Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNl 1977 7 Átök í Alþýðuflokki Á vrSavangi TFmans F gnr er staldrað viS próf- kjörsraunir Alþýðuflokks- ins, sem nálgast suðu- mark F innanflokkserjum, einkum og sár F lagi F ReykjavFk, þó vFðar sá vFg- búist, t.d. f Norðurlands- kjördæmi eystra, þar sem Bragi Sigurjónsson, Bárð- ur Halldórsson og Árni Gunnarsson takast á um takmarkað flokksfylgi. TFminn segir orðrétt: "Alþýðublaðið F Reykja- vfk er hins vegar orðið skelfingu lostið yfir þeim úlfaþyt sem hafinn er með kröftum vegna prófkjörs, sem ákveðið hefur verið F flokknum. Blaðið segir fimmtudaginn 16. þ.m.: „En þegar upp verður staðið að loknu prófkjöri munu Alþýðuf lokksmenn standa saman sem einn Gylfi Þ Glslason. Eggert G Þorsteinsson Benedikt Gröndal maður og berjast til sig- urs." „Hið sanna er reyndar að aldrei muni grimmi- legri innbyrðis átök hafa átt sár stað innan Alþýðu flokksins en einmitt nú, og er þá mikið sagt. Eink- um á þetta við um próf- kjörið F Reykjavfk, þar sem Benedikt Gröndal, formaður flokksins, hyggst gefa kost á sár. en á það á hættu að Gylfi Þ. Gfslason muni eftir sem áður ætla sár sætið, — þó ekki væri nema til að sýna hvers er mátturinn úr þvl að dýrðin er hvort sem er úti." Til viðbótar mætti nefna Eggert G. Þor- steinsson, þann framá- manna Alþýðuflokks, sem er F nánustum tengslum við verkalýðshreyfinguna, að Birni Jónssyni undan- skildum, er einnig kann að vera með F myndinni. Almennings- bókasöfn Samband íslenskra sveitarfélaga efndi til ráð- stefnu um almennings- bókasöfn í lok sl. árs. Ólafur G. Einarsson, vara- formaður sambandsins, setti ráðstefnuna. í máli hans kom m.a. fram, að hér á landi störfuðu 250 almenningsbókasöfn f 224 sveKarfélögum, þar af 30 bæjar- og héraðs- bókasöfn, um 180 sveitarbókasöfn og 40 söfn f skólum, sjúkrahús- um og hælum. Mörg safn- anna væru að vfsu smá, minni að vexti en fjölmörg einkasöfn, en flest með dýrgripi innan um sinn bókakost, og bæru öll vitni menningarviðleitni. Það kom fram f ræðu Ólafs að almenningsbóka- söfn hefðu fyrst og fremst sótt fjármagn, bæði stofn- kostnað og rekstrarfé, til sveitarfélaga, en hlotið til þess að gera takmarkaðan rfkisstyrk. Hér væri og um dæmigert verkefni sveitarfélaga að ræða, en tryggja þyrfti sveitarfélög- um það rúma tekjustofna, að þau gætu sinnt þessu og öðrum sérverkefnum sfnum. Starfsemi borgarbóka- safns hefur verið Reykvfk- ingum mikilvægt, þrátt fyrir almenna bókaeign. Bókabflar, sem sótt hafa hin einstöku borgarhverfi. heim, eru dæmi um nýj- ung f þjónustu við borgar- ana, sem reynst hefur mjög vinsæl og er raunar ómetanleg. Mjög mörg sveitarfélög hafa og byggt myndarlega yfir bókasöfn sfn, sem orðin eru nokk- urs konar menningarmið- stöðvar f bæjum og héruð- um. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 SJÓNARMIÐ S JÁLFST ÆÐISMANNA Iðnaðarmál íslenzkur iðnaður er ein þeirra meginstoða, sem íslenzkt efnahags- llf hvilir á. og þvi veltur á miklu. hver vöxtur hans og viðgangur er Þriðjungur þjóðartekna er frá iðnaði og fjórðungur gjaldeyristekna. Iðn- aðurinn hefur þvi verið helzti vaxtar- broddur efnahagslifsins undanfarin ár. Sjálfstaeðisflokkurinn hefur sýnt skilning sinn á þörfum iðnarins i verki og haft forgöngu um margvis- legar aðgerðir til að styðja og efla stöðu íslenzks iðnaðar. Þrátt fyrir þetta, er enn að finna misræmi gagnvart iðnaðinum, sem gerir framlag hans til þjóðarbúsins minna en efni standa til, eins og fram kemur I nýútkominni skýrslu Þjóð- hagsstofnunar