Morgunblaðið - 27.05.1977, Side 18

Morgunblaðið - 27.05.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 — V-Þjóverjar Framhald af bls. 2 með mjög strangar reglur, sem mæltu fyrir um 155 mm möskva og 50 sm lágmarkslengd og væru þetta miklu róttækari ráðstafanir en annars staðar þekktust gagn- vart ufsaveiðum. Þannig kvaðst Jón telja, að íslenzki ufsinn gæfi nú af sér meiri afrakstur á ein- stakling en stofnar gerðu annars staðar. Þá sagði Jón, að vegna lélegs árangurs af ufsaklaki undanfar- inna ára, þá mæltu fiskfræðingar með 68.000 tonnum sem hámarks- ufsaafla við ísland í ár og æskileg mörk væru sett á 64.000 tonn árið 1978. Sagði Jón ekkert benda til þess nú, að sterkir ufsaárgangar væru í uppsiglingu og því væri nauðsynlegt að reikna með frekar minnkandi ufsaafla næstu árin. Um ufsaveiðar á Norðaustur- atlantshafi kvaðst Jón hafa áreiðanlegar tölur frá árinu 1975. Þá var heildaraflinn 88.000 tonn. Við íslendingar veiddum 61.430 tonn, eða tæp 70% heildaraflans, Vestur-Þjóðverjar veiddu 13.820 tonn, eða 15,7%, Englendingar veiddu þá 8.643 tonn, eða 9,8% og Belgíumenn, Færeyingar og Skot- ar veiddu undir 2000 tonnum hver þjóð. Ekki kvaðst Jón vilja skera úr um réttmæti þeirra orða Þorláks- hafnarmanna, að v-þýzku skipin hirtu ufsann frá þeim. Hitt væri rétt hjá þeim, að V-Þjóðverjar sæktu ufsann á Eldeyjarbanka og sú sókn hlyti að sjálfsögðu að hafa einhver staðbundin áhrif. Hins vegar sagði Jón aflatölur V-Þjóðverja ekki gefa ástæðu til þess að kenna þeim alfarið um ufsaleysi, heldur yrði einnig að hafa sveiflur í göngum í huga og svo hitt, að klak hefði gefið af sér miðlungs- og lélega árganga, sem þýddi að aukin sókn okkar sjálfra hefði verið i Iítinn stofn. — VMSÍ Framhald af bls. 32 kona hefur nákvæmlega 2% hærri laun en stúlka, sem hóf störf í gær. Þá nefndu þeir einnig, að misrétti væri í veikindadögum, fatapeningum, fæði, menn ynnu saman hlið við hlið, en fengju misjafna tímaskrift o.s.frv. Allur tíminn fór sem sagt í að fjalla um sérkröfur Verkamanna- sambandsins, sem sat á fundi og ræddi sín mál. Nefndirnar sátu hins vegar og biðu, fjölmenn samningánefnd vinnuveitenda og 21 samninganefndarmaður ASÍ, því að innan nefndarinnar eru 16 fulltrúar Verkamannasambands- ins. Blaðamaður Morgunblaðsins heyrði gagnrýnisraddir úr báðum hópum, þar sem á það var deilt, að aðalsamninganefndum væri hald- ið á fundum á meðan svo mikil- vægur hópur væri á sérfundum út af eigin málum. Allir biðu eftir Verkamannasambandinu. Sumir samninganefndarmanna ASÍ vildu þó ekki viðurkenna þennan skilning, þar sem aðalsamninga- nefnd ASÍ væri reiðubúin til við- ræðna um þau mál, sem hún hefði umboð til að ræða við vinnuveit- endur. Eftir þeim væri beðið, en þeir létu ekkert til sín heyra. Þarna er sem sagt i hnotskurn grundvallarágreiningur, ASÍ lit- ur svo á að fyrst eigi að ræða kauplið samninganna og þá komi sérkröfurnar sjálfkrafa á eftir, en vinnuveitendur líta svo á að fyrst þurfi að afgreiða sérkröfurnar, þvi að þær séu hluti af þeirri heildarlaunahækkun, sem komi til með að felast í hvoru tveggja, sérkröfum og kauptaxtahækkun- um. — Fjaðrafok