Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JONI 1977 /f mi í’rá landsleiknum við Norður-íra. Tony Knapp vill fá að aðstoða Gísla Torfason, en Rudi Glöckner vill ekki láta það gerast inni á vellinum og biður þá um að fara út fyrir hliðarlínuna. Enginn sýnir árangri mínum áhuga í Englandi - segir Tony Knapp í viðtali við stórblaðið Observer „GLEVMIÐ þorskastríðinu. ísland dáir að minnsta kosti einn Englending." Þannig eru niðurlagsorð ftarlegs viðtals við lands- liðsþjálfarann Tony Knapp, sem síðastliðinn sunnudag birtist ( hinu vfðlesna brezka blaði Observer. Það er n-frski hlaðamaður- inn Colin McAlpin, sem heldur á pennanum, en hann var staddur hér á landi á diigunum vegna landsleiks N-íra og Íslendinga. Fyrirsögn viðtalsins er „Framkvæmdastjóri spyr hvers vegna hann hafi verið skilinn eftir úti f kuldanum. ari tæki ég við fé- I upphafi grein- arinnar er fjallað um frásagnir brezkra blaða af leiknum í Reykja- vík. Þar hafi verið undrazt á úrslitun- um og sigri íslands, sem sífellt klífí hærra í knatt- spyrnustiganum. Hins vegar hafi hvergi verið minnzt á Englendinginn, sem standi að baki íslenzka landslið- inu, Tony Knapp. — Mér finnst oft, að andlit mitt eigi engan veginn við heima í Englandi og eðlilega reiðist ég því stundum, segir Knapp í við- talinu. — Ég vinn mikið með tak- markaðan fjölda leikmanna. Ég held áfram að ná góðum úrslitum, en það er eins og enginn sýni þessu nokkurn skapaðan áhuga. Fjallað er um erf- iðleika Knapps sem landsliðsþjálfara, fólksfæðina og að Knapp verði að vera nokkurs konar þúsundþjalasmiður með íslenzka lands- liöið. Rakinn er fer- 111 Knapps sem leikmanns og þjálf- ara í Englandi, en síðan segir Knapp: — Þá var mér allt í einu boðið starf sem þjálfari félags i Reykjavík, KR. Liðið er eitt af þeim árangursrík- ustu á íslandi, en það sem skipti mig meira máli var að því var lætt að mér, að ég myndi vera inni í myndinni sem landsliðsþjálf- laginu. I hrein- skilni sagt þá vissi ég varla, að ísland ætti landsliði á að skipa og í fyrstu var ég ekki spennt- ur fyrir þessu, en siðan ákvað ég að slá til, segir Tony Knapp. Minnzt er á slak- an árangur ís- lenzka landsliðsins áður en Knapp tók viö stjórninni og Knapp segir frá því að landsliðsmenn- irnír fái alls ekkert fyrir sinn snúð. Hann segist verða að byggja leikmenn sína upp með því að höfða til þjóðar- stolts. — Þetta er allt spurning um framkvæmda- stjórn, segir Knapp. — Ég er heiðarlegur og leik- mennirnir virða mig. En þar sem þeir eru áhuga- menn geta þeir sagt mér að fara mína leið þegar minnst varir. Þeir gera það auðvitað ekki, en þeir gætu það, seg- ir Knapp. Siðan segir frá góðum sigrum ís- lendinga gegn A- Þjóðverjum, N- írum, Norðmönn- um og Luxemborg- urum og öðrum góðum úrslitum eins og gegn Hol- landi og Belgíu. Þetta virðist þó ekki nóg og Knapp er greinilega óhress er hann seg- ir: — Þessi úrslit færa mér ekki það umtal, sem ég hafði vænzt i Englandi. Það væri mér ekki á móti skapi að ensk félög töluðu við mig, en það er ekki gert og ég get ekki annað en bros- að þegar ég sé suma leikmennina fá góð störf og hafa þó ekki fjórða hlut- ann af reynslu minni. Ég held ekki að það séu margir, sem geta státað af eins góðum árangri og ég, en samt er ég ekki einu sinni á lista hjá félögum eins og Hartlepool og Stockport. Það kemur á óvart. — Árið í ár er mikilvægt fyrir mig. Hinni spenn- andi þátttöku okk- ar i undankeppni HM lýkur í sumar með leikjum