Morgunblaðið - 08.06.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 08.06.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977, 13 Aki. „Ertu ekki þarna með nótu frá Svalbak. Hvað sýnir hún?“ Ég er með skýrslu framleiðslueftirlits sjávarafurða undirritaða af Jóni Jakobs- syni, matsmanni, þar sem segir, að skipt- ing aflans, sem landað var úr Svalbaki þennan fimmtudag og næstu daga á und- an, hafi verið eftirfarandi: Af þorski 97% i fyrsta flokk og 3% f annan. Af ýsu 98% í fyrsta flokk og tvö í annan. Ufsinn fer allur I fyrsta flokk, af steinbítnum 65% i 1. flokk og 35% í annan. Og af lúðunni fara 70% ífyrsta flokk og 30 I annan. Af þorskinum eru 63% 70 sm og yfir, 26% eru 54—70 sm, 10% eru 50—54 sm og 1 % er 43—50 sm. Af ýsunni eru 89% 52 sm og yfir og 11% á bilinu 42—52 sm. Af ufsanum eru 94% 80 sm og yfir og 6% á bilinu 54—80 sm. „Þetta var um 200 tonna túr af þessum ógurlegu smáfiskamiðum, sem við eigum að vera skarkandi á,“ segir Aki. „Samkvæmt reglunum er hámarkið 10% af afla 43—50 sentimetra fiskur. En þarna er bara eitt prósent". „Ef þarna hefði átt að vera um það að ræða að smáfiski væri hent, þá kemur það úr sem nokkuð kúnstug fullyrðing," segir Sigurður. „Því það vantar nítján tonn upp á leyfilegt magn, það sem má vera undir 50 sentimetrum. Ætli maður myndi nú ekki stoppa áður en nitján tonnum hefði verið hent 1 hafið." — En nú getur þessi túr hafa verið sérstakur? „Af hverju? Af þvi hann sannar ekkert um smáfiskadráp?" spyr Halldór snöggt. — Þetta afsannar ekkert heldur. „Sussu nei. Auðvitað ekki,“ svarar Halldór um hæl. „Við eigum auðvitað að sitja uppi með skömminá bara af þvi að aðrir vilja að svo sé.“ — Nú hefur komið fram fullyrðing um að í áramótatúrnum hafi smáfiski verið hent... „Ég fæ nú bara engan botn i þessa frétt í Morgunblaðinu," segir Áki. „Ég var þarna á þessu svæði og ekki varð ég var við allan þennan smáfisk." „Ég var þarna lika,“ segir Halldór. „Og við gerðum allt annað en að fleygja fiski fyrir borð. Við drógum fisk inn og lönduðum þessum túr á Húsavik. Ég veit ekki betur, en þeir hafi kunn- að að meta aflann sem fyrsta flokks hráefni." „Ég verð nú bara að segja eins og er, að ég man ekki frá fleiri, fleiri túrum eftir fiski á nótunum undir fimmtiu sentimetrunum," segir Sigurður. — Það segir bara að þið komið ekki með hann að landi. „Við skulum bara ganga frá þessu máli i eitt skipti fyrir öll,“ segir Halldór. „Möskvastærðin sér til þess, að við stundum ekki smáfiskadráp. Við Áki staðfestum báðir að í þessum áramótatúr var engum smáfiski hent fyrir borð hjá okkur. Og ekki sáum við aðra henda fiski. Þetta er okkar sann- leikur i málinu. Meira eða betra getum við ekki sagt.“ — En af hverju er þetta þá fullyrt? „Ég kann nú alveg orðið yfir svona fullyrðingar," segir Halldór. „En hafi þeir hent fiski, þá var það ekki smá- fiskur i þeirri merkingu að þeir hafi ekki mátt koma með hann að landi. Þetta hafa þá bara verið þeir guttar, að þeir hafa ekki nennt að vinna fiskinn." — Er það til? — Ég segi ekkert um það. En hafi þeir hent fiski, þá er þetta eina skýringin, sem ég kann. Það er svo sáralitlu hent yfirleitt, að slikt magn kæmi aldrei til greina." — Það er þá einhverju hent? „Það er alltaf eitthvað rusl og drasl i hverju hali og smátittir með, kannski kassi i mesta lagi. Þessu hendum við og það er engin leið að komast hjá þvi að þetta slæðist með. En tonnavís verður þetta drasl aldrei. Aldrei!" Og slikur þungi fylgir þessu síðasta orði Halldórs og samþykki hinna tveggja á þvi, að það fer vel á þvi að það endi umræðurnar um smáfiskadrápið. Glæpurinn er að stækka f lotann — Er þá bara allt i lagi á sjónum? „Lang frá þvi,“ segir Áki. „En smáfiskadráp er ekki meinið. Hins vegar vitum við að fiskurinn hefur farið minnkandi, þannig að við stefnum og erum reyndar komnir í ofveiði.. „Annars er ég nú sannfærður um það, að þorskurinn sé betur staddur, en menn vilja vera láta,“ segir Sigurður. „Ég er svartsýnni á karfann og ufsann. Mér heyrist karfinn vera alveg horfinn af grunnmiðunum og skilst að Vestur- Þjóðverjarnir séu að klára djúpkantana þarna syðra...