Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. JUNl 1977. 29 B W 'k " A) VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI ‘fwijjyVTm-aM'uu Tónleikar í Keflavík mfnútur f nfu, Lúðrasveit Reykja- vfkur leikur Öxar viö ána. Þetta lag er eftir Helga Helgason sem var iðnaðarmaður og tónskáld f Reykjavík á öldinni sem leið, og tók virkan þátt i tónlistarlifi. Margur minnist þess að hafa séð mynd af lúðraflokki, sem leikur við Öxará á Þingvöllum. Þetta lag er við ljóð Steingríms Thorsteins- sonar sem orkt var til þjóðliðsins sem hafði afskipti af málum hér á öldinni sem leið. — öxar við ána árdags i ljóma upp rfsi þjóðlið og skipist f sveit.“ Lagið. Um þessar mundir mun Straumsvfkurþjóðliðið hafa verið komið á vettvang við gönguupp- haf og hefði nú mátt búast við því að þó nokkur stemmning hefði nú þegar náðst með aðstoð Mósesar gamla, og þar á eftir Lúðrasveitar Reykjavíkur með „Öxar við ána“, en það var eins og í loftinu lægi að betur skyldi ef duga skyldi. Þótti nú ekkert minna duga en að aumingja Guðmundur Jónsson með Karlakór Reykjavíkur eins og hann leggur sig kæmi fram á sviðið: Þulur: „Það voru hraustir menn sem söfnuðust saman á Þingvöllum í sinni tið, hér er lika sungið um hrausta menn: Guðmundur Jónsson og Karlakór Reykjavíkur syngja Hraustir Og brátt mundi marséringarleið hins hrausta þjóðliðs vorra tíma liggja um hinn fagra bæ Hafnar- fjörð: Þulur: „Það eru líka hraustir menn í næsta flokki sem Ieikur fyrir okkur. Þetta er Lúðrasveit Hafnarfjarðar sem leikur undir stjórn Hans Clauder, og lagið er Hafnarf jörður eftir Friðrik Bjarnason.. ..“(Lagið). Eftir þetta kynnti þulur að morgunleikfimi yrði eftir þrjár mínútur, lék lagið Litla stúlkan, en þar á eftir kom morgunleik- fimin sjálf, siðan fréttir og þá tilkynningar, — allt áróðurslaust nema að sjálfsögðu undirspilið að þular-þulunni, íréttirnar og til- kynningarnar, en það efni verður ef til vill tíundað seinna. Það sem nú var eftir af morgun- útvarpi reyndist vera, auk enn frekari frétta og tilkynninga með tilheyrandi og framhaldandi gönguáróðri, — þáttur Kristínar Sveinbjörnsdóttur, óskalög sjúklinga ásamt barnatíma, sem hvorugt hafði reynst virkjanlegt fyrir róttæklingaáróður — og lýkur þvi hér því sem ég kalla grfmuklæddur áróður út- varpsþular f þularstörfum, mælt- um af munni fram eftir inn- blæstri. — í þvi efni bendi ég þér á Velvakandi góður, að í töluðum texta þeirrar göngudagsáróðurs- þulu sem nú hefur verið tíunduð var aldrei einu orði minnst á Straumsvik né hernámsand- stæðinga (fyrirgefðu Velvakandi góður — róttæklingar hafa upp á siðkastið talið orðið Herstöðvar- andstæðingar vænlegra til tagl- hnýtingasöfnunar,) en þessi orð þeim mun vandlegar nýtt I undir- leiknum, sem skipulega var fléttað inn i áróðursþuluna i formi tilkynninga ásamt frétta- lestri, sem eins og áður segir var í ljúfu samræmi við afgreiðslu^ málefnisins í Þjóðviljanum þennan dag, á meðan aðrir fjöl- miðlar en Þjóðviljinn og Ríkisút- varpið, minntust tæpast á málefnið. Að endingu þetta: Ég endurtek að ég tel lágt metið, að 80% íslensku þjóðárinnar sé andvig misnotkun rikisútvarpsins, eins og hér hefur verið tiundað. En ég spyr: Hversu mafgir af þeim sem þetta lesa, höfðu áður gert sér raunverulega grein fyrir hvað hér er á ferðinni i hreiðri rauðliða, rikisútvarpinu stofnun allra landsmanna? Hvar eigum við að bera niður næst? — Eigum við að athuga það sem ég nefni grfmulausan rót- tæklingaáróður ríkisútvarpsins Straumsvikurgöngudaginn 21. mai 1977. Af nógu er að taka. Utvarpshlustandi." Þessir hringdu . . . Lipur bíl- stjóri 97, sem ekur á leið nr. 1. Ég vil lýsa ánægju minni yfir lipurð hans í allri þjónustu við unga og gamla sem fara með þessum vagni. % Ekki sama hvernig vísur börnin læra Amma: — Mig langar aðeins