Morgunblaðið - 08.06.1977, Page 11

Morgunblaðið - 08.06.1977, Page 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNI 1977. þessi mál nú, þegar þau væru í höndum samninganefnda. Her- lúðrar hefðu þegar verið blásnir. Hann benti á að góð afkoma margra fiskimanna byggðist m.a. á því að síðustu misseri hefði fisk- verði verið haldið svo réttu sem unnt væri. Þessari afkomu fylgdi fifurlegt vinnuálag eins og hjá fiskvinnslufólki i landi. Pétur undirstrikaði að þetta gilti einnig um farmennina, hjá þeim væri vinnutimi óeðlilega langur og byggðist afkoma þeirra að mestu á yfirvinnu. Yrði að telja slíkt óeðlilegt, þegar horft væri til hinnar góðu afkomu far- skipanna. Þá vitnaði Pétur til orða sjávar- útvegsráðherra um landhelgina og nýtingu hennar og tók undir þau. Hann sagðist á löngum stjórnmálaferli hafa lært aldrei að segja aldrei. Fyrir þjóð sem okkar væri nauðsynlegt að taka jákvætt undir óskir um allar við- ræður, þvi ekki væri nóg að afla fisks, hann þyrfti að selja lika. Nú væri hins vegar enginn grundvöll- ur fyrir samningum um auknar veiðiheimildir og alls ekki meðan fiskstofnar okkar væru í því ástandi að við þyrftum að tak- marka eigin veiðar. Ef til frekari takmarkana þarf að koma, verður það að sjálfsögðu ekki gert einhliða á kostnað sjó- manna og útvegsmanna. Þjóðin öll hefur notið þess með þessum aðilum, þegar vel hefur gengið og verða þá að axla áföllin með þeim. Þá sagði Pétur að lokum orð- rétt: í morgun var þeirra sjómanna minnst, sem farist hafa i starfi frá siðasta sjómannadegi, og skyld- fólki og vinum færðar samúðar- kveðjur. Að þessu sinni var tala þessi ótrúlega lág, eða 7 menn. Sjálfsagt eru nokkrar megin- ástæður til þess að svo blessunar- lega hefur tekist til að þeir urðu ekki fleiri. Einmuna tið á vetrarvertíðinni en um leið meiri sókn og vinnu- álag en nokkru sinni áður. Skipin stærri og betri, búin fullkomnari búnaði til vinnu, siglinga, örygg- is og björgunar. Slysavarna- og björgunarmál aldrei betur unnin en nú og fræðsla sjómanna i þessum efnum betri en áður. Þegar þessi upptalning er skoðuð nánar má sjá að á alla þættina nema þann fyrsta, má hafa bein áhrif með aukinni fræðslu, starfi og fé til úrbóta á þessum sviðum. Oft hefur mér fundist á liðnum árum að betur mætti gera með fjárframlögum af sameiginlegu aflafé þjóðarinnar og gæti ég þul- ið langan lista nauðsynlegra úr- bóta sem orðið hafa að biða vegna fjármagnsskorts. Þeim sem valist hafa til stjórn- unar i ýmsum félagssamtökum sjómanna ber að sjálfsögðu skylda til að vinna að þeim og fylgja þeim eftir með fullum þunga. í þau ár sem ég hefi gegnt for- mannsstörfum i sjómannasamtök- unum í Reykjavík og Hafnarfirði hefi ég verið viðstaddur minn- ingarathafnir um nær 360 islenzka sjómenn sem látist hafa i starfi á liðnu ári þar á undan eða 24 sjómenn á ári að meðaltali. — Og nú bætast 7 við. Þetta er mikil blóðtaka fá- mennri stétt, sem sýnir betur en nokkuð annað hvað sjómenn okk- ar hafa við að glima í starfi sínu og hve gjörólíkt það er störfum annarra stétta þjóðfélagsins vegna þessa, vegna