Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.08.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 14. AGÚST 1977 GLUGG Aðminnka ogminnka þar til mað- ur verður stór ÞAÐ er margt einkennilegt sem ma5- ur uppgötvar þegar maður vex úr grasi. Sú heimsmynd sem maður gerði sér i æsku og náði upp á horn og niðrá horn og yfir götuna og svo náttúrulega til útlanda og Ameríku Idi Amin bak við Öskjuhliðina, verður einn sárasakleysislegan dag vitlaus. af því að maður hættir sér í varnarleysi sinu einu húsi of langt og finnur nýja götu á bakvið það. Svona heldur það áfram i nokkurn tima að heimurinn i kringum þig stækkar og þú sjálfur minnkar og minnkar þangað til þú ert orðinn „stór". Þá flýgurðu til útlanda og horfir eitt andartak á Öskjuhliðina og húsið þitt renna saman i einn litinn fæðingarblett, sem hverfur svo og verður að engu. Brátt kemur að þvi að þú verður þess áskynja að meirihlutinn af gömlu „góður-vondur" siðfræðinni gildir ekki lengur. j staðinn fyrir að vondu kallarnir sem drápu góðu kall- ana séu settir i fangelsi eða gerist prestar eða löggur, eru þeir sem þú helzt einu sinni að væru allir pott- þéttir Ijúflingar farnir að skjóta kon- ur og börn og hunda og ketti alveg á við vondu kallana af þvi að hermenn- irnir eru svo klárir að fela sig. En æðstu hermennirnir frá báðum liðum fela sig á sama staðnum og rifast um húsgagnaarkítektúr eða hergagna- arkítektúr. Stundum finnst þér samt einfalt mál að ákvarða hver sé vondur og hver ekki. Þannig finnst þér til dæm- is Idi Amin vera vondur af þvi að hann er alltaf að láta skjóta fólk, en svo lestu það einhvers staðar i gagn- merku riti að hann ætii að hafa sendiráð i Danmörku og það sé hon- um velkomið. Svo lestu lika að hann sé formaður Einingarsamtaka Afrikjurikja eða eitthvað þess háttar og það er lika allt i lagi. Ég er hræddur um að Tarzan eða Roy Roggers hefðu ekki látið þetta við- gangast, hefði þetta verið í bók eða bió. Þetta er bara ekki i bók eða bló. Það er nú meinið. Siðfræði nútimans er sem sagt: Það er allt i lagi að skjóta fólk ef þú ert nógu hátt settur. Að þvi tilskildu að hvorugt eigi sér stað i bók eða bió, heldur gerist I alvörunni. —SIB— OMHHLAND nýr og hcíllandi áffangastaður Dagflug á þriöjudögum. Nýr og heillandi sumarleyf- isstaöur fslendinga. f fyrsta sinn beint flug frá fslandi til Grikklands á rúmum 5 klst. Óviðjafnanleg náttúru- fegurö og sögustaöir sem heilla. Góöar baöstrendur í fögru umhverfi i baöstranda- borgum 15-25 km frá Aþenu. Fjölbreytt skemmtana- líf. Ný glæsileg hótel og íbúðir. Einnig er hægt aö dvelja á eynni Krit. Reyndir islenskir fararstjórar Sunnu. Grikklandsferð er heillandi ævintýri sem engin gleymir. Siglingar milli grisku eyjanna og óteljandi skemmti- og skoðunarferðir um undurfagurt lands- lag heillandi borga og sögufrægra staöa, svo sem Akropolis, Delfi, Olympia, Spörtu og Maraþonsvalla. Tækifæri til að upplifa einstæöa listaviöburöi i hin- um fornfrægu útileikhúsum Grikkja, þar sem i sumar koma fram margir heimsfrægir sniltingar, svo sem Bolshoi-ballettinm frá Moskvu, tónleikar og óperur undir stjórn Karajans aö ógleymdum hinum klass- isku leiksýningum frá gullaldartímum forngrikkja. Grikkland sameinar á snilldarlegan hátt heillandi náttúrufegurð, sögulega staöi og möguleika til sól- baös og sunds i heitum sjó, hvildarlíf viö sundlaugar og baðstrendur. SUNNA Lakjargötn 2 símar 16400 12070 25060 26555 MALLORCA dagflug alla sunnudaga COSTA DEL SOL dagflug alla föstudaga COSTA BRAVA flogið alla sunnudaga KANARÍEYJAR flogið allan ársins hring vikulega yfir sumarmánuðina Gran Canary og Tenerife. Ath. að panta snemma vegna mikilla vinsælda Sunnuferða. GRIKKLAND dagflug alla þriðjudaga Eingöngu beztu hótel og íbúðir sem til eru SUNNA Rvík: Lækjargötu 2 símar 16400 — 12070 Akureyri: Hafnarstræti 94, sími 21835 300.000. vióskiptavinuriiiii Nú á næstunni eigum við von á þrjúhundrað þúsundasta viðskiptavininum. Hann mun fá gjöf, frá okkur. BANG & OLUFSEN,Uitsjónvarpstæki frá Radíóbúðinni, að verðmæti 360.000,- kr. Þangað til mun þúsundasti hver viðskiptavinur fá Hanimex Ijósmyndavél. Yeröur þaö þú ? myndiðjon SÁSTÞÓRP Suðurlandsbraut 20 Hafnarstræti 17 Reykjavík S 82733

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.