“ „ ... Þetta er bara afleiðing af þvi að við vorum á siðasta snúningi með að færa út landhelgina," heldur Áki áfram. „Utfærsla landhelginnar og það að losna við Bretann, rússnesku móðurskipin og alla útlendingana yfir höfuð er stórkost- legasta friðun, sem við höfum gripið til.“ — En dugar útfærslan ein? „Nei. Við erum með alltof mikla sókn sjálfir," segir Halldór. „Það er náttúrlega forkastanlegt að við skulum alltaf vera að bæta við okkur skipum, þegar við vitum að við eigum nú þegar hámarksflota fyrir fiskimiðin," segir Áki. „Það er glæpurinn i þessum málum.“ „Það er þegar komin algjör örtröð á miðin," segir Sigurður. „Og það hug- rekki, sem þarf til að léysa þessi mál, er ekki hvað sízt fólgið í þvi að stöðva stækkun flotans." „Ég var nú að lesa i Morgunblaðinu i morgun frétt um að Vestmannaeyingar ætluðu að fá sér nýjan skuttogara,” segir Halldór „Að visu ætla þeir að kaupa Framhald á bls. 19 r Vilhelm Þorsteinsson, framkvæmdarstj. Ut- gerðarfélags Akuregringa í spjalli viðMbU ..Það er tiúmer eitt. tvö og þrjú að togararnir komi að landi meö vel með farinn og góðan afla og að hann sé unnin á vandaðan hátt. Alveg saina um hvaða fisktegund er að ræða. Það er landlæg bölv- un, hvað okkur tslendingum hætt- ir til að einblina á tonnafjöldann. en spyrja ekkert um verðmætið.” segir Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Akureyringa hf.. þegar ég hef tekið hann tali. Úti eru inenn að ljúka löndun úr Svalbak og í fyrramálið er Harðbakur væntan- legur. Þá verður Svalbakur far- inn. Þannig gengur þetta. — Finnst þér eitthvað vanta á að við förum nægilega vel með fiskinn? „Ég er anzi hræddur um það, að potturinn sé nokkuð viða brotinn og þá einkum i Iandi. Það vantar talsvert á það, að almennur skiln- ingur sé á því að fiskiðnaðurinn er toppvandasöm stóriðja. Við hér hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa höfum alltaf reynt að keppa að hæsta markinu og lagt á áherzlu á sein beztan afla og síðan vandaða vinnslu i verðmætustu framleiðsluna. Og við skiptum ekki um vinnubrögð eftir fiskteg- undum. Til að sanna þetta fyrir þér skal éf» sýna þér svart á hvítu, að á síöasta ári var meðaltalið af fimm togurum okkar 93,25'V, afl- ans í fyrsta flokk. Og afkoman er sú. að vera réttu megin við strikið þrátt fyrir miklar afskriftir af nýjum togaraflota. Annars er það orðið nijög shemt. hvað búið er að troða inn i fólkiö. að togaraútgerð sé ekkert nema smáfiskur og ef ekki það, þá vinmmannslegt dráp á undirmáls- fiski. Eg bendi nú bara á þetta fyrirtæki hérna. Við erum ein- göngu með togarafisk. þannig að ef um tóman smáfisk væri að ræða, þá ætti afkoman nú ekki að vera svo bevsin er ég hræddur um.“ Vilhelm var sjálfur skipstjóri áður en hann settist i brúna i landi. ,,Eg hef nú þá trú að ástandið á fiskinum sé ekki eins slæmt og menn vilja vera láta," segir hann. „En ef það á að fara að grípa til einhverrar stöðvunar á sókninni, þá tel ég nú engan veginn rétt að vera að bæta við flotann í sömu andránni." — Hvað hefur þú fyrir þér í því sem þú segir um ástand fisksins? „Ég á við það, að þótt fiskurinn hafi ntinnkað við suðvesturhornið þá er ýmislegt annars staðar sem bendir ti! þess, að ytri skilyrði eins og hitastig sjávar, straumar og æti hafi sitt að segja. Nú gerist það hér í vor, þegar aflinn tregð- ast syðra. að í fjöldamörg ár hafa aðrar eins giingur af stórum hrygmngarfiski ekki komiö inn i firði og flóa Og það veit ég, þó að ég hafi um það engar tölur. að hér i Eyjafirði er ástandið nú allt öðru vísi, en verið hefur Sjórinn er hlýrri og hér hefur komið mikið af þorski iil hrygningar." — Telur þú þá að ekki þurfi að grípa til frekari aögeröa? ,,Kg hef þá trú að með útfærslu landhelginnar og lokuðunt stórum svieðum. (d'tirlitsmönnum