Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNI 1977 3 Með löngu á jóla- borð Svía SÆBJÖRGIN frá Vest- mannaeyjum er nú á leið til Svíþjóðar með um 70 tonn af löngu sem verkuð verður sem jólamatur fyrir Svía í svokallaðan lútfisk. í spjalli við Hilm- ar Rósmundsson skip- stjóra á Sæbjörgunni keyptu þeir löngu af öðrum bátum og verkuðu um borð í skipið í ís. Fyr- ir kg. af löngunni í Sví- þjóð fá þeir 3,50 sænskar fyrir stærri lönguna, en 2,50 s.kr. fyrir þá minni. í Svíþjóð er langan verkuð þannig að hún er flött og spennt út með spýtum og þurrkuð. Skömmu fyrir jól er hún síðan sett í sérstakan lút og eftir þá meðferð er hún tilbúin á jólaborðið, en þar vill enginn halda Hilmar Rósmundsson skipstjóri gerir að löngunni jól án lútfisks. fyrir fsingu. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir. Skátar sigu 110 m niður í Þríhnúka Könnuðu helli niður úr Bláfjöllum ÁTTA félagar úr Hjálparsveit skáta í Vestmartnaeyjum gerðu leiðangur á 17. júní í ókannaðan helli í Þríhnjúkum í Bláfjollum, en ýmsar sagnir hafa verið uppi um dýpt hellis- ins sem opnast efst i einum hnjúknum. Hellirinn er lóðréttur og hafa sagnir talið að dýptin væri allt að 600 m. Einn af sigmönnum hjálparsveitarinnar, Daði Garðarsson, seig niður í hellinn og reyndist hann vera um það bil 110 metra djúpur, en neðst í hell- inum opnaðist mikil hvelfing um það bil 30 metrar i þvermál og 15 — 20 metra há í þaki hvelfingar- innar voru 30 — 40 sentimetra langir dropasteinar. Á fyrstu 10 metrum sigsins seig Daði með berg- inu, en á 100 m kafla eftir það komst hann hvergi að bergi og seig því í lofti eins og það er kallað Þrí- hnjúkarnir eru eldgig- ar og hefur hraun storknað í þessum gig 110 metra frá opi hans. Sjálfur er hnjúkurinn um 55 — 60 metra hár Bergið alla leið niður var slétt og lítið brotið Þegar Daði stóð á botni hellisins og leit upp þá sá hann einn félaga sinna sem var á brún og sagði Daði á það hefði verið eins og að sjá hann standa inni í nálar- auga Þegar Daði kall- aði upp til félaga sinna frá botni hellisins þá rétt heyrðu þeir óm frá honum, en hins vegar heyrði Daði vel í þeim enda hljómburður góður í hellinum Þeir félagar sögðu í samtali við Morgun- blaðið, að þeim þætti ástæða til þess að girða þetta op af þar sem það lokaðist stundum á vetrum vegna snjóa og getur þvi verið algjör dauða- gildra Bentu þeir á, að með vaxandi um- ferð á þessu svæði væri ástæða til að huga að slíkum girð- ingum á nokkrum stöðum Engin merki voru þess á botni hellisins að þar hefðu menn komið áður Útibú frá Veiðimála- stofnun í Borgamesi LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA, Halldór E. Sig- urðsscn, boðaði á aðalfundi Landssambands veiðifél- aga, sem haldinn var í síð- ustu viku í Laugarbakka- skóla í Miðfirði, að ætlunin væri að setja um næstu áramót á stofn útibú frá Veiðimálastofnunni utan Reykjavíkur og yrði það f Borgarnesi. í samtali við Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra kom fram, að gert væri ráð fyrir stofnun þessa fyrsta útibús Veiðimálastofnunar í fjárlagatillögum stofnarinnar fyrir næsta ár og nú hefði land- búnaðarráðherra lýst fylgi sinu við þá tillögu og boðað fram- kvæmd hennar. Þór sagði, að ætlunin væri að í þessu útibúi yrði fiskifræðingur, sem sinnt gæti þjónustu við veiði- menn, veiðiréttareigendur, fisk- ræktarstöðvar i héraðinu og fram- kvæmd og fylgzt með rannsókn- um og tilraunum á vegum stofn- unarinnar á þessum slóðum. Ætl- unin væri að slík útibú kæmu i hvern landsfjórðung í framtið- inni. Aðspurður um hvort það hefði verið tillaga Veiðimálastofnunar að fyrsta útibúið yrði i Borgar- nesi, sagði Þór, að hann hefði i nafni stofnunarinnar aðeins gert tillögu um að útibú yrði stofnað og æskilegt væri að slík útibú kæmu í hvern landsfjórðung. Hann hefði ekki gert tillögu um staðarval heldur væri það ráð- herra sem ákvæði hvar fyrsta úti- búið yrði. Bragðast Ijómandi eitt sér. eða t.d með: niðursoðnum ávöxtum. íssósu þe>ttum rjóma eða rjómaís. > ess [ Geymsla Geymsluþol Þiðnar á: Næringarefni í 100 g 1 frystikistu - 18° C I frystihólfi kæliskáps - 3°C ( kæliskáp + 5°C Viö stofuhita (óopnaðar umbúöir) 5-6 mán u.þ.b. 3 sólarhringa u.þ.b. 24 klst. u.þ.b 3 klst. u.þ.b. 3 klst. u.þ.b. 3 klst. Tilbúiö til neyslu Tilbúiö til neyslu u.þ.b. 170 hitaein. 7,5 g feiti 4,2 g prótin 19,0 g kolvetni Látið frómasið þiðna fyrir neyslu. 0,85 litrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.