Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JUNÍ 1977 17 Guðbjartur Finnbjörnsson, loftskeytamaður, Isafirði; íslenzk s jómannastétt á það varla skilið.... KÆRI VINUR Kafli úr sögu eftir Hrafn Gunnlaugsson Si hVM v»r tttMið AtxXnirHO ijytfUMWiWÍ^él I mifiii "o vnViu-nsi byni>tt>i Jontv krvtaf hflfwjpjttMift.r I mteft vn sfl nmw •' hoflunv Na>»& »S *» tiownrr F»«ir IrtV e™ 09 vMjuhtgtt, ttonni v» nwt ivo ptwl|>c*« »1 ittlnv nlUfo 0« IMkktH |jl<* if Vofllfl (ynia k.ailifl suHumw v.ö I apátak* og náflum I a*iii,t> »( morlioi ty fmui Ivim 1 armun* I tnn(l»»lnum nttn-: r Miiíiiiriifn 1 t 00 Bnai l*«uiu< oa 11 tm em» nu rjlt.iifreiwii t*»»r mioflit <*•>». tvs trytfn ofl bnkMi < ipii'nu un kvinaBt f nrAtvuo) int'mnflunt. Mt *6ng. «j (a vnr »kki þííns Þ*8 y*f «nttv*r Rflt »að*t M B wi ítftft *i5 wí>8 uppfl&níjawoBiJófinn »iní p firfijs. urtdir Hlnum »|-Sst»kkiium moö isk T Herra ritstjóri. í Lesbók Morgunblaðsins hefur ,oft birst ýmis fróðleikur um menn og málefni ásamt myndum. Á minu æskuheimili var Lesbók- inni jafnan haldið til haga og var svo niikið við haft að láta binda hana inn og mér er nær að halda, að hún sé til þannig, nánast frá byrjun. Ég hef einnig haldið þeim sið, að halda henni saman, þó að ekki sé hún alltaf jafn læsileg. Sérstakur umsjónarmaður efnis eða ristjóri hefur að ég held, jafn- an séð um efni Lesbókarinnar og hún því breytt um svip með árun- um og nýjum mönnum. Ekki hefur þó frágangur henn- ar að neinu leyti verið til bóta undanfarin ár, að mínu mati. Númer tölublaða verið á reiki ef þau eru þá prentuð. Jafnvel dag- setning og ártöl vantað. Þó að hún fylgi jafnan Morgunblaðinu er oft ekki getið um ritstjóra eða um- sjonarmann. Um nokkur ár hefur Lesbókin borið nokkurn svip menningarrits og oft verið skreytt mörgum myndum listamanna og öðru efni, sem flokkast á undir list. í Lesbókinni 20. tbl. ?29. maí gat að líta kafla úr væntanlega óprentaðri sögu eftír Hrafn Gunn- laugsson og ber yfirskriftina „Kæri vinur". Sá „menningarviti", sem valið hefur umræddan sögukafla til birtingar í þetta menningarrit Morgunblaðsins virðist vera far- inn að hafa furðulegan smekk á því hvað er menning eða list. Látum vera þó að Hrafn Gunn- laugsson hnoði saman einhverri þvælu, sem hann kallar sögu og ætlar að bjóða almenningi til lest- urs. Menn gera sér ýmislegt til dundurs og fást við ýmislegt, sem þeir jafnvel bera ekki skynbragð á. Mér datt t.d. í hug það, sem haft er eftir Steinari Steinarr: „Ungu Um sögukafla Hrafns Gunnlaugs- sonar * 1 Lesbók skáldin yrkja kvæði, án þess að geta það." Annars ætla ég ekki að fara að leggja dóm á skáldskap Hrafns Gunnlaugssonar, ég hef ekki séð svo mikið af honum. Hitt finnst mér furðulegt ef um- ræddur sögukafli á eitthvað skylt við list eða yfirleitt nokkuð, sem talið er hæft að bjóða fólki uppá, sem lesefni. Þessi þvæla, sem nefndur er sögukafli og Alfreð Flóki hefur léð mynd með eftir sig til birting- ar, er svo langt fyrir neðan það, sem Morgunblaðið getur verið þekkt fyrir að láta frá sér fara, að furðu vekur. Það liggur við, að krefjast