gegn Hollandi, Belgíu og N-írlandi. Að lok- inni h'eimsókninni til Belfast i septem- ber er ég á lausu og ég hef fengið tilboð frá félögum í Noregi og Svíþjóð, auk þess sem is- lendingar vilja ef til vill að ég haldi áfram, segir Tony Knapp. Er viðtal þetta mikil og góð auglýs- ing fyrir Knapp i Englandi, auk þess sem þaö vekur at- hygli á islandi og íslenzkum knatt- spyrnumönnum. Ef til vill verður það til þess að Knapp fær tilboð frá ensk- um félögum, en þurfi ekki að beina augum sinum til Evrópu með starf í huga, eins og fram kemur í viðtalinu. Reykjavík skreyt- ir nú Adidas-skó Þessir fþróttamenn hafa gert það að verkum að nú er hafin framleiðsla á skóm undir þessu nafni, sagði Árni NAFN REYKJAVÍKUR skreytir nú vandaða fþróttaskó af Adidas-garS og komu þeir f verzlanir f gær. Voru skór þessir kynntir blaðamönnum f gær af umboSsmónnum Adidas hér á landi og borgarstjórinn f Reykja- vfk, Birgir ísleifur Gunnarsson, fékk fyrstu skóna af gerðinni Adidas- Reykjavfk. Árni Árnason, sem hefur sölu- umboð fyrir Adidas hér á landi, sagði á fundr með borgarstjóra, framámönnum f fþróttahreyfingunni og fréttamönnum f gær, að Ifta mætti á það sem sérstaka viður- kenningu til fslenzkra fþróttamanna að nú væri hafin framleiðsla á skóm af gerðinni Adidas Reykjavík. — íslenzkir fþróttamenn, og þá reyk- vizkir að stórum hluta. hafa f sffellt vaxandi mæli vakið athygli erlendis. sagði Árni —Við getum nefnt handknattleikslandsliðið. knatt- spyrnulandsliðið og siðast en ekki sfzt Hrein Halldórsson Evrópu- meistara f kúluvarpi innanhúss. Biörgvin Schram er umboðsmað- ur Adidas hér á landi og sagði hann I gær ma að Adidas hefði gefið a-landsliði og unglingalandsliði skó, iþróttabúninga og æfingagalla f sumar, slfkt fá einnig þau lið sem keppa f Evrópumótunum I knatt spyrnu i haust, Valur, Fram og Akranes Þá hefur fyrirtækið heiðrað nokkra frjálsiþróttamenn og sagði Björgvin það vera reiðubúið að að- stoða einnig handknattleikslandslið- ið *mmm^^—m—mm Sonja Bachman, borgarstjórafrú, velur sér skó af gerðinni Adidas- Reykjavfk. (Ljósmynd Emilfa). ÞRÍÞRAUT FRÍ OG ÆSKUNNAR er eitt alstærsta Iþróttamót, sem fram fer hér á landi á ári hverju og tóku að þessu sinni þátt f keppninni 5760 börn á aldrinum 12—15 ára. Úrslitakeppnin fór að þessu sinni fram á Laugarvatni 5. júnf sfðastliðinn og var hart barizt um sigurlaunin hjá þeim ungmennum, sem komist höfðu í úrslitin. Keppt var f 60 metra hlaupi, hástökki og boltakasti. Úrslit f einstökum greinum og samanlagt urðu sem hér segir: Stúlkur fæddar 1965: Jónína Helgadóttir Ba. Keflav. Svava (irönfeldt Ba. Borgar Borgarnesi Hafdfs Elín Helgad. Varmalandsskóla Stúlkur fæddar 1964: Rut Ólafsdóttir Lækjarskóla Inga Birna LJifarsdóttir Fellaskóla Sigrún Arnarsdóttir Fellaskóla Lilja Vilhjálmsd. Áltamýrarskóla Aóalheióur Ásmundsd. Vogaskóla Magnea Vilhjálmsd. Álftamýrarsk. gestur Stúlkur fæddar 1963: Þuríóur Valtýrsdóttir Víghólaskóla írisGrönfeldt Ga. Borgarnesi Ragnhildur Siguróard. Heióarskóla Drengir fæddir 1965: Oddur Sigurósson Lundarskóla 60m Hást. Boltak. Stig 8.9 1.05 64.35 3032 8.6 1.15 36.63 2683 10.0 1.10 34.97 2234 7.9 1.45 38.85 2993 8.4 1.40 42.75 2881 8.5 1.30 47.10 2813 8.9 1.25 49.58 2698 8.6 1.15 51.20 2675 9.4 1.25 59.64 2774 8.7 1.45 61.55 2986 8.8 1.35 66.33 2927 8.9 !.45 59.63 2898 8.9 1.20 70.86 2742 Sævar Bjarnason Melaskóla Arnar Reynisson Fellaskóla Einar Sv. Jónsson Barnask. Seyðisf. Drengir fæddir 1964: Guómundur Karlsson Lækjarskóla Þór Ásgeirsson Kársnesskóla Kristján Haróarson Barnask. Stvkkish. Siguróur A. Siguróss. Barnask. Akureyrar Jóhann Jóhannsson Fellaskóla Ómar Henningsson Vogaskóla Drengir fæddir 1963: Guóni Sigurjónss. Vfghólaskóla Páll Þ. Ómarsson Oddeyrarskóla Kristján Kristjánsson Fellaskóla Einar Arason Oddeyrarskóla Böóvar Birgisson Glerárskóla Willum Þór Þórsson Víghólaskóla 9.3 1.20 61.58 2557 9.4 1.20 55.98 2420 8.4 66.89 2082 8.6 1.45 78.07 3021 8.8 1.45 76.05 2931 8.2 1.45 54.46 2650 8.8 1.25 64.84 2447 8.5 1.15 65.16 2219 9.1 1.25 56.34 2202 7.9 1.45 84.16 2953 8.4 1.45 76.04 2666 8.1 1.55 65.03 2653 8.9 1.45 75.74 2535 9.3 1.50 67.14 2328 9.5 1.35 60.94 1959 Þau stódu sig bezt f Þríþrautinni á Laugarvatni. EINN leikur fór fram I 2. deildinni f knattspyrnu i fyrrakvöld, Ármann vann Selfoss 1:0 á Selfossi. Þa8 var þjálfari Ármenninga, Jón Hermanns- son, sem skoraði beint úr horn- spyrnu Er Jón einhver mesti „hornasérfræðingurinn" i knatt- spyrnunni og mörk hans ófá beint úr hornspyrnum Heldur þótti leikurinn á Selfossi slakur og voru heimamenn mjög óánægðir með dómara leiksins, sem þeir töldu að hefði haft af þeim annað stigið að minnsta kosti. Toppliðin í baráttunni TOPPLIÐIN f 1. deildinni f knatt spyrnu verða f baráttunni f kvöld. Í Kópavogi leika Breiðabliksmenn gegn liði Akurnesinga, en á Laugar- dalsvellinum verða þaS liS Vals og Keflavfkur, sem eigast viS. Hefjast þessir leikir báSir klukkan 20, en þriSji leikurinn f 1. deildinni f kvöld verSur viSureign Vestmannaeyinga og FH f Vestmannaeyjum. Hefst sá leikur klukkan 19 samkvæmt móta- bók KSÍ. AnnaS kvöld mætast sfSan Þ*r—Fram og KR—Vfkingur. MorgunblaSiS mun greina frá gangi þessara leikja f blaSinu á morgun f máli og myndum. HefuraS undanförnu ekki veriS hægt aS birta frásagnir af IþróttaviSburSum strax daginn eftir vegna yfirvinnubanns- ins. —áij Enn skorar Jón beint úr horni Lilja tæpast með í Kaupmannahöfn MJÖG HÆPIÐ er að Lilja Guðmundsdóttir geti verið með í undankeppni Evrópumótsins i frjálsum iþróttum, sem fram fer f Kaupmannahöfn um næstu helgi. tslenzka kvennaliðið mætir þar liðum Noregs, Portúgals og Danmerkur og ásamt Ingunni Einarsdóttur var búizt við mestum afrekum af Lilju, sem hlaupið hefur mjög vel í vor og sumar. Meiddist Liija á fæti fyrir nokkru og ágerðust meiðslin eftir sfðasta mót Lilju, þannig að rist á hægri fæti er illa bólgin. Landsliðið i frjálsum íþróttum undanriðli Evrópukeppninnar, heldur til Danmerkur á föstudag, að undanskildum átta manna hópi, sem verið hefur við æfingar og keppni erlendis að undan- förnu. Alls verða 27 íslenzkir frjálsíþróttamenn í sviðsljósinu i Kaupmannahöfn um helgina, en karlaliðið mætir þar liði Dana, Portúgala, Luxemborgara og íra í eins og stúlkurnar. Fer keppnin fram í Söllerud vi Kaupmanna- höfn, en þar verður vigður nýr iþróttaleikvangur. Gera íslenzku frjálsiþróttapilt- arnir sér vonir um velgengni á mótinu i Kaupinhafn og aö ná a.m.k. þriðja sætinu, sem tryggir þeim rétt til keppni í milliriðlin- um, sem verður í Aþenu seinni hluta júlimánaðar. Við gætum allt eins lent í 1. sæti eins og þvi 4., sagði Örn Eiðsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins, i við- tali við Morgunblaóið í gær. Sigurstranglegastir í þessum riðli eru þó Portúgalir, en Luxemborg mun hins vegar hafa á að skipa slakasta liðinu. Ekkert gefið eftir í þríþraut hinna yngstu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.