Þvi skorar Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins á þingmenn flokks- ins að vinna áfram að málefnum iðnaðarins með þvi m a að beita sér fyrir eftirfarandi atriðum: 1. Að iðnaðurinn fái sama að- gang að fjármagni og aðrir fram- leiðsluatvinnuvegir og á sömu kjör- um 2. Kannað verði. hvaða áhrif það mundi hafa á viðskiptatengsl íslands og EFTA og EBE, ef leitað yrði eftir framlengingu á aðlögunar- tlma 3. Að iðnaðurinn búi við sömu reglur varðandi greiðslur launa- skatts og aðstöðugjalds og aðrir framleiðsluatvinnuvegir 4. Kannað verði nú þegar hvort ákvörðun um virðisaukaskatt sé til hagsbóta Þar til hann kemur til framkvæmda verði tekið upp endur- greiðslukerfi á söluskatt og vöru gjald af aðföngum 5. Að á næsta þingi veri frum- varp um Tæknistofnun iðnaðarins lögfest. 6. Að efla Útflutningsmiðstöð iðnaðarins frá þvi sem nú er, þar sem markaðsleit og sölustarfsemi eru grundvallarforsendur þess, að við eigum erindi I markaðsbanda- lög. Auk þess verkefnis að styðja og efla framleiðslu- og þjónustuiðnað skal stefnt að þvi að koma á fót nýjum iðngreinum, sem umbreyta innlendum auðlindum svo sem sjávarafla. hráefnum landbúnaðar, fallvötnum, jarðhita. jarðefnum á arðbæran hátt i markaðshæfar af- urðir Með hliðsjón af hinni auknu þörf fyrir iðn- og tæknimenntað fólk í nútima þjóðfélagi verði áherzla lögð á: a) að sem fyrst liggi fyrir námsskrá fyrir hinar ýmsu iðngreinar b) iðnverkafólki verði gert mögu- legt að hljóta starfsmenntun og þjálfun, svo að starfsgeta og hæfileikar hvers og eins fái notið sín sem best Aukin framleiðsla og framleiðni eru forsenda bættra lifskjara Hag- vöxtur verður ekki tryggður nema þv! fjármagni, sem til ráðstöfunar er, verði beint til þeirra greina, sem bezt skilyrði hafa til að skila auknum arði til þjóðarbúsins íslenzkur iðnaður á að njóta jafn- réttis og jafnræðis á við aðra höfuð- atvinnuvegi þjóðarinnar og sam- bærilegra starfsskilyrða og erlendir keppinautar Orkumál Ein af meginforsendum efnahags- legra framfara á íslandi er hagkvæm nýting rikulegra vatns- og varma- orkulinda Á síðustu árum hefur gildi þessara auðlinda stóraukizt fyr- ir tilverknað alþjóðlegra atburða Af þessum ástæðum hefur aukin áherzla verið lögð á framkvæmdir á orkusviðinu og aukna nýtingu inn- lendra orkugjafa í stað innfluttra. Ber sérstaklega að fagna þeim mikla árangri, sem náðst hefur á skömm- um tíma i jarðhitaleit og hitaveitu- framkvæmdum, sem hafa í för með sér stórkostlegan sparnað innfluttra orkugjafa. 1. Stefnt skal að því marki að trY99ja öllum landsmönnum næga orku, og kulu hagkvæmis- og öryggissjónarmið ráða fjárfestingum á orkusviðinu. 2. Breyta skal skipulagi á sviði orkumála þanig, að aukin verði áhrif einstakra héraða og landshluta og orkuframleiðsla og orkudreifing sé í höndum sjálfstæðra fyrirtækja með eignaraðild ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga 3. Unnið skal áfram að mörkun heildarstefnu I orkumálum. og skal ákvarðanataka grundvölluð á henni Með stöðugum rannsóknum á orku- búskap skal séð um, að heildarstefn- una megi endurskoða hvenær sem þörf krefur. 