Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 25

Morgunblaðið - 27.05.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1977 25 fclk í fréttum 4- Elísabet Taylor og maður hennar John Warner, fyrr- verandi flotamála- ráðherra, eru hér ásamt meðlimum klúbbs sem tengdur er Harvard-háskóla. Þetta er auðvitaS leiklistarklúbbur, sá elsti f USA, og hann hefur kjörið Liz „Konu ársins 1977 Tuttugu ára afmæli húsgagna- vinnustofu Ingvars og Gylfa Ingvar og Gylfi ásamt ungum dreng, sem dró um verðlaun getraunasamkeppninnar. + Ilúsgagnavinnustofa Ingvars og Gylfa á tuttugu ára afmæli um’ þessar mundir, en fyrir- tækið var stofnað 17. maí árið 1957. Húsgagnavinnustofan og verziunin eru nú til húsa að Grensásvegi 3. Eigendur og stofnendur fyrirtækisins, þeir Ingvar Þorsteinsson og Gylfi Einarsson, hófu rekstur þess í bdskúr ( BólstaðahUðinni en byggðu núverandi húsnæði og fluttu þangað inn árið 1966. Er það verzlunarhúsnæði 600 fer- metrar að stærð og vinnustofa f kjallara, sem er álíka stór að fermetratali. Verzlunarstjóri er Einar Ágúst Kristinsson og hjá fyrir- tækinu vinna um 25 manns. í tilefni þessara tfmamóta efndi fyrirtækið tii getrauna- samkeppni f dagbiöðum og var vinningurinn hjónarúm að verðmæti 164 þúsund. Bárust um 6000 úrlausnir og þar af 2000 réttar, sem dregið var úr sfðastliðinn föstudag og við- stöddum blaðamanni. Vinninginn hlaut Guðbjörg Guðmundsdóttir f Sandgerði. Þá var dregið um tuttugu auka- vinninga, sem voru öskubakkar framleiddir af fyrirtækinu. Húsgagnavinnustofa Ingvars og Gvlfa hefur sérhæft sig f smfði hjónarúma og skápa. Auk þess eru þeir með «11 önnur algeng húsgögn á boðstólunum og er það ailt fslenzk fram- leiðsla. Hann vann fyrstu verðlaun + Það er ekki að undra þðtt hr. Bournehouse Dancing Master, i dag- legu tali kallaður „Terry“ sé hreykinn. Hann vann fyrstu verð- laun á hundasýningu í London þar sem fram komu 10.000 hundar og hlaut titilinn „Fallegasti hundur í Englandi“. Fiskvinnsluskólinn Skólinn útskrifar fiskiðnaðarmenn og fisktækna. Náms- tími er 1 Vi ár til 4’/2 ár og fer eftir undirbúningi og því að hvaða námslokum er stefnt. Almennar námsgreinar skal nú nema I öðrum framhaldsskóium og er kennslusam- starf milli skólans og Flensborgarskóla þar um. Inntaka nýrra nemenda; 1. Þeir sem aðeins hafa grunnskólapróf Ijúka 14—-21 stigum i almennum námsgreinum (stærðfræði, efna- fræði, fsl. danska, enska og bókfærsla) á haustönn og hefja síðan nám við Fiskvinnsluskólann eftir áramót. 2. Þeir sem lokið hafa sem svarar 84 stigum (stæ. 15, efn. 15, eðl. 9, isl. 6, en. 9, þýska 6, bókf. 6, líffr. 9 og félagsfr. 3) eða meira, t.d. stúdentar af náttúru- fræðasviði, hefja nám í skólanum i september og geta þeir útskrifast sem fisktæknar eftir tveggja ára nám. (ath. 3 stig = 2Vi námseining). 3. Nám annarra verður metið og veljast námsleiðir gegnum skólann eftir undirbúningi. 4. Þeir, sem eru 25 ára eða eldri og hafa starfað við fiskvinnslu í a.m.k. 5 ár, geta hafið nám við skólann í haust og útskrifast þaðan sem fiskiðnaðarmenn eftir 1 '/2 ár án þess að stunda nám i almennum náms- greinum. Nánari upplýsingar í námsvísi skólans, sem heimsendist ef óskað er. Sími 53544. Umsóknir um skólavist ásamt prófskírteini og upplýsing- um um fyrri störf, þurfa að berast Fiskvinnsluskólanum, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði bréflega fyrir 10. júní nk. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.