verði þess, að ritstjórar blaðsins verði að biðja heila stétt þjóðfélagsins afsökunar á birtingu slíks efnis. Hrafn Gunnlaugsson bíður trú- lega síns dóms. Ég ætla ekki að fara að vitna í umræddan sögu- kafla, en legg til, að fólk og þá ekki síst sjómenn lesi sögukafl- ann og kynni sér hvernig ungur rithöfundur kynnir þá stétt þjóð- félagsins, það er fiskimenn, sem hafa verið taldir ein afkastamesta sjómannastétt í heimi og átt drýgstan þátt í þvi að gera ís- lenskt efnahagslíf og þjóðlíf að þvi, sem það er í dag. Ég hef um þrjátíu ára skeið stundað togarasjómennsku og kynnst öllum hliðum þess. Kynnst mörgum sjómönnum, yfirmönn- um í brú, i vél og undirmónnum, en aldrei kynnst neinu þessu líkt og kemur fram í þessum sögu- kafla. Ég fæ ekki skilió hvernig nokk- urt skáld fær sig til þess að hnoða saman öðrum eins óhróðri um skipstjóra,, stýrimenn, vélstjóra og gera eins litið úr undirmönn- um um borð í skuttogara og þarna er gert og þetta á, að því er virð- ist, að gerast í gær eða í dag. Jafnvel flétta inn í ósómann glæpamáli. Þeir menn, sem ábyrgð bera á því, að umrædd ógeð komust inn á síður Lesbókarinnar eru vissu- lega á rangri braut. íslensk sjómannastétt á það varla skilið, að slíkur skáldskapur langt frá öllum raunveruleika og heilli stétt þjóðfélagsins til megn- ustu litilsvirðingar fái 'inni á síð- um víðlesnasta blaðs þjóðarinnar. Þrátt fyrir allt ritfrelsi eru þó til takmörk. Ljósvitar bila og slokkna og slíkt virðist hafa hent einn menn- ingarvita blaðsins. Til sjómennsku þarf duglega menn, en ef þeir standa sig ekki á skipstjórinn ekki annarra kosta völ en að segja þéim að hriða pokann sinn og vita þá allir við hvað er átt. Slikt þekkist ekki í landi, eða hvað? Guðbjartur Finnbjörnsson loftskeytamaður, Ísafirði. „ Að mörgu leyti fjölbreytt starf " Ingólfur Kristmundsson, 3. vélstjóri á varðskipinu Ægi, er búinn að vera til sjós f rúm 15 ár. Hann var 19 ára þegar hann byrjaði á bátum frá Vest- mannaeyjum, tók síðan vélskól- ann 1966—69 og var vélstjóri á fiskibátum þar til hann réð sig til landhelgisgæzlunnar 1971. 1 stuttu spjalli við Mbl. sagðist Ingólfur hafa valið varðskipin éftir að hafa verið á fiskiskip- um meira og minna í 10 ár og langað til að reyna eitthvað nýtt. Við spurðum hann fyrst hver munurinn væri á sjómennsku á fiskiskipum og varðskipum og hvernig væri að vera sjómaður á varðskipi. — Miðað við mína reynslu er það nokkuð gott. Þetta er auð- vitað frábrugðið þvi að vera á fiskiskipum. Maður er ekki bundinn veiðarfærinu, að þurfa að klára að draga trossur, linu eða taka troll og að þvi leyti nokkuð frjálst en þó bind- andi starf. Varðskipin þurfa alltaf að vera að ferðinni og til þeirra eru gerðar miklar kröfur og ekkert síður á „friðartfm- um" en var í þorskastríðinu þótt kröfurnar séu nú nokkuð annars eðlis. — Hvernig eru úthöldin? — Að jafnaði eru þetta tvær vikur nú, en voru 18—22 dagar þegar á þorskastriðunum stóð, þar á ég við 50 mílurnar og 200 mílurnar. Þetta eru í sjálfu sér ekki löng úthöld ef miðað er við fraktskipin en þau eru að því leyti frábrugðin að