4. Halda skal áfrm jarðhitaleit og jarðhitarannsóknum og koma upp jarðhitaveitum. þar sem að- stæður leyfa og hagkvæmt þykir. Kanna skal hagkvæmni hitaveitna i þéttbýli, þar sem jarðvarmi er ekki fyrir hendi með það fyrir augum, að sem flestir landsmenn njóti þeirra hlunninda sem hitaveitur eru Með niðurfellingu tolla og skatta skal stefnt að þvi að skapa þessum veit- um jafna samkeppnisaðstöðu á við aðrar orkuveitur og innflutta orku. 5. Stefnt skal að þvi að tengja saman rafveitusvæði landsins til þess að tryggja sem öruggastan og hagkvæmastan rekstur raforkukerf- isins og jafna þannig aðstöðu til virkjunar i hinum ýmsu landshlut- um. 6. Endurskoða skal gildandi raf- orkuverð þannig, að innlendur at- vinnurekstur fái raforku á sem bezt- um kjörum Með aðgerðum i tolla- og skattamálum skal stefnt að þvi að lækka dreifingarkostnað raforku og jafna samkeppnisaðstöðu hennar við innflutta orku 7. Raforkuverð til orkufreks iðn- aðar skal, eins og verið hefur, ákveðið með sérstökum samnmg- um, svo að raforkuverð til almenn- ings verði hagstæðara en ella. 8. Mörkuð verði orkunýtingar- stefna og ráðstafanir gerðar til að orkuveitur og aðrar stofnanir leið- beini um hagkvæmustu nýtingu orku 9. Við nýtingu þeirra auðlmda. sem felast i fallvötnum og jarð- varma, skal leggja áherzlu á, að náttúruverndarsjónarmiða verði Christensen fjölskyldan saekir ísland heim aftur F'yrir nokkrum árum komu hingað i heimsókn söngvarar frá Bandarikjunum og sungu i Bústaðakirkju við mikinn fögnuð áheyrenda, sem voru eins margir og kirkjan frekast rúmaði. Þessi söngflokkur var byggður upp af foreldrum með börn sin sex og sungu þau ýmist öll saman eða sitt i hverju lagi, auk þess sem leikið var á hljóðfæri. Söngur þeirra og framkoma hreif áheyrendur mjög og urðu margir til að panta plötur, sem fjölskyldan hefur gefið út, svo að söngur þeirra hefur heyrzt á ís- landi alla tið siðan á mörgum heimilum. Nú leggja þau á ný leið sína til íslands og munu syngja í Bústaða- lyrkju á fimmtudagskvöldið kl. 8:30 og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Faðirinn er prestur í Bandarikj- unum, en nú eru þau að koma úr söngferðalagi um Norðurlönd, og þar sem þau fara heim strax á föstudaginn, verður ekki um end- urtekningu hljómleikanna að ræða. Hestamannamót Eyfirðinga á Melgerðismelum Hestamannafélögin viö Eyjafjörð gangast um helgina, 25. og 26. júní fyr- ir hestamannamóti á móts- svæöi félaganna á Mel- geröismelum. Árdegis á laugardag verða kyn- bótahross dæmd og eftir hádegi fara fram dómar gæðinga í A og B flokkum. Undanrásir kappreiða hefjast kl. 4 á laugardag en keppt verður i 250 metra skeiði, 250 metra stökki, 350 metra stökki, 800 metra stökki og 1500 metra brokki. Á sunnudag verður dóm- um kynbótahrossa og gæðinga lýst og félagar úr hestamanna- félögunum ríða í hópreið inn á mótssvæðið. Þá verða úrslit i kappreiðum. Að sögn forsvarsmanna mótsins eru fjölmörg hross skráð til keppni á mótinu og meðal ánnars 16 hross í skeiði. Flest eru hrossin úr Eyjafirði en nokkur hafa verið skráð úr Skagafirði. Félögin, sem standa að mótinu eru hesta- mannafélögin Funi, E.vjafírði, Léttir, Akureyri, Hringur, Dalvík, Gnýfaxi, Ólafsfirði, Þráinn í Höfðakaupstað og Hrossaræktar- sambandið Haukur. Happdrætti Pólýfónkórsins Dregið hefur verið í happdrætti Pólýfónkórsins og upp komu eftirtalin númer: 5876. Ferð fyrir tvo til sólar- landa með Ferðaskrifstofunni Ut- sýn. kr. 170.000. 7128. Ferð fyrir tvo til sólarlanda með Ferðaskrif- stofunni Utsýn kr. 170.000. 2453. Ferð fyrir einn til sólarlanda með Ferðaskrifstofunni Utsýn kr. 60.000. 7032. Hljómplötuúttekt hjá Hljóðfærahúsi Reykjavikur Laugavegi 96. 2729, 11448, 5015. 9155, 4203, 1037, 7474. 896. 5016, alll 10 þús. kr. vinningar. BÁTAURV LIÐ plastbátar frá Noregi xodiac álbátar frá U.S.A. starcraftm slöngubátar frá Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.