Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNl 1977 48 ^5lW LMJgEe«JR*?\^§/>*« t"- -Sí-21599 l<--'V. >£. GOTT VERZLUNAR- SKRIFSTOFU- IÐNAÐARHÚSNÆÐI TIL LEIGU! Til leigu er 135 fm húsnæði við eina mestu umferðargötu borgarinnar. Húsnæði þetta er að hluta á annarri hæð, en vegna mJög góðrar og áberandi staðsetningar og stórra sýningarglugga kemur það jafnt til greina fyrir verzlunarrekstur (t.d. húsgagna verzlun, byggingavöruverzlun, heimilistækjaverzlun eða véla- og varahlutaverzlun) sem skrifstofu- eða iðnrekstur. Húsnæðið skiptist í 90 fm sal, 20 fm herbergi (viðarklætt) og 25 fm herbergi auk salerna. Lofthæð í húsnæðinu er yfir 3m. Húsnæðið er óvanalega bjart. Langur leigusamningur kemur til greina. Enn- fremur stækkunarmöguleikar síðar. Húsnæðið er laust og getur afhending á því farið fram strax. Allar nánari upplýsingar eru veittar i síma 18820 á skrifstof utima. VANTAR ÞIG VLNNU (gj VANTAR ÞIG FÓLK £ ^ ÞU AL'GLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AL'G- LÝSIR í MORGCNBLAÐLN'L Góður texti JÓN DAN er vaxandi höfundur. Hann vinnur á — ekki meö áhlaupi, heldur með natni, þol- gæði. Þannig eru líka viðfangs- efni hans — hvorki stórbrotin né yfirþyrmandi, heldur smá í sjálfu sér en krefjast eigi að síður vand- virkni til úrvinnslu. »Síðasta kvöld í hafi« er vel skrifuö bók, skafin og gagnhugs- uð. Styrkur hennar felst í textan- um sjálfum. Þar fer höfundur sem hefur agaö sig. Það er íþrótt að skrifa svona bók. Hins vegar er veiki hlekkurinn hjá Jóni Dan sem fyrr skortur hans á raunsæi. Kem lítillega að því síðar. Sagan gerist um miðjan síðasta áratug á fyrsta farrými farþega- skips sem siglir frá Höfn til Reykjavíkur. Þá voru runnir upp síðustu tímar farþegaskipanna sem margir minnast með söknuöi. Hið »síðasta kvöld í hafi« efna farþegar á fyrsta til heilmikillar gleði og er skemmtun sú hápúnt- ur sögunnar. Sjóferðasaga er þetta annars engin, gæti eins gerst á hóteli eða hvar sem fólk kemur saman hvert úr sinni átt- inni til að lyfta sér upp. Söguhetj- urnar ganga undir ýmsum gælu- nöfnum eins og Maupassant, Bel Ami, Vökukóngur, ljúfa Anna og þar fram eftir götunum. Sam- kvæmisleikirnir »síðasta kvöld í hafi« eru ekki aðeins ærslafengn- ir heldur beinlínis dramatískir og örugglega talsvert frábrugðnir þvi sem gekk og gerðist á Gull- fossi, Heklunni, Krónprins Frede- rik og öðrum ágætum farkostum hinna síðustu millilandasiglinga. Þetta »síðasta kvöld í hafi« fer semsé fram fatafelluleikur sem að lokum jaðrar við sex show. »Djarfar« lýsingar koma þó hvergi fyrir (þó lesandinn eigi lengi von á slíku). Þeir sem sér í lagi sækjast eftir raunsæislegum kynlífslýsingum geta sparað sér að opna þessa bók. Nær er að kalla þetta gamal- dags ástarsögu þar sem hlutirnir ganga undir nýjum nöfnum. »Ást og dauði«, sögðu gömlu skáldin, það gat farið saman í sögu. »Kyn- hvöt og dauði« segir ein söguhetj- an í þessari bók, rithöfundur, að sé kjörefni sitt — »andstæðurnar, systkinin?« Kunna þau orð að vera gagnorðasta einkunnin fyrir þessa sögu. Þetta er saga af kenndum, ástríðum holdi klædd- um. Söguhetjurnar eru að kikna undir ofurþunga kynhvatarinnar. Ætli það sé ekki hið sama sem i gamla daga var kallað að vera veikur af ást? Fram og aftur þeyt- ast persónurnar í þessari sögu eins og leikbrúður þar sem Amor heldur í spottann. Það eru frum- hvatirnar sem bregða á leik »síð- asta kvöld í hafi«. Fatafelluleikn- um mun ætlað að hafa tákngildi fremur en raungildi: þegar fötum persónuleikans hefur verið kast- að blasir við nakið eðlið, náttúran villt og ótamin. Af þeim sökum er leikur þessi knúinn áfram af jafn- miklum ofsa sem um líf og dauða ' væri að tefla. Samt er öllu haldið innan takmarka eins konar nátt- úrlegs velsæmis. Nei, því er nú verr og miður, svo einfaldar reynast úrlausnirn- ar ekki. Girndin vill sjaldnast verða gagnkvæm heldur þvert á móti. Flestir fá að prófa hið forn- kveðna að illt er að leggja ást við þann sem enga leggur á móti. Maður nokkur leggur á sig strangt kynlífsbindindi, svo dæmi sé tekið, þvi hann á kærustu í landi. Þegar í land kemur blasir við að hún er ólétt — eftir annan! En hver er þá fléttan í sögunni? Er ekki hægur vandinn að para allt selskapið svo hver og einn fái notið sins skerfs af kynlífi og eng- inn þurfi að kássast upp á ann- arra manna jússu? Þar á móti bíður i landi önnur kærasta annars farþega og hún heldur sér að sinu leyti hreinni fyrir hann. En sá er þá ekki jafn- hreinlífur, aldeilis ekki. Þannig ganga klögumál ástalífsins á víxl. Það er stilkunnáttu höfundar að þakka að úr þessu fábreytta efni verður heilsteypt og býsna Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON 1/|1|l||im,n HAPPDRÆTTI | VINNINGAR.iFim. mc ie 1977-1978 Ibúð eftir vali kr. 3.000.000 61574 Bifreið eftir vaii kr. 1.000.000 15478 50102 62187 64080 Bifreið eftir vali kr. 500.000 15348 24094 57561 69400 Utanlandsferð eftir vali kr. 300.000 63975 Utanlandsferð eftir vali kr. 200.000 8276 21186 Utanlandsferð kr. 100 þús. Húsbúnaður eftir vali kr. 25 þús. 2565 17559 3470* 53888 806 7008 20979 37672 54890 1370 7788 23048 42955 70365 4078 8828 28343 45498 73133 4119 9872 30425 46691 6885 11267 30671 48951 7791 7807 Húsbúnaour eftir vali kr. 50 þús. 1™ 4724 24028 45981 61262 10560 7895 29052 50239 65756 12812 10188 34618 52592 70945 12979 11997 42182 56164 14963 15755 39736 17885 46180 17901 46304 18107 47269 20873 48089 22255 49207 27665 51084 29639 53065 29986 59398 30650 61437 31970 64103 34706 64160 37618 64580 64997 65460 65680 66835 69285 69951 70136 72015 73045 74549 74887

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.