Morgunblaðið - 08.06.1977, Side 23

Morgunblaðið - 08.06.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNÍ 1977. 23 hún okkur ætíð sem hin besta amma i blíðu sem strfðu, svo til fyrirmyndar þótti. Langar okkur því til að þakka hinni látnu fyrir þær samveru- stundir sem við áttum með henni, án þeirra hefðu unglingsárin misst mikið af lit sinum. Börn Unnar Sveinsdóttur. í dag, 8. júní, fer fram frá Frí- krikjunni í Reykjavík útför Þóru Ágústsdóttur. Hún var fædd á Isa- firði 10. mars 1907. Foreldrar hennar, sem þá bjuggu þar, voru hjónin Ágúst Guðmundsson og Ingigerður Sigurðardóttir. Ágúst var sonur Guðmundar bátasmiðs Guðmundssonar og Helgu hómó- pata Símónardóttur, sem margir kannast við. Voru þau velþekkt bæði tvö, hann fyrir iðn sina og verkstæði, sem hann rak á ísa- firði, hún fyrir störf sín sem hómópati, en af kunnáttu hennar og læknishæfileikum fór víða orð. Ingigerður var dóttir Sigurðar hafnsögumanns Sigurðssonar sem oft var kenndur við „Steinhúsið" í Reykjavík Þórðarsonar og konu hans Margrétar Magnúsdóttur. Þóra var annað barn foreldra sinna. Eldri henni var Höskuldur vélstjóri eg lengi stöðvarstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur, kvæntur Áslaugu Ásgeirstóttur. En yngri voru: Margrét, g. Einari Guð- mundssyni gjaldkera í Hamri h/f; Steinunn, g. Þóri Kjartanssyni lögfr. og bankafulltrúa í Lands- banka Islands; Nanna, g. Ás- munda Sigurðssyni iðnrekanda í Reykjavík; Ágústa, g. Ástmundi Guðmundssyni, framkv.stjóra í Stálsmiðjunni h.f., og Guðmund- ur bakari og skákmeistari, kv. Þuríði Þórarinsdóttur. Öll syst- kini Þóru eru á lífi og búsett í Reykjavík eða nágrenni. Tvær systur hennar, Nanna og Stein- unn, eru fyrir stuttu orðnar ekkj- ur. 1 spönsku veikinni 1918 lést Ingigerður, en þá voru þau hjón flutt til Reykjavikur. Skömmu siðar leystist heimilið upp og fóru börnin þá til frændfólks og vina, og var þáttur Steinunnar móður- systur þeirra í Sveinsbakaríi þar stærstur og verður hennar fram- lag og aðhlynning aldrei fullmet- in fyrir þessa fjölskyldu. 6. jan. 1927 giftist Þóra eftirlif- andi manni sínum Karli Ó. Jóns- syni. Karl var uppalinn i vestur- bænum og voru foreldrar hans Elísabet Bjarnadóttir og Jón Guð- mundsson stýrimaður, en þau bjuggu lengi í Péturshúsi við Bræðraborgarstig. Karl gerðist snemma sjómaður. En hugur hans stóð til nokkurra mennta og eftir giftinguna og eft- ir að fyrsta barn þeirra var fætt, ákvað Karl að ganga í Stýri- mannaskólann. Segir það sig sjálft, að þó nokkrir góðir vinir, aðallega foreldrar Karls, hjálp- uðu þeim þá var það erfitt ungum hjónum á þeim tíma að klára slik- an áfanga. En þar átti Þóra, hin unga húsmóðir, sinn stóra þátt. Hún var sparsöm, nægjusöm og sívinnandi og lagði mikið á sig til að gera þennan draum manns síns að veruleika. Strax og náminu lauk — en þá voru börnin orðin tvö — fór Karl á sjóinn. Hann fékk fljótlega pláss sem stýrimaður með af- bragðs skipstjóra og þess var ekki langt að biða að hann fékk skip og varð skipstjóri. Hann sigldi öll stríðsárin, var fengsæll og farsæll skipstjóri og hafði marga góða sjómenn, sem með honum unnu í áraraðir. Lifsferill Þóru Ágústsdóttur er á ytra borði líkur ferli fjölda ann- arra kvenna, er unnið hafa störf sín á hljóðlátan