Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 5

Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 Á SÝNINGUNNI „12 brezkir listmálarar" sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum, munu nokkrir tónlistarmenn flytja brezka tónlist I kvöld kl. 20:30. Flytjendur eru Rut L. Magnússon, söngkona, Jónas Ingimundarson, pfanóleikari, Lárus Sveinsson, trompetleikari, Jón Sigurðsson, trompetleikari, Christina Tryk, hornleikari, Ole Kristian Hansen, básúnuleikari, og Bjarni Guðmundsson, túbuleikari. Efnis- skránni er ætlað að gefa mynd af brezkri tónlist f margar aldir og er aðgangseyrir hinn sami og á sýninguna, 400 kr. A6 gefnu tilefni í MORGUNBLAÐINU hinn 25. þ.m. er rætt við eiturlyfjaneyt- anda. Áður en viðtalið hófst 'kveðst blaðamaðurinn hafa gef- ið viðmælanda sínum loforð um, að nafn hans yrði ekki nefnt i viðtalinu. Er slíkt að mínum dómi sjálfsögð tillits- semi, þar sem gera má ráð fyrir að um sjúkling sé að ræða. Síðan er raunasaga eitur- lyfjaneytandans rakin. Er hún bæði slitrótt og handahófs- kennd og ber greinilega vitni um hið truflaða sálarástand þessa illa farna einstaklings. I þessari frásögn ber nafn mitt á góma. Hann telur leik- bróður sinn hafa verið son minn („Sigurðar Sigurðssonar þáverandi landlæknis"). Slíkt er tómt rugl, því ég hefi ekki eignast son, og frekari umræð- ur varðandi skipti mín við mann þennan eru staðlausir stafir, sem ég kannast eigi við. Hér ber mikið á milli og ferst blaðamanninum ekki jafnvel og í upphafi, er hann hóf umræðu sína við sjúklinginn. Ekkert virðist gert til að staðreyna frá- sögn hans, en hann látinn vaða elginn. Frásögn einstaklinga, sem geta verið meira og minna truflaðir verður þannig gagn- rýnislaus. Á undanförnum mánuðum hefur notkun deyfi-, nautna- og fíkniefna verið mikið rædd í íslenzkum fjölmiðlum. Hér er um álþjóðlegt og viðurkennt stórvandamál að ræða, sem þarf að meðhöndla af ítrustu varkárni, tillitsemi og gagn- rýni. Frásöng hinna illa förnu einstaklinga getur engan veg- inn orðið einhlýtur mælikvarði á málið þó hún veki tilætlaðan hrylling og meðaumkun eins og henni er ætlað að gera. Sigurður Sigurðsson. Námskeið um safnaðarstarf á Hólum í júlí PRESTAFÉLAG Hólastiftis gengst fyrir námskeiði á Hólum í Hjaltadal 8.—10. júlí, þar sem veitt verður fræðsla og leiðbein- ingar um verksvið og skyldustörf í safnaðarstarfi. Námskeiðið er ætlað leikmönnum, einkum sóknarnefndarmönnum, safnaðarfulltrúum, meðhjálpur- um, fjárhaldsmönnum kirkna og umsjónarmönnum kirkjugarða. Flutt verða fræðsluerindi og þátt- takendum skipt í umræðuhópa, sem stjórnarmenn prestafélags- ins veita forustu, þ.e. prófastarnir á Norðurlandi og víglsubiskup Hólastifts. Námskeiðið hefst 8. júlí kl. 20 og lýkur með guðsþjónustu sunnudaginn 10. júlí, en þar prédikar sr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 5. júní í pósthólf 253 á Akur- eyri. í undirbúningsnefnd nám- skeiðsins eru sr. Pétur Sigurgeirs- son vígslubiskup, sr. Gunnar Gíslason og Sighvatur Birgir Emilsson. Saltvinnsla á Vestfjörðum í ársriti Sögufélags Isfirðinga IJT ER komið nýtt hefti af Ársriti Sögufélags ísfirðinga. Þetta er 20. árgangur ritsins og ritstjórn þess hafa þeir annast, sem áður, Jóh. Gunnar Ólafsson og Ölafur Þ. Kristjánsson. Aðalgrein þessa heftis er eftir Lýð B. Björnsson og er um saltvinnslu á Vestfjörðum og saltverkið í Reykjanesi við Djúp. í þessum fyrrihluta grein- arinnar er dreginn saman mikill fróðleikur um saltvinnslu á liðn- um öldum. Snorri Sigfússon fyrrum skóla- stjóri á Flateyri á þarna grein um Guðm. Á. Eiríksson hreppstjóra á Þorfinnsstöðum í Valþjófsdal. Gisli Vagnsson bóndi á Mýrum ritar um bændaverzlun í Auð- kúluhreppi fyrir 4 til 5 áratugum. Haildór Kristjánsson frá Kirkju- bóli bætir við þann fróðleik, sem hann hefur grafið upp um séra Sigurð Tómasson. Ýmsar fleiri greinar eru í þessu hefti og fylgir því félagaskrá 1976. Síðast en ekki sízt er í þessu heftir efnisskrá um alla tuttugu árganga þessa ársrits. Hagnýtur fróðleikur og til mikils hagræðis fyrir alla þá er leita vilja þar ákveðins efnis, greina eða lausa- vísna, er komið hafa i ritinu. Efnisskráin er tekin saraan af Ólafi Þ. Kristjánssyni og er mikið þarfaverk, sem taka mætti upp af fleiri árs eða héraðaritum. AlKiI.YSINCASIMINN KR: Fullar verzlanir af nýjum stórglæsilegum sumarfatnaði fyrir eina af stórhelgum sumarsins. TfZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.