Morgunblaðið - 08.06.1977, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977.
Ræða Péturs Sigurðssonar formanns
sjómannadagsráðs á sjómannadaginn
Góðir áheyrendur nær og fjær.
í*að eru ótrúlega margir, sem
gera samanburð á 1. maí, hátíðis-
degi verkamanna og sjómanna-
deginum.
Á framkvæmd þessara tveggja
hátiðisdaga og tilgangi er þó mik-
ill munur.
Að 1. maí standa öll aðildar-
félög A.S.Í. lærðra og ólærðra,
þar á meðal sjómanna nema þau
sem aðild eiga að F.F.S.Í.
Það samband, iðnnemasam-
bandið, samtök opinberra starfs-
rhanna og nokkrir öfgahópar voru
þó þátttakendur í hátiðahöldum
þessa dags nú fyrir skömmu og
tóku þátt í kröfugerð hans.
Þetta er skiljanlegt þegar til
þess er horft, að megin hlutverk
1. maí, er kaup- og kjarabarátta
líðandi stundar, þótt hin síðari ár
hafi farið vaxandi og orðið meira
áberandi ýmsar kröfur um félags-
legar umbætur.
Fyrir um 40 árum var sjó-
mannadagurinn mótaður á þann
veg sem hann hefur nú starfað
allt þetta timabil með litlum
breytingum.
Var strax í upphafi gengið út
frá því að samtök dagsins sem slík
hefðu ekki með hina beinu kaup-
og kjarabaráttu að gera, þótt
ræðumenn sjómanna þennan dag
drægju að sjálfsögðu fram hags-
munamál þeirra á þessu sviði sem
öðru.
Tilgangur sjómannadagsins er
samkvæmt reglum hans að:
a. efla samhug meðal sjómanna og
hinna ýmsu starfsgreina sjó-
mannastéttarinnar.
b. að heiðra minningu látinna sjó-
manna og þá sérstaklega þeirra,
sem láta líf sitt vegna slysfara í
starfi.
c. að kynna þjóðinni lífsbaráttu
sjómannsins við störf hans á sjón-
um.
d. að kynna þjóðinni hin mikil-
vægu störf sjómannastéttarinnar
í þágu þjóðfélagsins í heild.
e. að beita sér fyrir menningar-
málum er sjómannastéttina varð-
ar, og vinna að velferðar- og
öryggismálum hennar.
f. að afla fjár til að reisa og reka
dvalarheimili og íbúðir fyrir aldr-
aða sjómenn og sjómannaekkjur.
g. að koma upp og annast sumar-
dvalarheimili og skylda starfsemi
fyrir börn sjómanna, sem
munaðarlaus eru eða búa við erf-
iðar aðstæður.
Þá segir: Að þessu skal unnið
með kynningu á málefnum Sjó-
mannadagsins á opinberum vett-
vangi í fjölmiðlunartækjum og á
hvern þann hátt, sem málefninu
getur orðið til heilla, þar á meðal
hverri leið sem vænleg getur
orðið til fjáröflunar.
Að öllu þessu hefur veið unnið í
fjóra .áratugi með margvíslegu
móti.
Meðal fyrstu verkefna samtak-
anna var, að hefja sund- og
róðraríþróttina til fornrar virð-
ingar meðal sjómanna, stuðla að
stofnun sjóminjasafns, vinna að,
styðja og styrkja byggingu nýs
sjómannaskóla, reisa minnisvarða
á leiði óþekkta sjómannsins í
Fossvogskirkjugarði, heiðra aldr-
aða sjómenn árlega og þá, sem
unnið hafa óvenjumikið að félags-
málum sjómannastéttarinnar og á
annan hátt barist fyrir framgangi
málefna Sjómannadagsins.
Tvær sjávarútvegssýningar
samtakanna árin 1939 og 1968,
sem gífurlegur fjöldi fólks sótti,
útgáfa Sjómannadagsblaðsins ár-
lega og framkvæmdir á jörð sam-
takanna í Grímsnesi. Þar er nú
sumardvaiarheimili fyrir allt að
60 börn auk félagsaðstöðu, 22 or-
lofshús í eigu sjómannafélaga og
Sjómannadagsins, auk mikils
fjölda skipulagðra leigulóða fyrir
einstaklinga.
Lang veigamesta verkefni sam-
takanna hafa þó verið byggingar
fyrir aldrað fólk, fyrst dvalar-
heimili aldraðra sjómanna —
Hrafnista í Reykjavík og nú
Hrafnista í Hafnarfirði.
Að sjálfsögðu er annarra að
dæma um hvernig til hefur tekist,
en sjálfur finn ég að enn vantar
mikíð á að sambærilegri félags-
legri aðstöðu sjómanna við aðrar
stéttir hafi verið náð og tek ég þó
í þvi mati mínu fullt tillit til sér-
stöðu þessarar atvinnugreinar
vegna langtímafjarveru.
