Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977 19 — Minning Erling Framhald af bls. 23 meistara. Þeir fluttust til Reykja- víkur 1942 og lauk Erlingur námi þar. Á ísafirði tók Erlingur þátt í íþróttalífi með ungum mönnum og var hann félagi I knattspyrnu- félaginu Herði, hann lagði aðal- lega fyrir sig knattspyrnu og náði þar mjög góðum árangri á þess tima mælikvarða við erfiðar að- stæður. Hann skipaði stöðu bak- varðar i okkar liði og dugði vel, ekki var auðvelt að sækja fram þegar hann var i vörn því þar var fyrirstaðan mikil. Er suður kom gekk hann í knattspyrnufélagið; Víking og lék þar við góðan orð- stir. Erlingur hafði l'ka önnur áhugamál en það var 'óma- og trjárækt ásamt silungs- og lax- veiði en þeirri íþrótt hafði hann kynnst hjá föður sinum strax á unglingsárum en þá var f arið vítt og breitt um ísafjarðardjúp, því náttúruskoðun og veiðiferðir heillaði þá feðga báða jafnt. Djúp- ið er líka fagurt að sumarlagi og að Rauðamýri var Erlingur oft á sumrin og undi sér vel. Hér fyrir sunnan lauk Erlingur námi með glæsibrag og stundaði iðn sina ásamt Magnúsi bróður sínum um margra ára skeið. Um tíma breytti hann til og vann við húsbyggingar og mun hafa likað það vel, énda var sama að hverju hann gekk, það lék allt I höndun- um á honum. Við lærðum saman og er mér minnisstætt hve útsjón- arsamur og fljótur hann var að leysa vandasömustu verkefni en þar kom til brennandi áhugi hans á smiðum og meðfædd hugvits- semi. Um nokkurra ára skeið vann hann í frístundum sínum að mjög hugvitsamlegri uppfinningu og eyddi I þetta miklu fé, hann mun haf a sótt um einkaleyfi á uppfinn- ingu sinni en aldrei notið arðs af henni, en það er nú svo að þeir sem ryðja brautina njóta sjaldn- ast ávaxtanna af erfiði sinu. t daglegu lífi sínu var Erlingur hinn dagfarsprúði maður sem aldrei tranaði sér fram, hann mátti ekki vamm sitt vita I neinu, öllum vildi hann hjálpa og einkum þó þeim sem minnimáttar voru og var hann þá stórtækur enda sló viðkvæmt hjarta inni fyrir. Hann átti erfitt með að sætta sig við hrjúfan hugsana- gang og óréttlæti. I góðum vinahópi sem undan- farið hefir þynnst hörmulega mikið, var Erlingur hrókur alls fagnaðar og var þá oft gaman að gleðjast með honum. Á þessum degi er mér of arlega I huga innilegt þakklæti til for- eldra Erlings fyrir alla þeirra góð- vild og hlýhug i minn garð alla tíð. Aldraðri móður hans og að- standendum votta ég mína dýpstu samúð með þeirri ósk að sá sem öllu ræður megi milda sorg þeirra og breyta I ljúf ar minningar. Guðmundur L. Þ. Guðmundsson. Traustur vinur og drengur góð- ur er látinn. Sú fregn barst mér 8.1, sunnudag að Erlingur Guð- mundsson hefði látist laugardag- inn 4. þ.m. Ég áttaði mig vart á þessu I fyrstu. Ég hafði hitt hann daginn áður og virtist hann þá bæði hress og kátur. Eftir frekari íhugun var mér ljóst að sjúkdóm- ur sá er hrjáði Erling heitinn hin síðustu ár, gat leitt til hins verra hvenær sem væri. Erlingur var Vestfirðingur. Hann var sonur hjónanna Þor- gerðar Bogadóttur úr Seyðisfirði vestra og Guðmundar Pétursson- ar kaupmanns á Isafirði, ættuðum frá Hafnardal við ísafjarðardjúp. Erlingur Guðmundsson var fæddur 21. apríl árið 1921 og var þvi aðeins rúmlega 56 ára gamall r hann lézt. Kynni okkar byrjuðu strax I æsku og urðum við brátt óaðskilj- anlegir leikfélagar og vinir og hefur sú vinátta haldist æ slðan. Leiðir okkar lágu saman í gegn- um barnaskólann, á knattspyrnu- vellinum