Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977 11 nefndu, eru ótal launaliðir og því sé ekki ástæða til þess að taka þennan eins út úr. Þrátt fyrir þetta er þetta langstærsti liðurinn, launaliður bóndans. Unnt væri og að tína til marga fleiri liði, en þeir eru engir ein áhrifamiklir og þessi og ef hann er notaður eins og gert hefur verið I hálfan þriðja ára- tug, hækkuðu laun ekki eins mikið og þar með dragi al- mennt úr verðhækkunum og þar með verðbólgu. Hins vegar mun ljóst að alþýðusambands- menn telja ekki fulla verðlags- upbót verða i gildi, ef þetta ákvæði heldur áfram að vera í gildi. Samkvæmt upplýsingum Árna Jónassonar hjá Stéttar- sambandi bænda var svokölluð sex-mannanefnd fyrst skipuð á árinu 1942 og var henni falið að verðleggja landbúnaðarvörur og á grundvelli hennar átti nefndin að sjá svo um, að bænd- ur hefðu svipuð eða sömu laun og svokallaðar viðmiðunarstétt- ir. Nefndin varð sammála og í lógum, sem fylgdu samkomu- laginu, var heimilt að hækka launalið bóndans í samræmi við Framhald á bls. 30 Reykjavíkurborg: háa og bjarta tenórrödd og er sýnilega sviðsvanur, hann skil- aði þessu öllu af mikilli prýði og hreif áheyrendur mjög, enda skagfirðingar óvanir að heyra jafn háan og bjartan tenór nú síðustu árin. Ég vil alveg sér- staklega þakka honum fyrir hans stóra hlut. Sverrir Guð- mundsson söng einnig mjög vel Maríubæn, gullfallegt Iag úr „Cavaleria Rusticana". Sverrir er sýnilega vaxandi söngvari. Þó ég nefni ekki fleiri nöfn þá skiluðu allir einsöngvararnir sínum hlutverkum vel. Kórinn er i heild mjög vel æfður, hreinn og fágaður og samræmi milli radda gott, bassinn mætti þó gefa dálítið meira í á köfl- um. Tenórinn er bjartur og að mínum dómi með því besta sem hann hefur verið í kórnum frá byrjun. Eins og áður segir er Snæ- björg alveg frábær stjórnandi og virðist spila á kórinn eins og hljóðfæri. Heimamenn hér i Skagafirði mættu vissulega mikið af þessu læra. Ég vil persónulega þakka Snæbjörgu og kórnum komuna hingað norður og þær sólskins- stundir sem kórinn færði okkur Skagfirðingum með söng sin- um, enda var þeim óspart klappað lof i lófa. Undirleik annaðist snilling- urinn Ólafur Vignir Albertsson af sinni alkunnu snilld. Snæbjörg, ég óska þér til hamingju með kórinn og þann mikla árangur sem þú hefur náð. Eg vil leyfa mér fyrir hönd okkar heimamanna að þakka ykkur komuna og óska ykkur allra heilla með starfsemina á komandi árum. Lifið heil. Jón Björnsson „Lagnings- kallinn" er fyrir net Þau mistók urðu í sambandi við frétt í Morgunblaðinu sunnudag- inn 5. júní um uppfinningu Hösk- uldar Magnússonar í Ólafsvík að þar var talað um línu en útbúnað- urinn er eingöngu ætlaöur til netalagna, eins og ráða mátti af meðfylgjandi myndum. Allt við það sama í verkfalli rafvirkja ENN situr allt við sama í verk- falli rafvirkja hjá Reykjavíkur- borg og eru engar lfkur á því, að verkfallið leysist í bráð. Meðal annars hafa rafvirkjarnir krafizt þess, að Rafiðnaðarsambandið semji fyrir línumenn, en þeir eru fastráðnir hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur og hefur stjórn Raf- veitnanna ekki leyfi til að semja um þetta atriði. Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- magnsveitustjóri Reykjavíkur, sagði i samtali við Morgunblaðiö í gær, að þótt rafvirkjarnir héldu áfram í verkfalli einhvern tíma, þá væru engar líkur á hættu- ástandi á veitusvæði rafveitn- anna. Hins vegar hefði verkfall rafvirkjanna þau áhrif, að verk hjá verktökum, sem rafvirkjar hefðu eftirlit með, hefðu stöðvazt, og ennfremur gætu orðið tafir á viðgerðum í bilanatilfellum. AHil.YSINIiASlMINN KR: £^ 224B0 kjíJ Jflorjjtw&lB&ifc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.