Morgunblaðið - 06.07.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JULI 1977
11
Hann sagði að það væri raunar
ekki erfitt að snúa íslenzkum
ljóðum á sænsku orð fyrir orð,
en það gæti verið miklum erfið-
leikum bundið að túlka þau á
réttan hátt, svo þau nytu sín
sem bókmenntaverk, á hinu
nýja máli. Það væri jú aðeins
fyrsta skrefið í þýðingum að
þýða orðin, þá væri eftir að
þýða innihaldið og merking-
una. Christer sagði að hvað
hann sjálfan varðaði, hefði
hann til dæmis aldrei gert sér
grein fyrir því hvað hraun
væru víðáttumikil og mörg hér
á íslandi. Þessi ferð sin hingað
til lands hefði því þegar eftir
nokkurra daga dvöl verið sér
mjög lærdómsrik.
Fyrsta bók Christers sjálfs
kom út í Sviþjóð nú í mai og er
það ljóðabók. Hún heitir á
frummálinu „Observatörens
Dagbok" og fjalla ljóðin i bók-
inni einkum um landslag og
áhríf þess á höfundinn. Crister
kvaðst nú vera að vinna að
skáldsögu, sem væri nánast
„Þriller", og gerðist sagan að
hluta til hér á landi.
Hann sagði að Ijóðabækur
seldust mjög lítið í Sviþjóð eða i
u.þ.b. 200 eintökum að meðal-
tali, en það er álíka mikil sala
og á ljóðabókum hérlendis.
Hann sagði þö að það myndi
koma út næsta vor ný ijóðabók
frá hans hendi og yrðu senni-
lega í henni einhver prósaljóð
frá íslandsdvölinni. Sagðist
hann hafa skrifað mikið siðan
hann kom hingað og hefði hann
m.a. orðið fyrir miklum áhrif-
um af því að skoða málverk
Kjarvals og hefði hann verið á
Kjarvalsstöðum i hcilan dag. Þó
sagði hann að hann hefði orðið
fyrir langmestum áhrifum af
þvi að heimsækja Hvalstöðina i
Hvalfirði. Christer er mikill
áhugamaður um ljósmyndun og
notar oft þá aðferð að taka
mynd, frekar en að skrifa hjá
sér hugmyndir að ijöði eða
sögu. Sagðist hann vera búinn
að taka um 400 Ijósmyndir hér
á landi. Christer hyggst dvelja
Christer Eriksson.
(Ljósm. Kmilía).
hér næstu tvær vikur og mun
hann nota tímann til að ferðast,
og einnig til að ræða við íslenzk
skáld, enda' hefur hann í
hyggju að gefa út ljóðasafn með
ljóðum islenzkra skálda, sem
hann hyggst þýða á sænsku.
Þetta ljóðasafn verður aðeins
með verkum yngri skálda.
Christer Eriksson skrifar
bókmenntagagnrýni i þekkt-
asta bókmenntatimarit Sviþjóð-
ar, Bonniers Litterera Magasin,
auk tímaritsins Lyrikvannen.
Blm. þótti þvi tilvalið að spyrja
hann um sænskar bókmenntir.
Hann sagði að hin sósial-
realiska stgfna, sem hefði verið
yfirgnæfandi i öllum bók-
menntagreinum á sjöunda ára-
tugnum, væri nú á undanhaldi
og þar með hin pólitiska þröng-
sýni. A undanförnum árum
hefði þó nokkuð borið á
existensialisma eða tilvistar-
stefnu á sænskum bókmennt-
um, og liti út fyrir að um eins
konar afturhvarf til hinna eldri
fagurbókmennta væri að ræða.
Sagði hann að hið þekkta skáld,
Lundquist, hefði til dæmis deilt
mjög á ung sænsk skáld fyrir að
hafa misst tengsl við hina
sænsku ljóðahefð.
Christer Eriksson sagði að
bókmenntir frá hinum Norður-
löndunum væru ekki mjög
þekktar i Sviþjóð og ekki mikið
af þeim þýtt. Það væri líka hálf-
hlálegt að það þyrfti að þýða
norskar og danskar bókmenntir
yfir á jafn skylt mál og sænsku.
Hann sagði að þrátt fyrir
ókunnuglcika Svia á bókmennt-
um hinna Norðurlandanna
væru einstaka höfundar mikið
lesnir og væri Halldór Laxness
einn þeirra. Væri hann svo
þekktur í Svíþjóð, að margir
Sviar héldu raunar að hann
væri sænskur. Af bókum eftir
aðra islenska höfunda nefndi
hann að nokkrar bækur eftir
Thor Vilhjálmsson hefðu verið
þýddar á sænsku og væri hann
þar í landi næst þekktastur ís-
lenskra rithöfunda.
sib.