Framhald af bls. 1 Þegar fréttin barst út þótti hún ótrúleg í meira lagi, en Dayan staðfesti að rétt væri með farið, en vildi að öðru leyti ekkert um málið segja. Enda þótt skipun Dayans hafi mælzt misjafnlega fyrir í ísrael kemur hún ekki full- komlega á óvart þar sem vitað var, að þeir Begin og Dayan höfðu átt með sér fundi fyrir kosning- arnar. Engu að síður lét Dayan ekki þesslega við leiðtoga Verka- mannaflokksins, að hann féllist á samvinnu við Likud og því segja fréttastofur, að þetta hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Carter Bandaríkjaforseti sagði I dag, að kosningasigur Likud- flokksins í ísrael ætti ekki að verða til hindrunar friði í Mið- austurlöndum. Carter sagðist hafa fylgzt með þvi að stefna Menechims Begins hefói smám saman verið að verða hófsamari en áður og vonandi yrði framhald á þeirri þróun. Því væri ekki nokkur ástæða til að búast við erfiðleikum í samskiptum ríkj- anna tveggja i kjölfar nýrrar stjórnar. Hann sagöi að B:nda- ríkjamenn myndu bjóða nýjum forsætisráðherra ísraels til Bandaríkjanna, hvort sem það verður Begin eóa einhver annar. — Kyngreining Framhald af bls. 2 væru auglýsendur fyrst og fremst sem væru ábyrgir fyrir því að halda lagaákvæði þessi fremur en ábyrgðarmenn fjölmiðlanna, en þó mætti gera ráð fyrir að hinum siðarnefndu yrðu stefnt til vara ef prófmál risi. Taldi Guðrún að framkvæmdin yrði sú, að auglýs- andi, sem gerðiist brotlegur við lögin, fengi fyrst aðvörunarbréf en ef hann ítrekaði brotið yrði mál höfðað. Fjárhæð sekta er ekki tilgreind í lögunum og kvað Guðrún hana því vera að mati dómarans. — Slepptu tveim- ur telpum Framhald af bls. 1 aðist og varð að láta þar við sitjá. Nokkru síðar skiptu ræningjarnir síðan um skoðun og leyfðu að flutt væru matvæli til farþega lestarinnar og voru þá í skyndi fluttir ávextir, grænmeti, jóghurt og ýmsar hreinlætisvörur og fatn- aður til farþeganna í lestinni og nokkru seinna leyfðu þeir einnig að matvæli væru flutt í skólann. 1 morgun létu Mólúkkarnir einn gislanna fara út úr lestinni hvitklæddan, með hendur bundn- ar fyrir aftan bak og með reipi um hálsinn. Gerðu þeir þetta við þrjá gíslanna í gær og létu þá standa á teinunum í allt að klukkutíma. Er talið að með þessum ljóta leik vilji þeir leggja áherzlu á að þeir muni gripa til örþrifaráða ef ekki verður gengið að kröfum þeirra. Ekki er búizt við að neitt verði látið uppskátt um hvað skólatelp- urnar tvær segja um ástandr gert ráð fyrir að ræningjarnir gerist argir við þá tilhugsun. — Sovétar vilja ræningjann Framhald af bls. 1 þjóðlegum samningi um baráttu gegn flugránum. Rússar fóru fram á framsal flugvélarræningja sem neyddu áhöfn sovézkrar flugvélar til að fljúga með þá til Tyrklands og þegar tilmælunum var hafnað olli það erfiðleikum í sambúð Rússa og Tyrkja. Árið 1970 voru nokkrir Gyðingar dæmdir í fangelsi I Len- íngrad fyrir meinta tilraun til að reyna að ræna flugvél og neyða áhöfnina til að fljúga með þá til Sviþjóðar. Lending f_.dag-gekk erfiðlega þar sém afiöfn vélarinn- ar skildi ekki ensku. — lOára fangelsi Framhald af bls. 32 allega