Morgunblaðið - 08.06.1977, Síða 7

Morgunblaðið - 08.06.1977, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977. 7 Hvað er að gerast í Alþýðu- bandalaginu? Magnús Kjartansson, fyrrverandi orkuráðherra, „faðir" viðræðunefndar um orkufrekan iðnað, höf- undur frumvarpa um Kröfluvirkjun og jám- blendiverksmiðju í Hval firði, ritar enn eina furðu- greinina um orkumál í Þjóðviljann í gær. Ber hún nafn með rentu: „ Bommsarabomms". Hæfir það greinarheiti I mark Alþýðubandalagsins I orkumálum; það mark, sem er m.a. var grund- vallað á orkuafsetningu til orkufreks iðnaðar og „ Union-Carbide-valkosti" þessa fyrrverandi ráð- herra. Þessar greinar ganga þvert á fullyrðingar Ragn- ars Arnalds, formanns Alþýðubandalagsins, er hann reit í Þjóðviljann í febrúarmánuði sl„ til skýringar og varnar á framkvæmdum við Kröflu- virkjun, sem hann stýrir með öðrum. Þær virðast beinlínis fram settar til þess að veita flokksfor- manninum og flokksbrot- inu umhverfis hann ráðn- ingu. Spuming er, hvort þessi skrif bergmáli þann vopnagný, sem nú heyrist að tjaldabaki í flokknum, vegna væntanlegs for- mannskjörs, en flokkslög- um samkvæmt hlýtur Ragnar Arnalds að láta af formennsku f haust. Ragnar um stærð Kröflu- virkjunar Ragnar Arnalds, for- maður Alþýðubandalags- ins, sagði svo I sinni Þjóð- viljagrein um stærð Kröfluvirkjunar: „í skýrslu Orkustofnun- ar, sem gefin er út I sept- ember 1973, er m.a. gerður samanburður á 8 Mw, 16 Mw og 55 Mw rafstöð. Niðurstaða þess- ara útreikninga er sú, að orkuverð frá 16 Mw afl- stöð sé 66% dýrara en frá 55 Mw stöð, og orkuverð frá 12 Mw stöð verði 87% dýrara en frá 55 Mw stöð. Á þessari skýrslu byggði iðnaðarráðuneytið og Alþingi ákvörðun slna, sem tekin var nokkrum mánuðum sfðar, um heim- ild til 55 Mw virkjunar". Magnús um stærð Kröflu- virkjunar Magnús Kjartansson segir hins vegar um sama efni: „Að ráði Orkustofn- unar var farið mjög var- lega í allar ákvarðanir; hún áformaði þá að virkj- unin gæti verið komin f gagnið 1978—1979 og væri hæfilegt að byrja með 15 MW-virkjun og láta reynsluna sfðan skera úr um stækkun hennar f 55 MW. . Hér kveður við annan tón, enda stangast greinar þessara flokksforingja á f bókstaflega öflum efnis- atriðum, þeim er máli skipta. Það er þvf von að fólk spyrji; kýs Alþýðu- bandalagið að hafa tvö gjörólfk andlit f afstöðu sinni til Kröfluvirkjunar, eins og f flestum öðrum málum: samanber Union Carbide ævintýrið f vinstri stjórn (en gagnstæð sjón- armið i stjórnarandstöðu); samþykkt þingmanna Al- þýðubandalags á veiði- heimildum til 139 brezkra togara til 2ja ára innan 50 mflna 1973; mismunandi afstöðu f reynd til aðildar að Nato innan og utan rfkisstjórnar; afnáms kaupgjaldsvfsitölu f vinstri stjóm 1974 (en gagnstæð sjónarmið nú) — svo örfá dæmi af fjöl- mörgum séu nefnd. Eða er hér á ferð, eins og sumir álfta, bergmál formanns- átaka, sem Magnús Kjart- ansson vill hafa allsráð- andi „hönd f bagga með", hvern veg lyktar? Magnús Kjartansson er e.t.v. þekktari fyrir annað en nákvæmni f sannri frá- sögn atburðarásar, ef póli- tfskir hagsmunir hans krefjast hagræðingar á raunveruleikanum. Engu að sfður kemur þessi bak- árás á fráfarandi formann Alþýðubandalagsins und- arlega fyrir — og vekur margar spurningar f huga hins almenna borgara. Ef til vill eru „formannsraun- ir" Alþýðubandalagsins nægjanleg skýring á skreytni og skringilegheit- um, sem skrif hans bera vottinn um. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 SJÓNARMIÐ S JÁLFST ÆÐISM ANN A íþrótta- og æskulýðsmál. Þróttmikið félagsstarf æskunnar er samfélaginu nauðsynlegt Með virkri þátttöku I þvi leggur æsku- maður grundvöll að þætti sínum i lýðræðislegu starfi þjóðfélagsins og þroskar einstaklingsbundna hæfi- leika sina til að taka ákvarðamr og til forystustarfa Heilbrigt félagsstarf veitir æskunni jafnframt lifsfyllingu og ánægju Til eflingar félagslegu starfi islenzkrar æsku leggur Sjalfstæðis- flokkurinn áherzlu á eftirfarandi: 1 jþrótta- og æskulýðsfélögum sé veitt sem best aðstaða til að laða ungmenni til þátttöku i frjálsu félagsstarfi. Til þess að svo megi verða, þarf m a til að koma öflugri fjárhagslegur stuðningur hins