Morgunblaðið - 06.07.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JULt 1977
ÞRÍRLEIKIR
í KVÖLD
Hallsson, Dagblaðinu, Hermann Gunnarsson, útvarpinu, Pétur Björns-
son, formaður NK, Björn Blöndal, VIsi, Gylfi Kristjánsson, Vfsi, Agúst
I. Jónsson, Morgunblaðinu, Gunnar Steinn Pálsson, Þjóðviljanum, og
Sveinn Björnsson frá SAAB-umboðinu.
ENGAR TÖLUR GEFNAR UPP:
i KVÖLD fara fram þrir ieikir i 1.
deildar keppni íslandsmótsins í
knattspyrnu og ættu þeir allir að
geta orðið hinir skemmtilegustu,
enda mí segja a8 úr þessu séu flestir
laikir i deildinni úrslitaleikir, annað
hvort á toppinum eSa botninum.
I Vestmannaeyjum leika kl. 19.00
í kvöld Ii8 ÍBV og Fram. VerSa
heimamenn aB teljast sigurstrang-
legri i þeim leik. en sem kunnugt er
hefur Eyjaliðið tekiS viS sér svo um
hefur munaö nú að undanförnu. en
a8 sama skapi dofnað yfir FramliS-
inu. Kl. 20.00 leika á Laugardalsvell-
inum liS KR og ÍA og má búast vi8
harSri baráttu i þeim leik. en fyrir
marga er það stór stund þegar þessi
Ii8 eigast viS. Þennan leik verSa
Akurnesingar a8 vinna til þess a8
halda sér á toppnum i deildinni en
KR má lika illa vi8 þvi að tapa. þar
sem Ii8i8 er enn i fallhættu.
Kl. 20.00 leika svo FH og Vikingur
á Kaplakrikavellinum og verSa Vik
ingar a8 teljast sigurstranglegri í
leiknum. jafnvel þótt FH-ingar séu
nú með skemmtilegt og létt-leikandi
lið.
ÍÞRÓTTAMENN leiddu saman
hesta sína i golfi siðastliðinn
föstudag og voru Vísismenn mjög
í sviðsljósinu að þessu sinni.
Sigraði Gylfi Kristjánsson, Vísi, í
keppninni. Notaði hann einu
höggi minna en þeir Agúst I.
Jónsson, Morgunblaðinu og Björn
Blöndal, Vísi. í bráðabana sigraði
Ágúst siðan Gylfa. Ekki voru
fréttamennirnir stoltir af árangri
sínum og verða því engar tölur
gefnar upp hér. SAAB-umboðið
gaf verðlaun til keppninnar að
venju, og afhenti Pétur Björns-
son, formaður Golfklúbbs Ness,
þau að keppni lokinni.
DOCHERTY VAR LATINN FJUKA
ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að
stólar brezku framkvæmda-
stjóra knattspyrnuliðanna séu
heitir, eins og það er kallað. Í
fyrrakvöld var frá því skýrt, að
einn þekktasti brezki fram-
kvæmdastjórinn, Tommy
Docherty, hefði verið rekinn
frá Manchester United, en
Docherty hefur gert lið þetta að
stórveldi í ensku knattspyrn-
unni siðan hann tók við því, og
fæstir áttu von á öðru en að
forystumenn Manchester
United gerðu allt til þess að
halda i hann sem iengst.
Ástæð-
an sem gefin var upp fyrir
brottvisun Dochertys var laus-
læti, en enskir blaðamenn sem
fjallað hafa um atburð þennan
virðast sammála um að óánægj-
an hafi átt sér dýpri rætur og
að forráðamenn United hafi
ekki verið hrifnir af því hversu
fús Docherty hefur verið að
ræða við forráðamenn annarra
liða sem verið hafa að leita hóf-
anna hjá honum.
Varla þarf
Docherty að kvíða atvinnuleysi
þótt svona færi, þar sem vitað
er að mörg af beztu liðum Eng-
lands hafa rennt til hans hýru
auga. Er greint frá þvi að bæði
Derby County og Tottenham
Hotspur hafi verið búin að gera
honum tilboð áður en upp úr
sauð.
J
V
díiTVerksmiójurnar framleióa m.a.:
Skip — Skiptiskrúfubúnaó —
Þverskrúfur — Andveltigeyma og
Skipshuróir
fi
HEKLA HF.
Laugavegi 170-172, - Simi 21240 Sölu viógeróo- og
CotorpiNar.Git.09 0 ikróí*tf yörumerfci varahlutoþjónusta í sérflokki
I íslandsmðtia 2. flelld |
Haukar í baráttunni
- unnu Selfoss 4:0
HAIJKAR tryggðu enn stöðu sína
við toppinn í 2. deildar keppni
Islandsmótsins f knattspyrnu f
fyrrakvöld er þeir sigruðu Sei-
fvssinga með fjórum mörkum
gegn engu í leik liðanna sem
fram fór á grasvellinum á Sel-
fossi. Völlurinn var mjög hlautur
og þungur er leikurinn fór fram,
og var áberandi hversu leikmönn-
um gekk illa að fóta sig, ekki
sfður heimamönnum, sem eiga þó
að vera vanir þvf að leika á grasi.
Haukar voru betri allan leikinn
og tókst að skora þegar á 10. mín-
útu. Var það hinn marksækni
Loftur Eyjólfsson sem markið
gerði með skalla. Stóð þannig
þangað til að lokamínútu fyrri
hálfleiksins er Haukunum tókst
að bæta öðru marki við og var það
Ólafur Jóhannesson sem það
gerði.
