Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 14
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNI1977 Stúdentar f rá Verzlunarskóla Islands 1977 Verzlunarskóli Islands braut- skráirlOOO. stúdentinn Fyrir nokkru voru brautskráðir frá Verzlunarskðla Islands 95 stúdentar. Við skðlaslitaathöfn- ina voru viðstaddir gestir svo og vinir og vandamenn nýstúdenta og lýsti skðlastjðri, dr. J6n Gisla- son, úrslitum prðf a. Lærdðmsdeild skiptist ( tvær deildir, hagfræðideild og mála- deild, og á stúdentsprðfi f hag- fræðideild hlutu tveir nemendur ágætiseinkunn, Aðalheiður Karls- dðttir, 9,22, og Brynja Halldðrs- dðttir, 9,01. t máladeild skipaði Þðra Stephensen efsta sætið, hlaut 8,53. Dúxarnir, Aðalheiður Karlsdðttir og Brynja Halldðrs- dðttir, hlutu verðlaun Verzlunar- ráðs Islands, en þau veitir ráðið fyrir beztan árangur ( viðskipta- og verzlunargreinum. Tveir piltar hlutu einnig ágætiseinkunn ( þessum greinum, þeir Einar Kr. Jðnsson og Alexander G. Edvards- son, og sæmdi skðlinn þá bðka- verðlaunum. Gfsli Einarsson, formaður Verzlunarráðs tslands, flutti ávarp við þetta tækifæri, en hann var einn 25 ára stúdenta. Þakkaði skólastjóri honum gott starf i þágu skólans en hann hefur um árabil átt sæti i skólanefnd. Baðl skólastjóri alla nýstúdenta að rísa úr sætum og hrópa Verzlunar- skóla-húrrahróp fyrir öllum af- mælisárgöngunum. Síðan voru af- hent fleiri verðlaun. Verðlaun stúdenta brautskráðra 1954 hiýt- ur dúxinn og var það Aðalheiður Karlsdóttir, sem hlaut þau. Verð- laun úr „Móðurmálssjóði Hjartar kaupmanns Jónssonar" hlaut að þessu sinni Margrét Friðriksdótt- ir og úr Raungreinasjóði hlutu verðlaun Margrét Auður Pálsdótt- ir, Margrét Friðriksdóttir, Aðal- heiður Karlsdóttir og Brynja Halldórsdóttir. Þá, sem skarað höfðu fram úr í prófum, sæmdi skólinn bókaverðlaunum og danska sendiráðið, sendiráð Vestur-Þýzkalands og Alliance Francaise sæmdi þá nýstúdenta bókaverðlaunum, sem beztum árangri höfðu náð í erlendum tungumálum. Nú hefur Verzlunarskólinn brautskráð alls 1029 stúdenta og var 1000. stúdentinn i hópnum, sem brautskráðist nú i ár. Var það Ölafur Sveinsson, stúdent úr hag- fræðideild og hlaut hann bók frá skólanum til minningar um það. Óli Björn Tryggvason, 20 ára stúdent, mælti fyrir hönd allra afmælisárganganna og færði hann skólanum að gjöf frá þeim öilum vandað ljósritunartæki, sem skólastjóri kvað koma i góðar þarfir. í lok skólaslitaræðu sinnar brýndi skólastjóri fyrir ný- stúdentum m.a. að vera minnugir þess sem í helgum fræðum segir: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lifsins." Margar hættur steðjuðu nú að ungu kynslóðinni og þvi yrði hún að vera vel á verði ef hún ætti að vera þeim vanda vexin að stýra fleyi sínu heilu í höfn. Athöfninni lauk með þvi aó ný- stúdentar sungu skólasönginn og lauk þar með 72. starfsári Verzl- unarskóla tslands. Velta Samvirkis jókstum225% AÐALFUNDUR Samvirkis — Framleiðslusamvinnufélags raf- virkja, — var haldinn fyrir skömmu f Kðpavogi. I skýrslu stjðrnar kom fram að heildar- velta félagsins árið 1976, varð lið- lega 1 íO milljðnir krðna og hafði aukist um 225% frá fyrra ári, og er hagur félagsins gðður. Starf- semi Samvirkis ( Neskaupstað gekk einnig vel og var heildar- veltan þar röskar 8 millj. kr. Stærsta verkefnið sem fyrir- tækið vinnur að eru raflagnir við Sigöldu á vegum v-þýzka fyrir- tækisins Brown Boveri. Þá var samþykkt á aðalfund- inum að lýsa yfir fullum stuðn- ingi við meginkröfur ASI í kjarasamningunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.