Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 25 félk í fréttum Mynd þessi var tekin sl. fimmtudag, 16. júní, á flugveilinum í Tokýó og sýnir nokkra keppendur f alheims fegurðarsamkeppninni 1977 koma til keppninnar sem hefst 1. júlí n.k. Þær eru talið frá vinstri: Dogmar Winkler, Þýzkaiandi, Guðrún Helgadóttir, tslandi, Emine Koldas, Tyrklandi, Arja Liisa Lehtinen, Finnlandi og Wiliy Muis, Hollandi. Nú getur Michelle sungið + Fyrir einu ári gat þessi 1 2 ára gamla stúlka Michelle Winter, ekki talaS og fram aS þeim tlma hafSi hún aldrei getað myndaS orS. En fyrir einu ári gekkst hún undir uppskurð á Middlesex sjúkrahúsinu I London. Læknirinn, Noel Thomson, tók vöSvabita úr fæti Michelle og græddi hann I hálsinn. AðgerSin tókst i alla staði vel en þaS er fyrst nú, ári slðar, að fullvist er aS Michelle mun ekki missa röddina aftur, þvl nú er álitiS aS hættan á aS líkaminn hafni þessari vöSvatilfærslu, sé liSin hjá. Nú.talar Michelle eðli- lega og syngur þegar hún spilar á gitarinn sinn. Þetta er fyrsti uppskurSur sinnar tegundar sem heppnast fullkomlega og læknir- inn, Noel Thomson, fær bréf hvaSanæva aS úr heiminum frá fólki sem óskar eftir sams konar aðgerS. Mestur hluti bréfanna er frá foreldrum sem eiga börn sem hafa fæSst eins og Michelle. „Ég veit hvaSa þýðingu það hefur fyrir þessa foreldra að fá þarna von um lækningu fyrir börn sin," segir móSir Michelle. „Mér finnst aS þaS hafi gerst kraftaverk." Jakobssott, lormaUur l8ju * Reykjavtk. 053 Haíígrímur Pétors s«n, formeöur i Hafnarfirðí. m«8 veiþóknuo A. — iówn. Frá sýningu Leikfélags Húsavlkur á sjónleiknum „1 deiglunni" eftir Arthur Miller, sem sýndur verður f Iðnó f vikunni. Leikvika landsbyggdarinnar: Húsvíkingar sýna í Iðnó LEIKFÉLAG Reykjavfkur hefur undanfarin ár boðið ieikfélögum utan af landi að koma og sýna sjónieiki sfna f lok leikárs og helgað þeim viku af starfsári sfnu: Leikviku landsbyggðarinn- ar. Með þessu hefur Leikfélag Reykjavfkur viljað styrkja tengsl milli blómlegs áhugamannaleik- húss úti um land og atvinnuleik- hússins f Reykjavfk. Að þessu sinni er það Leikfélag Húsavíkur, sem verður gest- komandi í Iðnó á Leikviku lands- byggðarinnar og sýnir þar fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. júni sjónleikinn ,,í deiglunni" eftir Arthur Miller. Leikfélag Húsavíkur er meðal dugmestu áhugamannaleikhúsa úti á landi og það hefur margsinnis ráðist í að sýna viðamikil verk. Er þar skemmst að minnast að það hélt upp á 75 ára afmæli sitt á síðasta ári með sýningu á Pétri Gaut eftir Ibsen. í sýningu Leikfélags Húsavikur á sjónleiknum „í deiglunni", kemur fram 21 leikari. Er það annað tveggja leikrita, sem leik- félagið setti á svið í vetur og var sýnt 10 sinnum á Húsavík við góðan orðstír. Leikurinn fjallar um galdraofsóknir í Massa- chusetts i Bandaríkjunum í lok 17. aldar og hefur fyrir löngu skipað sér sess meðal sígildra bandarískra leikbókmennta. Leikstjóri er Haukur J. Gunnars- son, en með aðalhlutverkið fer Ingimundur Jónsson. Þetta er í annað sinn, sem Leik- félag Húsavíkur heimsækir Leik- félag Reykjavíkur á Leikviku landsbyggðarinnar. Fyrir þrem árum sýndi félagið „Góða dátann Svæk“ í Iðnó. — Minning Rósa Framhald af bls. 22 var fullkomið jólaboð, heimilið var komið i jólabúning, góðgerðir allar með glæsibrag, sem frú Rósa ein gat töfrað fram. Minningin um þessi sérstöku jólaboð frú Rósu lifir ávallt í hugum okkar hinna mörgu kórfélaga frá þess- um árum, góðvildin, kærleikur hennar og heimilisins umvafði okkur og gerði þessar stundir að sífelldu tilhlökkunarefni. Fjölmörg svona atvik væri hægt að tilfæra. sem hin mikilhæfa kona, sem hér er minnst, varðaði veginn hér í Ólafsvík, sem höfðu mannbætandi áhrif á samferða- fólkið og juku jafnframt áhrifin af starfi okkar ástsæla sóknar- prests. Hús þeirra stóð öllum op- ið, gestakoma var mikil, en allt virtist þetta svo sjálfsagt og auð- velt undir stjórn frú Rósu, sem alltaf átti næg úrræði. Ég átti þvi láni að fagna, ásamt systkinum minum að alast upp i nálægð prestfjölskyldunnar, Prestseturshúsið „Skálholt“ og hús foreldra minna „Uppsalir“ stóðu hlið við hlið, traust og ein- læg vinátta var ávallt milli þess- ara heimila, öll börnin á líkum aldri, þessi vinátta hefur aldrei dvínað, við urðum fyrir miklum, dýrmætum áhrifum frá þessu góða fólki. Mér verður oft hugsað til þess, hversu fágæt ástúð og samhugur rikti miili presthjón- anna og barna þeirra, nákvæmni frú Rósu við að hafa ávallt i full- komnu lagi útbúnað eiginmanns- ins, sem oft þurfti að fara skyndi- lega í erfið ferðalög, ýmist fót- gangandi eða ríðandi, áður en bíl- ar komu til, en sr. Magnús var orðlagður ferðagarpur, ég hefi sjaldan orðið vitni að svo fágætri umhyggju, ef hægt er að tala um fullkomna eiginkonu, átti það vissulega við frú Rósu. Þegar hjónin fluttust frá Ólafs- vik árið 1963, fylgdu þeim hlýjar og einlægar kyeðjur og þakkir allra ibúa Ólafsvíkur, sem sáu á bak góðra vina, sem betur fer hafa þessi vinabönd aldrei brost- ið, hugur þeirra hefur leitað vest- ur, og við mörg tækifæri hefur sr. Magnús heimsótt fyrrverandi söfnuð sinn og á vonandi eftir að gera það oftar. Frú Rósa hefur átt við erfið veikindi að striða hin siðari ár, sem hún hefur borið eins og hetja á sinn hljóðláta hátt. Nú þegar hún er öll, sendum við vinir hennar hér fyrir vestan, Ólafsvíkurbúar, okkar einlægar kveðjur og hjartans þakkir fyrir hennar mikla starf og góðu áhrif fyrr og síðar, við blessum minn- ingu hennar. Ég leyfi mér i nafni Ólafsvikursafnaðar að flytja eiginmanni hennar, okkar gamla. góða sóknarpresti og vini, börn- um þeirra og fjölskyldum, inni- legar samúðarkveðjur, við biðjum góðan Guð að gefa þeim styrk i sorg þeirra — megi minningin um hina góðu konu verða ljós á vegi þeirra um ókomin ár. Alexander Stefánsson EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU AlGIASINíi.V SIMINN KK: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.