem beitir aðferð hins fyrirframákveðna, að sér sé skylt að skýra frá fyrirætl- unum sinum og lýsa aðferðinni. En eins og allir vita er erfitt að segja nokkuð markvert í orðum um tónlist, og það veldur margvis- legum misskilningi, því reyna tónskáld hins fyrirframákveðna að tjá sig eins ótvirætt og ná- kvæmlega og unnt er; þau gripa því oft til hálfvisindalegs (eink- um stærðfræðilegs) orðalags og framsetningar, sem hindrar þau enn frekar í að ná sambandi við umhverfi sitt. Óánægjan með þetta ástand er óefað ein ástæðan til þess, að ýms- ir fylgismenn hins fyrirfram- ákveðna hafa farið yfir í hinar öfgarnar, snúist frá hinu huglæga til hins eðlislæga. Um leið — og það skiptir mestu máli— vaknar skilningur á því, hve ófullnægj- andi það er að vinna einangrað úr stökum þáttum og ala á tilbúinni sundúrgreiningu, að sjá skiptingu í þvi sem er i rauninni sameining. Hvérnig sem á því stendur, er sterk tilhneiging til að blanda saman fyrirframákveðnum og tilviljunarkenndum atriðum í sama tónverki. (Það er gert á ýmsan hátt, m.a. með aðferð ótengdu nótnablaðanna, hinu svo^ nefnda „opna formi“.) En þar sem hvorttveggja verkar tilviljun- arkennt á áheyrandann, þar sem einstakir þættir, hvort heldur þeir ákvarðast af tölum eða ten- ingskasti, búa ekki yfir músíkalst rökréttri skipan, þá gera þeir það ekki heldur, þegar þeir eru lagóir saman. Með öðrum orðum: tilvilj- un + tilviljun gefur enga merk- ingu. Þessar tilraunir til að tengja saman og sameina, hversu mis- skildar og hversu vélrænar sem þær eru, sýna þó það, að vanda- málin eru önnur en áður, að það er leitað samhengis og að nú ér brýnna að nota efniviðinn en rannsaka hann. En það sem fram- úrstefnan beinist einkum að, eðli sinu samkvæmt, er að finna nýjar aóferðir eða búa þær til, og þar sem sambland stærðfræðilegrar fyrirframákvörðunar t.a.m. og tilviljana andartaksins byggist á þvi að þessar öfgakenndu aðferð- ir séu að vissu leyti fullreyndar, má líta á þessa þróun sem merki þess að nú sé komið á það stig, að framúrstefnan verði stutta stund enn í fararbroddi, ef dæma má eftir evrópskri tónlistarhefð. Ekki svo að skilja að hún sé dauð, þvi að hún kemur bráðlif- andi aftur á morgun. Afturhaldið hefur enga ástæðu til að gleðjast, að visu getur orðið afturkast, en það liggja engar leiðir til baka. Sé timi framúrstefnunnar bráðum liðinn, sé hún í þann veginn að hafa nýtt til fulls kraft sinn og möguleika, þá fellur hún, en held- ur þó velli. Einstakir hlutar henn- ar, dreifðir og ósamkynja, munu tengjast öðrum, sem fyrir eru á þeim tíma, og við það mun nýtt mynstur smám saman geta krist- allast. Hljómbandið verður enn að teljast hljóðfæri fremur en ný tónlistarstefna Einhver kann að furða sig á þvi að ekki hefur verið minnst á seg- ulbandatónlist, raftónlist eða hljóðlist úr umhverfishljóðum i sambandi við framúrstefnuna. Því verður ekki á móti mælt, að þessi fyrirbrigði gegna hlutverki í tónlistinni á okkar timum, sumir fullyrða jafnvel að rafeindatækn- in boði nýtt timabil, að tónlistin sent var að mestu bundin manns- röddinni fram að endurreisn, síðan að miklu leyti hljóðfærum, sé nú að verða raftónlist. Nokkuð er til i þessu, og væri full ástæða til að ræða það nánar, en hér skal aðeins fjallað urn stöðu tónlistarinnar i megindrátt- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.