var þessu efni dreift til bandarískra hermanna innan Keflavíkurflugvallar. Barbar Smith hafði mikinn hagnað af þessari starfsemi og kom hann 23,500 dollurum eða rúmum 4,5 millj. í íslenzkum krónum til unnustu sinnar i Bandarikj- unum, og lagði hún peningana inn í banka. Hefur ákæruvald- ið krafizt upptöku þessara fjár- muna svo og peninga, sem fundust við húsleit hjá Smith. Eftir að Smith framdi þessi afbrót varð smá hlé á 'afbrotun- um en brátt byrjaði hann á nýjan leik og hóf innflutning fíkniefna. Komst það einnig upp og á meðan rannsókn málsins fór fram strauk Smith úr fangelsi á Keflavikurflug- velli og var í felum innan vall- ar í allmarga daga áður en hann fannst. Bandarísk yfir- völd fengu lögsögu i þessu máli og var Christopher Bar- bar Smith dæmdur í fjögurra ára betrunarhúsvist af herrétti og rekinn úr hernum með skömm. Af ákæruvaldsins hálfu flutti Bragi Steinarsson vara- rikissaksóknari málið í gær en verjandi Smiths var Páll A. Pálsson. Dómari er Ásgeir Friðjónsson. — Ríkisstjórnin Framhald af bls. 32 ekki væri enn fyllilega ljóst um hvaða fyrirgreiðslu yrði að ræða. Þó væri sýnt, að ef til þess kæmi að Friðrik tæki við formennsku i FIDE þá þyrfti að koma hér upp skrifstofu- húsnæði með aðstöðu fyrir 3 til 4 starfsmenn og nefndarfundi. Friðrik Ólafsson sagðist fagna því, að þessi viljayfirlýs- ing ríkisstjórnarinnar væri frdm komin. — Eins og ég hef áður sagt þá þýðir ekkert fyrir okkur að vera að hugsa um þetta nema islenzk stjórnvöld séu tilbúin að koma með ein- hverjum hætti til móts við ís- lenzka Skáksambandið með stuðning ef af þessu verður. Eftir að þessi yfirlýsing liggur fyrir er hægt að ganga eftir því, að sá stuðningur standi, sem forseti Alþjóðaskáksam- bandsins, dr. Euwe, hefur látið í ljós, og einnig þarf að kanna nánar ýmis atriði í sambandi við þetta starf og þá starfsemi Alþjóðaskáksambandsins í heild. Hvort ég gef kost á mér til formennsku í FIDE er ég ekki tilbúinn til að segja um enn, sagði Friðrik að lokum. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands tslands, sagði að með þessa yfirlýsingu að baki væri hægt að vinna áfram að framgangi málsins. Þeir hjá Skáksambandinu hefðu síð- ustu daga verið að reyna að ná tali af dr. Euwe, en hann dveldi utan Hollands um þess- ar mundir. — Við þurfum að afla ýmissa upplýsinga áður en gengið verður frá þessum mál- um og það getur jafnvel reynzt nauðsynlegt að senda mann ‘ut- an i þeim erindagjörðum, sagði Einar. —Verkfalli aflýst Framhald af bls. 1 banni, verkfalli hjá flugfélögum, skipafélögum og verzlunarfyrir- tækjum og verkfalli starfsmanna sænska útvarpsins. Innanlandsflugferðir hafa legið niðri og skortur hefur verið á vissri vöru I verzlunum, aðallega ávöxtum og grænmeti. Flugfélag- ið Linjeflyg telur sig hafa misst 50.000 farþega og nýlenduvöru- kaupmenn hafa tapað rúmlega 90 milljónum sænskra króna á dag (tæpum fjórum milljörðum Is- lenzkra). — Kúbanir eru diplómatar Framhald af bls. 1 unni sem nú væri fylgt gæti svo farið að Kúba myndi gegna já- kvæðu hlutverki i samfélagi þjóðanna. Hann sagði að utanríkisráðu- neytið i Washington