til að hugleiða hvernig vísur það eru sem bornar eru á borð fyrir börn- in nú til dags, bæði á barnaheimil- um og á plötum og vlðar. Þetta eru oft ómerkilegar vísur, eins og sú nýjasta t.d. sem segir á þá leið að halda kjafti o.s.frv., en gamlar og góðar vísur, íslenzk kvæði, sem okkar ágætu skáld hafa ort eru alveg að hverfa. Þetta veit ég af eigin reynslu, þvi ég hef unnið á barnaheimili og gæzluvöllum sjálf og þvi held ég að það ætti að gera meira af þvi að gefa út plötur með visum gömlu skáldanna, t.d. svipaða plötunni með laginu Stóð ég úti í tungls- ljósi, sem fyrir stuttu kom á mark- að og hefur selst vel. D.B.: — Það er svo oft verið að kvarta yfir einhverju í blöðunum bæði í fréttunum og þessum lesendabréfum og hringingum, en ég ætla að gera undantekningu frá þeirri reglu og færa fram þakkir. Þær eiga að vera til hans Baldurs bílstjóra S.V.R., númer SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í POLUGAEVSKY afbrigðinu I Sikileyjarvörn felast fjölmargar gildrur. Gott dæmi um það er skák þeirra Urzica og Ungureanu sem tefld var í Rúmensku deilda- keppninni i fyrra. Skákin tefldist þannig: 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — b5, 8. e5 — dxe5, 9. fxe5 — Dc7, 10. De2 — Rfd7, 11. 0-0-0 — Bb7, 12. Dg4 — h6?? HOGNI HREKKVÍSI Hefur einhver áhuga á sýningunni „Gömlu bflarnir okkar“? SloeA V/óGÁ « VLVtKAU ELÍSABET Erlingsdóttir söng- kona og Guðrún Anna Kristins- dóttir píanóleikari halda tónleika í Félagsbiói í Keflavik í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Á efnis- skránni eru fslenzk einsöngslög eftir Árna Thorsteinsson, Fjölni Stefánsson, Jórunni Viðar og Karl O. Runólfsson. Einnig lög eftir Brahms, Schubert, Richard Strauss og Sjö sfgaunaljóð eftir Dvorak. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Elfsabet Erlingsdóttir söngkona Klippimyndir í Gallerý Súm NÝLEGA opnaði Kristján Kristjánsson sýningu i Gallerý Súm á sautján klippimyndum. Stendur sýning hans til 12. júní og er opin frá kl. 4—8 daglega og 4—10 um helgar. Kristján Kristjánsson er 27 ára. Hann nam við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands árin 1969—1973. Kristján hefur tekið þátt í fimm samsýn- ingum, þ.e. á Loftinu, Skólavörðu- stig, s.l. ár, sýningu F.J.M. á Kjar- valsstöðum, i Sólon íslandus í fyrra og einnig á sýningunni, VAL ‘76, sýningu listagagnrýn- enda. Auk þess hefur hann haldið eina einkasýninu í Neskaupstað 1977. Á meðfylgjandi mynd er Kristján við eina kiippimynd sína, sem hann kallar: Ég kem í kvöld. Ólöf íslands- meistari ÓLÖF Þráinsdóttir bar sigur úr býtum í kvennaflokki íslands- þingsins í skák, en keppni þar er nýlokið. Hlaut Ólöf 4Í4 vinn- ing af 6 mögulegum. Næst i röðinni varð Birna Norðdahl, Islandsmeistarinn frá i fyrra. Þátttakendur voru 4 og var tefld tvöföld umferð. Guðlaug Þorsteinsdóttir, Norðurlanda- meistari í skák, tók ekki þátt í Íslandsþinginu að þessu sinni. Ólöf hefur verið sigursæl á þessu keppnistímabili, því hún hreppti einnig Reykjavikurr meistaratitilinn i skák. Jóhann Hjartarson sigrar í unglingaflokki á skákþingi KEPPNI á Skákþingi íslands í flokki 14 ára og yngri lauk fyrir skömmu í Reykja- vík með sigri Jóhanns Hjartarsonar Tafl- félagi Reykjavíkur, en hann hlaut alls 8lA vinning af 9 mögulegum. Þátttakendur á mótinu voru 38 víðs vegar að af landinu, en teflt var eftir Monrad-kerfi. í öðru sæti var Jóhannes Gísli Jónsson Tafl- félagi Reykjavíkur með 8 vinninga og þriðji varð Gunnar Freyr Rúnarsson einnig frá Taflfélagi Reykjavíkur með 6XA vinning. Jóhann Hjartars. 13. Rxe6! — Dxe5 (Svartur verð- ur mát eftir 13. .. fxe6 14. Dxe6+) 14. Re7 + ! — Dxc7, 15. De2 + Svartur gafst upp því að eftir 15. . . Re5, 16. Dxe5 + ! — Dxe5, 17. Hd8 er hann mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.