hátt á islenskum heimilum, sivinnandi alltaf þegar tækifæri gafst. Lifsbaráttan var ströng fram eftir árum, en þegar um hægðist fann Þóra sér önnur og ný verk- efni. Börn þeirra Þóru og Karls eru fjögur, Ingigerður húsfrú, Valdi- mar stýrimaður, Karl vélstjóri og Jón Þór sjómaður, öll búsett i Reykjavík. Eftir að þau komust á legg, hélt Þóra áfram að hjálpa þeim og barnabörnunum. Alltaf var hún sívinnandi og mörgum rétti hún hjálparhönd, ekki að- eins sínum heldur fjölda af fólki, Framhald á bls. 18 Ljðsm. RAX. Baldvin Ottósson lögregluþjónn ásamt hóp af fimm og sex ára börnum, sem fylgdust spennt með brúðuleikritinu f Vogaskóla I gær. Umferðarfræðsla í brúðuleikhúsi... UMFERÐAFRÆÐSLA á veg- um lögreglunnar og umferðar- nefndar fyrir börn á aldrinum fimm til sex ára hefur nú hafið gang sinn í barnaskólum Reykjavfkurborgar og lýkur henni f enda þessa mánaðar. Það er Baldvin Ottósson, sem hefur yfirumsjón með þessari fræðslu, en honum til aðstoðar eru tveir aðrir lögregluþjónar og tvær fóstrur. Er þetta f nf- unda sinn, sem fræðsla sem þessi er veitt og jafnframt í fjórða sinn, sem Baldvin Ottós- son hefur hana með höndum. I fyrradag hófst hún í Fella- skóla og Vogaskóla. Þar mættu börnin, fengu verkefni til að leysa, síðan var þeim sýnt brúðuleikrit og á eftir kvik- mynd í léttum dúr. Er fræðslan endurtekin tvisvar f hverjum skóla. Sagði Baldvin að umferðar- fræðslan yrði í tólf barnaskól- um í Reykjavík. Hefði hún gef- ið svo góða raun undanfarin ár, aó sami hátturinn hefði verið tekinn upp í nágrannabyggðum Reykjavíkur, Akureyri og víð- ar. Sjómanna- dagurinn á Húsavík Á Húsavfk gátu hátfðahöld sjómannadagsins ekki farið fram samkvæmt dagskrá vegna óhag- stæðs veðurs, en heiðraðir voru aldraðir sjómenn, þeir Þórhallur Karlsson, Sigtryggur Jónsson, Stefán og Þór Péturssynir. Eru þetta allt þekktir menn í íslenzkri sjómannastétt, m.a. fyrir það að hafa sótt vertfðir frá Ilúsavík til Sandgerðis í milli 20 og 30 ár og róið frá Sandgerði á vetrarvertfð og oft verið þar aflakóngar, þeir Þórhallur og Stefán. Landsbankabáturinn er ný verðlaunaafhending á sjómanna- daginn á Húsavík. Báturinn er farandgripur í 5 ár og hlýtur til varðveizlu í eitt ár sá bátur, sem hæsta meðalverð fær á innlagðan fisk á Húsavík og stundar róðra allt árið. I fyrsta skipti vann bátinn mb. Sæborg og var meðal- verð hjá henni 53,36 kr. f. kílóið. Næst var Fanney með 53,04 kr. pr kg. og þriðji Grímur, en lægsta meðalverð hjá þeim sem til greina kom við úthlutun verðlaunanna var 47.35 kr. Fréllaritari. Manns saknað á Blönduósi UNGS manns frá Blönduósi hefur verið saknað sfðan á föstudags- kvöld og hafa leitarflokkar leitað mannsins um helgina. Talið er að maðurinn hafi farið frá landi á árabát, en báturinn hefur fundist rekinn og önnur árin. Leit verður haldið áfram í dag. 51 stúdent frá Öldungadeild MH Prestkosningar PRESTKOSNINGAR voru í þremur prestaköllum úti á landi um helgina, í Vallanesprestakalli á Héraði, Hálsprestakalli f Fnjóskadal og Bólstaðarpresta- kalli í Húnavatnssýslu. Einn prestur var í kjöri á hverjum stað, Hjálmar Jónsson i Bólstað, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson í Valla- nesi og sr. Pétur Þórarinsson í Hálsprestakalli, en þeir höfðu áð- ur allir verið settir til að gegna þessum brauðum. Talið verður á skrifstofu biskups nk. fimmtu- dag. Leiðrétting I GREINUM Jakobs Magnússonar um karfann og ufsann í sunnu- dagsblaðinu urðu tvær prent- villur. 