opin- bera. 2 Innflutningsgjöld af búnaði til íþrótta- og tómstundaiðkana verði stórlækkuð Skemmtanaskattur verði felldur niður af iþrótta- og æskulýðsstarfi Framlög til iþrótta- og æskulýðs- starfa verði áfram frádráttarbær til skatts 3. í stuðningi sveitarfélaga við íþrótta- og æskulýðsstarf ber að leggja höfuðáherzlu á bætta aðstöðu til starfa frjálsra félaga svo og ráð- stafanir til að ná til æskufólks. sem sökum áhugaleysis eða af öðrum orsökum sinnir ekki heilbrigðum viðfangsefnum I tómstundum sin- um Skólahús og félagsheimili skulu nýtt til þessarar tviþættu starfsemi 4 Æskulýðsráð á vegum rikis og sveitarfélaga gegni þjónustu hlut- verki við æskulýðsstarf í landinu og leggi i þvi skyni áherzlu á útgáfu námsefnis og þ|álfun æskulýðsleið- toga 5 Efla ber á allan hátt aðs skóla- æskunnar til hagnýtra starfa í skóla- leyfum og stefna að þvi. að islenzk æska hafi hér eftir sem hingað til aðstöðu til að kynnast með eigin þátttöku atvinnuháttum þjóðar sinn- ar Áfengis- og fíkniefna- mál. Á síðari árum hefur orðið æ Ijósara, hver hætta steðjar að íslenzku þjóðlífi vegna neyzlu ávana- og fíkniefna Augljóst er, að mark- vissra aðgerða er þörf til að stemma stigu við og uppræta meinsemdir þessar. Áherzla skal því lögð á eftir- farandi: 1. Koma þarf í veg fyrir ólöglegan innflutning og neyzlu fíkniefna, og viðurlög við slíkum innflutningi og sölu þeirra stórlega hert. Bæta skal starfsaðstöðu þeirra löggæzlumanna og dómara, sem starfa að ávana- og fíkniefnamálum, svo að þeir geti sinnt verkefnum sínum á sem árangursríkastan hátt 2. Auka þarf alhliða fræðslustarf- semi um skaðsemi reykinga Vekur Landsfundurinn sérstaka athygli á herferð skólaæskunnar gegn reykingum og styður öflugt starf félagasamtaka í þeim málum. 3. Vinna ber gegn ofnautn áfengis með öllum tiltækum ráðum Ofneyzla áfengis, sívaxandi áhrif þess á heimilislíf og uppeldi er eitt alvarlegasta félagslegt vandamál, sem við er að stríða í þjóðfélagi okkar. Lögð skal áherzla á eftirfarandi: a) Fræðslustarfsemi m.a. i ríkisút- varpi og aðrar fyrirbyggjandi aðgerðir i áfengismálum verði stórauknar með sérstöku tilliti til áfengisneyzlu barna og unglinga og i samræmi við 31. gr. áfengislaga b) Settar verði á fót ráðgjafa- og fræðsludeildir um áfengisvarnir við heilsuverndarstöðvar svo og göngudeildir fyrir áfengissjúka c) Starfsemi lækningastöðva fyrir drykkjusjúklinga verði efld d) Eflt sé starf bindindissamtaka og annarra félaga, er standa að virkri baráttu gegn áfengis- neyzlu. 4. Gott uppeldi er bezta vörn gegn hættulegum félagslegum kvillum, svo sem ofneyzlu áfengis og annarra fikniefna Verður því aldrei of mikil áherzla lögð á þátt foreldra og heimila að þessu leyti, en við hlutverki þeirra tekur engin stofnun að fullu Ábyrgð foreldra f þessu efni er því mikil Kirkjumál Kristin kirkja hefur um aldir mót- að að miklu hugsunarhátt íslenzku þjóðarinnar. Einn fegursti sam- félagslegi ávöxturinn af áhrifum kristinnar trúar er lýðræðið með mannhelgi sinni. frelsi og gagn- kvæmri ábyrgðarskyldu þegnanna Lýðræðið byggir á siðferðisþroska þegnanna og er sprottið upp af kristnu hugarfari Það er jafn sterkt því hugarfari og stendur eða fellur með því. Þess vegna ber að styrkja kristna kirkju og efla áhrif kristinnar trúar í öllu uppeldisstarfi á heimilum og í skólum Þar er undirstaðan lögð Hlutverk stjórnmálamanna á að vera útfærsla kristinnar grund- vallarhugsjónar á sem flestum svið um samfélagsins LÆrIð vélritun Ný námskeið hefjast mánudaginn 13. jún( Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Engin heimavinna. Upplýsingar pg innritun í sima 41311. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20. Hjólbörur-Hjólbörur Hinar landsþekktu frá Nýju blikksmiðjunni Ármúla 30, sími 81 104 ávallt fyrirliggjandi 3 stærðir. Syðjið íslenzka framleiðslu. SESAM H.F. Byggingarvöruverzlun Seljum pípur á mjög góöu verði fittings fittings, krana og fl. til vatns og hitalagna. Einnig plaströr og fittings til frárenslislagna. Ennfremur hinar þekktu LIMDET plastþakrennur. Athugið verð og gæði sendum um allt land. SESAM H.F. Trönuhrauni 6, s. 52128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.