„Óhæfa að gefa fólki
svo mikið fé að það
hreinlega skaðist af”
- segir Finnur Erlendsson,
læknir og þingmaður Fram-
faraflokks Glistrups
fjárlögum þjóðarinnar í ár yrði
21 milljarður og það væri hrein
einfeldni og fjarstæða að halda
að þetta gæti haldið áfram.
Ljóst væri að ef þessu héldi
áfram, eins og allt útlit benti til
myndi Danmörk áður en langt
um liði tapa efnahagslegu sjálf-
stæði sinu og þurfa að beygja
sig undir skilyrði, eins og
Bretar og ítalir, til að fá lán frá
alþjóða gjaldeyrissjóðnum sér
til bjargar.
Aðspurður, um hvað Fram-
faraflokkurinn myndi gera ef
hann kæmist til valda í Dan-
mörku, sagði Finnur að fyrsta
verkefnið væri að koma á jafn-
vægi milli tekna og útgjalda
með aukinni framleiðslu, og ef
það ekki tækist, að grípa til
verulegra sparnaðaraðgerða.
Hann sagði að Framfara-
flokkurinn væri fylgjandi hinu
félagslega velferðarríki, en
ekki á þann hátt, sem nú
tiðkaðist, að ausa peningum i
fólk, sem ekki þyrfti á þeim að
halda. Framfaraflokkurinn
vildi úthluta fénu eftir þörf.
Það væri óhæfa að gefa fólkinu
svo mikið, að það hreinlega
skaðaði það, en það væri sú
stefna, sem jafnaðarmenn
fylgdu. Anker Jörgensen sagðir
fyrir 2'A ári er hann tók við
stjórnartaumum, að höfuðverk-
efnið yrði að draga úr atvinnu-
leysi og rétta efnahaginn við,
en reyndin heföi orðið sú að
ástandið á báðum sviðurn hefði
stórversnað. Nú væri framund-
an, siðast i ágúst, að gera 5.
pólitiska samkomulagið á
tveimur árum, og eins og alltaf
myndi það leiða til nýrra
skatta, hækkaðra tolla og
annarra slíkra, aðgerða og
ástandið héldi áfram að versna
og fjöldi manna bættist i hóp
þeirra 175 þús. Dana, sem at-
vinnulausir eru i dag.
endur töldu ljóst að stór hluti
erfiðleika, sem börn og unglingar
eiga við að etja, á rót sina að rekja
til sjálfsuppeldi, sm öessi hópur
býr við, og stafar af löngum
vinnutíma foreldra.
Þátttakendur ráðstefnunnar
töldu til bóta að stefnt yrði að þvi
aö bæta aðstöðu skóla til verklegs
náms, vettvangskynninga og
félagslifs. Menntun og viðhorf
þurfi einnig að breytast þannig að
daglegt skólastarf mótist meira af
uppeldis og félagsþörfum ungl-
inga, einkum að skólinn veiti
börnum og unglingum tækifæri
til aukins skilnings á mannlegum
samskiptum.
Sálfræðideildir skóla í Reykja-
vík eru ráðgefandi fyrir skóla,
nemendur og foreldra á grunn-
skólastigi á vegum Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur. Deildirnar eru
þrjár, og skipta borginni á milli
sín. Forstöðumenn þeirra eru sál-
fræðingarnir Grétar Marínósson,
Kristinn Björnsson og Gunnar
Arnason.
Löggæzlumál
á Seyðisfirdi
í athugun
DOMSMALARAÐUNEYTIÐ hef-
ur nú til sérstakrar athugunar
löggæzlumál á Seyðisfirði, en
kvartarnir höfðu borizt til ráðu-
neytisins um að á þeim málum
væri ekki tekið af ngæilegri
festu.
Baldur Möller ráðuneytisstjóri
fór nýlega til Seyðisfjarðar og
ræddi þar við bæjaryfirvöld og
yfirmenn lögreglu á staðnum.
Sagði Baldur í samtali við Mbl. i
gær, að það væri nú til athugunar,
á hvern hátt mætti úr bæta með
löggæzlumálin á Seyðisfirði,
þannig að allir mættu við una.
Sagði Baldur að Seyðisfjörður
væri lítið bæjarfélag en þar væri
aftur á móti mikil urnferð, m.a.
vegna bilaferjunnar Smyrils, og
eins þess, að þarna væri áfengis-
útsala. Af þessum sökum og fleiri
væri þarna þörf á öflugri lög-
gæzlu.
skakkur stafur
gerir ekki svo mikid til, ef pú notar
kúluritvcl med leidréttingarbúnadi
Sé ritCKtur skakkur stafur-----
er sleginn þ.t.g. leiéréttingar-
lykill. Ritkulan faerist yfir
skakka stafinn
sem er sleginn ö ný, og
sogast þö df blaéinu svo
leidréttingin sést ekki
Réttur stafur er sleginn..
og haldid öfram þar sem
frö var horfid
aukin afköst — minna erfidi
SUIFSTIFNELU I.F.
cA
Hverfisgötu 33 Sími 20560