1 greininni um karfann segir að áður en þetta ár verði liðið muni V-Þjóðverjar væntan- lega hverfa af íslandsmiðum, en að karfaafli annarra þjóða sé verulegur, en á að sjálfsögðu að vera óverulegur. 1 greininni um ufsann segir að ufsaaflinn hafi verið kominn niður í 79 þúsund tonn árið 1974, en þar á að standa 1976. Þorlákshöfn 6. júní. IIÁTlÐAIIÖLD f tilefni sjó- mannadagsins hófust laugardag- inn 4. júnf kl. 15 með björgunar- æfingu við höfnina. Þar var einn- ig koddaslagur og sfðan farin skemmtisigling með bátunum. Um kvöldið var stiginn dans f félagsheimilinu með hljómsveit Gissurar Geirs. Á sjálfan sjómannadaginn hinn 5. júni hófst dagskráin með skrúð- göngu frá Suðurvararbryggju að Barnaskólanum, en þar var guðs- þjónusta kl. 14. Sóknarpresturinn sr. Tómas Guðmundsson prédik- ÖLDUNGADEILD Menntaskólans við Hamra- hlíð var slitið 27. maí sl. Tæplega 600 manns höfðu skráö sig til náms á sl. aði og Söngfélag Þorlákshafnar söng. Siðar um daginn fóru fram leikir, reiptog og íþróttir á íþróttavelli Barnaskólans. Klukk- ap 15 var svo hin árlega kaffisala slysavarnakvenna til ágóða fyrir starfsemi slysavarnadeildarinnar Mannbjörg, Þorlákshöfn. Merki dagsins voru seld. Að þessu sinni og einnig i fyrra stóðu að hátíða- höldum sjómannadagsins auk slysavarnadeildarinnar, sem ann- ast hafði þau til þess tíma, Lions- klúbburinn og Bátaútvegsfélag Þorlákshafnar. Hátíðahöld þessi fóru mjög vel fram og voru öllum hausti og gengu 420 til prófs nú í lok voranna. Að sögn Hjálmars Ólafssonar, konrektors skólans, er ljóst að fólki í yngrí aldursflokk- til sóma sem að þeim stóðu. Veður var gott en heldur kalt. Það má geta þess hér i leiðinni, þó seint sé, að á sjómannadaginn i fyrra gaf útgerðarfélagið Meitill- inn hf. Þorlákshöfn slysavarna- deildinni 100 þúsund krónur og Lionsklúbburinn gaf henni 80 þúsund krónur. Þessar höfðing- legu gjafir komu sér alveg sér- staklega vel þar sem björgunar- bátur deildarinnar var orðinn vél- vana, og gjafirnar urðu til þess að hægt var að kaupa nýja vél. Ragnheiður um í deildinni er að fjölga. Fjölmennastir eru nú nem- endur á aldrinum 21 til 30 ára en lágmarksaldur til inngöngu í deildina er 21 ár. Alls hafa nú 174 stúdentar, 122 konur og 52 karlar, brautskráðst úr deildinni frá upphafi en fyrstu stúdentarnir voru útskrifaðir vor- ið 1974. Að þessu sinni skiptust stúdentarnir þannig eftir sviðum, á félagsmálasviði 26, náttúrusviði 12, á nýmálasviði 12, á eðlissviði 1 og fornmálasviði 1. Einn nem- andi, Birgitte Spur Ölafsson, lauk námi á tveimur sviðum, fornmála- og nýmálasviði. Bókaverðlaun voru veitt fyrir góðan námsárang- ur i einstökum greinum. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ragnheiður Ragnarsdóttir á félagssviði. Þegar eru skráðir á sjötta hundrað nemendur á næstu önn. Fleiri kennarar úr unglinga- deild skólans kenndu nú við öld- ungsdeildina en áður eða 38 af 42 sem kenndu í deildinni nú á vor- önn. Hefðbundin hátíðahöld á sjó- mannadaginn í Þorlákshöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.