Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JUnI 1977 Að sitja á „framsóknar"- strák sínum Á sérstakri síðu I dag- blaðinu Tfmanum, sem stuttbuxnadeild Fram- sóknarf lokksins sér um, hefur verið fyrir komið þeim ásökunum og þeirri gagnrýni, sem við hæfi hefur þótt að beina gegn samstarfs- flokknum f rfkisstjórn, Sjálfstæðisflokknum. Svo virðist þó sem rit- stjóra Tfmans virðist æ erfiðara að sitja á fram- sðknarstrák eða strák- um sfnum. Miðvikudag- inn 8. júnf sl. birtist leiðari er bar það skáld- lega nafn: „Leiksýning- ar Sjálfstæðisflokks- ins", og var eftir Þórarinn sjálfan. En leikaraskap f stjórnmál- um iðkar enginn, án þess að fara inn á verk- svið Framsóknarflokks- ins, ef marka má gremjutón í hjali rit- stjórans. Þandir tauga- strengir? Andvarinn, sem leik- ur um þanda tauga- strengi ritstjórans, sem jafnframt er þingmað- ur Reykvfkinga, eru skoðanaskipti innan Sjálfstæðisflokksins um svonefnda byggða- stefnu. Það hefur allar götur farið f skapsmuni framsóknarforystunnar að Sjálfstæðisflokkur hefur heilshugar stutt að jafnvægi f byggð landsins, uppbyggingu atvinnulegrar og félags- legrar aðstöðu f öllum landshlutum. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur lagt á það áherzlu, að ef nýta eigi takmarkaðar auðlindir láðs og lagar, með hyggilegum hætti, þurfi að halda landinu öllu í byggð; og að verð- mætasköpun sveita og sjávarplássa sé undir- staða afkomu og efna- hagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar. Þó að furðulegt sé hefur stöku framsóknar- maður tekið þessari af- stöðu fálega, enda haldinn þeirri barnatrú að „byggðastefnan" sé séreign Framsóknar- flokksins, þótt hún eigi hljómgrunn og stuðning f ölluni stjórn- málaflokkum, og fáir hafi þar betur gengið fram en ýmsir forystu- menn og þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður Reykvíkinga? Morgunblaðið, sem blaða dyggilegast hefur stutt heilbrigða lands- byggðarstefnu, leyfði sér að benda á þær stað- reyndir nýverið, að íbúafjöTgun í Reykja- vfk hefði ekki haldizt f hendur við meðaltal íbúafjölgunar i land- inu, meðaltekjur fram- teljenda f Reykjavík hefðu vaxíð hægar en vfða annars staðar á landinu og að þáttur frumatvinnuvega, sér f lagi útgerðar, hefði far- ið hlutfallslega minnk- andi f borginni miðað við aðra útgerðarstaði. J:fnframt benti Morgunblaðið á þá stað- reynd, að það væri f senn liður f þvf að við- halda atvinnuöryggi f borginni og uppeldis- atriði, séð frá heildar- hagsmunum þjóðarinn- ar, að Reykjavfk verði áfram sá útgerðarbær, sem hún hefur lengi verið, þð ekki væri til annars en að viðhalda tengslum helmings þjóðarinnar, sem á þessu svæði býr, við þennan undirstöðu- atvinnuveg þjóðarinn- ar, sem og skilningi á gildi hans f þjóðar- buskapnum. Þessu virðist ritstjóri Tfmans, sem jafnframt er þingmaður Reykvfk- inga, hafa reiðst meir en góðu hófi gegndi, og talið ganga þvert á landsbyggðarstefnu, svo langsótt sem slfk staðhæfing er. E.t.v. er hann að setja spurningarmerki aftan við starfsheiti sitt sem þingmaður Reykvfk- inga. Ekki andstæð- ur, heldur þætt- ir sömu hags- munakeðju Vegur og gildi útgerð- ar f Reykjavfk er ekki mðtsögn við lands- byggðarstefnu. Þvert á mðti er sjávarútvegur sameign þjóðarinnar í þeim skilningi, að veg- ur hans. í einum stað hefur þýðingu fyrir veg hans á öðrum. Það hef- ur tekizt að framfylgja þeim þætti stjórnar- stefnunnar að tryggja atvinnuöryggi um gjör- valt landið, öfugt við það, sem raunin hefur á orðið I nágranna- rfkjum. Atvinnuöryggi í mesta þéttbýli landsins skiptir þjóðar- heildina máli. Það ætti þessi Reykjavíkurþing- maður að geta skilið, ekki sfður en aðrir þegnar þjóðfélagsins, sem áreiðanlega telja ekki sanngirni f garð Reykvfkinga árás á aðra landsmenn nema sfður sé. Bókasýning frá Þýzka alþýðulýðveldinu á vegum Bókabúð Máls og Menningar og Buchexport, Leipzig stendur yfir í Bókabúð Máls og Menningar frá 9 — 1 6 júní. Bókabúð Máls og Menningar og Buchexport, Leipzig. Bflasýning Þeir sem hefðu áhuga á að taka þátt í bílasýningu, sem Fornbílaklúbbur íslands mun standa fyrir á næstunni eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Bjarna Einars- son síma 81432 eða Þorstein Baldursson síma 86644. Bílarnir þurfa að vera minnst 25 ára, en þurfa ekki að vera á skrá. Fombílaklúbbur Islands Oll fjölskyldan í sportsky rtur ^MARGIRLITIR - MEÐ EÐA ÁN MERKJA, VERÐFRÁ 2,200 ukjéá ->1--(aÁ- ¦ * *• j^. 'yíí NYSMIÐI Erum að hefja smíði i 50 lesta fiskiskipi. Þeir sem kunna að hafa áhuga á kaupum, hafi samband við okkur sem fyrst. .», « -~. grnaMMÍi m SKIPASMÍÐASTÖÐIN SKIPAVÍKHF STYKKISHÓLMI. SÍMI 93 8289

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.