fjarveru frá heimilum sinum og erfiðrar vinnuaðstöðu. Þetta er lika mikii blóðtaka fyrir okkar fámennu þjóð. Við gerum þær kröfur á hendur allra ráðamanna, bæði í stjórn ríkis sem bæja, fyrir hönd þess- ara manna, fyrir hönd eigin- kvenna þeirra og barna að ekkert verði til sparað til að auka enn öryggi sæfarenda. Um leið þökkum við allt sem vel hefur verið gert t.d. i vita- og hafnarmálum, búnaði Landhelgis- gæslunnar og þýðingarmikilli öryggisþjónustu hennar, á vegum fjársveltrar sjóslysanefndar og hins mikilvirka og velvirka Slysa- varnarfélags íslands og deilda þess. Með þá einlægu von i brjósti að þær deilur sem nú eru uppi meðal launafólks og vinnuveitenda megi leysast á farsælan hátt þeim sem hlut eiga að máli og þjóðinni allri til farsældar flyt ég þjóðinni allri þakkir sjómannadagssamtakanna fyrir stuðning hennar við málefni þeirra og hvet alla sem mega, til frekari átaka á þeim sviðum. Á móti, heita þessi samtök aó vinna jafn ötullega og áður að hagsmunamálum aldraðra i þjóð- félagi okkar sem öðrum er til al- menningsheilla horfa. Ég lík orðum mínum með þvi að flytja öllum sjómönnum og skylduliði þeirra óskir um far- sæld i öllu starfi og lifi. Ræda Jónas- ar Haralds- sonar á sjó- mannadaginn Hin handhægu björgunarvesti, sem blása sig út sjálf og sem ég áður nefndi, eru ekki aðeins nauðsynleg skuttogaramönnum, heldur öllum þeim, sem sjó sækja, ekki sizUþeim, sem á smábátum róa. Þessi belti hafa þegar sannað ágæti sitt og bjargað mannslífum. Hér mætti nefna ýmis þau mál, sem unnið er að í öryggismálum sjómanna, svo sem að skylt verði að hafa radarspegla um borð i smábátum, að settir verói öryggis- lokar við öll linu- og netaspil í bátum stærri en 15 rúmlestir, svo koma megi i veg fyrir hin óhugn- anlegu slys, er hafa orðið við þessi spil. Fleira mætti hér nefna, ef timi gæfist til. Mér hefur orðið skrafdrjúgt um öryggismál sjómanna, sem aldrei er nógur gaumur gefinn. Þetta eru viðkvæm mál fyrir marga, mál, sem erfitt er að ræða um án þess að styggja kannski einhvern, en hjá þvi verður ekki komizt. Það næst aldrei árangur í þessum málum, nema þau séu gripin föst- um tökum og fjallað um þau tæpi- tungulaust, enda skulum við hafa það í huga, að mannslifin eru það dýrmætasta, sem við eigum. Að endingu þetta: Sjómenn! Verið jákvæðir og virkir í barátt- unni gegn slysunum, þvi frum- kvæðið verður alltaf i ykkar höndum. Það er ykkar líf, ykkar öryggi sem verið er að berjast fyrir. Sjómenn! Hafið þessi orð að leiðarljósi. Öryggið framar öllu! KÓPAVOGUR — EINBÝLISHÚS Vorum að fá í einkasölu, mjög skemmtilegt einbýlishús á góðum stað í Kópavogi. Húsið er hæð og ris að grunnfleti um 108 ferm. Geymslukjallari undir hálfu húsinu. Fallegur garður, Mjög gott útsýni. Tvöfaldur bílskúr með vatni og hita. Hér er um sérstaklega skemmti- lega eign að ræða. EIGNASALAIN REYKJAVÍK Ingólfsstrægi 8 simi 19540 og 19191 kvöldsími 44789. 906 þús fm. Óræktað land í Mosfellssveit til sölu. Upplýsingar gefur Ingi R. Helgason Hrl. Lauga- vegi 31. 