Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JUNÍ 1977 Rætt við nokkra kór- félaga Síðustu tónleikar Pólýfón- kómns hér á landi í kvöld 0 ÞAÐ ER ekki mikið um hvfld e8a frf hjá Pólýfónkórnum um þessar mundir, þvf nýlega hélt hann tónleika f Háskólabfói og mun aftur halda hljómleika f kvöld. með nýrri efnisskrá, en þá verður flutt verk Hándels, Messfas. Á föstudag verður sfSan lagt upp f söngferSina til ítalfu, sem lengi hefur veriSá döfinni og eins og fram hefur komiS f fréttum mun Ingólfur GuS- brandsson þar, aS þeim tónleikum loknum, leggja frá sér sprotann f sfSasta sinn. Mbl leit við á æfingu hjá kórnum í Vogaskóla á mánudagskvöldið og nokkrir kórfélagar voru teknir tali. Fyrstur var Einar Thoroddsen, en hann syngur í tenór. — Ég er búinn að vera í kórnum í 3 ár, sagði Einar, og ég hef ekki verið með í vetur fyrr en nú, og er það aðallega vegna náms og starfa, en ég útskrifaðist úr læknadeild fyrir 2 árum. Ég var alveg með í fyrra og árið þar áður, svo að ég kannast nokkuð við Messías, sem við erum að æfa mest núna. Einar var spurður um hvernig vist það væri að vera starfandi f kór: — Mér líkar vel söngurinn, ég hef áður verið f Fflharmóníukórnum og Háskólakórnum, svona eftir því sem til hefur fallið. Er fólk yfirleitt prófað áður en það er tekið í kór? — Ég held að það sé misjafnt, ég var t.d. ekki prófaður er ég kom f Pólýfónkórinn. og geri ég ráð fyrir að það sé eingöngu vegna þess að ég hafði verið í kór áður, en það-er náttúrlega ekki hægt að taka alla sem vilja í kór, fólk verður f það minnsta að hafa lag. Hvernig leggst þessi langa söngferð í þig? — Þetta verður sjálfsagt erfitt til að byrja með. við þurfum að sofa og syngja og geri ég ekki ráð fyrir að tfmi verði fyrir mikið annað, enda langar og sjálfsagt þreytandi rútuferðir á milli staðanna sem við syngjum á Verðurðu áfram við söng þó að Pólý- fónkórinn hætti? — Það er alveg óvlst, ég þarf að fara að huga að framhaldsnámi og þar að auki er starf læknis ekki vel til þess fallið að hlaupa frá á æfingar reglu- lega, þannig að framtlðin á eftir að skera úr um áframhaldandi söng hjá mér, Tónheym aðalatriðið Ingibjörg Marteinsdóttir syngur I alt- rödd og var hún fyrst spurð um veru slna I Pólýfónkórnum: — Eg byrjaði I kórnum nú fyrir páska og var með I tónleikunum þá og mér fannst það mjög freistandi að halda þessu áfram. Það er stórkostlegt að komast I svona nána snertingu við þessa tónlist, ég hef gert nokkuð af þvi að hlusta á klassiska tónlist, hlusta frekar á hana en popptónlist En þetta er miklu nánari snerting við tónlistina að taka þátt I að flytja hana sjálfur, og mér finnst þetta alveg stórkostleg reynsla Annars hef ég verið I Þjóðleik- húskórnum og er nú I söngnámi hjá Marlu Markan. Ég vona að þetta sé þvl frekar upphaf en endir á þátttöku minni I kórstarfi, en mér hefur fundizt ég læra mjög margt með veru minni I þessum kór — Það er lagt mjög mikið upp úr þvi að heyra. fólkið hefur sagt að það hafi ekki vitað hvað tónheyrn var fyrr en það kom I Pólýfónkórinn. því það er lögð mjög mikil áherzla á tónheyrnina. Er þetta mikið starf að syngja I Pólýfónkórnum? — Það er áreiðanlega mjög mikið fyrir húsmæður sem t.d eru með fleiri en eitt barn og vinna úti Ég er með.eitt barn og vinn ekki úti svo mér finnst það I sjálfu sér ekki svo mikið að mæta á æfingum tvisvar til þrisvar I viku ef á þarf að halda. En þetta er örugglega erfitt fyrir fjölskyldufólk. — Við æfum t.d. I kvöld frá kl. Einar Thoroddsen 7.30 til 1 1 eða jafnvel lengur og af þeim tlma fer oft ein til tvær klukku- stundir til að hita upp. Við „syngjum okkur upp" I 1—1 'h tlma I hvert sinn sem tónleikar eru. í kórum I 35 ár Fulltrúi bassaraddarinnar er Jón R. Kjartansson. Hann er nýliði I Pólýfón- kórnum, en samt sem áður ekki nýliði I kórsöng, því það er alllangt slðan hann söng fyrst I kór: — Já. ég held ég hafi byrjað ein- hvern tlma á stríðsárunum fyrir svona 35 árum slðan og þá var ég fyrst I kór sem hét Kátir félagar og var nokkurs konar undirbúningskór fyrir KFUM kórinn. Slðan lenti ég I Karlakór Reykjavlkur og hef verið I ýmsum kór- um eftir það, m.a. Þjóðleikhúskórnum og er enn I honum — En það er alveg sérstakt fyrir mér að syngja með Pólýfónkórnum núna, þvl að fyrsta alvarlega byrjunin á mínum kórferli var einmitt að taka þátt Ingibjörg Marteinsdóttir I flutningi á Messlasi og þess vegna finnst mér þetta eiginlega vera há- punkturinn. Það var dr. Victor Urban- Ofviða einum manni að standa undir segir Ingólfur Guðbrands- son Ingólfur GuSbrandsson stjórnar Pólýfónkórnum á æfingu. EFTIR langa og erfiSa æfingu á mánudagskvöld var Ingólfur Guð brandsson, stjórnandi Pólýfón- kórsins, tekinn tali og spurður hvort ekki væri erfitt að æfa svo mikið og strangt f marga daga: — Messfas er eitt stærsta verk f tónbókmenntunum og til þess aS geta gert þvf góð skil verður a8 leggja mikla vinnu af mörkum. Ég tel a8 við höfum æft þetta á al- gjörum mettfma núna, viS höfum æft Messfas frá þvf f annarri viku eftir páska e8a um 20. aprfl og þa8 er afar stuttur tfmi fyrir svona mikið verk. Már er sem ég sæi a8 leikfélög kæmu upp stórum verk- um með atvinnufólki á þessum tfma. Mér skilst a8 mikill tfmi hafi t.d. farið f að æfa Helenu fögru og þó gerir hún ekki mjög miklar kröfur hvað varðar tónlistarflutn- ing. Og mér er ekki kunnugt um aðra kóra, sem eru ekki skipaSir atvinnufólki sem gætu æft þessi verk á styttri tfma. en það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með áhugasömu fólki og ef góðar raddir og áhuginn fara saman er ýmislegt hægt þó tfmi sé stuttur. — Vi8 hofum æft þessi verk yfirleitt f tvo til þrjá mánuSi áSur en til flutnings hefr komi8 og er þá æft tvo daga f viku og æfingar auknar þegar nær dregur hljóm- leikunum. Hvernig er þér innanbrjósts þegar þú sérð fram á að sleppa hendinni af Pólýfónkórnum? — Þa8 segir í frönsku máltæki að allur viSskilnaSur við það sem manni er kært sé hluti af dau8- anum — a8 skilja er að deyja dálftiS — og það má kannski segja að svipuð tilfinning eigi vafalaust eftir að grfpa um sig hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.