Bygg-
ingar
fyrir
aldraða hafa verið
veigamesta verkefnið
En þessi stétt missir ekki ein-
ungis af eðlilegu fjölskyldulífi
heldur tapar hún einnig af marg-
háttaðri samfélagslegri þjónustu,
sem sjómenn eins og aðrir greiða
þó til, svo sem útvarps, sjónvarps,
leikhúsa, hljómleika og margs
fleira í opinberri þjónustu.
Fjarvera þeirra kallar líka á
aukinn framfærslukostnað í
heimilisrekstri.
Vissulega hefur verið reynt að
koma á móti þessu á ýmsan hátt
t.d. með sérstökum skattfríðind-
um og bættri útvarpsþjónustu.
En sorglega þykir mér stundum
seint ganga að ná eyrum annarra
þótt hátíðisdagur sjómanna hafi
svo lengi sem ég man, verið nýtt-
ur til að kynna störf og starfsað-
stöðu sjómannastéttarinnar og
þau verkefni sem samtök dagsins
vinna að.
Vera má að áhugi okkar, bjart-
sýni á skilning náungans og vilji
til að ná settu marki hafi valdið á
stundum gagnrýni á störf okkar.
Gagnrýni fyrir að fara of hratt
yfir og stíga máske á tær þeirra
sem gleymdu að draga þær að sér
þegar fram hjá var farið.
Ég varð t.d. fyrir vonbrigðum
nú í gær er ég las í virðulegu
tímariti viðtal við tvo sérfræðinga
sem vinna að vandamálum aldr-
aðra. Sérfræðingarnir lýstu af
fjálgleik dag-, dvalar- og
hjúkrunarheimilum fyrir aldraða
í Danmörku sem þeir höfðu skoð-
að fyrir skömmu og hrósuðu
mikið vegna búnaðar og skipu-
lags, að verðleikum.
En þeir virtust alveg óvitandi
um það að nokkur ár eru liðin
síðan við í sjómannadagssamtök-
unum kynntum okkur starf og
skipulag þessara og margra ann-
arra heimila, sem best sést á því
að allt hið besta sem þar er hrós-
að, er fyrirhugað að taka upp í
hinu nýja dvalarheimili Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Dropinn holar steininn segir
máltækið og ég var ánægður þeg-
ar ég heyrði einn ráðherra okkar
fyrir skömmu skýra frá nefndar-
skipun til athugunar á sendingu
efnis á myndsegulbandi um borð í
skip okkar.
Að vísu held ég því fram að mál
þetta væri komið á góðan rekspöl
ef tillögu minni við afgreiðslu
fjárlaga 1974 hefði verið fylgt, en
hún var um eftirgjöf aðflutnings-
gjalda á myndsegulbandstækjum
og efni til þeirra.
Þá strax hefðu margir útg. m.
og skipshafnir aflað sér slíkra
tækja, þau væru orðin almenn í
skipunum í dag og jafnvel hafin
samantekt á ýmsum þáttum hér
heima sem senda má um borð i
skipin og skoðast þar þegar timi
og aðstæður leyfa.
Ég spái því að í þessu sé fólgin
lausn fyrir okkar sjómenn og ber
því að fylgja þessu máli vel eftir,
þótt ég sé ekki með þessu að hafa
á móti fjölgun og styrkingu ým-
issa strandstöðva, þegar efni og
geta samfélagsins leyfa.“
Þá ræddi Pétur m.a. kjaramál
sjómanna og gat þess, að sjó-
mannadagurinn væri haldinn í
skugga hinnar miklu launa- og
kjaradeilu, sem nú er háð af öll-
um launþegum, einnig sjómönn-
um. Hann kvað einga bót að ræða
• •
Oryggismál-
um sjómanna
aldrei nógur
gaumur gefinn
Góðir áheyrendur!
I dag höldum við tslendingar
hátíðlegan sjómannadaginn í fer-
tugasta skipti frá upphafi.
Fyrir hönd útvegsmanna leyfi
ég mér að færaykkur sjómönnum
nær og fjær hugheilar árnaðar-
óskir með daginn.
Á þeim tíma, sem liðinn er, síð-
an fyrsti sjómannadagurinn var
haldinn hátíðlegur árið 1938 hafa
orðið miklar breytingar og stór-
stígar framfarir í þjóðfélagi okk-
ar.
Óþarfi er hér að tíunda þá þró-
un, sem verið hefur á fiskiskipa-
flota okkar íslendinga, en á síð-
ustu árum hefur orðið mikil aukn-
ing og endurnýjun á flotanum.
Hafa verið tekin í notkun skip af
nýjum gerðum og með nýjan og
flókinn tækjabúnað, þar á meðal
Iskuttogarar.
En aukin tækni- og vélvæðing
s leiðir af sér aukna slysahættu, og
því miður kom það líka á daginn,
að margvíslegar slysahættur voru
i samfara þessum nýju skipurn og
Surðu þar fljótt tíð og alvarleg slys,
þar sem í flestum tilvikum mátti
rekja til þess, að menn voru óvan-
ir vinnutilhöguninni um borð i
þessum skipum. Hún var önnur
en þeir áttu að venjast og ekki var
fyrir hendi sérstök þjálfun eða
aðlögunartími vegna þessara nýju
skipa.