hefði mikl- ar áhyggjur af afskiptum Kúbu af málefnum Eþíópíu og kannski ætti hann einnig að hafa slíkar áhyggjur. „En Eþíó- píumenn eru enn aó drepa menn en ég held að Kúbanir geti kannski sýnt ofurlítið meiri skynsemi," sagði Young. sem átti meðal annars viðræður við David Owen, utanríkisráð- herra Breta. Hann er nú á leið til Washington og mun þar gefa Carter skýrslu um ferð sina um Afríku. í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins kemur fram að Bandarikjastjórn telur það ákaflega varasama þróun ef Kúbanir ætli nú næst að hreiðra um sig I Eþíópiu. Tals- maður utanríkisráðuneytisins sagði, að borizt hefðu áreiðan- legar heimildir um komu amk. 50 hernaðarsérfræðinga frá Kúbu og gæti þar ekkert farið á milli mála. Hann sagðist ekki vilja svo stöddu segja neitt um þá fullyrðingu blaðsins Washington Post, að sérfræð- ingarnir væru ekki 50 heldur milli fjögur og fimm hundruð. Hann sagði um það: „En væri sú fregn sannleikanum sam- kvæmt væri það í meira lagi alvarlegt mál." í Washington er haft fyrir satt að þetta geti orðið mjög flókið mál fyrir Carterstjórn- ina. Ljóst sé að Bandarikja- menn hljóti að líta það alvarleg- um augum ef Kúbumenn ætli nú að fara að koma undir sig fótunum í Eþiópíu einnig, og að þetta gerist samtímis því sem rikisstjórn Bandaríkjanna hef- ur gert töluvert átak til að koma samskiptum landanna i viðunandi horf eftir mjög köld og stirð ár eins og alkunna er. Hins vegar á Bandarikjastjórn ekki hægt með að beita sér að neinu gagni meðan ekki hefur verið tekið upp formlegt stjórn- málasamband milli rikjanna. Hinir nýju ráðamenn I Eþíó- píu, sem eru marxistar að eigin. sögn, rufu tengsl við Banda- ríkin í aprílmánuði, en þá hafði sambúð ríkjanna farið kólnandi um langa hríð, eða frá því að Haile Selassie keisara var steypt úr valdastóli. Nokkuð gott gengi vega ÁSTAND vega er í nokkuð góðu gengi um þessar mundir sam- kvæmt upplýsingum hjá Vega- gerðinni. Færð er ágæt um Suður- land, en þó eru ennþá þungatak- markanir i Árnessýslu, Norður- leið er fær öllum bílum en þunga- takmarkanir eru i V-Hús. og í Borgarfirði. Fært er á ísafjörð en Þorskafjarðarheiði er aðeins fær jeppum. Frá Akureyri er opið til Langa- ness og jeppafært er til Vopna- fjarðar. Færi á Austurlandi er að lagast, en Mörðudals- og Mývatns- öræfi eru ófær vegna skemmda. Á Austurlandi er fært um Hérað og niður á firðina og í Borgarfjörð eystri. ---» » ----- r Isafjarðarpiltar á Reykjavíkurgöngu TVEIMUR 15 ára piltum frá ísa- firði datt í hug í fyrrakvöld að fá sér göngutúr til Reykjavíkur og kveðja hvorki kóng né prest. Var lýst eftir piltunum í gær, en í gærkvöldi heilsaði Árbæjarlög- reglan þeim þegar þeir komu í bæinn, því frézt hafði til þeirra í Búðardal og var liklegt að þeir væru í ákveðnum bíl á leið suður. Billinn mun hafa ekið fram á þá félaga á Þorskafjarðarheiði og tók þá félaga upp en datt ekki i hug að neitt athugavert væri við ferð þeirra þvi þeir báru sig vel. Lögreglan í Árbæ kom þeim félögum siðan til skila til vanda- manna í Reykjavík i gærkvöldi. Bændur styðja ráð- stafanir til lækk- unar á vöruverðinu