og skynsamlegunt s\ ieðaaðgerðum. og svo takmörkun netafjöldans sé þessum málum borgið, ef rétt er staðið við þetta allt. Kn ég undirstrika það, að flot- inn á ekki að stækka og þegar svæðum er lokað til friðunar, þá á að loka þeim fyrir öllum veiðar- færum." — Merkir þú einhvern mun á fiskinum eftir því, hvar togararn- ir taka hann? „Fiskurinn fyrir Norðurlandi er ekkert smærri nú en verið hef- ur i gegnum öll árin. Hitt er, að hér áður fyrr, þegar Halamiöin voru mest toguð, þá stunduöu togararnir þau stðsum- ars og fram i janúar, en þá var fariö vestur og suöur fyrir og haldið þar áfram i stærsta fiskin- urn. Nú er búið að loka öllu þar fyrir togurunum og þannig hefur aukinni sökn verið beint á Vest- fjarðarmiðin, sent við vitum :ð eru smáfiskaslóðir austantil. Þannig er ekki um það að ræða, að fiskurinn hafi minnkað, heldur er aukinn hlutdeild smærri fisks í aflanum afleiðing þess, að sókn- inni hefur verið skellt of hastar- lega á Vestfjarðamiðin og þar við bætist timi. sem þessi mið voru ekki stunduð á áður." — Telur þú aö þaö hafi veriö gengið of rösklega fram í því aö hanna togveiöar á ákveðnum svæóum? ,,Já. Ég tel það ekkert fara á milli mála og þeim mun meiri óskynsemi I þessu öllu, að bann yið togveiðum á þesstim sva'ðum hefur einfaldlega þýtt aukna netasökn á þau Þetta er mismun- un og vafasöm friðun. ef það get- ur með nokkru móti talist heita það." — Nú hefur oft veriö sagt, aö endurnýjun logaraf lolans Itafi veriö of mikil og of hriiö. Ilver er þín skoóun? ,,Það hefur lengi loðað við okk- ur Islendinga að vilja gera allt i stökkbreytingum. Svona var þetta með siklarflotann á sinum tima. Þá vildi enginn sjá togara. en nokkrir þraukuðu þó við togara- útgerð. sem betur fer. En það sem gerði skuttogara- kaupin jaftt stórtæk og raunin varð, var það, að þá var tekin upp togaraútgerð á mörgum stöðun, þar sem hún hafði aldrei verið reynd áður. Svona með lauslegri ágizkun gæti ég trúað að 16 skut- togarar af öllum hópnum séu gerðir út af fyrirta'kjum, sem mega kallast gamalgróin í togara- útgerðinni. En togaraútgerð hefur alltaf átt rétt á sér og mun eiga það áfram. Við skulunt ekki gleyma þvi, að þótt það hefði kunnað að vera heppilegra að dreifa skuttogara- kaupunum meira. þá hefur til- koma þeirra valdið gjörbyltingu i mörgum plássum Þannig eru þær kröfur, sem þjöðfélagið nú gerir til útgerðar- innar orðnar anzi stór hlutur. Eg held, að ef það ætti að stöðva þessi atvinnutæki með einhverj- um hætti. þá verði nú að rifa seglin á öðrunt sviðum og það áður en togaraflotinn er haminn, þvi eitthvað hlýtur að hrynja, ef dregið verður úr mögulegri verð- mætasköpun. En til þess að ná endum saman, verður að reka útgerðina fast og afla. Þetta er ekki lifsspursmál fyrir okkur útgerðarmenn eina. sjómennina eða fólkið, sem starf- ar beint i fiskvinnslunni. Fiskur- inn kemur alls staðar við." — Nú hefur verið rætt um óhemju smáfiskadráp togara í áramótatúrnum. A þeim slóóum voru togarar Útgerðarfélags Akureyringa. „Öjú. Og Harðbakur komst á prent í Morgunblaðinu i þessari dæmafáu vitleysu. Eg hef nú svarað fyrir Harðbak, sem kom út með um 80 króna meðalverð á kiló. Þar föru 96% þorsksins i fyrsta flokk og fjögur i annan. Ysan öll og ufsinn fóru i fyrsta flokk. Og samkvæmt mats- miðurstöðu framleiðslueftirlits sjávarafurða voru 48% af þorsk- inum 75 sm og yfir, annað eins á bilinu 54—74 sm og aðeins 4% á bilinu 50—54 srn. Af ýsunni voru 73% 54 sm og yfir og 27% á bilinu þaðan og niður i 40 sm. Hjá Svalbak, sem landaði á Húsavík. skiptist þorskurinn þannig, að 58% voru 70 sm og yfir, 38% á bilinu 54—70 sni og 4% frá 54 og niður i 50 sm. Af ýsunni voru 95%, 52 snt og yfir og 5%, á bilinu 40—52 sm. Af ufsan- um voru 63%, 80 sm og yíir og 37%, 40—52 sm. Sölbakur landaði á Þingeyri. Hjá honum fóru 96%, af þorskin- Framhald á bls. 18 Fiskurinn kemur alls staðar við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.