Öryggisbúnaöur
ásjó
Það eru öryggismál sjómanna,
sem ég geri hér að umtalsefni.
Strax í upphafi var reynt að
bregðast fljótt við þessu vanda-
máli og lögðu þar margir hönd á
plóginn til þess að reyna að draga
úr þessum tíðu slysum. Á árinu
1975 voru gefnar út reglur um
öryggisráðstafanir á fiskiskipum
með skutrennu, þar sem gert er
að skyldu að hafa um borð ör-
yggisbelgi, öryggishjálma og
björgunarvesti, sem blása sig út
sjálf og hægt er að hafa innan
hlífðarfata, svo eitthvað sé nefnt.
En það er ekki nóg, að settar
séu reglur um öryggisbúnað.
Það er ekki nóg, að til séu nefnd
félög og stofnanir, sem starfa að
öryggismálum sjómanna.
Þessi mál verða aldrei í lagi,
nema sjómenn sjálfir séu virkir í
baráttunni gegn slysunum.
Því miður hefur verið misbrest-
ur á því, að fyrirskipuð öryggis-
tæki hafi verið notuð sem skyldi
og í mörgum tilvikum alls ekki.
Þá hafa margir verið seinteknir
að viðurkenna nauðsyn þessa
búnaðar og láta ekki sannfærast
um gildi hans eða hlutverk. Vil ég
nefna nokkur dæmi þessu til
skýringar.
Til er, að því hafi verið lýst yfir,
að öryggisbeltiu væru gagnslaus
og þeim hent til hliðar, þar sem
viðkomandi hafði fallið í þilfarið,
þrátt fyrir, að hann væri girtur
öryggisbelti. í þessu tilfelli full-'
nægði öryggisbeltið ekki þeirri
kröfu mannsins að vera algild
slysavörn og var þar með afskrif-
að. Allir sjómenn ættu þó að vita,
að öryggisbeltinu er ætlað að
koma í veg fyrir að menn falli
útbyrðis, en að sjálfsögðu getur
notkun öryggisbeltis ekki komið í
veg fyrir að menn geti dottið eftir
sem áður.
Til er, að menn hafi hætt að
nota öryggisbúnað, þar sem þeim
þótti hann ekki hentugur, og þar
hef ég einkum í huga linublakkir
þær, sem margir notuðu með ör-
yggisbeltunum, þar sem linan
læsist við minnsta hnikk, enda
upphaflega hannaðar fyrir linu-
menn og miðað við fall úr lofti.
Þetta mátti þó auðveldlega laga
með einu handbragði, sem og
margir sjómenn fundu út sjáifir
eða fundu þá út eitthvað betra i
staðinn, nema þeir, sem voru nei-
kvæðir og afskrifuðu þennan bún-
að strax.
Þá hafa lika, því miður, verið
dæmi þess að þessi lögskipaði ör-
yggisbúnaður hafi alls ekki verið
til um borð, enda þótt viðkomandi
skip hafi fengið haffærisskírteini.
Komið hefur það þó fyrir að i
einu slíku tilfelli, þar sem það
hörmulega slys hafði gerzt, að
maður féll aftur úr skutrennunni
og drukknaði, að því var lýst yfir
blá kalt í sjóprófinu, sem fram fór
út af slysinu, að þótt öryggisbeltin
hefðu verið til staðar, væri það
fráleitt,- að nokkur hefði notað
þau i þessu tilfelli, þar sem veður
hafi verið það gott, er slysið skeði.
Breyting til batnaðar
Ég hef nefnt þessi dæmi til þess
að sýna þennan neikvæða hugsun-
arhátt, hvað notkun öryggistækja
snertir, sem enn örlar á hjá sum-
um. Þetta er vandamál, sem líka
þekkist víða á vinnustöðum í
landi.
Sem betur fer virðist þetta nú
vera að breytast verulega til batn-
aðar og að sjómenn séu að verða
sér meðvitandi um nauðsynina á
auknum öryggisráðstöfunum, eigi
að takast að fækka slysunum.
Nefna mætti hér togaraskip-
stjóra, sem líða mönnum sínum
ekki að vinna á þilfari, án tilskil-
ins öryggisbúnaðar. Slikir menn
eru til fyrirmyndar og sýna þá
ábyrgðartilfinningu, er góðum
skipstjórum sæmir.
Nefna mætti hér ótal sjómenn,
sem verið hafa óþreytandi, að
benda á leiðir til úrbóta í öryggis-
málum sjómanna eða hafa betrum
bætt þann öryggisbúnað, sem fyr-
ir hendi var. Ber að fagna þessum
aukna áhuga og jákvæða hugsun-
arhætti sjómanna til þessara
mála.
Þá verður að leggja rika
áherzlu á það, að sá öryggisbúnað-
ur, sem til er, sé ekki aðeins not-
aður, þar sem hann er fyrirskip-
aður, heldur á öllum skipum, þar
sem hægt er að koma því við.
Öryggisbelti, sem upphaflega
voru ætluð skipverjum skuttogar-
anna, hafa menn notað víða t.d.
við vinnu upp á nótapalli á nóta-
skipunum eða við linudrátt á sum-
um línubátunum.