STJÓRN Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráð landbúnaðar- ins hafa sent frá sér yfirlýsingu varðandi lækkun vöruverðs. Yfir- lýsingin fer hér á eftir í heild sinni. „í yfirstandandi vinnudeilu hefur það margsinnis komið fram að það gæti orðið lóð á voga skál- ina til lausnar deilunni, ef felldur yrði niður söluskattur á búvöru, eða gripið til einhverra þeirra ráðstafana er leitt gætu til lækk- unar vöruverðs s.s. auknar niður- greiðslur á búvöru eða rekstrarút- gjöldum landbúnaðarins. Af þessu tilefni vill Stéttarsamband bænda og Framleiðsluráð land- búnaðarins vekja athygli á þeim fjölmörgu samþykktum og áskor- unum frá hinum mörgu bænda- fundum, sem haldnir hafa verið i vetur, er gengið hafa i þessa átt. Einnig hafa ofanrituð samtök sent áskorun þessa efnis til stjórnvalda. Ráðstafanir sem gerðar eru af stjórnvöldum til að draga úr dýrtiðinni með lækkun vöruverðs, hljóta vissulega að vera spor í rétta átt, enda koma þær sérstaklega til góða fyrir hina lægstlaunuðu borgara þjóðfélags- ins og bændur. Til slikra ráðstaf- ana hefur oftast áður verið gripið i þeim tilgangi að forðast að vand- ræðaástand myndist I þjóðfél- aginu eins og nú virðist vera framundan." Frá lögreglunni: Lýst eftir vitnum MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að lýsa eftir vitnum að eftir- töldum ákeyrslum. Þeir, semtelja sig geta veitt upplýsingar eru vin- samlega beðnir að hafa samband við slysarannsóknardeild lögregl- unnar i símum 11166 eða 10200: Fimmtudag. 12.5. Ekið art bifreidina R-9753 Fiat 125 fólksb. drapplita, þar sem hún stóó á móts vió hús nr. 11 a við Bergstaðastræti, á tímabilinu kl. 16:45—18:45. Skemmdir: báð- ar hægri hurðir og hægra afturaurbretti dældað og rispað. Blágrænn litur í ákomu. Fimmtudag 12.5. Ekið á bifreíðina R-1160 Dodge Dart fólksb. árg. '68, vfnrauð með hvítann topp, þar sem hún stóð á baklóð hússins nr. 24 við Laugaveg á stæði merktu K-5910 á tfmabilinu kl. 13:00—18:00. Skemmdir: Hægra framaurbretti dældað og rispað, blágrænn litur I ákomu. Laugard. 14.5. Ekið á bifreiðina R-52835 Lada fólksb. árg ’77 rauða að lit, á bifreiða- stæði við Ljósheima 14—18 á tfmabilinu kl. 17:00—22:15. Skemmdir: Hægri framhurð og aurbretti dældað og rispað. Ljósblár eða Ijós- grænn litur f ákomu og rispan I 48—50 cm hæð frá jörðu. Þriðjudag 17.5. Ekið á bifreiðina R-40615 Volkswagen fólksb. árg. '72 rauða að lit, þar sem hún stóð við fyrsta stæði á Frakkastfg norðan Laugavegar. Skemmdir: Vinstra afturaurbretti, afturhöggvari og afturljós vinstra megin dældað og skemmt. Talið að tjónvaldur sé bifreið af gerðinni Ford græn að lit. Miðvíkudag 18.5. Ekið á bifreiðina R-34206 Skoda fólksb., á bifreiðastæði við Arahóla 2. Skemmdir á hægri afturhurð. Blár litur var í ákomu, sennilega eftir hurð annarrar bif- reiðar. Föstudag 20.5. Ekið á bifreiðina R-53271 Cortina fólksb. grá að lit árg. '72, þar sem hún stóð við Hátún lOb. Skemmdir: öll vinstri hlið rispuð og blár litur f ákomu. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU \! tiLVSINtiA- SIMIVS ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.