á ísafirði og síðar skóla- bræður í Reykholtsskóla I Borgar- firði. Nú enn urðum við samferða, báðir fluttumst við til Reykjavík- ur og tókum þar upp sameiginlegt áhugamál þ.e.a.s. knattspyrnuna. Við gerðumst félagar i Knatt- spyrnufélaginu Víkingi og lékum þar saman i mörg ár, uns Erlingur varð fyrir meiðsli í hné og varð að yfirgefa völlinn fyrir fullt og allt. Mér er ljúft að minnast orða eins af andstæðingum okkar er hann sagði að á öllum sinum knatt- spyrnuferli hefði hann aldrei leikið á móti eins drengilegum leikmanni og Erlingi, en þó hafi hann ekki gefið neitt eftir. Þetta eru orð að sönnu og I fullu sam- ræmi við skaphöfn hans. Traust, vinátta og drengskapur voru ávallt I fyrirrúmi Erlings, annað kom ekki til greina hjá honum. Eigi skal skilið við þessi fátæk- legu orð, svo ekki sé minnst á góðvild Erlings i garð f jölskyldu minnar. Börnum og barnabörnum mínum reyndist hann með af- brigðum góður og skilningsrikur. I hljóðri bæn sameinumst við og þökkum honuni af heilum hug fyrir allt sem hann hefur fyrir okkur gert. Móður, systkinum og öðru venzlafólki votta ég fyllstu samúð mína. Guðmundur Samúelsson. „Eitt sinn skal hver deyja", og einu sinni er allt fyrst, líka það að reyna af veikum mætti að minn- ast látins vinar. Vinar í orðsins fyllstu merk- ingu. Þegar mér var sagt að Elli væri dáinn, fannst mér það alls ekki getað verið rétt. Þann sama dag hafði hann kom- ið heim, eins og venjulega. Erling- ur var alveg . einstakur maður, yfirlætislaus hægur og prúður í hvívetna. Barngóður mjög, og það voru ekki ófáar stundirnar sem ég átti með honum sem barn, svo og mín- ar dætur. Var hann okkur eins góður, sem okkar eigin f aðir. Hann gekk ekki heill til skógar hin seinni ár, og vissi að hverju stemmdi. Og i þeirri vissu, að honum líði betur núna, þakka ég góðum guði fyrir að hafa eignast svo góðan vin. Móður hans, systkinum og öðr- um aðstandendum, votta ég sam- úð mína. Blessuð sé minning hans. Kristin Guðmundsdóttir. CROWN Á Einsogallirvita þá seldum við yfir 2000 Crown stereo samstæður á síðasta ári. Ef það eru ekki meðmæli þá eru þau ekki til. / höfum við flutt tækin í gámum beint frá Japan til íslands og þessvegna eru þau nú ódýrari en nokkru sinni fyrr eða aðeins kr. ?! Í * V Tæknilegar upplýsingar Magnarí 6—IC. 33 ttansistorar 23. dióour. 70 wött. Útvarp Orbylgja (FM) 88 108 mega/iB Langbylgja 1 50 300 kllónS MiBbylgja 520 1605 kllrWiS Stuttbylgia 6 1 8 meganS Segulband HraSí: 4.76cm/i TfSntsvortin wenjulegrar ka.% etitt <stta*l«l<i) et 40—8000 «8 TfBntsvorun Cr 02 kasettu Or 4Í,Wl 2.60« rt8 Tónflokt og bltikt (wm & llutter) betra en 0 3"/» RMS Ttmi hraftspóluitnar á €0 mío. spólu er 105 sak .:;::,: UpptoktikBiti AC bias 4 rása stereo Afþurrkunarkerft AC atþutritun Plöiuspilari full stærS, allu hraSar S|álf virkur o8a handstýrSm Na- kvæm þyngdarstilling á þunga náíar & plotu. Mótskautun miS flóttans sem trygyir litiS sltt & náj og piotum ásamt tultkom inní upptoku Maynetlskur tónhaus Hátalarar Bassahátalati 20 cm af konfskrí gerS Mið og háti'Sni hatalan 7,7 cm af kóniskri gorS Tf8rt«wi840--20 000 rí8 Aukahlutir Tveir hatalarat Tveir blj68netnar Etn €r 02 kasetta FM loltnet Stutthylgiu loftnetswir SHC - 3220 Nýjastagerð : »-----: ¦ W : BÚOIRINJ AR Skiphotti 19 vi8 Nóatún. ^¦*^-»«^>' sittii 23800 26 ár í fararbroddi Kl*^f« 26 *-' •«». I / ; 1 ^^ * .<? ¦^i ***g ¦^.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.