þegar við förum út vitum við aldrei hvert varðskipin í Reykjavik og leystu af, því að þá virtust menn halda að við værum svo taugaveiklaðir eftir hverja ferð að við ættum að fara beint heim í rúm og hvíla okkur. Eftir að þorskastríðinu lauk dagaði þessi hugmynd einhvern veg- inn uppi, en það er nú kannski mannskapnum að kenna, að hann skyldi ekki fylgja þessu eftir. — Er ekki svolítið erfitt fyrir Ingólfur Kristmundsson Spjallað við Ingólf Kristmundsson vél- st jóra á v/s Ægi í tilef ni s jómannadagsins á að fara né hvenær við komum aftur sem mörgum finnst mesti ókosturinn við að vera á varð- skipi. Einnig bætist það ofan á að þegar við erum í landi erum við skuldbundnir til að vera á vakt um borð þriðja hvern sólarhring og ef að menn eru óheppnir, getur landvistin kom- ið þannig út að þeir hafi ekki nema H dag fyrir sjálfan sig til að reka erindi. í þroskastriðinu síðasta kom sú hugmynd fram um að stýrimaður, vélstjóri og matsveinn kæmu um borð i fjölskyldur varðskipsmanna að lif a við þetta? — Flestar sjómannsfjöl- skyldur verða auðvitað að sætta sig við að geta ekki lifað eðli- legu fjölskyldulífi, og þá eink- um það, að ekki er hægt að skipuleggja hlutina fram í tim- ann. Það er t.d. dæmi um að fresta varð brúðkaupi varð- skipsmanns vegna þess að hann komst ekki í land á tilsettum tima og var þrá í eitt af fáum skiptum veitt undanþága til að rjúfa talstöðvarþögn vegna per- sónulegra mála til að brúðgum- inn gæti tilkynnt brúðinni að hann gæti ekki mætt. — Hver er stærsti kosturinn við að vera á varðskipi? — Nú verð ég að hugsa mig svolitið um, því að hann er ekki augljós. Ætli svarið verði ekki, að stærsti kosturinn sé ókostur- inn. Eg á við þessi óregluleg- heit. Þetta er að mörgu leyti fjölbreytt starf, við vitum aldrei á hverju við eigum von en erum alltaf tilbúnir ef kallið kemur. Það er líka kostur að þurfa ekki alltaf að halda sjó í vondum veðrum, að geta skotizt f var þ^tt alltaf sé verið i við- búnaðarstöðu. Sumir hafa kvartað yfir þvi að lifið um borð í varðskipi sé einhæft, er ekki er staðið í þorskastriðum en ég tel að það fari eftir hverj- um og einum hversu mikla ánægju hann fær út úr dvöl um borð í „varðskipi. Menn geta dundað við ýmis tómstunda- störf þegar látið er reka eða legið fyrir akkeri, smíðar, ljós- myndun, skriftir og lestur sem stytta stundir. — Hvernig er mannahald um borð í varðskipunum? — Yfirleitt er mikið til sami mannskapurinn í yfirmanna- stöóum, en dálítil hreyfing á undirmönnum. — Hvernigerulaunakjörin? — Þau eru ekkert betri eða verri en hjá farmönnum, enda sömu samningar. Það hefur verið rætt um að slíta sig úr sambandi við farmennina vegna þess að störfin um borð í varðskipunum eru að mörgu leyti frábrugðin og við getum ekki farið í verkfall því að vi teljumst lögreglumenn ríkisins, en það mál er ekkert komið á rekspöl og óvist hvort nokkuð gerist. — Ætlar þú að halda áfram hjá gæzlunni? — í dag er ég ekkert að hugsa um breytingar en auðvit- að er maður alltaf með augun opin fyrir góðu starfi í landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.