I seinni hálfleik var hið sama
uppi á teningnum. Haukarnir
sóttu meira og skoruðu tvö mörk.
Hið fyrra gerði Loftur Eyjólfsson
um miðjan hálfleikinn, en Ólafur
Jóhannesson skoraði síðasta
markið úr vitaspyrnu, sem var
nokkuð vafasamur dómur.
Selfyssingar áttu nokkur allgóð
færi i leiknum, en náðu ekki að
nýta þau. Voru úrslit leiksins þó
ekki ósanngjörn, þar sem
Haukarnir voru til muna frískari
en heimamenn.
ÁRMANN SÓTTITVÖ
STIG TIL SANDGERÐIS
ARMENNINGAR máttu teljast
heppnir að ná báðum stigunum í
leik sinum við Reyni í Sandgerði
í fyrrakvöld. 2—0 fyrir Armann
urðu úrslit leiksins, en jafnteli
hefðu ekki verið órettlát úrslit
þar sem heimamenn áttu eins
mikið í leiknum — ef ekki meira
á köflum.
Leikið var við mjög slæm skil-
yrði í Sandgerði í fyrrakvöld.
Stórrigning hafði verið allan dag-
inn og var völlurinn þvi blautur
og pollóttur. Settu þessar aðstæð-
ur svip á leikinn, en eigi að síður
náðu bæði liðin ágætum leikköfl-
um.
A 25. minútu náðu Armenning-
ar forystu i leiknum er Þráinn
Ásmundsson skoraði með skalla
eftir aukaspyrnu. Nokkru siðar
fengu Sandgerðingar gullið færi
til þess að jafna er Ari Arason
komst einn inn fyrir, en þá skaut
hann framhjá.
I seinni hálfleiknum héldu
heimamenn áfram að sækja og
mátti þá segja að jöfnunarmarkið
lægi í loftinu. En þegar skammt
var til leiksloka tókst Ármenning-
um að snúa eitt sinn vörn i sókn
og skoraði þá Gunnar Guðlaugs-
son, eftir mistök hjá markverði
Sandgerðinga.
Með sigri i leik þessum heldur
Ármann stöðu sinni á toppnum i
2. deildar keppninni í ár og er
aðeins tveimur stigum á eftir for-
ystuliðunum Þrótti, Reykjavik, og
KA.
JJ
Unglinga- og drengja-
landsleikir í kvöld
ÍSLENDINGAR og Eæreyingar
leika tvo knattspyrnulandsleiki f
kvöld. Er þar annars vegar um að
ræða unglingalandsleik 16—18
ára pilta sem fram fer í Færeyj-
um og hins vegar drengjalands-
leik, 14—16 ára pilta, en sá leikur
fer fram í Keflavík. Ætti þarna að
geta orðið um að ræða skemmti-
lega og jafna leiki, en Færeying-
ar hafa átt á að skipa ágætum
unglingaliðum að undanförnu.
Liðið sem leikur i Færeyjum í
kvöld verður þannig skipað:
Markverðir:
Stefán Jóhannsson, KR
Bjarni Sigurðsson, IBK
Aðrir leikmenn:
Pálmi Jónsson, FH
Benedikt Guðbjartsson, FH
Ragnar Eðvaldsson, UMFG
Guðmundur Halldórsson, UBK
Þorvaldur Hreinsson, UMFA
Ingólfur Ingólfsson,
Stjörnunni
Birgir Teitsson, UBK
Helgi Helgason, Völsungi
Kristján B. Olgeirsson,
Völsungi
Þorsteinn Ögmundsson, Leikni
Ólafur Magnússon, Þrótti R
Páll Ólafsson, Þrótti R
LEIKNISMOT
LEIKNIR gengst fyrir innan-
félagsmóti í frjálsum íþróttum á
Fellavelli i dag kl. 17.30. Keppnis-
greinar verða 60 metra hlaup, 600
metra hlaup og langstökk.
Sigurður Halldórsson, UBK
Nokkrir þessara pilta hafa leik-
ið í islenzka drengjalandsliðinu,
en leikurinn i Færeyjum verður
fyrsti unglingalandsleikur þeirra
allra. Athygli vekur frá hversu
mörgum félögum piltarnir eru og
eiga t.d. Grindvikingar og Mos-
fellingar fulltrúa í liðinu, auk
þess sem í því er leikmaður frá
hinu unga Reykjavíkur félagi,
Leikni.
Drengjalandsliðið sem leikur i
Keflavik verður þannig skipað:
Markverðir:
Gisli Daníelsson, KR
Árni Dan Eiríksson, UBK
Aðrir leikmenn:
Halldór Ólafsson, KR
Benedikt Guðmundsson, UBK
Heimir Karlsson, Vikingi
Ágúst Hauksson, Þrótti
Sigurður Guðnason, Reyni S
Skúli Rósantsson, IBK
Ómar Jóhannsson, ÍBV
Jón Þór Brandsson, FH
Jóhann Þorvarðarson, Víkingi
Jón G. Bjarnason, KR
Lárus Guðmundsson, Víkingi
Arnór Guðjohnsen, Víkingi
Gunnar Gislason, KA
Sæbjörn Guðmundsson, KR
Stjórnendur liðsins sem leikur i
Færeyjum verða þeir Helgi Dan-
íelsson og Sölvi Óskarsson, en
þjálfari liðsins sem leikur i Kefla-
vik verður Lárus Loftsson. Dóm-
ari drengjalandsleiksins verður
Rafn Hjaltalín, en línuverðir þeir
Ármann Pétursson og Ársæll
Jónsson.