5herbergja ib c.a 140 fm með bilskúr við Goðheima if Sérhæðir Rauðilækur m/bilsk Miðbraut m/bilsk Hliðarhverfi if Miðtún Húseign með þrem 3|a herb. ib if Byggðarendahverfi Nýlegt einbýlishús m/bílsk c.a" 140 fm if Vesturbær Steinhús með tveim ib. verð 1 1 millj if Seltjarnarnes Raðhús i smiðum tvöfaldur bilsk if 4ra herbergja Æsufell — Dúfnahólar Eyjabakki — R|úpufell if 3ja herbergja Dalsel — Jörfabakki Hjarðarhagi — Blönduhlið if 2ja herbergja Blikahólar — Barónsstig Arnarhraun — Baldursg. HÍBÝLI & SKIP Garðastræti 38 Simi 26277 Gisli ólafsson 201 78 Bjarni Kjartansson 10404 Jón Ólafsson lögmaðru EIGNAÞJÓNUSTAN FASTEIGNA OG SKIPASALA NJÁLSGÖTU 23 SfMI: 2 66 50 Til sölu m.a.: Árbæjarhverfi 2ja herb. mjög góð ibúð á 1. hæð. Danfoss hitakerfi. Suður- svalir og úrvalsgóð sameign. í Vesturborginni Mjög góðar 3ja, 4ra og 5 herb. ibúðir. Eignaskipti möguleg i sumum tilvikum. í Laugarneshverfi 140 ferm. sérhæð (1. hæð) 5—6 herb. ibúð. Gott útsýni. Skipti á 2ja—3ja herb. ibúð t.d. i Vesturborginni möguleg Vantar allar stærðir íbúða á söluskrá. Sölustj. Örn Scheving Lögm. Ólafur Þorláksson. Al ftl.VSIViASIMINN F;r: 22480 JRírfltmWntiib FASTEIGNAMIÐLUN Einbýlishús í Þorlákshöfn 145 ferm. vandað einbýlishús á einni hæð, stór stofa, sjónvarpshol, 4 svefnherb. eldhús með nýjum innrétting um Stór bílskúr, stór ræktuð lóð Skipti á lbú8 í Reykjavik koma til greina. Verð 1 3 millj útb 8 millj Garöabær - Rauðalækur Höfum kaupanda að einbýlishúsi í Garðabæ t.d á Flötunum eða t Túnunum allt að 140 ferm og með bilskúr, í skiptum fyrir úrvals 145 ferm hæð ásamt bílskúr við Rauðalæk Húsið má kosta allt að 20 millj og er þá um peningamilligjöf að ræða. Hæð og ris við Miðborgina 5 herb. íbúð samtals 120 ferm á annarri og þriðju hæð við Hverfisgötu á hæðinni eru tvær stofur og eldhús í risi eru 2—3 herb. baðheb. og geymsla. Tvöfalt gler, sér hiti, eignarlóð Leyfi til að lyfta risi Laus strax. Verð 9 millj. útb. 4.5 millj Sléttahraun - 4ra herb. Snotur 4ra herb. ibúð á 2 hæð um 108 ferm Stofa, 3 svefnherb íbúðin er teppalögð vandaðar innréttingar, þvottaherb. á hæðinm. Bilskúrsréttur. Verð 10 5 millj útb. 6 millj. Granaskjól - 4 ra herb. 4ra herb. íbúðá rishæð i þribýlishúsi um 100ferm Stofa borðstofa og 2 svefnherb. baðherb. og eldhús með nýjum innréttingum. íbúðin er litið undir súð. Sér hiti. Verð 9.5 millj útb 6 5 millj. Lítið hús við Óðinsgötu 50 ferm. hús á eignarlúð, stofa, herb. eldhús og gott baðherb Teppalagt, verð 5 millj. útb 3 millj Góð 2ja herb. ódýr við Laugaveg 2ja herb. ibúð á efri hæð i steinsteyptu þríbýlishúsi um 55 ferm. Stofa, herb. eldhús og baðherb Nýjar innrétt- ingar i eldhúsi, tvöfalt gler, Danfoss, eignarlóð Stutt i barnaleikvöll. Laus strax. Verð 5.5 millj. útb 3 millj Eignarlóð við Rauöavatn Höfum fengið til sölu 2000 ferm uppræktað eignarland við Rauðavatn nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri Verð um 1 millj. Lóðir óskast Höfum kaupendur að nokkrum lóðum á Álftanesi TEMPLARASUNDI 3(2.hæð) SÍMAR 15522,12920 ÓskarMíkaelsson sölustjóri , heimasími 4480Ö Árni Stefánsson vióskf r.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.